Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvðldsfmi: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 7. september 1984 202. tölublað 49. örgangur DJÚÐVIUINN Suðurland Verkfall í sláturhúsunum Munu ekki hleypa sláturhúsunum ígang nema samningar náist. Verkfall hœfist um aðra helgi. Þýðir ekki að bíða með aðgerðir Við ætlum ekkert að láta slátur- húsin fara i gang fyrr en búið er að semja. Sláturtíðin hefst þann 17. september og við höfum boðað verkfall frá og með þeim degi hafi samningar ekki tekist. Hjá okkur eru aðstæður þannig, að það þýðir ekkert að bíða með aðgerðir framyfir sláturtfð. Þetta sagði Ingibjörg Sig- tryggsdóttir formaður Verka- lýðsfélagsins Þórs á Selfossi við Þjóðviljann í gær. En Þór ásamt öllum verkalýðsfélögum á Suður- landi sem hafa sláturhús á sínu svæði hefur boðað verkfall fyrir starfsfólk í sláturhúsum frá og með þarnæsta laugardegi. „Það eru búnir að vera tveir fundir en ekkert gengið saman. Þeir sem hafa verið í samningun- um fyrir VSÍ bjóða ekki neitt í áttina að kröfum okkar“, sagði Ingibjörg. Hún vildi ekki gefa upp hvað VSÍ hefur boðið en Þjóðviljinn hefur komist á snoðir um að hið eina sem þeir bjóða eru 3 prósentin sem hefðu hvort sem er komið ofaná launin þann 1. september, og auk þess viðræður á samningstímanum um hækkun á bónusnum! Ingjbjörg kvað kröfugerðina miðast við kröfur Verkamanna- sambandsins, en auk þess vildu þau fá inn í taxta slátur- hússfólksins svokallaðan SS- bónus sem Sláturfélag Suður- lands veitir föstum starfsmönn- um. - ÖS Skákþingið Loksins snilld Fjórða umferð Skákþings ís- lands fór fram í gær að Hótel Hofi. Helgi Ólafsson vann Dan Hanson í einni fallegustu skák mótsins. Helgi tefldi óaðfinnan- lega og var mál manna að loksins væri tefit af snilld á skákþinginu. Önnur úrslit urðu þau, að Björgvin og Jóhann gerðu jafn- tefli og sömuleiðis þeir Haukur og Karl og Jón L. og Guðmund- ur. Margeir vann Hilmar en skákir þeirra Sævars og Ágústar og Lárusar og Halldórs fóru í bið. Skák Sævars og Ágústar er tvísýn og Lárus er með betri stöðu í skák sinni og Halldórs. Biðskakir verða tefldar á morgun, laugardag,kl. 18. HBa Helgi Ólafsson vann Dan Hanson í einni fallegustu skák þingsins og tefldi óaðfinnanlega. Þingvallavatn Sextán punda uiriði í vikunni veiddist sextán punda urriði f net f Þingvallavatni. Líf- fræðingarnir Sigurður Snorra- son, Kristján P. Magnússon og Hilmar Malmquist voru þar við rannsóknir og lögðu meðal ann- ars net útaf Miðfelli og fengu þar þennan góða drátt. Urriðinn var 80 sentímetra langur hængur. Áður fyrri voru boltar af þessu tæi ekki fáséðir í Þingvallavatni en eftir að Sogið var virkjað hefur urriðinn misst af mikilvægum riðstöðvum og er nú á tiltölulega hröðu undanhaldi í vatninu. Hængtröll á borð við þennan eru því fáséð. -ÖS Abyrgðarmaðurlnn í prentamlðjunnl með (yrsta tölublað I höndunum. Mynd: Atll. Fjölmiðlun ísafokl á götuna Fyrir borgarastéttina, einkaframtakið og einstaklinginn ísafold, vikublað fyrir íslendinga, rann útúr prentvélum Blaðaprents um hádegisbil í gær, og sfðan útá götumar. Ábyrgðarmaðurinn Ásgeir Hannes Eiríksson sat prýðilega ánægður þegar Þjóðviljann bar að og sagði að blaðið væri fyrir borgarastéttina, einkaframtakið og einstalding- inn, og mundi höggva þvert á öll önnur blöð. Um 18 þúsund eintök komu úr fyrstu prentun og átti að prenta meira síðdegis. Blaðið verður selt í lausasölu, er 24 síður og útgefandi er auðvitað Fósturmold hf. Meðal efnis er hólgrein um Miltoi Friedman eftir Indriða G. Þorsteinsson, níð un Ustamenn eftir „Freystein", frásögn af heimsóki Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar í bandaríska utan ríkisráðuneytið og Pentagon, ljóð eftir Brynhild H. Jóhannsdóttur og gagnrýni á Flugleiðir vegn. fargjaldamála. Leiðari blaðsins er um gildi þess ai græða. Á forsíðu er mynd af biskupshjónunun með Ásgeiri ábyrgðarmanni á vörusýningunni. - n Smokkurinn Veiddur í flottroll? Fjórir aðilar hyggjast veiða smokk íflottroll. Tilraunaveiðar 1979gáfu upp í þrjú tonn í hali. 1800 tonn flutt árlega inn Pað á að fara að taka smokkinn f flottroll sagði Einar Jónsson, þjá Hafrannsóknastofnuninni f gær, þegar Þjóðviljinn hafði við hann samband tU að forvitnast um, hvort ekki væri unnt að nýta betur þessa merkUegu dýrateg- und, sem af og tU viUist að strönd- um íslands. „Við gerðum tilraunir með að veiða smokkfisk í troll á togaran- um Elínu Þorbjarnardóttur þegar smokkurinn gekk sumarið 1979. Fyrst notuðum við mjög smáriðið seiðatroll og það gekk afspymu illa. En um leið og við fómm að nota venjulegt flottroll fóm veiðamar að ganga og allt upp í þrjú tonn í hali fengust“. Einar kvað að minnsta kosti fjórar útgerðir hafa sýnt smokk- fiskveiðum áhuga og nefndi út- gerðir Elínar Þorbjarnardóttur á Súganda, Sölva Bjamasonar, báts sem er gerður út frá Patreks- firði, og togaranna Örvars frá Skagaströnd og Sléttanessins. „Það er útbreiddur misskiin- ingur að smokkurinn haldi sig yf- irleitt við ísland. Það er alrangt, þessi tegund lifir í djúpum suð- vestur af írlandi og allt suður á Azóreyjar. Það er einungis af og til að hann kemur hingað, síðast 1979 og þar áður hafði hann ekki sést í ein 14 ár. Hann er svona um hálft kíló, en stöku dýr fer upp í 3 til 4 kfló“. Einar taldi sjálfsagt að veiða smokkinn, því það væru hvort eð er flutt inn um 1800 tonn. - ÖS Tll þessa hefur smokkurlnn verlð velddur á færl, og notaðlr sérstakir smokkakrókar, einsog þessl sem sést hér á myndinnl. Nú eru hlns vegar fyrirhugaðar velðar á smokkfisk I flottroll. Ljósm. Atll.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.