Þjóðviljinn - 08.09.1984, Page 13
D/CGURTONLIST
1
Hvað er rokk og ról? Margir
hafa spurt og aldrei linnir for-
vitnum. En ætli það séu ekki til
jafnmörg svör við þessari
spurningu og þátttakendur
þessa fyrirbæris eru margir,
tíska og stíll breytast
unnvörpum, rokkaðdáendur
og gagnrýnendur halda áfram
að hafa áhrif... og áhuga...?
Margir hafa spáð rokki og róli
bráðum dauða og enn höfum við
slíka spámenn á meðal vor. Líkt
og rokktónlistin sé eitthvert
graftarkýli á andliti þjóðfélags;
enn frekar hvíli hún á samvisku
menningarinnar. Og það er ekki
bara ljósgrái maðurinn sem vill
stundum drepa rokkið með orð-
unum einum saman, heldur og
margir úr röðum rokkara.
Chrissie Hynde, sú kona sem
fjallað verður lítillega um hér, lét
hafa eftir sér, að hún „spýti á
rokk og ról“, ennfremur: „ég
hata rokk og ról, það er hvort
sem er dautt!“ Samt er hún enn
að og ef hún fer ekki að hætta í
bransanum hvað úr hverju er víst
og klárt að nafn hennar og hljóm-
sveitarinnar The Pretenders
verður gert ódauðlegt í hinni
skrítilegu sögu rokksins.
Chrissie Hynde fæddist í
Bandaríkjunum nánar í Akron í
Ohio þann 7. september 1952
(sumir segja ’51). Gekk þar í
Kent State University lista-
skólann í 3 ár og vann jafnframt
fyrir sér á kvöldin sem þjónust-
ustúlka á bar.
Árið 1973 fékk Chrissie sig
fullsadda af því hreyfingarleysi
sem henni þótti lífið í heimaborg
sinni einkennast af, kvaddi og
hélt til Lands englanna. Hennar
árásargjama og opinskáa, oft
kaldhæðnislega náttúra hrelldi
hvem meðalkurteisan Breta og
féll hún þegar ágætlega í jarðveg
með þeirri pönkbylgju sem þá,
einsog allt sem sprettur af vem-
legri þörf, var fersk undiralda í
þeirri ládeyðu sem hafði lagst yfir
breskan rokkbransa. Hennar
fyrsta starf var að vinna í pönk-
fatatískuverslun Malcolms
McLaren, Sex, og tók drjúgan
þátt í litríkum uppátækjum hans
áður en Sex Pistols urðu til. Var
vinur Sids Vicious og Nancy
Spungeon unnustu hans, sem Sid
Laugardagur 8. september 1984 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 13
Pretenders
var síðar ákærður fyrir að myrða
og svipti sjálfan sig lífi er hann
slapp úr prísundinni á skilorðs-
bundnum dómi.
Gerðist Chrissie Hynde síðan
plötugagnrýnandi hjá New Mus-
ical Express og þótti ritstíll henn-
ar grimmilega háðskur. Enda var
það fátt sem Chrissie hélt ekki
vatni yfir.
Sjálf sagði hún: „Ég var aldrei
alvöm blaðamaður. Þeim á blað-
inu fannst ég ekki skrifa nægilega
mikið, báðu mig að skrifa meira.
En hvað var meira hægt að
skrifa? Um hvað?? Þá vildu þeir
að ég tæki saman sögu og áhrif
hljómsveitarinnar Velvet Under-
ground, og ég sagði bless! Hvem-
iggeturþeim dottið íhug að
til sé einhver Unglingamenning
lengur! Hverjum er ekki sama
um það sem einhver afkáralegur
hljóðgerflagæi hefur að segja?
Frekar færi ég á barinn með Mose
Allison!" (Mose er amerískur
blús-karl, fæddur 1927).
Chrissie Hynde var eldri en
flestir meðalpönkarar í byrjun
pönktímabilsins, og afneitaði
aldrei þeim ljóðrænu tónlistar-
straumum sjöunda áratugarins,
sem hún hafði alist upp við. Hún
fágaði rödd sína í mörgum
skammlífum pönkgrúppum: „Ég
var vön að fara inní fataskáp og
syngja einsog lungum leyfðu
mér, rétt til þess að heyra mögu-
leikana". Og þegar hún svo stofn-
ar hljómsveit sína The Pretend-
ers á hún orðið fátt sameiginlegt
með pönkumnum vinum sínum
annað en „töff“ framkomu.
Saga Pretenders frá stofnun
hljómsveitarinnar er með áhrif-
ameiri sögum úr rokkheiminum.
