Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 9
UM HELGINA Kardimommu- bærinn Um helgina hefjast að nýju sýningar hjá Leikfélagi Akur- eyrar, á Kardimommubænum í leikstjóm Teodórs Júlíussonar sem sýndur var 27 sinnum fyrir fullu húsi s.l. vor. Sýningar verða aðeins í septembermánuði. Fyrstu sýningar haustsins verða á laugardag og sunnudag kl. 17.00. Glerblástur á sunnudag Ásunnudaginn9. sept. kl. 13.30- 17.00 munu Dönsku glerlista- mennirnir Finn Lynggaard og Tohai Munch sýna glerblásturs- aðferðir í glerverkstæðinu í Berg- vík á Kjalamesi. Þetta er í tengs- lum við glersýninguna „Stefnu- mót glervina“ sem stendur á Kjarvalsstöðum til 16. sept. Listafólk frá Azerbajdsjan heimsækir ísland Nína Kasimova frá Azerbajd- sjan nefnist þessi söngkona en hún er ein sovésku listamann- anna sem koma fram á sovéskum dögum, sem nú em haldnir á ís- landi í 9. sinn. Sovésku dagarnir vom settir á mánudagskvöldið í Hlégarði með fjölbreyttri dag- skrá, en í kvöld kemur listafólkið fram í Varmalandi í Borgarfirði. Á laugardagskvöld verður dag- skráin svo flutt í Þjóöleikhúsinu. Þá verður á laugardag opnuð sýn- ing að Vatnsstíg 10 á ýmsum list- munum frá Azerbajdsjan, en þeir eru frægir fyrir teppagerð, skartgripi og útsaum. Exsept hópurinn sýnir um þessar mundir i Listasafni ASÍ um 60 verk, málverk, grafík og teikningar. Exsept hópurinn eru þeir Guðmundur Ár- mann, Kristinn G. Jóhannsson og Óli G. Jóhannsson, og sjást þeir hér á myndinni. Sýningin er opin kl. 14-22 um helgar en 16-22 virka daga. Sinfónían út á land í gær fimmtudag fór Sinfóníu- hljómsveit Islands af stað í tón- leikaferðalag um Vesturland og Vestfirði. Hljómsveitin leikur á eftirtóldum stöðum: Búðardal föstudaginn 7. sept. kl. 21.00. Þingeyri laugardaginn 8. sept. kl. 21.00. Bolungarvík sunnudaginn 9. sept. kl. 15.30. ísafirði sunnudaginn 9. sept. kl. 21.00. Suðureyri mánudaginn 10. sept. kl. 21.00. Patreksfirði þriðjudaginn 11. sept. kl. 21.00. Á efnisskránni er m.a. Sin- fónía í g-moll eftir Mozart, atriði úr óperum eftir Verdi og Goun- od, ísL sönglög o.fl. Einleikari í þessari ferð er Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og ein- söngvari Kristinn Sigmundsson. Stjómandi er Klauspeter Seibel, en hann kemur gagngert frá Þýskalandi til þess að fara í þessa ferð. Hann er aðalstjómandi fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Numberg og fyrsti hljómsveitar- stjóri ópemnnar í Hamborg. Seibel hefur ferðast víða og stjórnað mikið bæði austan hafs og vestan og er nú nýkominn frá Japan, þar sem hann stjórnaði gestaleik óperunnar í Hamborg á ýmsum ópemm. „Gott að búa í Kaupmannahöfn" segir Hjálmar. Ljósm. Atli. Frá Skaga til Hafnar Hjálmar Þorsteinsson sýnir í Norrœna húsinu. „Það voru margir hissa á því að ég skyldi taka mig upp, selja og flytja af landinu, þegar ég átti að- eins 7 ár eftir í eftirlaunin. En mig langaði til að gera þetta, - setjast að erlendis og helga mig listinni. Og Kaupmannahöfn er yndisieg borg og ég stunda söfnin grimmt. Eftir því sem ég skoða meira af list erlendis, sé ég æ betur hvað við eigum frábært listafólk á ís- landi“, sagði Hjálmar Þorsteins- son, myndlistarmaður, sem á laugardag opnar málverkasýn- ingu í Norræna húsinu. Hjálmar var myndlistarkennari á Akranesi og vann m.a. að til- raunakennslu í mynd- og hand- mennt með tónlist. Sjálfur segist hann alltaf mála