Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 4
SUNNUDAGSPISHLL
Milton
Friedman:
Chile?
Nei, ég
kenndi
bara
undirstöðu-
atriði í
hagfræði.
Hamskipti
riedmans
„Eru á ferli úlfur og refur í einum og sama manninum..."
Or kæruleysisfjarlægð sumar-
leyfis fylgdist ég með Milton
Friedman í sjónvarpi og andmæl-
endum hans íslenskum, sem áttu
nokkuð góða spretti gegn þessum
hjóllipra talanda. Og stundum
síðan hefi ég verið að velta fyrir
mér þessum skrýtnu fimleikum
sem Milton brá sér í: Hann var
stundum fræðimaður sem fæst
við efnahagsvísindi sem eru að
hans dómi svipaðrar tegundar og
þyngdarlögmálið - en stundum
var hann stjórnmálamaður sem
leggur gildismat á menn og mál-
efni eins og hver annar.
Þetta varð einhvernveginn ein-
um of þægiiegt hjá Friedman.
„Árangur"
í Chile
Tökum til dæmis svör hans um
Chile.
Friedman var í sjónvarpinu
minntur á það, að efnahagskenn-
ingar hans hefðu verið notaðar
mikið af harðstjórninni í Chile.
Og eins og margir sjálfsagt muna,
sneri hann sig út úr því dæmi með
því að segja sem svo, að hann
hefði aldrei verið ráðgjafi hjá
Pinochet eða þeim kónum. Hann
hefði barasta tekið þátt í því með
öðrum hagfræðingum í Chicago
að kenna nokkrum strákum frá
Chile. Sem fengu síðan mögu-
leika á að spreyta sig við stjórn
efnahagsmála eftir að Pinochet
rændi völdum - og náðu góðum
árangri fyrst í stað, sagði hann.
En að öðru leyti kemur þetta ekki
mál við mig. Eg smíða bara kenn-
ingar um peningastefnu sem hver
sem er getur notað - lýðræðis-
sinnar, kommar, harðstjórar og
hver sem er.
Það er nú svo.
Hver var annars þessi árangur
sem Friedman talaði um að læri-
sveinar hans, strákarnir frá Chic-
ago, hefðu náð í Chile?
Þeir náðu niður verðbólgunni,
sem var gífurleg, mundu margir
sjálfsagt segja.
Jú, mikið rétt. Þeir náðu niður
verðbólgunni. En hvernig var
farið að því, og hvaða afleiðingar
hafði sú beiting Friedmennsku
sem lærifaðirinn sjálfur kallaði
„góðan árangur“?
Neysla var skorin niður - en
nota bene - neysla hinna fátæku
og lægri miðstétta. Vöruverð
hækkaði tiltölulega mikið vegna
þess að laun voru bundin og
verkalýðshreyfingin bönnuð eða
svo gott sem. Þeir „félagsmála-
pakkar“ sem vinstristjórn Al-
lendeshafði komið á-m.a. til að
börn í fátækrahverfum borganna
fengju mjólk og aðrar slíkar
nauðsynjar, voru lagðar niður -
sjálfsagt í nafni þess að ríkisaf-
skipti af fólki skuli vera sem
minnst og þá ríkisútgjöld. Fyrir-
tæki í eigu ríkisins voru seld ein-
staklingum - og komust þá ýmsir
ríkismenn yfir mikil verðmæti
fyrir lítið fé: Sjálfsagt var það gert
í anda þeirrar frjálshyggju sem
segir að ríkið eigi ekki að vasast í
rekstri fyrirtækja. Og svo fram-
vegis. Hinir ríku græddu, en hinir
fátæku borguðu brúsann.
Meiriháttar tilfærslur á fjár-
munum og eignum áttu sér stað -
allt í þágu yfirstéttanna.
Var þetta bara hagfræði sem
kemur pólitík eða hugmyndum
um gott og illt ekkert við?
Eða munu Friedmanssinnar
svara sem svo, að þetta hafi ekki
verið alveg réttur Friedmanismi?
(Enda er Chile núna með allra
skuldugustu löndum, verðbólga á
uppleið og atvinnuleysi gífur-
legt.)
Spyr sá sem ekki veit.
Mannaverk og
náttúrulögmál
Annað var það sem ég hjó sér-
staklega eftir í málflutningi
Friedmans.
