Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 2
FLOSI
skammtur
af fíkli
„Það var til nokkurs að hætta í brennivíninu",
hugsaði ég þegar prentaraverkfallið skall á og ég
fattaði nokkuð sem ég hafði ekki áður hugleitt; nefni-
lega það, að þó ég væri ekki ofurseldur englaryki,
kókaíni, morfíni, heróíni né gúmílími og búinn að vera
edrú árum saman, þá var ég rígfjötraður í viðjar
ávanans og það af vímuefni, sem góðum mönnum
hafði láðst að vara mig við. Það sem meira er: Þetta
er efni, sem þjóðinni er byrlað inn daglega í stórum
skömmtum og - eins og félagsráðgjafinn sagði á
foreldrafundinum: „með lítillri eðaöngri aðgát, nema
síður sé“.
Og hvert er svo eitrið sem ég var orðinn svona
ofurseldur?
Lesefni, eða nánar tiltekið dagblöðin og innihald
þeirra.
Ég er ekki að segja að ég hafi vaknað með
krampa, tremens og gæsahúð á morgnana yfir því
að fá ekki Moggann í gegnum lúguna hjá mér í
morgunsárið. Þaðanafsíður hefur mér nokkurntím-
ann dottið í hug að hægt væri að „rétta sig af“ með
lesmáli Þjóðviljans, Tímans eða smáauglýsingum
DV. Samt var í mér einhver timburmannafílingur,
eins og það er stundum kallað í þröngum hópi gleði-
manna, en heitir á fræðimáli andleg fráhvörf.
Skemmst er frá því að segja, að þegar búið var að
kippa öllum blöðunum frá mér leið mér svona líkt og
fyllibyttu, sem er búin að gleyma í hvaða blómstur-
vasa hann faldi afréttarann.
Ó, hvar voru nú lesendabréfin í Velvakanda um
Keflavíkursjónvarpið og Dallas, eða hugleiðingar
Billý Grahams; hvar voru berrössuðu Lúsíurnar og
Súsíurnar sem löngum eru meginuppistaða bænda-
blaðsins Tímans, rauðvínshugleiðingar og smá-
auglýsingar DV, eða hinir pólitískt stefnumótandi
greinaflokkar Þjóðviljans um subkulturens subjekti-
vitet og menningar-, þjóðfélagsleg og listræn áhrif
pungrokksins á sjálft þungapungrokkið í síðkapítal-
ísku samhengi við tilkomu þungapungrokkgrúpp-
unnar Fit-Shit og órofa tengsla hennar við marx-
leníniska hughyggju?
Allt hafði þetta verið frá mér tekið, einsog brjóst úr
munni hvítvoðungs.
Eina sem eftir stóð var Helgarpósturinn, blað sem
ofstækisfullir miðjumenn helga gjarnan andlega
krafta sína, okkur hinum til eftirbreytni og nægir
skammt til að fullnægja fíkniþörf ástríðufulls blaða-
lesara.
Og ég hugsaði með mér: „Ég er bara einsog „dóp-
isti“ “,en svo fannst mér orðið dópisti svo vont að ég
fór að reyna að upphugsa íslenskt orð yfir fyrirbrigð-
ið. Og þá var það að mér kom í hugann „fíkill“.
Fíkill, ekki sem verst. Hvað um það. Fíkill var ég
orðinn og varð að fá eitthvað að lesa til að svala
fíkninni.
Ég fór í bókabúð og keypti mér Ekstra-Bladet,
danskt dagblað undanþegið tollum og opinberum
álögum. Innkaupasamband bóksalatekurhinsvegar
ómakið af hinu opinbera og sér til þess að blaðið er
milli tvö- og þrjúhundruð prósent dýrara hér en í
Köben.
Ekstra-Bladet býður uppá alla þætti íslenskrarfjöl-
miðlunar: Fréttir, fótamennt, það nýjasta í pungrokk-
inu og smáauglýsingar. En meðan ég fékk enn
Ekstra-Bladet var drýgstur hluti þess helgaður
menntamálum í ríki Dana.
Annetta nokkur Westrup fyllti forsíðu og baksíðu
dögum og vikum saman vegna spánýrra kenninga í
menntamálum. Hún taldi að grundvalla bæri nám í
skólum á dönskum klámmyndablöðum; er sjálf yfir-
kennari og kennir klámblöð, þegar aðrir kenna latínu
og algebru.
