Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 10
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Sovéskir dagar 1984 TÓNLEIKAR - DANSSÝNING. Söng- og dansflokkurinn „Könúl" frá Bakú í Azerbajd- sjan heldur tónleika og danssýningu í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 8. september kl. 20. Fjöibreytt efnisskrá: Hljóðfæraleikur, einsöngur, tvísöngur, þjóðdansar. Aðgöngumiðar seldir í miðasöiu Þjóðleikhússins á fimmtudag og föstudag kl. 16-19 og laugardag kl. 16-20. MÍR Sendill óskast Utanríkisráðuneytið óskar að ráða röskan og áreiðan- legan ungling til sendiferða, fyrir hádegi, í vetur. Möguleikar á fullu starfi í skólaleyfum og næsta sum- ar. Nánari upplýsingar veittar í afgreiðslu ráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið, Hverfisgötu 115, 5. hæð. wm Garðabær Óskum eftir starfsfólki í heimilishjálp nú þegar, um er að ræða heilsdagsvinnu. Uppl. í síma 45022 á skrif- stofutíma. Félagsmálaráð Garðabæjar. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið á Húsavík óskar að ráða hjúkrunar- deildarstjóra og hjúkrunarfræðinga í fastar stöður nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkr- unarforstjóri í síma 96-41333 alla virka daga. Sjúkrahúsið á Húsavík S/F Uppeldisfulltrúar óskast í þjálfunarskóla ríkisins; Safamýrarskóla. Um er að ræða 2 hálf störf. Upplýsingar í símum 686153 og 686380. Skólastjóri íbúð óskast Óskum eftir íbúð til leigu á Reykjavíkursvæðinu sem fyrst. Upplýsingar í síma 83190. Fóstra óskast til starfa (75% starf) við leikskólann Hólmavík. Umsóknir sendist til skrifstofu Hólmavíkurhrepps, Hafnarbraut 25, Hólmavík fyrir 20. september n.k. Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps Alþýðubandalagsfólk Vopnafirði Alþýðubandalagið Vopnafirði heldur fund fyrir félagsmenn og stuðningsfólk föstudagskvöldið 7. september kl. 21.00. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á fundinum. Allt stuðningsfólk velkomið. - Stjórnin. Héraðsbúar - Eiðar Alþýöubandalagið boðar til almenns fundar í Alþýðuskólanum á Eiðum mánudagskvöldið 10. september kl. 20.30. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson hafa framsögu. Fundurinn er öllum opinn. - Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagsfélögin á Suðurnesjum Alþýðubandalagsfólk á Suðurnesjum: fjölmennum í Þórsmerkurferð sem farin verður þann 14. september. Allar frekari upplýsingar gefa Bjargey Einarsdóttir í síma 3096 og Elsa Kristjánsdóttir í síma 7680. Sveitarstjórnarmenn og áhugamenn um sveitarstjórnarmál! Stofnfundur samtaka um sveitarstjórnarmál verður haldinn 15. september að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 14, kl. 2 e.h. á laugardag. Dagskrá: Lög samtakanna - frumvarp til sveitarstjórnarlaga - önnur mál. - Undirbúnlngsnefndin Skólamalahopar AB hefur göngu sína að nýju. Fundur n.k. fimmtudag 13. sept. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundarefni: Kjarabarátta kenn- ara haustið 1984. 1. Hilmar Ingólfsson: Leiðrétting á kjörum launafólks. Aðild að heildarsamtökum. 2. Valgerður Eiríksdóttir: Endur- mat og löggildind á kennara- starfinu. Foreldrar, kennarar og annað áhugafólk hvatt til að mæta á fundinn. Stýrihópur. AB Keflavík Fundur verður haldinn þriðjudaginn 11. ágúst kl. 20.30 í húsi Stangveiðifélagsins við Suðurgötu. Dagskrá: 1) Kosning í uppstillingarnefnd. 