Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 7
Undirrituðum telst svo til að hátt í eitt hundrað ályktanir frá samtökum bænda víðsvegar um land hafí legið fyrír aðalfundi Stéttarsambandsins. Ýmsar þeirra sköruðust að sjálfsögðu meira og minna. Var ærið verk fyrir nefndir fundarins að vinna úr þessum ályktunum öllum og samræma þær. En þarna voru að störfum þrautþjálfaðir og færir félagsmálamenn, sem leystu þau af höndum bæði fljótt og vel. Fara hér á eftir nokkrar af ályktunum aðalfundarins. Sumar hefur blaðið þegar birt, aðrar bíða fær- is. Hraðari afgreiðsla Aðalfundurinn... beinir því til allra sláturleyfishafa að senda framvegis skýrslur um slátur- og heildsölukostnað til Fram- leiðsluráðs nægilega snemma til þess að Sexmanna-nefnd hafi þessar upplýsingar fyrir verð- lagningu hverju sinni. Fundurinn telur nauðsyn að Framleiðsluráð hafi forgöngu um að samræma tölvutækar uppgjörsreglur slát- urleyfishafa, enda er það ein af forsendum þess að bændur fái fullt grundvallarverð fyrir slátur- fjárafurðir sínar. Úttekt á Áburðar- verksmiðjunni Aðalfundurinn... beinir því til l^1 mj Pl; V Ær' Nokkur hluti fundarmanna og gesta á Stéttarsambandsfundinum útifyrir Menntaskólanum á Isafirði skömmu áður en búist var til heimferðar að morgni sunnudagsins 2. sept. Mynd: JJD Stéttarsambandsfundurinn Unnið úr hundrað ályktunum Protlaust starf í þrjá daga landbúnaðarráðherra að hann láti gera úttekt á fjárhags- og rekstrarstöðu Áburðarverks- miðjunnar og hvort ekki sé tíma- bært að ríkissjóður létti af henni fjármagnskostnaði. Ennfremur er gerð sú krafa, að verksmiðjan verðleggi áburðinn það snemma að flutningur hans geti farið fram áður en þungatakmarkanir eru settar á vegi. Þá ítrekar fundur- inn fyrri samþykkt að óhjá- kvæmilegar breytingar á áburð- arverði skuli gerðar jafn oft og breytingar á verðlagsgrundvelli. Riðuveiki Aðalfundurinn... felur stjórn Stéttarsambandsins að hefja nú þegar viðræður við landbúnað- arráðuneytið og sauðfjársjúk- dómanefnd um mótun ákveðinn- ar stefnu í baráttu við riðuveiki með það að markmiði að veikinni verði útrýmt. Grœnfóðurrœkt Aðalfundurinn... skorar á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að ekki verði skert framlög til grænfóðurræktar þar sem um verulegt kal er að ræða. Tölvubúnaður Aðalfundurinn... telur nauð- synlegt að hin ýmsu félagssamtök bænda vinni saman að uppbygg- ingu tölvubúnaðar fyrir landbún- aðinn og felur stjórn Stéttars- ambandsins að hafa forgöngu um það samstarf. Búvörusala Aðalfundurinn... telur að sala og meðferð á framleiðsluvörum bænda að smásölustigi eigi að vera í höndum fyrirtækja þeirra sjálfra, enda tryggi það best hag framleiðenda og neytenda. Varar fundurinn ákveðið við öllum til- raunum til að rjúfa þá samstöðu sem nú ríkir meðal bænda um hagsmunamál stéttarinnar. Bændur stjómi sölufyriitækjunum Nokkrar ályktanir kjaramálanefndar Kjaramálaályktun sú, sem samþykkt var á aðalfundi Stétt- arsambands bænda, var í nokkr- um liðum, sem hver um sig má teljast sjálfstæð ályktun. Hluta þeirra hefur blaðið þegar birt en hérkomahinar: Sölukerfi Landbúnaðarins Aðalfundurinn... hvetur alla bændur til að standa vörð um sölukerfi landbúnaðarins. Fund- urinn telur það eitt meginatriði í kjarabaráttu bænda að þeir