Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 14
526
Fjölbreytt úrval af skrifborðum
fyrir unglinga og ful'lorðna.
Sérstaklega gott verð.
Einnig: Svej) 1 bekkir,
Skrifborðsstólar.
Kommóður.
Bókahillur o.fl.
if
► Húsgögn og^
ndsbraut 18
.mnrettingar srmi86 9oo
Sölumaður
Verslunardeild Sambandsins óskar að ráða starfs-
mann til sölustarfa í Matvörudeild.
Starfið er líflegt og byggist m.a .á sölu af skrifstofu,
heimsóknum í fyrirtæki og fleira.
Við leitum að frískum starfsmanni með góða fram-
komu og sem á gott með að umgangast og tala við
fólk.
Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra er veitir
frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 2. nóv. n.k.
SAMBANDÍSL.SAMVINNUFÉLAGA
STARFSMANNAHALD
Orðsending frá íslenskum heimilisiðnaði:
Við kynnum í verslun okkar þrjár ungar
listakonur:
Hildi Sigurbjörnsdóttur
Kristínu ísleifsdóttur, leirlist
Valgerði Torfadóttur, textíl
Lítið í gluggana um helgina
íslenskur heimilisiðnaður
Hafnarstræti 3
BÆJARRÖLT
Þessir verkfallsdagar eru gráir
og ekkert tóbak og ekkert brenn-
ivín. En við því er ekkert að gera
nema þá helst að skammast út í
viðundrið Albert. Og það gerir
maður óspart og fær sér svo bara
kaffisopa á eftir.
Annars leiðist mér. Ég sakna
ríkisútvarpsins, sérstaklega á
laugardögum. Þá vil ég sitja í
brúnum slopp við morgunverðar-
borðið - helst allan daginn - með
rjúkandi kaffi, ristað brauð,
smjör, ost, marmelaðe og bunka
af dagblöðum fyrir framan mig og
láta útvarpið malla með notalegri
tónlist og spjallþáttum.
Og svo eru það kvöldin. Þá er
ósköp dauflegt og þegjandalegt
stundum. Ég og konan mín höf-
um hins vegar smám saman kom-
ið okkur upp nýju lífsmynstri.
Við erum farin að lesa meira, fara
oftar á fundi eða bara að ganga og
virða fyrir okkur fólkið og húsin.
Síðustu vikur hef ég oft lagt leið
mína niður á höfn og hitt þar að
máli hressa verkfallsverði, fríða
menn og fallegar konur. Og
stundum grípur það mig að
öfunda þetta fólk þó að það sé
sannarlega ekki öfundsvert að
hafa nú verið launalaust í nær
heilan mánuð og þurfa að semja
við bergþursa. Ég öfunda það
hins vegar af þeirri reynslu að
finna mátt samtaka, sem berjast
réttlátri baráttu, og treysta
bræðra- og systrabönd.
Og ég stend stundum við í
kvöldkulinu og ræði við þetta
fólk sem stendur þama staðfast-
an vörð um rétt sinn og hristist
saman. Um daginn hitti ég grá-
hærða glaðbeitta konu. Hún er á
undanþágu á sínum vinnustað,
vinnur við þvotta á sjúkrahúsi, en
þegar hún hefur lokið vinnudegi
sínum fer hún á langa og erfiða
verkfallsvakt við Öskju eða
Skógarfoss. Og þarna kynnist
hún kennaranum úr Hvassaleitis-
skóla, grafara úr kirkjugörðum,
tæknimanni af Siglingamála-
stofnun, og leikara úr Þjóðleik-
húsi. Og næsta kvöld fer hún á
aðra vakt og kynnist þá allt öðru
fólki af allt öðrum vinnustöðum.
Þetta er elskulegt fólk sem er
að finna samtakamátt sinn, þjóð-
in sjálf.
Já, það er ekki alvont þetta
verkfall þó að vont sé. Hafrarnir
skiljast betur frá sauðunum.
Sumir fara í hita leiksins að tala
um her, lögreglu og vald og æðri
lögmál í stað mannalaga. Aðrir
vilja brjóta það bjarg sem samtök
fólks í þessu landi hafa smátt og
smátt verið að byggja á þessari
öld: tryggingar, menningarstofn-
anir, skóla. Þeir vilja æðri
lögmál.
Svo drekkur maður síðasta
kaffibollann fyrir háttinn og
hristir höfuðið framan í konuna
sína yfir þessu öllu saman. Og svo
sofnar maður og vaknar reiður að
morgni. Þessir verkfallsdagar eru
gráir og ekkert tóbak og ekkert
brennivín.
-Guðjón
HEKLU
bílmlurinn
er opinn virka daga kl. 9—18, fimmtu-
daga kl. 9—22, laugardaga kl. 13—17.
Glæsilegt úrval
notaöra bíla
Kaupbætir
Nýir Good Year
vetrarhjólbarðar fylgja með
notuðu bílunum frá okkur
IhIhekEahf
jj Laugavegi 170-172 Simi 21240
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1984