Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 5
Skattaleiðin Jarðarförin enn ekki farið fram Þröstur Ólafsson: Svo virðist sem stjórnmálamennirnir hafi aldrei litið á þessa samningaleið sem raunverulegan valkost Þröstur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar hefur starfað í samninga- nefnd Verkamannasam- bandsins í þessarri samn- ingalotu. Við leituðum álits hans á stöðunni í dag og möguleika svonefndrar skattaleiðar í samningamál- unum. - Hugmyndin að skattaleið- inni varð til eftir að við höfðum staðið í árangurslausum við- ræðum við VSÍ um háar prósent- uhækkanir í 4 vikur. Við höfum fengið að heyra það mjög ótæpi- lega að það skipti í rauninni ekki máli hvaða launahækkanir yrði samið um, þær yrðu allar teknar til baka með gengisfellingu. Sjá- varútvegurinn er rekinn með þeim hætt um þessar mundir að stór hluti fyrirtækja er illa stadd- ur og þolir ekki verulega inn- lenda kostnaðaraukningu. Við gerðum okkur fljótlega grein fyrir því að þær kauphækkanir, sem lentu á fiskinum, yrðu teknar til baka, og leituðum því að hug- myndum sem kæmu okkur fram- hjá þessu skeri. Það er ekki keppikefli okkar að ná fram ein- hverjum sálfræðilegum prósent- um, sem enginn kaupmáttur liggur bakvið, og ýta aftur undir þá þróun sem var hér á síð- astliðnum áratug með miklum sveiflum í verðlagi og gengi, sem ég held að engan langi til að fá aftur. Þó að það brothætta jafnvægi sem tekist hefur að ná hafi að verulegu leyti fengist með fóm- um frá launafólki, þá held ég að ef menn komast ekki út úr þess- um samningum nú, öðruvísi en með því að taka nýja dýfu, þá verði það bara aftur tekið af fólki. Það kemur dagur eftir þennan dag, en ég tel ekki að verkalýðshreyfingin hafi pólitískt vald við ríkjandi aðstæður til þess að breyta launa- og tekjuhlutfalli í þjóðfélaginu í náinni framtíð. Við leituðum því í fyrstu að leið til þess að negla stjórnvöld það mikið niður að þau gætu ekki tekið þær kauphækkanir sem um semdist aftur með gengisfellingu og hækkuðu verðlagi. Við settum því fram skilyrði um að gengi yrði ekki lækkað, verðlag á opinberri þjónustu ekki hækkað, skattarnir yrðu annað hvort lækkaðir eða látnir standa í stað, vísitölubind- ing losuð af lánum, vextir lækk- aðir og að fólki sem ekki ætti húsnæði yrði gert kleift að koma sér þak yfir höfuðið, fyrst og fremst með eflingu byggingar- sjóðs verkamanna. Ef hægt væri að búa til slíkan feril út næsta samningstímabil gætum við sætt okkur við hóflegri launahækkan- ir. Síðan vildum við að á samn- ingnum væri endurskoðunar- ákvæði, án þess þó að gamla vísi- tölukerfið yrði endurvakið. Þetta var hugmyndin að svokallaðri skattaleið, sem síðan þróaðist æ meira yfir í form beinna skatta- lækkana. Hugmynd þessi fékk misiafnar undirtektir bæði innan ASÍ og BSRB, meðal annars vegna þess að hún var aldrei skoðuð í botn. - Nú virðist sem þessi hug- mynd sé úr sögunni. Hvað var það sem gerði út um hana? - Ég mundi ekki segja að hug- myndin væri alveg dottin uppfyr- ir, því hvorki Verkamannasam- bandið, Landsamband iðnverka- fólks eða önnur Alþýðusam- bandsfélög né vinnuveitendur Frá hlnum sögulega Dagsbrúnarfundl í mars fyrr á þessu árl, sem var haldlnn I Austurbœjarbfól. hafa jarðsett hana enn, jarðaför- in hefur ekki farið fram enn, þótt segja megi að sjúklingurinn sé mjög hrjáður af hitasótt. Það sem olli því að menn fóru að leita annarra leiða var fyrst og fremst samningur Reykjavíkur- borgar, þar sem borgarstjórinn í Reykjavík gerði samning sem gengur þvert á þessa hugmynd með fullri vitund ýmissa þeirra manna sem mestu ráða í þjóðfé- laginu. Þá fóru menn að draga það alvarlega í efa að ríkisstjóm- inni væri full alvara með þessum hugmyndum. Eftir þessa samn- inga og síðan prentarasamninga, sem gerðir voru að kröfu Morg- unblaðsins og DV, fannst mönnum eins og stjórnmála- mönnunum væri ekki alvara með þessu, þeir vildu heldur leysa málin eftir gömlu leiðinni. - Er ekki óhjákvæmilegt að bakslag komi, þegar verðbólgan er skrúfuð jafn hastarlega niður með einhliða kjaraskerðingu hjá launafólki? - Það má segja að aðferðir ríkisstjómarinnar hafi verið mjög einhliða, og hún gerði ekkert til þess að draga úr því misgengi sem verðbólgutíminn hafði leitt yfir okkur. Á meðan ríkisstjómin tekur ekki á þeim strúktúrvanda- málum í fjárfestingu, sem halda áfram að skekkja launahlutföll og tekjuskiptingu í þjóðfélaginu, kemst ekki hér á varanlegt eða stöðugt ástand. Þó að menn séu kannski svolítið feimmr við að slátra alveg þessu veika jafnvægi sem hér hefur ríkt að undan- fömu, þá er tómt mál að tala um að hér skapist varanlegur stöðug- leiki nema mönnum takist að rétta af þá gífurlegu skekkju sem komin er í hagkerfið og grund- vallarstrúktúr þess. Þótt sjávar- útvegurinn eigi þar stóran hlut, þá er fjarri því að hann sé eina vandamálið. Dæmi um óarðbæra fjárfestingu, sem launafólk er endanlega látið standa undir, sjáum við í þeirri sóun, sem við- gengist hefur í þjónustukerfinu, t.d. í öllum bankaútibúunum, sem tæplega væri hægt að reka í stöðugu efnahagsástandi. Þegar óarðbærar fjárfestingar skila ekki þeim arði sem dugar til að greiða til baka erlend fjárfestingalán er byrðinni varpað yfir á launþega með gengisfellingu. Þannig er launafólk enn í dag að greiða nið- ur óarðbærar fjárfestingar verð- bólguáranna. í þjóðfélagi eins og okkar er það reynslan að launþegar fá að borga brúsann nema þeir hafi þeim mun sterkari pólitísk ítök. Meðan það hagkerfi sem við búum við gengur sam- kvæmt lögmáli fjármagnsins stendur það yfirleitt alltaf uppi að lokum sem sigurvegari. -ólg Aldrei meira úrval af brauði — 15 nýjar tegundir 30% ódýrari en annarsstaðar Bakaríið KRINGLAN Starmýri 2 Skólavörðustíg 2 Opnunartími: 8 - 6 virka daga kl. 8-4 laugardaga kl 9 - 4 sunnudaga kl. 8-6 virka daga kl. 9 - 4 um helgar Sunnudagur 28. október 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.