stjórni áfram sem hingað til og beri ábyrgð á þeim fyrirtækjum, sem vinna úr og selja afurðir þeirra. Fundurinn bendir á nauð- syn þess að afurðasölukerfið sé ávallt í stakk búið til að mæta nýj- um þörfum og óskum neytenda jafnframt því að skila fullu verði til bænda. Framleiðslu- stjórnun Aðalfundurinn... telur að áfram beri að halda á braut fram- leiðslustjómunar og að sú stjórn- un eigi að ná til sem flestra þátta búvöruframleiðslunnar. Slík stjómun er forsenda þess að unnt sé að fullnægja þörfum markað- arins fyrir innlendar búvömr og samtímis tryggja tekjujafnræði bænda við aðrar stéttir. Fundur- inn telur að jafnframt því sem dregið er úr framleiðslu hefð- bundinna búvara, þurfi að koma til stóraukin uppbygging nýrra búgreina og annarra atvinnutæki- færa í sveitum landsins. Búi við sömu kjör og aðrir Fundurinn... leggur áherslu á að bændum séu búin sambærileg kjör og öðmm stéttum þjóðfél- agsins, bæði er varðar fjárhags- lega afkomu og félagsleg réttindi og telur engin rök fyrir því að opinber stuðningur við landbún- að á íslandi sé minni en í ná- lægum löndum. Aðalfundurinn vill því leggja áherslu á eftirfar- andi atriði: 1. Afram verði haldið barátt- unni við verðbólguna og þess þannig freistað, að skapa gmnd- völl fyrir heilbrigt atvinnulíf og velmegun þjóðarinnar. 2. Stjómvöld sjái til þess, að farið verði að lögum við sölu landbúnaðarafurða og ekki verði gerðar neinar breytingar á sölu- fyrirkomulagi búvara án samráðs við samtök bænda. 3. Ríkisstjórnin standi að fullu við það samkomulag um afnám söluskatts af búvélum og tækjum, sem gert var sl. haust. 4. Mörkuð verði ákveðin stefna í niðurgreiðslumálum og haft verði samráð við samtök bænda um mörkun slíkrar stefnu. 5. Tryggð verði afurðalán vegna birgða landbúnaðarvara og þau hækkuð þannig að unnt sé að greiða bændum sem næst fullu verði við afhendingu framleiðslu- vöm. 6. Markvisst sé unnið að upp- byggingu nýrra atvinnumögu- leika í sveitum til að tryggja tekjuöflun í stað þess samdráttar, sem þegar hefur orðið og verða kann í hefðbundinni búvöm- framleiðslu. 7. Lánstími fjárfestingarlána verði lengdur vemlega, lán til kaupa á jörðum verði hækkuð og Stofnlánadeild gert kleift að sinna fjármagnsþörf nýbúgreina, vinnslustöðva og að lána til kaupa á fjölbreyttari tækjabún- aði í landbúnaði en nú er. 8. Staðið verði að fullu við skuldbindingar ríkisvaldsins um fjármagn til forfailaþjónustu landbúnaðarins. -mhg Afurða- og rekstrarlán Aðalfundurinn... mótmælir þeim hugmyndum sem uppi em um að færa afurða- og rekstrarlán frá Seðlabankanum til viðskipta- bankanna. Fundurinn telur hættu á að slíkar breytingar á afurða- lánakerfinu geti þrengt fjárhags- stöðu hinna ýmsu fyrirtækja í dreifbýlinu. Mistök við verðlagningu Aðalfundurinn... lýsir undmn sinni og óánægju yfir stórfelldri vöntun verðs og vaxta á endan- legu uppgjöri sauðfjárafurða frá haustinu 1982. Samkvæmt uppg- jöri 43 sláturleyfishafa var meðal- vöntun verðs til sauðfjárbænda 9,5% af meðalgmndvallarverði, eða alls 103 milj. kr.- Því skorar fundurinn á sexmanna-nefnd að sjá til þess að mistök við verð- lagningu slátur- og heildsölu- kostnaðar verði þessi ekki vald- andi að slík verðvöntun endur- taki sig. UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.