Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 18
BRIDGE
Iðnaðarbankínn
Auglýsing
frá Iðnaðarbanka íslands hf. um vexti og verðbótaþátt
af inn- og útlánum.
Með tilvísun til auglýsingar Seðlabanka íslands um
vexti og verðtryggingu sparifjár og lánsfjár o.fl. dags.
2. ágúst 1984, er birtist í Lögbirtingablaði nr. 77 hinn
10. ágúst 1984, hefur Iðnaðarbanki íslands hf. ákveð-
ið vexti og verðbótaþátt af inn- og útlánum við bank-
ann. Grunn- Verðbóta- Vextir
vextir þáttur alls
á ári á ári á ári
I. Innlán:
1. Sparisjóösbækur') 5,0% 12,0% 17,0%
2. Sparisj.reikn. m. 3jamán. upps. 2> ... 8,0% 12,0% 20,0%
3. Sparisj.reikn. m. 6 mán. upps. 11,0% 12,0% 23,0%
4. Sparisj.reikn. m. 6 mán. upps. og
og3,0% bónus2)31 14,0% 12,0% 26,0% (*
5. Verötr. reikn. m. 3ja mán. upps 2,0%
6. Verötr. reikn. m. 6 mán. upps. 2> 3,5% (*
7. Verðtr. reikn. m. 6 mán. upps.
Og3,0% bónus2)3) 6,5% (*
8. IB-reikningar4) .. 8-11,0% 12,0% 20-23,0%
9. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a) innstæöuríBandaríkjadollurum .. 9,5%
b) innstæðurísterlingspundum 9,5%
cj innstæðurív-þýskummörkum .... 4,0%
d) innstæður í dönskum krónum 9,5%
10. Ávísana-oghlaupareikningur5) 12,0% 12,0%
11. Sérstakar veröbætur af verötryggöum reikn-
ingum eru 1,0% á mánuði.
II. Útlán:
1. Forvextirvíxla 12,0% 12,0% 24,0%
2. Yfirdráttarlán á hlaupareikn. 6> 14,0% 12,0% 26,0%
3. Afurðalán, endurseljanleg ’> 6,0% 12,0% 18,0%
4. Almennskuldabréfalán 14,0% 12,0% 26,0%
5. Lán með verðtryggingu m.v. lánskjaravísitölu:
a) lánstími allt að 2'h ár 7% (*
b) lánstími lengri en 2'h ár 8% (*
1) SamkvaBmt ákvörðun Seðlabanka Islands á hverjum tíma.
2) Vextir reiknast tvisvar á ári.
3) Bónus greiðist til viðbótar vöxtum á alla 6. mán. reikninga sem ekki er tekið
útaf þegar innstæöa er laus og reiknast bónusinn tvisvar á ári, í júlí og
janúar.
4) Vextir verða alls 20,0% á ári á IB-reikninga 3ja-5 mánaða sparnað, en
23,0% á ári ef um lengri sparnað er að ræða.
5) Vextir reiknast af lægstu stöðu á hverjum 10 dögum.
6) Grunnvextir reiknast af heimild mánaðarlega fyrirfram, en verðbótaþáttur
reiknast af skuld mánaðarlega eftir á.
Iðnaðarbanki íslands hf. vill vekja sérstaka athygli
viðskiptamanna sinna á því, að bankinn mun ekki taka
hærri vexti af skuldabréfum, sem honum hafa verið
falin til innheimtu og gefin hafa verið út fyrir 11. ágúst
1984, en þá sem Seðlabanki íslands ákveður á hverj-
um tíma.
Framangreind ákvörðun um vexti tekur gildi frá og
með 27. október 1984.
Auglýsing Iðnaðarbanka íslands hf. um vpxti og verð-
bótaþátt af inn- og útlánum frá 24. september 1984
fellur jafnframt úr gildi.
Þeir liðir, sem breyst hafa frá síðustu vaxtaákvörðun
eru auðkenndar með *.
Framangreind ákvæði eru breytanleg án fyrirvara skv.
ákvörðun Iðnaðarbanka íslands hf.
Reykjavík, 23. október 1984.
