Þjóðviljinn - 08.09.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Qupperneq 3
FRETTIR Samningar Koma Blaðaprentsblöðin út? Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið sem eru utan VSÍ bjóða prenturum sérsamning eftil verkfalls kemur. Allar líkur áverkfalli, segirformaður Félags bókagerðarmanna Fulltrúar Félags bókagerðar- manna áttu í viðræðum í allan gærdag við útgefendur Alþýðu- blaðsins, NT og Þjóðviljans um gerð sérstaks kjarasamnings fyrir starfsfólk í Féiagi bókagerðar- manna á þessum fjölmiðlum. Áðumefnd blöð eiga ekki að- ild að Vinnuveitendasamband- inu. Á fundum þeirra með bóka- gerðarmönnum í gær kom m.a. fram að þau em tilbúin með samning sem gildi fyrir prentiðn- aðarfólk á blöðunum verði af boðuðu verkfalli prentara á miðnætti annað kvöld. Slíkur samningur gilti einungis meðan á verkfallinu stæði og tryggði út- komu þessara blaða. Samkvæmt heimildum blaðsins var m.a. rætt á fundunum í gær um 9% hækkun á gmnntöxtum og 6% hækkun á sérkj arasamningum. MagnúsE. Sigurðsson formað- ur Félags bókagerðarmanna staðfesti í samtali við Þjóðviljann í gær að félagið hefði staðið í við- ræðum við áðurnefnd blöð í gær. „Menn hafa verið að ræðast við óformlega en lengra nær það ekki. Þetta hefur ekki einungis verið bundið við Blaðaprents- blöðin, það hafa fleiri aðilar verið í þreifingum við okkur“, sagði Magnús. Ríkissáttasemjari hefur boðað prentara og útgefendur til fundar í dag kl. 14 en ekkert nýtt hefur komið fram á þeim samninga- fundum og almennt búist við að til boðaðs verkfalls prentara komi á miðnætti annað kvöld. „Maður er frekar vondaufur á að samningar náist fyrir þann tíma“, sagði Magnús E. Sigurðsson í gær. Félag bókagerðarmanna held- ur almennan félagsfund í Iðnó kl. 14 á morgun, sunnudag, þar sem staðan í samningamálunum verð- ur rædd. Að loknum þeim fundi munu fulltrúar félagsins eiga fund með útgefendum Blaða- prentsblaðanna og er alls ekki útilokað að bráðabirgða- samkomulag takist á þeim fundi fyrir þau blöð. -lg- Álsamningur Engar tölur gefnar upp Samningamenn ríkisstjórnarinnar hœstánœgðir. „Vel yfir 14 mills“. Enginn samningur um raforkuverð til nýs álvers. Deilumálin lögð í salt? r Eg er eftir atvikum ánægður, sagði Jóhannes Nordal, for- maður samninganefndar ríkis- stjórnarinnar þegar hann kom ásamt fylgdarliði sínu frá Am- sterdam síðdegis í gær. í töskunni hafði Jóhannes rammasamning um raforkuverðið og deilumálin við Alusuisse en um innihaldið vildi hann ekki frekar ræða. „Ég er mjög ánægður, þetta var mjög árangursrík ferð“, sagði Guðmundur G. Þórarinsson. „Þegar tölurnar verða birtar munu menn sjá hvaða árangri nokkurra mánaða vinna fárra manna hefur skilað. Það varð samkomulag um að skýra ekki frá niðurstöðunum og ég get aðeins sagt að það er vel yfir 14 mills“. Jóhannes Nordal sagðist nú myndu kynna forsætisráðherra samkomulagið en iðnaðarráð- herra er erlendis. í framhaldi af því mun ríkisstjómin og stjóm Alusuisse fjalla um það og bjóst Jóhannes við að ekkert yrði gert opinbert um innihaldið fyrr en eftir viku til 10 daga. Eftir væri að koma samkomulaginu í samn- ingsbúning og yrði haldinn annar fundur í október. Því hefur verið fleygt að samið hafi verið um tvenns konar raf- orkuverð, - eitt fyrir gömlu ál- bræðsluna og annað og hærra fyrir stækkað álver í Straumsvík. „Það var aðeins samið um gömlu álbræðsluna", sagði Jóhannes, „það er óraunhæft að semja um raforkuverð til nýrrar bræðslu þar sem gagnaðilann vantar". Á hann þar við nýjan eignaraðila, sem Álusuisse hefur gert kröfu um að komi inn í byggingu nýs álvers. _ÁI FRÉTTASKÝRING Álsamningurinn Hvaða verði er hann keyptur? Þegar menn koma úr samning- aviðræðum jafn