2) Friðarmál. - Stjórnin. Valgerður Hilmar ÆSKULÝBSFYLKINGIN Utanríkismálanefnd ÆFAB Fundur verður haldinn í utanríkismálanefnd Æskulýðsfylkingar AB miðvikudaginn 12. september kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. - ÆFAB. ÆF félagar! Ferð í Sauðadali Nú förum við í Sauðadali sunnudaginn 9. september til að skoða landið okkar og ræða um skálann. Boðið upp á kaffi og jafnvel kleinur. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu AB á skrifstofutíma 9-4 fram að föstudeginum 7. september. Lagt af stað frá Hverfisgötu 105 sunnudag kl. 12.30. - ÆFAB Þverflauta til sölu Einstaklega vel með farin Yamaha-þverflauta með silfurmunnstykki og lokuðum klöppum er til sölu nú þegar. Upplýsingar eru veittar í síma 1 65 75 Reykja- vík. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar nokkrar stöður lögregluþjóna við embætti bæjarfógetans í Keflavík, Njarðvík og sýslumannsins í Gullbringusýslu. Umsóknarfrestur er til 16. sept. n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlög- regluþjóni er veitir allar nánari upplýsingar. Keflavík, 6. sept. 1984 Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvíkog sýslumaður- inn í Gullbringusýslu, Jón Eysteinsson. BRIDGE Eitt af mikilvægustu atriðunum í bridgespilinu, er að gera sér grein fyrir „hugsanlegri" spila- skiptingu andstæðinganna. Hér er gott dæmi um það: KD10 Á1064 D63 Á73 952 83 7 KDG93 ÁKG8754 92 K10 G854 ÁG764 852 10 D962 Suöur Vestur Norður Austur Pass 1 tíg. Dobl 1 hj. 1 sp. 2 tígl. 2 sp. Pass 3 sp. Pass 4 sp. Allir pass Útspil Vesturs var tígulkóngur. Sérðu einhverja vonarglætu fyrir sagnhafa? Jú, að eru vissir möguieikar, sem byggjast á skiptingu og röðun spila (háspila) í höndum andstæðinganna. Vestur skipti yfir í hjarta sjö eftir tígulkónginn og sagnhafi stakk upp ás og tók spaðann þrisvar. Austur henti hjarta í þriðja spaðann. Nú taldi sagnhafi Ijóst að Vestur ætti skiptinguna: 3-1-7-2. Og yrði að eiga laufkónginn. Inni á þriðja spaðann spilaði sagnhafi lágu laufi að heiman. Vestur var víð- lesinn spilari og ætlaði ekki að „brenna" inni með laufakóng, og stakk honum því á milli. Drepið á ás og laufasjö spilað úr borði. Nú kom smáhik á Austur og síðan kom laufagosinn, sem sagnhafi drap á drottningu. Tían í frá Vestri (ath. besta vörn ennþá hjá A/V). Nú var engin innkoma til að svína fyrir 8x í laufi hjá Austri, en sagn- hafi sá við því. Tók tvisvar spaða og Austur mátti ekkert missa. í lokin fékk svo sagnhafi 2 slagi á lauf eftir að hafa spilað Austri inná hjartað. Unnið spil. Hið íslenzka náttúrufræði- félag Fuglaskoðunarferð á laugardag kl. 9 frá Umferðarmiðstöð. M.a. farið að Garðskagavita, Hvalsnesi, Ósum og Höfnum. Hugað að farflugi vaðfugla og sjófuglum. Munið að taka með sjónauka, fuglabók og nesti. Allir eru velkomnir. Hugað að jarðsprungum á Suðurlandi Fræðsluferð frá K.Á. á Selfossi sunnudag kl. 10. Skjálftahætta er hvergi meiri á íslandi en á þessu svæði og enn er bergið að safna orku, sem mun losna í kröftugri hrinu einhvern tíma á næstu ára- tugum. Sérstaklega er skorað á Sunnlendinga að koma í ferðina og kynnast heimahögum. Allir velkomnir, félagar sem aðrir. Stjórnin LEÐURLITUN LITUM LEÐUR TÖSKUR OG JAKKA. JAFNT SVART SEM AÐRA LITI. KREDITKORTAÞJ0NUSTA SKÓVIÐGERÐIR FELIAGORÐUM VOLVUFELLI 19 - SlMI 74566 MÓÐVIUINN Öðruvísi _____fréttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.