Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 11
Páfagarður fordœmir frelsunar- guðfrœðina Ósamrœmiðíþví að hvetja pólska presta til að láta pólitísk mál til sín taka en letja þá brasilísku. Þaö hefur hvaö eftir annað komið fram, ekki síst á ferðum Jóhannesar Páls páfa um Suður-Ameríku, að hann hef- ur vaxandi áhyggjur af póli- tískri róttækni kaþólskra presta, munka og leikmanna. Hann hefur skipað Ernesto Cardinal og öðrum prestum sem tekið hafa sæti í stjórn Sandínista í Nicaragua að hætta afskiptum af stjórnmálum. Og nú síðast hefur hann látið þá stofnun í Vatíkaninu sem fer með vandamál trúarkenningar gefa út plagg, þar sem for- dæmd er harðlega svonefnd frelsunarguðfræði. En svo nefnist sá straumur í suður- amrískri kaþólsku þar sem komið hafa saman kristnar kenningar og barátta gegn pólitískri kúgun og arðráni. í skjali þessu eru trúaðir var- aðir stranglega við „frávikum ... sem skaðleg eru trúnni og kristnum lífsháttum og koma fram í formi frelsunarguðfræði sem tekur marxískar hugmyndir til láns án gagnrýni". f skjalinu segir á þá leið, að marxistar breiði út falsvonir um að bylting- arþjóðfélagið verði réttlátt þjóðfélag - í raun skapi byltingar- þjóðfélagið nýja tegund kúgun- ar. Það kemur fram í skjali þessu, að prelátar Vatíkansins hafa sér- stakar áhyggjur af því að prestar beiti tungutaki og hugmyndum stéttabaráttunnar í boðskap sín- um. Þá eru þeir og ásakaðir um að efna til úlfúðar innan kirkj- unnar með því að fara gagnrýnum orðum um biskupa og aðra þá sem þeir telja til „yfír- stéttar“ í hinni hátimbruðu kirkju kaþólskra manna. Á akri hins fátœka Einn af talsmönnum frelsun- arguðfræðinnar, Leonardo Boff, fransiskani frá Brasilíu, var svo kvaddur til Rómar nú um miðjan september til að standa fyrir máli sínu. En hann kemst svo að orði í nýlegu riti um kirkjuna og valdið- „Framtíð kirkjunnar sem stofn- unar býr í þessu litla sáðkorni, sem er hin nýja kirkja, og sprettur á akri hins fátæka og hins valdalausa.... Hin nýja kirkja verður að vera trú þeirri leið sem hún hefur kosið sér. Hún verður að vera óhlýðin í sinni trúfestu." Boff átti fjögurra stunda við- ræður við Ratzinger kardínála, hinn íhaldssama yfirmann Hel- grar Samkundu um Trúarkenn- ingu - en hann hefur haft manna mestar áhyggjur af því sem hann kallar „skelfilega samruglun hinna fátæku í ritningunni og ör- eigastéttar Karls Marx“. Þessir menn tveir ræddust við í fjórar stundir og hafa fátt látið uppi um það hvað þeim fór í milli. En Boff hefur ekki tekið orð sín og sannfæringu aftur. Hann segir að ákærur Rómar á hendur frelsun- arguðfræðinni séu verk „Evrópu- manna sem sjá raunveruleika Rómönsku Ameríku út um húsa- glugga". Milli tveggja elda Það er eftirtektarvert, að um leið og Vatíkanið tekur sér fyrir hendur að fordæma frelsunar- guðfræðina, lætur það frá sér fara óvenju harðorða fordæmingu - í sama skjali - á efnahagslegri og pólitískri kúgun í Rómönsku Ameríku. Virgilio Elizondo, rit- stjóri frjálslynds kaþólsks tíma- rits, kemst svo að orði að „um leið og skjalið gagnrýnir frelsun- arguðfræðina staðfestir það djúp- stæðustu forsendur hennar“. Engu líkara en að páfastóll hafi viljað reyna að forðast það, að fordæming á boðskap hinna rót- tækustu í hópi presta og biskupa verði tekin sem beinn eða óbeinn stuðningur við þá sem „halda hin- um fátæku í eymd, sem græða á þessari eymd eða gera ekkert til að vinna gegn henni þótt þeir þekki hana“. Þessi tvískinningur