Hann hafði eins og við mátti
búast, sitthvað neikvætt fram að
færa um velferðarþjóðfélagið -
með öðrum orðum þau kerfi sem
höfð eru til nokkurrar kjara-
jöfnunar og félagslegs öryggis.
Fyrr og síðar hafa menn á borð
við Milton Friedman tíundað
mjög rækilega stofnanaþenslu og
skriffinnsku velferðakerfanna og
mistök þeirra við úthlutun að-
stoðar og þar fram eftir götum.
Það er vitanlega ekki nema sjálf-
sagt að haldið sé uppi slíkri
gagnrýni, engin félagsmálakerfi
eru fullkomin og verða ekki. Og
reyndar er það svo, að á seinni
árum hafa ekki barasta hægri-
gaurar heldur og ýmsir vinstri-
sinnar átt ágæta spretti í að
gagnrýna þá sjálfvirku stofnan-
atrú sem margir talsmenn vel-
ferðarríkisins hafa gert sér að
leiðarljósi. En hvað um það. Það
sem hér skal dregið fram í sam-
bandi við málflutning Miltons
Friedmans er þetta: Hjá honum
verður ranglæti eða sóun í nafni
jafnréttis eða jafnstöðu eða fé-
lagslegrar aðstoðar eða tekju-
jöfnunar fyrst og síðar manna-
verk. Afleiðing af röngu skipu-
lagi og ofskipulagi og öðru þess-
háttar. En þegar komið er að
ranglæti kapítalismans þá kemur
annað hljóð í strokkinn. Þegar
staðreyndir sem varða gífurlega
misskiptingu auðs, sem þar fyrir
utan kemur ekki nema sjaldan
því við hvert hefur verið „fram-
lag“ hins rfka til samfélagsins - þá
er Friedman hreint ekki á því að
ráðast á „kerfið“. Þetta ranglæti
er eiginlega ekki mannaverk svo
heitið geti. Það er einskonar nátt-
úrulögmál, rétt eins og sumir eru
fæddir með góða söngrödd en
aðrir laglausir, sumir eru laglegir
en aðrir ófríðir og þar fram eftir
götum.
Tókuð þið eftir þessu líka?
Lipur maður og málglaður,
Milton Friedman. Og einstaklega
fimur í þeirri kúnst að bregða upp
á víxl grímu hins óhlutdræga
fræðimanns og brosi hins pólit-
íska málafylgjumanns allt eftir
því sem hentar til að „sanna“ það
sem sanna átti: að vinstri-
mennska sé höfuðvilla sem leiði
aðeins í ógöngur, en kapítalísk
sérhyggja bæði í samræmi við
náttúruna og endanlega hin eina
von og blessun fátækra jafnt sem
ríkra.
áb
vernig á að skrifa
Á tímum kreppu í bókaútgáfu
og bóksölu veltir margur mað-
urinn því fyrir sér, hvað til þess
þurfi að skrifa metsölubók.
Sjálfsagt verða svörin mis-
munandi eftir löndum. Við
rákumst um daginn á, í bóka-
kálfi í Information, vangavelt-
urumþað, hvað ertalið að
setjaþurfi í metsölusúpunatil
aðhúngangiút.
Niðurstaðan hjá greinarhöf-
undi er á þessa leið:
• Bókin þarf að fjalla um
eitthvað sem er „ofarlega á
baugi“, svo að hægt sé að tala
sem mest um efni hennar í fjöl-
miðlum.
• Að því er form og efni varðar
er æskilegt að höfundur sé í
kallfæri við hefðbundnar af-
þreyingarbókmenntir.
• Bókin á bæði að vera þannig,
að margir geti sett sig í spor
persónanna, kannist við sig í
heimi hennar - um leið og
reynt er að hafa ýmislegt með
sem er hálfpartinn bannað, eða
hefur verið erfitt að skrifa um.
Þannig fær tiltölulega hefð-
bundin bók líka á sig þann svip
að í henni sé verið að yfirstíga
boð og bönn, afhjúpa eitthvað.
• Metsölubókin (og það er
skáldsaga sem er höfð í huga) á
að bjóða lesandanum upp á
einskonar sjaldgæfan flótta frá
veruleikanum.
