Þjóðviljinn - 08.09.1984, Síða 10

Þjóðviljinn - 08.09.1984, Síða 10
TONLIST Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald- dagi söluskatts fyrir ágúst mánuð er 15. september. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Tilkynning til launa- ® skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein- dagi launaskatts fyrir mánuðina júní og júlí er 17. september n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda aö greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af- henda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. f;rr. * I ' MIKIL VERÐLÆKKUN Á DEMPURUM!!! DÆMIUM VERÐ FRAMDEMPARI í VW GOLF KR. 995 Auói Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið á Húsavík óskar að ráða hjúkrunar- deildarstjóra og hjúkrunarfræðinga í fastar stöður nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkr- unarforstjóri í síma 96-41333 alla virka daga. Sjúkrahúsið á Húsavík S/F Faðir okkar, tengdafaðir og afi Jóhannes Dagbjartsson bifvélavirki Álfhólsvegi 43, Kópavogi verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, mánudaginn 10. september n.k. kl. 13.30 Halldór Laufland Jóhanness. Rannveig Skaftadóltlr Kolbrún Sigríður Jóhannesd. Guðmundur Sigurðsson og barnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir Magdalena Jósefsdóttir Efstasundi 55 áður Stigahlíð 24 Verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. sept- ember kl. 15. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Suöur- götu. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarsjóði. Hulda Valdimarsdóttir Birgir Valdimarsson Helga Valdimarsdóttir Elías Valgeírsson Margrét Jónsdóttir Píanótónleikar Edith Picht-Axenfeld Edith Picht-Axenfeld Fyrstu tónleikar fyrir styrktarfé- lagaTónlistarfélagsins voru haldnir í Austurbæjarbíói þriðju- daginn 4. september. Þýski pían- óleikarinn Edith Picht-Áxenfeld, prófessor við Stadlichen Hoch- sciile í Freiburg, lék verk eftir Mozart, Beethoven og Schubert. Áður en tónleikarnir hófust minntist Rut Magnússon for- mannsTónlistarfélagsins, Ragn- ars Jónssonar, sem er ný-látinn, og bað áheyrendur að rísa úr sætum í virðingarskyni við hinn merka og göfuga forystumann ís- lensks tónlistarlífs. Það ætlaði ekki að blása byr- lega fyrir frú Axenfeld í byrjun. Píanóstóllinn reyndist vera ónot- hæfur og eftir nokkrar tilraunir frúarinnar til að stilla hann rétt, gafst hún upp og fór út af sen- unni. Þessu var kippt í lag með því að koma með réttan stól, en hinn hafði verið settur þama af vangá. Þetta, og fleira sem angr- aði bæði hlustendur og þó sér- staklega píanóleikarann, varð ef til vill til þess, að fyrstu verkin á efnisskránni, fantasía í c moll, K 475 og sónata í c moll, K457, urðu dálítið utangátta í meðferð lista- mannsins. Það var vissulega margt vel gert í þessum verkum, en sérstaklega varð undirritaður fyrir vonbrigðum með fyrsta þátt sónötunnar. Þessi þáttur er mjög sérkennilega skrifaður, því þar skiptist á forte-sterkt og piano- veikt og ekkert þar á milli, allan þátt út. Axenfeld lét lönd og leið fyrirmæli Mozarts um þetta mikilvæga atriði og spilaði alveg slétt og án teljandi styrkleika- breytinga. Ekki einu sinni hinar dramatisku áherslur í enda þátt- arins fengu að vera með. Hægi þátturinn var aftur á móti fallega mótaður, en síðasti kaflinn ein- kennilega órytmiskur á köflum. Næst á efnissicránni voru tvö verk eftir Beethoven, fantasía op. 77 og sónata í e moll op. 90. Axen- feld gerði báðum þessum verkum mjög góð skil, bæði frá tæknilegu og músikölsku sjónarmiði. Sér- staklega var túlkun hennar á són- ötunni sannfærandi. Sama má segja um síðasta verkið á efnis- skránni, A dúr sónötu Schuberts, sem er ein af þrem síðustu sónöt- um hins mikla meistara. Axen- feld fór fínlegum höndum um verkið en þó hefðu mátt vera meiri átök þar sem það átti við og frá tæknilegu sjónarmiði var spii- amennskan ekki alveg hnökra- laus. Edith Picht-Axenfeld er mjög merk listakona eins og hún hefur áður sýnt hér heima. Hún hefur tvisvar haft hér námskeið fyrir nemendur og kennara, hald- ið fyrirlestur um Schubert og spil- að fyrir Musica Nova. Á þeim tónleikum spilaði hún verk eftir Schönberg, Lachenmann, Hol- liger og Luigi Nono. Sérstaklega fannst mér áhugavert verkið eftir Nono en það er samið fyrir tón- band og píanó. Edith Pitch- Axenfeld var sannarlega í essinu sínu á þeim tónleikum. Hún spil- aði þessi flóknu verk með ágæt- um- -R.S. ■N UMBUOASAMKE PPNI Umbúöasamkeppni Félags ísl. iönrekenda veröur nú haldin í sjöunda sinn. Samkeppnin er fyrir allar geröir umbúöa, svo sem flutningsumbúöir, sýningarumbúöir og neytendaumbúöir. Veröa þær aö vera hannaöar á íslandi og hafa komiö á markaö hér eöa erlendis. Allir ísfenskir umbúöaframleiöendur og umbúöanotendur geta tekiö þátt í sam- keppninni, svo og aðrir þeir sem hafa meö höndum gerö og hönnun umbúöa. Einungis er leyfilegt aö senda inn umbúöir sem komiö hafa fram frá því aö umbúöasamkeppnin fór síðast fram, eöa frá miöju ári 1981. Fimm aöilar skipa dómnefnd og eiga sæti í henni formaöur Orrí Vigfússon, fulltrúi Félags ísl. iönrekenda, Guöbergur Auöunsson frá Félagi ísl. teiknara, Ragnar Guömundsson frá Kaupmannasamtökum íslands, Siguröur Brynjólfsson frá Myndlista- og handíðaskólanum og Steinar Haröarson frá Neytendasamtökunum. Allar umbúöír sem sendar eru tíl þátttöku á aö afhenda í þremur eintökum og skulu, ef unnt er, tvö þeirra vera meö innihaldi, en eitt án innihalds. Fyrir sérstakar gerölr umbúöa má þó veita undanþágu frá þessu skilyrði. Umbúöirnar ásamt upplýsingum um nafn og heimilisfang þátttak- anda, umbúöaframleiöanda, umbúöanotanda og þann sem hefur séö um hönnun umbúöanna, skal senda til Félags íslenskra iönrek- enda fyrir 15. október nk. Ritari nefndarinnar er Þórarinn Gunnarsson, skrífstofustjóri FÍI, og geta þátttakendur snúiö sér til hans með allar fyrirspurnir í síma 27577.^^ FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. UMBÚÐASAMKEPPNI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.