Hjúkrunarfræðingur
Sjúkrahúsið á Patreksfirði óskar eftir hjúkrunarfræð-
ingi til starfa frá 1.12. ’84 eða eftir nánara samkomu-
lagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 94-
1110 eða 94-1386.
1X2 1X2 1X2
8. leikvika - leikir 13. okt. 1984
Vinningsröð:
2X1 - X22-1 21 -1 1 1
1. vinningur: 12 réttir - kr. 337.880,-
54739(4/11)+
2. vinningur: 11 réttir - kr. 2.496,-
1491 15877 39671+ 44702+ 54737+ 87485 54010(2/11) +
3001 36399+ 40118 49961 54740+ 88958 85531(2/11)
5412 36767 41329 49962 55014 89619 Úr 7. viku:
9267 37288 41334 52052 55015 92141 +
9693 37309 41612 52100 55070 92366+ 49329
12127 37821 42274+ 52495 56618 92382+ 54160+
12238 39077 42981 53890 86887 163389
13305 39215+ 42982 54736+ 86895 163619
Kærufrestur er til 5. nóvember 1984 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstof-
unni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða
teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
Gróska í bridgelífi
Bridgelíf hefur verið með
fjörugra móti síðustu dagana.
Haldin hafa verið þó nokkur
mót, þ.á.m. tvö íslandsmót.
Landsliðið sem er farið til USA
til keppni á OL 1984 í sveita-
keppni er þannig skipað: Björn
Eysteinsson, Guðlaugur R. Jó-
hannsson, Guðmundur Sv. Her-
mannsson, Jón Ásbjörnsson,
Símon Símonarson og Orn Arn-
þórsson. Fyrirliði án spila-
mennsku er Björn Theodórsson,
forseti Bridgesambandsins.
íslandsmót kvenna var haldið í
september. 20 pör tóku þátt í
mótinu. Sigurvegarar urðu þær
Ingibjörg Halldórsdóttir og Sig-
ríður Pálsdóttir með 180 stig. í 2.
sæti urðu Esther Jakobsdóttir og
Valgerður Kristjónsdóttir með
115 stig og í 3. sæti urðu Dröfn
Guðmundsdóttir og Erla Sigur-
jónsdóttir með 103 stig.
íslandsmót í parakeppni
(blönduðum flokki) var haldið í
október og tóku 22 pör þátt í mót-
inu. Sigurvegarar urðu þaU Est-
her Jakobsdóttir og Sigurður
Sverrissn með 135 stig. í 2. sæti
komu svo íslandsmeistarar fyrra
árs, þau Ingibjörg Halldórsdóttir
og Sigvaldi Porsteinsson með 109
stig og í 3. sæti urðu Dröfn
Guðmundsdóttir og Ásgeir P.
Ásbjörnsson með 103 stig. í 4.
sæti urðu Valgerður Kristjóns-
dóttir og Björn Theodórsson og í
5. sæti Halla Bergþórsdóttir og
Jóhann Jónsson.
Opið mót á vegum BSÍ-
Flugleiða og Samvinnuferða/
Landsýnar til styrktar landsliði
íslands v/USA farar, var haldið í
Tónabæ um mánaðarmótin síð-
ustu. 45 pör tóku þátt í mótinu.
Efstir og jafnir urðu Guðmundur
Páll Arnarson og Þórarinn Sig-
þórsson og Jón Baldursson og
Sigurður Sverrisson. Peir fyrr-
nefndu töldust sigurvegarar skv.
reglugerð. í 3. sætu urðu svo Jón
Páll Sigurjónsson og Sigfús Örn
Árnason. Þessi pör unnu sér til
utanlandsferða, en fyrir sigur í
þessu móti fékk efsta parið far-
miða á OL í USA til Seattle.
Mótið tókst í alla staði mjög vel,
en þátttaka hefði mátt vera meiri.
I Bikarkeppni Bridgesam-
bandsins spiluðu til úrslita sveitir
Úrvals og Þórarins Sigþórssonar.
Sveit Úrvals sigraði eftir jafnan
og spennandi leik. í sigur-
sveitinni spiluðu: Ásmundur
Pálsson, Guðlaugur R. Jóhanns-
son, Hjalti Elíasson, Karl Sigur-
bjartarson og Örn Amþórsson.