Sápuópera segja sumir sem
þekkja til: Öll sú dramatík með
tilheyrandi sorg og gleði, ást og
hatri, fæðingu og dauða hefur
fylgt Pretenders eftir frá upphafi
og ógnað tilveru þeirra. Tveir af
upphaflegum meðlimum, þeir
James Honeyman-Scott og Pete
Famdon, féllu báðir í valinn af
völdum ofneyslu kókaíns, Jimmy
í júní 1982 en Pete nokkmm mán-
uðum síðar, í apríl ’83.
En með tilkomu þriðju hljóm-
plötu undir nafni Pretenders, Le-
arning To Crawl, er ljóst að
Chrissie Hynde hefur staðið af
sér allar raunir og tekist með
undarverðum hætti og
þrautseigju að halda áttum. Hún
ól stúlkubam með Ray Davis,
forsprakka Kinks, í janúar ’83,
sem var rétt farin að skríða er
platan kom á markað. „Ég von-
aði að ég þyrfti aldrei að útskýra
hvað ég átti við með nafni nýju
plötunnar, Að læra að skríða
(Learning To Crawl). Það tekur á
að hugsa til baka um allt það sem
dunið hefur yfir síðustu árin. Það
var náttúrulega augljós stað-
reynd að ég átti bam sem var læra
að að skríða, en nafnið höfðar
einnig til hinna nýju Pretenders.
Eftir allt, þá emm við rétt nýlega
byrjuð að skríða saman.“
Chrlssle Hynde gekk nýlega í
hjónaband með Jim Kerr, söngv-
ara Slmple Minds; aldrei verið
sœlli... Chrissie áttl 32 ára afmæll f
gær 7unda steptember.
Þeir tveir meðlimir sem tóku
sæti Honeymans og Famdons, og
skriðu fyrstu skrefin sín innan
sveitarinnar á hinni nýju plötu,
eru þeir Robbie Mclntosh á gítar
og bassaleikarinn Malcolm Fost-
er. „Ég hugleiddi alvarlega um
tíma hvort sú hljómsveit sem við
stofnuðum aftur gæti heitið Pret-
enders. Jimmy, Pete, Martin
(Chambers trommuleikari) og ég
höfðum unnið svo lengi saman að
þeim sérstæða stíl sem einkenndi
okkur þá, og ég vissi að það yrði
erfitt verkefni framundan að
reyna að viðhalda þeim sérkenn-
um með tilkomu nýrra með-
lima“. En þegar hlustað er á
plötuna Að læra að skríða er það
glöggt að ekkert af hinum sér-
stæða Pretenders sjarma hefur
skolast niður eða dáið. Öllu held-
ur má segja að hljómsveitin sé
orðin fágaðri og melódískari.
Chrissie Hynde ræður yfir
breiðara tónsviði og meiri ögun
raddarinnar. Hún hefur ætíð
sungið með afbrigðum vel, en nú
er þroski hennar sem skapandi
söngkonu mun dýpri og tjáning-
arríkari. Chrissie hefur samið
flest lög og texta Pretenders frá
byrjun og á að mínu viti skilið að
verða kosin einn hæfileikaríkasti
texta- og lagasmiður sem uppi er í
rokkmúsík í dag. Ég get ekki ann-
að sagt um þessa plötu en að hún
sé með þeim bestu sem völ er á,
dæmi mig hver sem er. Við
skulum að endingu gefa Chrissie
Hynde orðið:
„Eftir allan sársaukann og öll
vandræðin hefur lífið tekið stefn-
una uppávið. Það hefur verið
vonin sem leiddi okkur áfram í
gegnum vandræðin. Líkt og
Á hljómlelkum ’83 að kynna nýja
plötu og nýja hljómsveltarmeð-
llml: Chrlssle, Malcolm Foster,
Martln Chambers og Robbie
Mclntosh.
eitthvað hafi verið að prófa okk-
ur allan tímann; og ef heppnin er
með sjáum við uppskeru erfiðis-
ins. Mér finnst ég hafi staðist þau
próf sem lögð voru fyrir mig og
launin eru bamið mitt og hin nýja
skífa okkar. Bamið hefur svo
sannarlega gefið mér ástæðu til
að þrauka áfram; verið minn
innblástur. Veistu, maður verður
stundum að ganga í gegnum
mikla erfiðleika til þess einfald-
lega að kunna að meta hver mað-
ur er og hvað maður hefur til
bmnns að bera. Ég er mjög þakk-
lát þessa stundina."
-9
Fyrlr fáum árum kom út Ijósmynd-
abókin „Rokkstjörnur á nærhald-
inu“. Hefur hún þessa mynd að
geyma af Chrlssie Hynde.