Þjóðviljinn - 08.09.1984, Side 2

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Side 2
FRETTIR Fönim einungis fram á leiöréttingu Haraldur Steinþórsson: Félagar íBSRB hafa setið eftir. Pað hefur komið fram hvað eftir annað að undanförnu að kaupgeta virðist lítið hafa minnkað hér á landi þrátt fyrir mikla lækkun á samningsbundn- um launakjörum. Hins vegar er það staðreynd að kaupmáttur BSRB félaga hefur lækkað um 25 til 30 prósent frá upphafi þeirrar stjórnar sem nú situr við völd. Þegar haft er í huga að við erum fimmtungur launafólks á íslandi, sýnir þetta þá ekki að aðrir hafa ekki einungis haldið sínum kaup- mætti heldur beinlínis aukið hann? Þetta sagði Haraldur Stein- þórsson, framkvæmdastjóri BSRB, við Þjóðviljann í gær. Haraldur sagði að athuganir á breytingum á kaupmætti hjá BSRB félögum sýndu að það þyrfti 30 prósent kauphækkun til að ná inn þeirri skerðingu sem meðlimir í bandalaginu hefðu mátt sæta umfram ýmsa aðra hópa. „Þetta sýnir einfaldlega að við höfum setið eftir, við höfum ekki fengið leiðréttingu á okkar kjörum til samræmis við aðra hópa. Við í BSRB tökum ekki þátt í yfirborgunarkapphlaupinu og getum það ekki. Það er hins vegar staðreynd að víðtækar yfir- borganir tíðkast og ekki óalgengt að menn séu með um 25 prósent ofan á taxta. Það er þessvegna heldur furðuiegt að heyra ásak- anir um að kröfur okkar um 30 prósent kauphækkun muni leiða til þess að verðbólgan komist á hættulegt stig, en halda því svo fram á sama tíma að 5 prósent samningsbundin kauphækkun ofan á 25 prósent yfirborganir ýmissa annarra hópa sé ekki verðbólguhvetjandi. Ég á að minnsta kosti erfitt með að sjá rökin á bak við svoleiðis mál- flutning“, sagði Haraldur. Haraldur bætti því við, að með Haraldur Steinþórsson: „Félagar í BSRB hafa ekki fengið leiðréttingu á kjörum sínum til samræmis við ýmsa aðra hópa“. yfirborgunum væri raunar kom- inn í ljós myndarlegur tekjustofn fyrir Albert fjármálaráðherra og bæjarstjórnir til að leggja á skatta og útsvör „og þannig mætti áreið- anlega mæta stærstum hluta af kröfum okkar í BSRB, ef þau bara fengjust til að skattleggja þetta“. - Hvað vlltu segja um ásakanir ráðherra og atvinnurekenda um að kröfur ykkar muni valda svim- hárri verðbólgu? „Það er alveg rétt að það hefur verið deilt á okkur fyrir kröfuna um 30 prósent kauphækkun og sagt að hún muni valda 60 til 80 prósent verðbólgu. Þetta er hins vegar hreinn uppspuni. Það gæti ef tilvill gerst ef allt annað launa- fólk fengi 30 prósent kauphækk- un ofan á núverandi kaup sitt - og þá meina ég með yfirborgunum og tilheyrandi álögum - og gengisfelling síðan framkvæmd, til viðbótar við nýjustu ki- skerðingu stjórnarinnar - vaxta- hækkunina. En þá væri það líka orðin pólitísk verðbólga, sem ekki væri á neinn hátt hægt að skrifa á kostnað BSRB. Menn verða að gera sér grein fyrir því að við í BSRB höfum dregist verulega aftur úr öðrum hópum og kröfur okkar miða að því einu að bæta úr því. Þær eru fyrst og síðast kröfur um leiðrétt- ingu“. - Fara félagar í BSRB í verk- fall? „Það vill enginn fara í verkfall nema í ýtrustu neyð. Nú er hins vegar svo komið að mælirinn er fullur hjá okkar félögum. Mér heyrist að það sé mjög hart hljóð í fólki um þessar mundir. Verkfall myndi auðvitað verða erfitt fyrir fólk en staðreyndin er sú að pyngja BSRB félaga er tæmd - og menn gera ekki mikinn mun á tómri eða galtómri buddu!!“. -ÖS Húsavík VSI stoppar samninga Verkfall boðað ísláturhúsum. Bann við bónusvinnu ífiskvinnslu. Eg held það sé alveg pottþétt að það væri búið að semja eða samningar væru komnir vel á veg, ef Vinnuveitendasambandið fyrir sunnán hefði ekki stoppað þá, sagði einn af forsvarsmönn- um Verkalýðsfélags Húsavíkur í samtali við blaðið í gær. Til að leggja áherslu á kröfur sínar hefur verkalýðsfélagið nú sarnþykkt að banna yfirvinnu frá og með þarnæsta mánudegi á öllu félagssvæðinu, jafnframt bann við bónusvinnu í fiskvinnslu, og algert verkfall í sauðfjárslátrun. Það þýðir í raun að sláturtíð mun ekki hefjast fyrr en eftir samn- inga. Einsog Þjóðviljinn greindi frá í gær hefur einnig verið boðað algert verkfall í sláturhúsum á Suðurlandi. