Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 16
LEHDARAOPNA Ögmundur Jónasson BSRB Beinum reiðinni að þeim sem gerðu okkur láglaunamenn „Þegar hefur unnist stórkost- legur sigur. Hann vannst þegar fólkið reis upp. Ég hef ekki trú á því að ráðamenn muni tala til okkar launamanna í náinni fram- tíð með þeim hroka og þeirri lítils- virðingu sem þeir hafa gert síð- ustu misseri", sagði Ögmundur Jónasson í BSRB. „Það sem mestu máli skiptir núna er að fólk í öðrum stéttarfé- lögum, láglaunafólkið í landinu, fylgist vel með því sem er að ger- ast og átti sig á því, að þetta er einnig þess barátta. Nú sverfur víða að. Svo kann að fara að fyrirtækjum verði ein- hverjum lokað um stundarsakir. Nú ríður á að menn gleymi því ekki hvar sökin liggur. Það er ekki við félaga í BSRB, sem flest- ir eru láglaunamenn, að sakast, heldur við þá menn sem gerðu þá að láglaunamönnum. Beinið reiði ykkar að ráðamönnum. Þar á hún heima. Sýnið okkur hins vegar samstöðu. Því í henni eigum við öll heima. Allt veltur á samstöðunni. Stöndum við sam- an er sigurinn okkar. Hinu megum við svo aldrei gleyma að sjálfsvirðingunni megum við aldrei glata. Við verð- um ætíð að vera á varðbergi og berjast gegn öllum ráðamönnum í öllum ríkisstjórnum sem reyna að troða okkur í svaðið.“ -óg Guðrún Árnadóttir BSRB Brýnt að samstarf takist „Það er brýnt að samstarf tak- ist með ASÍ og BSRB því þeim mun meiri líkur eru á að við náum árangri. Samvinnan hefur mikið að segja", sagði Guðrún Árna- dóttir formaöur Verkfallsstjórnar BSRB við Þjóðviljann. „Ég tel að hvorki við né ríkið og þjóðfélagið í heild höfum efni á að halda þessu verkfalli úti og ég vona að samningsaðilar fari að tala saman í fullri alvöru en það hafa þeir ekki gert enn“. Guðrún sagði í gær að erfitt væri að segja til um hvað væri framundan því málin væru um það bil að taka mjög ákveðna stefnu. „Til dæmis hefur í dag verið töluverð bið- staða með mörg stórmál í verk- fallsstjórn vegna stöðunnar í samningamál unum. “ - jp _______________LEIÐARI_________ Stríðara upplýsingastreymi Nú þegar höfuðmálgögn Sjálfstæðisflokks- ins Morgunblaðið og DV eru farin aftur að koma út, er bersýnilegt að þau hafa ekki rétti- lega skilið það sem er að gerast og hefur verið | að gerast meðal launafólksins í landinu. Þrátt fyrir það að DV birti í gáer skoðanakönnun sem leiðir í Ijós að um 80% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir málstað BSRB, heldur blaðið áfram með fyrirsögnum og aðdróttunum að vinna gegn málstað launafólksins í verkfalli. Morgunblaðið reynir allt hvað það getur til að gera málstað BSRB tortryggilegan, en verður þó vegna andstöðunnar meðal ærlegs Sjálfstæðisfólks að tappa aðeins af óánægj- unni með því að birta svosem einsog eitt viðtal á dag sem lýsir því hvernig fólki er „nóg boðið. Því er misboðið og því er ofboðið". Þessi málgögn Sjálfstæðisflokksins reyna nú að draga úr baráttuþreki launafólksins og þau reyna að efna til sundrungar á meðal þess. Það má aldrei takast. BSRB hefur „að ýmsu leyti staðið sig með fádæmum vel“ segir Þröstur Ólafsson í viðtali hér í Þjóðviljanum og Málhildur Sigurbjörns- dóttir verkakona segist óska að samheldnin væri jafn mikil í hennar heildarsamtökum eins- og hún er hjá BSRB. Og Ágúst Valtýsson verkamaður við höfnina segir að vanti vinnu- staðafundi og meira af upplýsingum. Nú þegar Morgunblaðið og hliðarmálgögn þess reyna að snúa andúð og óánægju fólks gegn verkfalli BSRB, er rétt að hafa í huga hverjir það eru sem valda ósköpunum. Það eru þeir menn sem ákváðu kjaraskerðingu, það eru þeir menn sem með hroka og lítilsvirð- ingu hafa troðið á launafólki og landsmönnum öllum að undanförnu. Og m.a. þess vegna er svo komið að verkfall BSRB snýst máske ekki síður um sjálfsvirðingu þessarar þjóðar, reisn hins almenna launamanns, en um krónuna hráa. Árangur BSRB fólksins er þess vegna ekki | síður fólginn í því að fjöldi fólks, þúsundir manna, hafa vaknað til vitundar um þjóðfélag sitt, það misrétti sem í því viðgengst og þá' möguleika sem eru til breytinga í réttlætisátt. Og þegar nú er spurt, hvað sé framundan, felst svarið máske að mestu leyti í því hvað gerst hefur að undanförnu. Menn eru almennt sammála um réttmæti krafna BSRB og baráttu samtakanna. Ástæða þess er m.a. sú að sam- tökin hafa unnið lýðræðislega í verkfallinu, þau hafa unnið á grundvelli þess að sem flestir væru virkir og hefðu þannig áhrif á það sem er að gerast. Þannig hafa samtökin gefið út BSRB-tíðindi í 30 þúsundum eintaka í verkfallinu, hundruð og þúsundir manna hafa tekið þátt í verkfalls- vöktum, mótmælaaðgerðum og vinnustaða- fundum. Forystan hefur greinilega lagt eyrun við ym grasrótarinnar og árangurinn lætur ekki á sér standa. Eftir Reykjavíkursamninginn, sem gerður var í skjóli nætur, kom fram sú athyglisverða krafa að samningar af þessu tagi ættu að fara fram í heyranda hljóði fyrir opnum tjöldum. Þessi krafa, sem er meðal þeirra sem þekktist frá Samstöðu í Póllandi á sínum tíma, segir sína sögu um það lýðræðislega andrúmsloft sem ríkt hefur á dögum upplýsingastreymisins í verkfalli BSRB. Það er í senn gömul saga og ný, að ekkert getur betur brúað bilið milli þekkingar og van- þekkingar, milli launafólks og forystumanna þess, heldur en einmitt gott upplýsingastreymi og að aðilar komi saman á fundum til að ræða málin. Þetta hafa forystumenn og verkfalls- mennirnir í BSRB skilið og þess vegna er þar hollt og gott andrúmsloft. Upplýsingastreymi er forsenda árangurs, skilnings og samstöðu launafólks á íslandi. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.