Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 8
LANDHD Stéttarsambandið Oriofsbúðir í Ásgarði Aukið búreikningahald Aðalfundurinn... telur brýnt að við verðlagsákvarðanir á bú- vörum séu tiltækar nýjustu upp- lýsingar hverju sinni um tilkostn- að og breytingar frá síðustu verð- ákvörðun. Því sé nauðsynlegt, ásamt bættum upplýsingaskilum frá vinnslustöðvum, að búreikn- ingahald verði aukið og úrvinnslu hraðað. Fundurinn hvetur því til efldr- ar tölvuþjónustu á vegum bænda- samtakanna og beinir því ein- dregið til stjómar Stéttarsam- bandsins að hún hlutist til um að nauðsynlegur hugbúnaður liggi fyrir sem fyrst. Dráttur á því verki skaðar eðlilega framþróun og dregur úr möguleikum á aukinni rekstrarhagkvæmni í landbúnaði. Könnun á rafmagnsnotkun Aðalfundurinn... beinir því til stjórnarinnar að hún láti kanna rafmagnsnotkun í sveitum. Á grundvelli þeirra upplýsinga verði teknar upp viðræður við Rafmagnsveitur ríkisins um hag- stæðari raforkukaup til landbún- aðarins. Einnig verði ieitað eftir niðurfellingu söluskatts af raf- magni til búreksturs. -mhg Aðalfundur Stéttarsambands- ins samþykkti að verja kr. 1.750 þús. til styrktar eftirgreindum aðilum og svo sem hér greinir: Sambandi eggjaframleiðenda kr. 150 þús. til félagslegrar upp- byggingar þess. Sambandi íslenskra loðdýra- ræktenda kr. 100 þús. í sama skyni. Til að semja ieiðbeiningar í hagnýtri búnaðarhagfræði í sam- vinnu við Búnaðarfélag íslands, kr. 150 þús. Til könnunar á öndunarfæra- sjúkdómum hjá bændum, kr. 75 þús. Til gerðar fræðslumyndar um ullar- og skinnaiðnað, kr. 100 þús. Til kaupa á landi fyrir orlofs- búðir bænda að Ásgarði í Gnmsnesi, kr. 1.000.000. Auk þess samþykkti fundurinn að heimila stjóm Stéttarsam- bandsins að semja um að það gerðist eignaraðili að fyrirhug- aðri Reiðhöil í Reykjavík. Þá var stjóminni og heimilað „að kaupa eða láta gera mynd- verk í tilefni af 40 ára afmæli Stéttarsambandsins á næsta ári“. Verði listaverkið „varðveitt í húsakynnum Stéttarsambandsins í Bændahöllinni". - mhg. þessum húsakynnum - sem raunar hafa tekið miklum breytingum síðan myndin var tekin - verður búvörusýningin haldin. Bú 1984 Búvömsýning á BHmhálsi Sýningin stendur yfirfrá 21.-30. sept. Allt sýningarsvæðið hefur ver- ið leigt út á Búvörusýningunni sem haldin verður f húsakynnum Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi dagana 21.-30. sept.1 haust. Þátttakendur í sýningunni verða 37. Koma þeir frá öllum úrvinnslugreinum landbúnaðar- ins. Sýningunni verður skipt niður í 6 deildir: mjólkurdeild, kjöt- deild, grænadeild, ullar- og skinnadeild og hlunnindadeild. Auk þess verður sérstök fræðslu- deild þar sem bændasamtökin og bændaskólamir ásamt Garð- yrkjuskólanum gera grein fyrir starfsemi sinni. Sú deild verður ekki í beinum tengslum við aðal- sýningarsalinn. Þá er einnig að því stefnt að sýna smádýr s.s. minka, refi, kaníriur og alifugla í sérstöku húsi, sem verður stað- sett við aðal inngnang sýningar- innar. Akranes fjölbreytni, sem er í landbúnað- arframleiðslunni. - Gefnar verða bragðprufur á öllum sýningar- svæðum þar sem matvæli em. Einnig er gert ráð fyrir að selja sérstaka kynningarpakka á hag- stæðu verði. Ef vel tekst til að þessu sinni má vel svo fara að Búvömsýning geti orðið árlegur viðburður. Hún skapar ákveðna samkeppni milli fyrirtækja, sem ætti að geta komið neytendum til