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans voru samningaviðræður milli Verkalýðsfélagsins og at- vinnurekenda á Húsavík komnar vel á veg, þegar VSÍ greip í taumana. Til að mynda var búið að komast að samkomulagi um að bónus í fiskvinnslu skyldi mið- aður við dagvinnutekjutrygging- una en ekki við taxta undir henni einsog tíðkast í dag. Þessu átti að ná í áföngum og verða lokið í Torghöllin Uppboði frestað Ekkert varð af uppboði á eignarhluta Kristjáns Knútssonar í Hafnarstræti 20 sem auglýst var s.l. fimmtudag. Að sögn Jónasar Gústafssonar borgarfógeta kom upp ágreiningsatriði sem skera þarf úr um áður en til uppboðs kemur, og var uppboðinu frestað um nokkrar vikur. maí-júní á næsta ári. Þess má geta að yfirvinna og næturvinna er nú þegar miðað við dagvinnutekju- trygginguna á Húsavík gagnstætt því sem almennt tíðkast í fisk- vinnslu. Jafnframt var búið að ná samkomulagi um góðar launa- hækkanir þegar VSÍ tók í taumana. Samningamenn á þeirra vegum eru væntanlegir til Húsavíkur í næstu viku. -ÖS Á sunnudagskvöldið lýkur sýningunni í Laugardalshöllinni, Fjölskyldan og heimilið. Að sögn Halldórs Guðmunds- sonar blaðafulltrúa höfðu um 55.000 manns komið á sýninguna á fimmtudagskvöldið og er búist við að tala sýningargesta í lokin verði komin upp í um 80.000 manns. Ríkisstjórnin Meiri niðurskurður Framtíðarsinfónían ófullgerð hjástjórnarflokkunum, en „ný sókn“ byggist á minni samneyslu og hrörnandi lífskjörum almennings Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson gáfu sér í gær nokkra stund milli fjárlagast- ríða til að kynna blaðamönnum „samkomuiag stjórnarflokkanna um aðgerðir í efnahags- og at- vinnumálum og um breytingar á stjórnkerfi“. Þár kom fram að stefnan á næsta ári er að fella gengið ekki meira en 5% lækka verðbólgu niðrí 10% lækka er- lendar skuldir úr 62 í 61% af þjóðarframleiðslu, banna verðt- ryggingu á laun áfram, hafa ríkis- sjóð ,rsem næst án rekstrarhalla“ og hækka kaupið ekki nema um 5%. Forsætisráðherra sagði meðal undirróta þessara áforma að við- skiptahallinn væri meiri en stjórnin ráðgerði og að hún hefði ekki haft þau tök á peningamál- um sem ætlað var. Svigrúm til lántöku erlendis umfram afborg- anir er talið einungis 2700 milljónir og taldi Þorsteinn Páls- son að skera yrði verulega niður útgjöld ríkisins og eínkaneyslu. Akvörðun um hvað á að skera niður hefur ekki verið tekin og heldur ekki hvort skattar hætta á næsta ári. Hinsvegar á að leggja tekju- skatt niður í áföngum á laun undir 21 - 22 þúsund en á móti kemur annar skattur eða skattar sem ekki hefur verið samið um enn („skattlagning eyðslu“). Virðisaukaskatt á að taka upp til að styrkja útflutningsatvinnu- vegi. Nefnd hefur verið skipuð til að fækka ríkisbönkum. Fyrirtæki eiga að fá heimild til beinnar lán- töku erlendis án ríkisábyrgðar. Uppstokkun • sjóðakerfisins felst í stofnun þriggja nýrra sjóða sem taka við hlutverki annarra sem fyrir eru. Nánari tilhögun ekki ákveðin, en þessir sjóðir eiga að vera undir stjóm og ábyrgð „atvinnulífsins“ með milligöngu bankanna og eiga þeir að hafa arðsemi að Ieiðarljósi. Stjórnarflokkarnir urðu ekki sammála um að leggja nióur Framkvæmdastofnun. Þeir ætla að gera „tillögur um breytingar á iögum og verkefnum" stofnunar- innar, en stofna á sjálfstæða byggðastofnun, og til nýsköpun- ar í atvinnulífinu á að stofna Þró- unarfélag með þátttöku fyrir- tækja og einstaklinga. Til þessa verkefnis á að verja 500 milljónum króna næsta ár af þeim 2700 milljónum sem taka á að láni að utan. Stofna á fyrirtæki kringum eignir rikis í atyinnulífi. Ríkisstjómin ætlar að endur- greiða uppsafnaðan söluskatt í rekstrargjöldum fiskveiða og -vinnslu frá næstu áramótum, um 400 milljónir króna, og á þessi endurgreiðsla að koma í stað gengisfellingar til bjargar sjávar- útvegi. Síðan er ætlunin að end- urskoða sjóðakerfi sjávarútvegs, ölíuverð, ýmsar álögur og gjöld. Landbúnaðarframleiðsla skal aðlöguð að innanlandsneyslu og með ýmsum hætti dregið úr fram- leiðslu á hefðbundnum búvörum. Verðlagningu landbúnaðaraf- urða á að haga þannig að verð til bænda sé ákveðið óháð verði til vinnslustöðva, og á lokaverð að sögn forsætisráðherra að „ákveð- ast einsog fært er af markaðsað- stæðum". Formennimir voru á blaða- mannafundinum í gær spurðir hvort til stæði að bæta launþegum þá skerðingu sem þeir hafa orðið fyrir og eiga að verða fyrir á næsta ári. Steingrímur sagðist ekki kunna neina leið til að auka kaupmátt nema að ná hagvextin- um upp. „Ég hef mikla trú á ís- lendingum“ sagði ráðherrann. Þorsteinn sagði að forsenda nýrr- ar sóknar í atvinnumálum væri að halda verðbólgunni niðri og verð- laginu stöðugu. Þorsteinn sagði að ríkisstjómin veitti fyrirtækj- unum strangt aðhald með strang- ri gengisstefnu: „Við leggjum þungar byrðar á fyrirtækin“. _ m

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.