Þjóðviljinn - 08.09.1984, Side 4
LEIÐARI
Spilaborg formannanna:
Stðri vandinn er eftir
Eftir margra vikna viðræður hafa forystumenn
ríkisstjórnarflokkanna sett saman loforðalista sem
á engan hátt snertir lausnir á hinum raunverulegu
vandamálum í íslensku efnahagslífi. Tilkynning
bankakerfisins um að peningamálin væru komin í
svo stóran hnút að loka yrði á öll ný lán og framlen g
ingar afhjúpaði rækilega þá spilaborg sem Þor-
steinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson hafa
verið að búa til.
Á lista formannanna eru nokkrar sjálfsagðar lag-
færingar á stimuðu kerfi sem fyrir löngu hefði átt að
framkvæma ef stjórnarflokkarnir sjálfir hefðu ekki
komið í veg fyrir þær. Þessar breytingar gera þó
ekki stórt hvað snertir bætt lífskjör eða traustara
efnahagslíf. Afgangurinn í þessari spilaborg erætt-
aður úr smiðju markaðskreddunnar og mun ein-
göngu hækka verð á nauðsynjavörum almennings
og gefa gróðaöflunum lausan tauminn.
Það sýnir hins vegar vel skipbrot ríkisstjórnarinn-
ar í glímunni við hin raunverulegu efnahagsvand-
amál að í skrautlistanum er ekkert að finna um leiðir
út úr hinu stóra strandi sem nú blasir við.
Þjóðviljinn birtir í dag fréttir um að viðskiptahali-
inn á þessu ári stefni í 4000 miljónir króna. Hallinnl
á vöruversluninni gagnvart útlöndum hefur á fyrstu
sjö mánuðum þessa árs numið 2200 miljónum
króna. Skuldastaða bankakerfisins er nú 3500 milj-
ónir í mínus og nemur skuldin við Seðlabankann
þar rúmum 2000 miljónum króna. Verslunin hefur
dregið út úr bankakerfinu 5500 miljónir króna og
hafa almennar lántökur kaupmanna og kaupfélaga
aukist um 1800 miljónir króna á síðustu tóif mánuð-
um.
Sá hornsteinn efnahagsstefnunnar sem fólst í
stöðvun erlendrar skuldasöfnunar er mölbrotinn.
Eriendar skuldir stefna á þessu ári í 64% en í
upphafi árs sagði fjármálaráðherrann að ríkis-
stjórnin ætti skilyrðislaust að fara frá ef hlutfallið
færi yfir 60%. Fyrir fjórum vikum vísaði hann því á
bug sem vitleysu sem ekki gæti staðist að hlutfallið
yrði svo hátt. Nú situr hann sjálfur með yfirlýsingu
formannanna í höndunum. Þar segir að á næsta ári
eigi Albert að koma hlutfallinu úr 62%-64% niður í
61%. Þetta eru nú alvörukarlar!
Viðskiptahallinn og gífurleg skuldaaukning
gagnvart útlöndum eru bara tvö af hinum mörgu
stóru vandamálum sem duttu út af borðinu þegar
verkefnalistinn var settur saman. Ekki er stafkrókur
um hvernig eigi að tryggja hallalaus fjárlög eða
koma saman fjárfestingar- og lánsfjáráætlun. Það
er að vísu reynt að gera mikið úr 500 miljónum til
nýsköpunar í atvinnulífinu en það eru nú bara
smápeningar þegar verslunin skuldar bankakerf-
inu tíu-sinnum hærri upphæð og skuldir bankanna
aagnvart Seðlabankanum eru rúmar 2000 miljónir.
rspilaborginni er heldur ekkert að finna um stóra
strandið í peningamálunum og eflingu innlends
sparnaðar á sama tíma og bankarnir loka á ný lán,
refsivextirnir í Seðlabankanum eru komniryfir 50%
og innlánabreytingin síðan „tímamótabreytingin",
sem ríkisstjórin tilkynnti með álíka brambolti í júlí,
hefur bara skilað 200 miljóna minnkun innlána!
Þessi stóru og raunverulegu vandamál efnahags-
kerfisins eru algerlega utan við skrautlistann. Ekk-
ert er þar heldur um hinn mikla vanda atvinnuveg-
anna en tapið í frystingunni er komið í 10%-16% af
heildartekjum. Og auðvitað er heldur ekki stafur um
hvernig eigi að bæta lífskjörin hjá almenningi. Því
var lofað í fyrra að fórnin væri bara tímabundin og
strax árið 1984 kæmi betri tíð fyrir launafólk.
Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson
ættu að hætta þessum pappírsleik og snúa sér að
hinum hrikalegu vandamálum efnahagslífsins.
Ó-ÁLIT
„Það er svo erfitt að fá einkaritara nútildags að það borgar sig ekki að vekja
hana. Hún gæti móðgast og sagt upp.“
STOÞNUN
KlklS
UðÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson.
Ðlaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur-
dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður
Ámason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurösson (íþróttir), össur Skarp-
héðinsson.
Liósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Bjömsson,Svava Sveinsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Handrit*- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Auglýslngastjóri: ólafur Þ. Jónsson.
Auglýslngar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir,
Anna Guðjónsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ðergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmi&ja Þjó&viljans hf.
Prentun: Bla&aprent hf.
Ver& í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áskrlftarverð á mánu&i: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. september 1984