ánægðir og samningamenn ríkisstjórnarinn- ar við Alusuisse eru nú, hlýtur þeim að hafa orðið vel ágengt. „Þetta vr mjög árangursrík ferð“ sagði Guðmundur G. Þórarins- son í samtali við Þjóðviljann og af svipbrigðum manna á Keflavík- urflugvelli hlýtur maður að álykta að þeir hafi náð samning- um um a.m.k. 18-20 mills sem er lágmarksframleiðsluverð á raf- orku frá Landsvirkjun. Það er enda ekki óeðlileg lending eftir að forsætisráðherra hefur lýst því yfir að 17-18 mills sé algert lág- mark og iðnaðarráðherra hefur tekið undir það. í þessu sambandi er rétt að rifja upp hvað viðhorf almennings og stjórnmálamanna hafa breyst varðandi raforkuverðið frá því Hjörleifur Guttormsson, þáver- andi iðnaðarráðherra setti fyrst fram kröfuna um leiðréttingu á því haustið 1980. Fram að þeim tíma hafði enginn maður orðað slíkt heldur fremur látið að því liggja að það væri nálægt réttu lagi eins og það þá var, 6,5 mills. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og engum dettur lengur í hug að bjóða almenningi upp á samning sem er lægri en 18 mills. Þar spilar inní vitneskjan um Ghana-samninginn upp á 17,5 mills, gríski samningurinn upp á 20,5 mills og sú staðreynd að meðalframleiðsluverð Lands- virkjunar er nálægt 20 mills. Ástæðan er sú að almenningur var fram til síðustu kosninga vel upplýstur um þessi mál og fylgist grannt með framvindu þeirra ennþá, þrátt fyrir þann leyndar- hjúp sem núverndi ríkisstjóm hefur reynt að sveipa viðræðum- ar. Það sást best á viðbrögðunum við því þegar Gunnar G. Schram glopraði tölunni 14 mills út úr sér í viðtali við fréttamann sjónvarps í fyrri viku. Almenningur á kröfu á því að vita nákvæmlega um hvað var samið í Amsterdam og það strax. Þangað til hljóta menn að draga ályktanir af einstaka orðum og jafnvel svipbrigðum samningamanna eins og nefnt er hér að framan. Eftir er aðeins að vita hvaða verði samningurinn hefur verið keyptur en rammasamkomulagið tekur einnig til deilnanna við Al- usuisse um hækkun í hafi og skattsvikanna á liðnum ámm. Með sigurbros á vör: Guðmundur G. Þórarinsson við komuna til Keflavík- ur■ Ljósm. - Atli. Jóhannes Nordal varðist allra frétta á Keflavíkurflugvelli en í töskunni góðu er nýr samningur við Alusuisse um raforkuverðið, hækkun ( hafi og skattamálin. Ljósm.-Atli. Menn hljóta að spyrja hvort gef- ist hafi verið upp í skattadeilunni þar sem kröfur fyrrverandi ríkis- stjórnar voru um 10 miljón doll- ara endurgreiðslur eða á fjórða hundmð miljón íslenskra króna. í því sambandi er rétt að rifja upp að s.I. vor tók iðnaðarráðherra af öll tvímæli á alþingi um að skatta- kröfunni yrði ekki stungið undir stól. Hann myndi aldrei fallast á annað en að þau mál gengju til dóms. Menn hljóta líka að spyrja hvort skattaákvæðunum hafi ver- ið breytt, - kannski eins og gert var 1975 þegar samið var um raf- orkuverðshækkun en skatta - ák væðum breytt þannig að tekjur ríkisins af álverinu urðu minni eftir en áður! Og menn hljóta að spyrja hvort Alusuisse hafi verið gefið vilyrði um stækkun álvers- ins í kaupbæti og hvort ákvæðun- um um kaupskyldu ísals af Landsvirkjun hafi verið breytt. Við þessum spumingum fást eng- in endanleg svör fyrr en leyndar- hjúpnum hefur verið létt, en fyrr er ekki hægt að leggja heildarmat á dæmið, hversu hátt sem rafork- uverðið er. Menn hljóta að vona að samn- ingamennimir frá Amsterdam hafi komið heim með samninga um 18-20 mills fyrir raforkuna án þess að slaka nokkuð á kröfum um endurgreiðslur skatta eða gefa Alusuisse frekari ívilnanir. Til þess áttu þeir að hafa fulla burði þar sem samningsstaða ís- lands er sterk. -ÁI Laugardagur 8. september 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.