í síðasta Ekstra-Blaði sem ég sá sagði Annetta
orðrétt á forsíðu, að það væri undirstaða húman-
iskrar menntunar að námsmenn vissu að kynfæri
væru jafn mismunandi að lögun og nefin á mönnun-
um.
Ég segi það bara að ef ég hefði borið gæfu til þess
að öðlast menntun í skólanum hjá Annettu þessari,
þá hefði ég ekki orðið svona hissa, þegar ég sá þá
einu sinni í sjónvarpi stinga saman nefjum Martin
Luther King og De Gaulle.
Og þá dettur mér rétt einu sinni Ketill Flatnefur í
hug.
Það er nú meira hvað mér dettur hann oft í hug.
En hvað um það. Prentaraverkfallið er búið, blöðin
komin aftur og við ávanafíklarnir getum varpað önd-
inni léttar. Karlarnir syngja hver með sínu nefi og
konurnar líka á viðeigandi hátt.
Kannske verður verkfall opinberra líka búið, þegar
þessar hugleiðingar birtast á prenti, þó það sé nú
fremur ólíklegt. Því það er nú einu sinni rétt, sem
ráðherrann sagði á dögunum:
„Sjaldan launar kálfur ofbeldi“.
I
Albert leiddur
í sannleikann
Nokkru fyrir hina alræmdu
ræðu Alberts Guðmunds-
sonar um kennarastéttina á
Alþingi var hann staddur í
kaffihlói á borgarstjórnarfundi
og hélt uppi svipuðum firrum
og var honum þar mótmælt
harðlega af fulltrúum Alþýðu-
bandalagsins og Sigurjón
Fjeldsted skólastjóri, flokks-
bróðir Alberts, kallaður til, til
þess að leiðrétta þennan mis-
skilning. Það gerði Sigurjón
og leiddi Albert í allan sann-
leika um málið. Annað hvort
hefur Albert ekki skilið Sigur-
jón eða ekki viljað skilja hann
því að fáum dögum síðar var
hin makalausa ræða flutt. ■
Refsistigalisti
Eftirfarandi kom frá BSRB-
manni: „Fjármálaráðuneytið
hefur skipað forstöðu-
mönnum stofnana að skrifa
hjá sér afbrot starfsmanna og
skila afbrotalistum til ráðu-
neytis. Nú er hætt við að for-
stöðumenn líti mismunandi
augum á afbrotin. Þess vegna
er nauðsynlegt að ráðuneytið
sendi út staðal yfir afbrot til að
samræmi sé í matinu. Við ger-
um tillögu um eftirfarandi:
Fyrir að tala illa um Albert
10.0 refsistig, Ragnhildi 7.5,
Höskuld 7.0 og Steingrím
0.2.“ ■
Steingrímur
brillerar
í Israel
í janúar á þessu ári birtist við-
tal við Steingrím Hermanns-
son í ísraelska blaðinu The
Jerusalem Post Magazin og
fjallar það aðallega um „efna-
hagsundrið" á Islandi enda
segir í greininni að Steingrím-
ur sé líka fjármálaráðherra
landsins. Þjóðviljinn hefur
fengið þetta viðtal í hendur og
í því segir forsætis(og fjár-
málajráðherra að hann hafi
skorað á Alþingi að fella niður
tekjuskatt, sem sé óréttlátur,
og hafi það vakið svo mikla
athygli að það hafi verið aðal
forsíðufrétt dagblaðanna þá.
Ennfremur segir Steingrímur
að þó að íslenska ríkisstjórnin
hafi skorið niður mikiö af ríkis-
útgjöldum hafi ekki verið
hreyft við félagslegri þjónustu
(svol). Þegar blaðamaður
spyr svo Steingrím hvort hann
sé reiðubúinn að gefa ísra-
elsku stjórninni góð ráð í
baráttunni gean verðbólgunni
hlær leiðtogi íslendinga við og
segir: „Ég er alltaf reiðubúinn
að gefa vinum mínum góð
ráð“. ■
Kómeiní og
verkfallið
Fregnir af verkfalli BSRB hafa
farið vítt um álfur. Þannig er
Þjóðviljanum kunnugt um að
íranska sjónvarpið greindi frá
því fyrr í þessarri viku með
þeim ummælum að á íslandi
væri lýðraeði greinilega fótum
troðið og ríkisstjórnin bersýni-
lega leppur Bandaríkja-
manna. Kómeiní veit sýnilega
nefi sínu lengra. ■
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. Október 1984