endur- speglar vel þann vanda sem kirkj- an er í, ekki síst í Rómönsku Am- eríku þar sem um 40% af hinum 780 miljónum kaþólskra manna í heiminum búa. Þar tóku margir vel undir þær áherslubreytingar sem urðu í málflutningi Vatíkans- ins á dögum Jóhannesar 23ja og fólust í „sérstakri umhyggju um fátæka“. Árið 1968 var svo hald- inn frægur biskupafundur í Me- dellin í Kólumbíu, þar sem efnt var til skilgreiningar á því, hverja bæri helst að draga til ábyrgðar á eymd og misrétti í löndum Þriðja heimsins. En rétt eins og frelsun- arguðfræðingar, sem voru jafnvel ekki smeykir við að leggja rót- tækum skæruliðum lið, spruttu af þessari umræðu og þekkingu sinni á bágum kjörum alþýðu, þá hefur heldur ekíci skort á að ýmsir íhaldssamir prelátar, sem hafa kannski ekki staðið ýkja fjarri ýmsum einræðisherrum álfunn- ar, hafi andmælt hinum róttæku og helst viljað kveða niður villu þeirra. Það verður svo hægara sagt en gjört: Tveir brasíliskir kardínálar, Aloisio Lorscheider og Paulo Evaristo Arns, fylgdu villumanninum Leonardo Boff til Rómar til að sýna samstöðu sína með honum. í Newsweek var það á dögun- um haft eftir bandarískum guð- fræðingi, David Tracey, að fyrr- greint fordæmingarskjal sé að því leyti órökvíst, að það eins og geri ráð fyrir því að enginn geti fært sér í nyt eitthvað af marxískri skilgreiningu á þjóðfélaginu án þess að verða sjálfur Marx- Lenínisti. „Það er,“ segir hann, „eins og að halda því fram, að kristinn guðfræðingur geti ekki notfært sér rit Aristótelesar (eins og hei- lagur Tómas Aquinas gerði ósp- art) án þess að verða sjálfur forn- grískur heiðingi“. Pólitík páfans En hér er vitanlega miklu fleira og meira á seyði en hæpnar skil- greiningar í opinberu bréfi úr páf- agarði. Hér er ekki síst spurt um pólitíska afstöðu páfa sjálfs og hvaða afleiðingar hún muni hafa fyrir framtíð kirkjunnar. Þótt páfi vilji helst standa fast á því, að kristni og marxismi eigi ekkert sameiginlegt er ólíklegt að honum takist að sannfæra sókn- arpresta í Rómönsku Ameríku sem hlýtur að finnast að barátta fátækra fyrir félagslegu réttlæti og barátta öreiganna fyrir að kasta af sér hlekkjum kúgunar séu ejnkar skyld fyrirbæri. Páfinn hefur ekki alls fyrir löngu sagt á þá leið í orðsendingu til afrískra biskupa að „samstaða kirkjunnar með þeim fátæku, með fórnar- lömbum félagslegs og efnahags- legs óréttlætis er hafin yfir efa“. Því miður er málið ekki svo ein- falt: til eru margir ágætir kaþól- ikkar sem hafa tekið slíka afstöðu í verki, en það hefur heldur ekki skort biskupa og aðra háklerka sem hafa bæði sýnt mikið um- burðarlyndi ýmsum hinum verstu harðstjórnum eða jafnvel veitt þeim beinan stuðning. Og það er í því samhengi sem það verður háskalegt misræmi í því fyrir Vatíkanið, að leyfa bisk- upum að slást í föruneyti með einræðisherrum en banna prest- um að taka málstað þeirra sem einræðisherrarnir kúga. Það er líka mikið misræmi í því til dæmis að hvetja presta til að tala fullum hálsi við yfirvöld í Póllandi, en reyna að koma í veg fyrir að þeir skipti sér af stjórnmálum í Brasil- íu. Þetta þýðir, sögðu fleiri en eitt blað í leiðurum sínum um þessi mál, að setja pólitík ofar siðgæði. Páfinn í Póllandi: margítrekuð samstaða með bönnuðum verkalýðssamtökum. Kalt á milli páfa og Sovétríkjanna Jóhannes Páll 2. fékk heimscekja Litháen ekki að Ýmsir fréttaskýrendur gera því skóna, að visst samhengi sé milli fordæmingar páfa- garðs á frelsunarguðfræði og þeirrar