góða. -mhg Stéttarsambandið Grunnskólanemar í framhaldsnámi Nemendur 9. bekkjar ganga inn í einingakerfi Fjölbrautaskólans á Akranesi. Nýskipan er í kennsluháttum 9. bekkjar á Akranesi. Duglegustu nemendurnir fá að spjara sig á einingakerfi Fjölbrautaskólans eftir áramót. Þannig geta þau byrjað að „safna punktum“ jafn- framt því sem þau Ijúka 9. bekk sem er starfræktur í Fjölbrauta- skóla Akraness vegna þrengsla við grunnskólann. „Að mati okkar á árangri í fyrra, þegar við hófum þessa til- raun tókst okkur að eyða þeim ským skilum sem em á milli gmnnskóla og framhaldsskóla“, sagði Þórir Ólafsson settur skóla- meistari Fjölbrautaskólans. „í vetur höldum við áfram að þróa þessa tilraunastarfsemi og höfum til þess leyfi frá menntamálaráðu- neytinu.“ 95 krakkar verða í 9. bekk í vetur. Þegaríbyrjun vetrarstarfs- ins er námið byggt upp þannig að nemendur geti gengið inn í ein- ingakerfi framhaldsskólans. í Fjölbrautaskólanum er vaxandi aðsókn á tölvufræðibraut. Færri komast að í rafvirkjun en vilja, en það er eftirsóttasta verknáms- brautin. Vélstjórabraut hefur verið við skólann, en enginn er á henni núna. -jP Veitingar verða í sérstökum sal. Þar geta sýningargestir sest niður og fengið sér heita og kalda rétti, samtímis því sem þeir geta fylgst með því, sem fram fer á sýningarpalli, en þar er ætlunin að flutt verði skemmtiatriði nokkmm sinnum á dag. Þegar hafa verið ráðnir söngvarar, hljóðfæraleikarar og annað skemmtilegt fólk víðsvegar að af landinu. Það er ekki gert ráð fyrir að atvinnuskemmtikraftar komi mikið fram á sýningunni, heldur verður lögð megin áhersla á að fá skemmtilegt fólk, sem lítið hefur verið í sviðsljósinu, aðallega úr sveitum landsins. Á palli verða ekki eingöngu skemmtiatriði, heldur munu fræðsluþættir verða fluttir þar, fram fara matargerð o.fl. Þá verða sýningar á nýjum mynd- böndum úr landbúnaði í sérstök- um sýningarsal. Þetta verður stærsta matvælasýning, sem hald- in hefur verið hérlendis. Það er von þeirra, sem að sýn- ingunni standa, að neytendur fjölmenni þangað og kynni sér þá Kjamfóður- skattur Allar búgreinar lúti skömmtun Meðal þeirra úrræða, sem gripið var til á sínum tíma til þess að hafa taumhald á búvörufram- leiðslunni var kjarnfóðurskattur. Um álagningu hans bafa staðið nokkrar deilur og gætti bergmáls af þeim ofurlftið á aðalfundi Stéttarsambandsins. Allt féll þó þar í |júfa löð og var eftirfarandi ályktun samþykkt samhfjóða: Aðalfundur Stéttarsambands bænda ályktar: Ákveðið hefur verið að greiða svína- og fuglabændum þann 70% kjamfóðurskatt, sem upp vair tekinn í sumar, þar til nánari reglur hafa verið settar. Ekki þykir réttmætt að íþyngja kjötframleiðslu af grasbítum með kjamfóðurgjaldi umfram aðra kjötframleiðslu. Á undanfömum ámm hefur náðst nokkur árangur í jöfnun árstíðasveiflu í mjólkurfram- leiðslu, þótt betur megi. Þeim ár- angri væri stefnt í tvísýnu með háu verði á kjamfóðri í vetur. Því felur fundurinn stjóm Stéttarsambands bænda að vinna að því að Framleiðsluráð komi hið fyrsta á skömmtun kjamfóðurs til allra búgreina, þar sem tiltölulega lágt innflutnings- gjald yrði innheimt af þeirri notk- un, sem hófleg þætti miðað við markaðsástand, en hátt gjald af því, sem umfram er. Takist það ekki á næstu vikum verði álagn- ing 70% gjaldsins tekin til endur- skoðunar. - mhg. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.