• Hún verður að geta gengið sem
gjafabók.
• Rithöfundurinn verður að
skila pottþéttu handverki.
Á hinn bóginn er það talið
mjög óráðlegt fyrir þá, sem vilja
selja bækur vel, að gera einhverj-
ar tilraunir með skáldsöguformið
eða gera ráð fyrir því að lesendur
séu vel að sér um eitthvert efni
eða hefð eða þá að láta mikið fara
fýrir því, að það sé í sjálfu sér
heilmikið vandamál að skrifa.
Himinn
og helvíti
í fyrrnefndri grein eru tekin
dæmi af nokkrum nýlegum
dönskum metsölubókum, en það
eru bækur sem seljast í fyrstu út-
gáfu í 10-15 þúsund eintökum á
stuttum tíma og síðan koma
stærri upplög í bókaklúbbi og
kiljuútgáfu. í hitteðfyrra gekk
„Himinn og helvíti“ eftir Kirsten
Thorup einkar vel. Greinarhöf-
undur útskýrir velgengni þessar-
ar bókar á þessa leið:
Þar er ýmislegt tekið frá ævin-
týrinu og alþjóðlegum skemmti-
sögum: það er fjallað um fólk á
jaðri samfélagsins, á bak við dap-
urlegt útlit slær hjarta úr gulli, allt
í einu kemur óvæntur arfur,
þarna er feimin og fögur stúlka
sem vaknar til ástríðna með
hrikalegum hætti, einhver lifir
leyndardómsfullu tvöföldu lífi -
og síðast en ekki síst: það er spil-
að með hina ótrúlegu tilviljun.
Frásagnaraðferðin er hefð-
bundin, atburðir eru rækilega
staðsettir í tíma og rúmi. Enn-
fremur eru settar upp andstæður
milli þess veruleika sem hver og
einn kannast vel við og tilhlaups
yfir í „bannaða" hluti: vændi,
hómósexúalismi og eiturlyfja-
neysla eru höfð með.
Samkvæmt grein þessari eru
flestar skáldsögur sem mestra
vinsælda njóta í Danmörku
samdar af konum.
Fœrri bœkur
í annarri grein í þessum sama
bókakálfi er svo vikið að því, að
bóksala hefur dregist saman í
Danmörku fimm ár í röð. Skólar
og bókasöfn kaupa mikinn hluta
framleiðslunnar eða um 37% af
þeim bókum sem til verða. Þó
hefur verið dregið úr innkaupum
á nýjum bókum til bókasafna, og
hefur þetta ekki síst komið niður
á yngri höfundum og lítt þekkt-
um. En innkaup til bókasafna
hafa í Danmörku verið um 400-
600 eintök, og þau hafa mjög oft
ráðið því hvort bók getur komið
út eða ekki.
Mestur samdráttur hefur verið
að undanförnu hjá stóru bóka-
klúbbunum, sem árið 1977 voru
búnir að safna til sín ótrúlega
mörgu fólki.
Viðbrögðin við samdrættinum
eru einkum á þann veg, að stór
forlög fækka titlum. Gyldendal
gaf árið 1979 út 1504 titla en í
fyrra 1252. Mest dregst áhættuút-
gáfan saman - það er að segja
útgáfa á bókum nýrra höfunda og
þeirra sem ekki eru sérlega
þekktir. Þeim mun meir er treyst
á vinsæla höfunda, sígilda höf-
unda í kiljuútgáfum og allskonar
ritsöfn um sögu og menningu.
„Frumútgáfan" víkur - bæði hjá
höfundum og forlögum, fyrir
möguleikum endurútgáfu, kilj-
uútgáfu, bókaklúbbsútgáfu,
sjónvarpsmyndagerð eftir
bókum osfrv.
Bæði höfundar og forlög hafa
vaxandi áhyggjur á gífurlega
mikilli fjölritun upp úr bókum í
skólum. í fýrra er talið að ljósrit-
aðar hafi verið fímm sfður á
hvem nemanda í dönskum
skólum á degi hverjum. Þarna
mun um 100 miljón síður að ræða
úr bókum sem njóta verndar
höfundaréttar og er það meira en
helmingi meira en skýrslur eru
gerðar um og greitt fyrir til
rithöfunda.
Áb tók saman.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 28. október 1984