staðreyndar, að sam- skipti páfa við ráðamenn So- vétríkjanna og þar með „hins guðlausa marxisma" eru aftur við frostmark. En það var um mánaðarmótin ágúst-sept- ember, að Sovétmenn neituðu Jóhannesi Páli 2, um leyfi til að fara til Vilnius, höfuðborgar sovétlýðveldisins Litháen, sem er mestan part kaþólskt land, til að syngja þar messu með biskupum staðarins ítil- efni 500 ára ártíðar heilags Ka- simírs, verndardýrlings lands- ins. í nokkur ár hafði páfi nokkuð góð tengsl við ráðamenn Sovét- ríkjanna, því að þeim féll vel í geð að hann skyldi vara menn ein- dregið við hættunni af kjarnorku- vopnum og hvetja ráðamenn ris- aveldanna tveggja til samninga- viðræðna. í fyrsta skipti eftir að Litháen varð sovéskt land fengu litháískir biskupar að fara til Rómar í apríl 1983, og farið var að tala um að páfí kæmi í heim- sókn til Moskvu. Óttast pólska fordœmið En þessu ástandi lauk, þegar Tsjérnenko komst til valda í So- vétríkjunum, og virðist sem ráða- menn landsins hafi farið að óttast að páfinn fengi allt of mikinn hljómgrunn í Austur-Evrópu, og Litháen gæti orðið nýtt „Pól- land“, - í þetta sinn innan landa- mæra Sovétríkjanna sjálfra. So- vétmenn hafa löngum óttast ka- þólsku kirkjuna í Litháen sér- staklega mikið, jafnvel enn meir en kaþólsku kirkjuna í Póllandi, vegna þess hve nátengd hún er þjóðernisstefnu í landinu. Þess vegna hafa þeir beitt hana hörku, t.d. hefur einn helsti biskup landsins, Julionas Steponavicius, verið í útlegð 200 km frá höfuð- borginni í meir en tuttugu ár. Jóhannes Páll 2. hefur löngum sýnt málum Litháens sérstakan áhuga, og er talið víst að Julionas Stepanovicius sé sá biskup sem hann gerði að kardinála „in pect- ore“ árið 1979, - þ.e.a.s. kardín- áli sem páfinn einn veit hver er. Þróun mála í Póllandi og afskipti páfans af þeim hafa vafalaust skotið núverandi valdhöfum So- vétríkjanna skelk í bringu, því að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Sovétmenn ef andófshreyf- ingar færu að breiðast norður eftir ströndum Eystrasalts. (Eftir ,,Libération“) Frelsunar- guðfrœðin í framkvœmd Róttcekur kaþólskur prestur segir fró þótttöku sinni í baróttu fótcekra bcenda fyrir jarðnœði og réttlceti í Brasilíu. Kirkja hinna fátæku hefur skotið djúpum rótum í sveitum Brasilíu. Myndin er frá kröfugöngu í sókn föður Joaquims, sem sést sjálfur í fullum skrúða við hlið krossins sem borinn er fyrir kröfum um jarðnæði. Kirkjan á fólkinu í Brasilíu skuldað gjalda. Umaldirvar stundað þrælahald í landinu án þess að kirkjan brýndi raust sína til mótmæla. Og það er ekki fyrr en á sjöunda áratug þessarar aldar, að kirkjan fór að víkjafrá því að styðja valdhafana eða láta ó- réttlæti og kúgun á þorrafólks sem vind um eyrun þjóta. Svo mælir Joaquim van Lee- uwen, Hollendingur að uppruna, sem um tuttugu ára skeið hefur verið sveitaprestur í Brasilíu og síðustu 15 árin í Japuiba, eymdar- sókn um 90 km frá Rio de Jan- eiro. Landlausir bœndur í viðtali við danska blaðið In- formation segir hann, að átökin um landið séu stærst mála þar í sveitum. í Brasilíu eru nú um sex miljónir landlausra bænda og þeim fjölgar stöðugt. Margir búa á landi sem þeir hafa ekki skjal- festan eignarrétt á, og sæta mikl- um þrýstingi, ef ekki ofsóknum, af hendi hákarla ýmiskonar sem reyna að svelgja undir sig land með yfírgangi, og svo af hálfu op- inberra aðila. Stofnun eins og INCRA á að hafa það verkefni að vernda smá- bændur og tryggja öllum land að lif a af - en einatt