við tónlist, mest klassík en einnig við rokk eða gríska tónlist (Theodorakis). Hann býr skammt utan við Kaupmannahöfn og líður vel. „Það er ódýrt að ferðast og borða þarna úti. Næst ætla ég að „éta“ upp vinnustofuna mína uppi á Skaga, þ.e. selja hana og Ufa af kaupverðinu um sinn, því ekki lifi ég af því einu að mála“. Hjálmar hefur sýnt nokkrum sinnum áður, 1982 í Listasafni ASÍ og í október s.l. í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Innan skamms ætlar hann að halda sýningu með dönsku lista- konunni Susanne Rosenkrantz. þs Ragna Ingimundardóttir, með tvo keramikmuni sem hún hefur gert. Málverk og snertilist fyrir blinda Hér sjáum við einn gesta á sýn- ingu Helga Jósepssonar Vopna í Þribúðum, Hverfisgötu 42, en hann sýnir málverk og snertilist, sem einkum er ætluð blindu fólki. Þetta er 10 einkasýning hans og eru 42 verk á sýningunni, þar af 12 upphleypt verk fyrir blinda. Helgi útskrifaðist úr MHÍ 1974 og er myndlistarkennari á Vopnafirði. Þar hélt hann sína fyrstu sýningu 1978 og komu 600 manns á hana, sem þótti gott í aðeins 900 manna byggðarlagi. Sýningu hans lýkur á sunnudag- inn, opið er frá 14-22 um helgar og 16-22 virka daga. Keramik í Langbrók Ragna Ingimundardóttir opn- ar keramik sýningu í Gallerí Langbrók á laugardaginn. Hún lauk námi frá keramikdeild Myndlista- og Handíðaskóla ís- lands árið 1981 og hefur síðan stundað framhaldsnám við Gerrit Rietyeld Academi í Hollandi. Þetta er fyrsta einkasýning henn- ar, en hún hefur tekið þátt í sam- sýningum. Sýning er opin 12-18 virka daga og helgar frá 14-18. ITALIA in ISLANDA Á morgun laugardaginn 8. september kl. 14.00 mun verða opnuð sýning á grafíkverkum og verkum með upphleyftri aðferð svonefnd „relievografia“, eftir 14 ítalska myndlistarmenn. Sýning- in verður í Listamiðstöðinni við Lækjartorg, annarri hæð. Flest verkin á sýningunni eru eftir Giovanni Leombianchi sem er mörgum íslendingum kunnur eftir að hafa komið hér til lax- veiða og náttúrskoðunar unda- nfarin sjö sumur. Giovanni hefur málað margar myndir hér á landi auk þess sem hann er með í yinnslu myndaseríu frá Norðurá í Borgarfirði. Giovanni hefur þróað eigið „stafróf“, sem hann nefnir um- hverfisstafrófið, eitt tákn fyrir hvert af frumefnunum sem mynda jarðlífið, vatn, eldur, loft og jörð. Þetta tema er gegnum- gangandi í flestum myndum hans og vekur mikla athygli. Þá er ein mynd eftir hvem hinna 13 listamannanna og vinna þeir myndir þessar í kringum tölustafinn sjö. Hver listamaður túlkar hina magfsku tölu sjö eftir sínum stíl. Myndir þessar eru allar unnar í vinnustofu Giovanni Leombianc- hi í Mílanó. Alhr þessir listamenn eiga það sameiginlegt að starfa að mestu leyti í Mflanó og telja sig til ít- alskra listamanna, þótt í hópnum sé einn breti, einn kínverji og einn frakki, Maurice Henry. Listamenn þessir eru reiðu- búnir að eiga nánari samskipti við íslenska kollega sína, til dæmis vinnustofuskipti um lengri eða skemmri tíma, skipti á sýningum í galleríum innan vébanda hópsins og svo framvegis. Sýningin er opin daglega milli klukkan 14.00 og 22.00 og lýkur henni sunnudagskvöldið 16. sept- ember. Þá verður á laugardag opnað gallerí f Listamiðstöðinni, þar sem leiga og sala á grafík og mál- verkum fer fram. Er það lítill sal- ur við hlið sýningarsalsins. Föstudagur 7. september 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.