er þessu ríkisfy r- irtæki beitt einmitt gegn fátækum bændum. Árið 1976 fór af stað hreyfing í landinu sem kallast CPT, Jarð- næðisnefnd kirkjunnar. Faðir Jo- aquim stofnaði deild úr samtök- unum í sínu héraði og hafði fljót- lega afskipti af upptöku lands: um 120 landlausir bændur höfðu án þess að skipuleggja sig fyrir- fram, sest að á um 400 hektafa óðali sem var í eyði. Prestarnir í Jarðnæðisnefndinni heimsóttu þá, útskýrðu fyrir þeim ýmis lög- fræðileg atriði og hættur þær sem gátu stafað af lögreglunni. Lög- reglan kom síðan, handbók bændurna og föður Joaquim einnig fyrir að „æsa til uppþots". Múgur og margmenni flykktist að lögreglustöðinni og lögreglu- stjórinn var neyddur til að láta fanga sína lausa. Ári síðar tókst bændunum að fá formlega viður- kenningu á upptöku landsins. Prestarnir héldu þó áfram: þeir gáfu bændunum hóll ráð um ræktun og söfnuðu matvælum fyrir þá meðan á byrjunarerfíð- leikum stóð. En starfsmenn jarð- næðisstofnunar ríkisins, INCRA, sem fyrr var nefnd reyndu að andæfa þessu starfí, gengu um og reyndu að gera upptæka upplýs- ingabæklinga frá prestunum sem þeir kölluðu „kommúnistaá- róður“. Alþýðuhreyfingar og Biblían Faðir Joaquim hefur aldrei gef- ist upp. Hann hefur m.a. gengist fyrir stofnun mannréttindasam- taka, sem afhjúpa allskonar yfir- gang af hálfu yfirvaldsins. Hann hefur haft forgöngu um að skapa heilsugæsluhreyfingu í sínum sveitum, sem hefur þegar upp- frætt um 20 „berfætta lækna“ til að bæta úr neyð. Og í sambandi við önnur átök um upptöku lands hefur hann aðstoðað við að koma á fót samyrkjubúi fimmtán fjöl- skyldna, sem vinna saman og skipta afrakstrinum jafnt. „Al- þýðuhreyfíngar spretta nú upp allstaðar þar sem áður ríkti upp- gjöf og sinnuleysi" segir hann. Biblían er helstur andlegur aflgjafi föður Joaquims og sókn- arbarna hans. Hann segir: „Við uppgötvum Biblíuna upp á nýtt sem boðskap um frelsun. Mikill hluti Biblíunnar fjallar um fólk í leit að fyrirheitna landinu og guð leiðir það að lokum til Palestínu þar sem það sest að og ræktar landið í sameiningu. Við ræðum um hin miklu þemu Bib- líunnar út frá baráttunni um landið, sem hér í Brasilíu snýst einatt upp í einskonar borgara- stríð“. Tvískipting Fordæmingu Vatíkansins á frelsunarguðfræðinni er stefnt gegn prestum eins og séra Joaqu- im og starfi þeirra að félags- málum. En Joaquim van Leeuw- en telur, að ekki verði auðvelt að kveða niður þá hreyfíngu sem hann er hluti af: „Kirkjan í allri Brasilíu hefur kosið sér þann hlut að vernda hina fátæku. Vatíkanið getur gert starf okkar erfiðara, en kirkja al- þýðunnar hefur skotið djúpum rótum í samfélaginu á hverjum stað og það verður erfitt að leysa hana upp“, segir hinn róttæki ka- þólski prestur. Hann bætir því við, að víst séu sterk öfl, einnig innan kirkjunnar í Brasilíu, sem hallast að stjórnvöldum eða vilja helst að kirkjan hagi sér eins og hún sé yfir öll félagsleg átök hafin. Það er verulegur munur á biskups- dæmum eftir því hvort íhalds- samir menn eða framfarasinnaðir stjórna þeim. Biskupinn yfir Rio leyfir t.d. ekki að Jarðnæðis- nefnd kirkjunnar starfi í sínu um- dæmi. Á hinn bóginn fóru tveir kardínálar með Leonardo Boff frelsunarguðfræðingi í yfir- heyrslur til Rómar - og sú sam- fylgd sýnir glöggt að hugmyndir hans eiga sér mikinn hljómgrunn í Brasilíu. áb tók saman. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1984 Sunnudagur 28. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.