í sveit Þórarins spiluðu, auk
hans: Guðmundur Páll Arnarson
og Björn Eysteinsson og Guð-
mundur Sv. Hermannsson.
í 3-4. sæti (undanúrslitum)
voru svo sveitir Vilhjálms Þ. Páls-
sonar Selfossi og sveit
Samvinnuferða/Landsýn.
Vestfjarðamót í tvímenning-
skeppni var haldið í september.
22 pör tóku þátt í mótinu sem
haldið var á Bolungarvík. Sigur-
vegarar urðu Arnar Geir Hin-
riksson og Einar Valur Kristjáns-
son frá ísafirði, eftir harða
keppni við þá Hermann Erlings-
son og Júlíus Sigurjónsson, bráð-
efnilega unga pilta frá Bolungar-
vík (Hermann er raunar ættaður
frá Hornafirði).
Þetta eru helstu úrslitin í
mótum sem haldin hafa verið á
vegum Bridgesambands íslands
(eða að tilhlutan þess og með að-
stoð) í byrjun keppnistímabils-
ins.
Skráning er þegar hafin og geta
forráðamenn fyrirtækja sem
áhuga hafa á nánari upplýsingum
haft samband við Ólaf Lárusson á
skrifstofu BSÍ í s: 18350 eða
heima s:16538.
Áríðandi er að spilarar láti skrá
sveitir í tíma þannig að hægt sé að
skipuleggja áframhaldið. Vonast
er til að ná saman 30 sveitum eða
svo.
Heimilt er að tvö fyrirtæki slái
sér saman til þátttöku, til að
auðvelda myndun sveita og einn-
ig að hvert fyrirtæki má senda
fleiri en eina sveit sé þess óskað.
Íslandsmótí
einmenning/
Firmakeppni
Bridgesambands
íslands 1984
Bridgesamband fslands hefur
sett af stað mikla herferð í því
skyni að safna firmum til þátt-
töku í Firmakeppni BSÍ 1984,
sem jafnframt yrði íslandsmót í
einmenningskeppni (með gamla
laginu).
Útbúinn hefur verið smá pistill
sem dreift verður í öll félögin á
landinu þessa dagana (hvernig er
með þetta verkfall?) og er megin-
þemað að hver spilari komi með
eitt Firma/Stofnun hver og til-
kynni það til Bridgesambands ís-
lands co/Ólafur Lárusson í nóv-
ember. Þátttökugjald erfrjálst en
viðmiðunargjald er kr. 3.600 pr.
stofnun/fyrirtæki, sem greiðist
eftir áramót.
Hér með er skorað á bridge-
fólk að gera þessa keppni að
veruleika, en meginhluti þess fjár
sem inn mun koma mun renna til
húsakaupssjóðs BSÍ og félaganna
í Rvk.
Eftir verkfall
Þátturinn minnir blaðafulltrúa
félaganna á að senda inn fréttir af
starfssemi félaganna frá
haustbyrjun eftir að verkfalli lýk-
ur. Nauðsynlegt er að hafa allar
fréttir stuttorðar og gagnorðar.
Eftir verkfall verður miðviku-
dagsþátturinn tekinn upp að nýju
og eru lesendur beðnir að minn-
ast þess í framtíðinni. Eftir sem
áður verður einnig helgarþáttur,
svo sem verið hefur síðustu 8 ár
(eða svo).
BORGARSPITALINN
LAUSAR STÖDUR
Staða deildarstjóra á skurðlækningadeild er laus
til umsóknar frá og með 1. desember 1984. Umsókn-
arfrestur ertil 10. nóv. 1984.
Staða hjúkrunarfræðings á dagdeild geðdeildar
Borgarspítalans v/Eiríksgötu (Templarahöll). Geð-
hjúkrunarmenntun áskilin.
Lausar stöður hjúkrunarfræðinga á:
skurðlækningadeildum A-3, A-4 og A-5
skurðdeild
geðdeild A-2
lyflækningadeildum A-6 og E-6
hjúkrunar- og endurhæfingadeild Grensás
hjúkrunar- og endurhæfingardeild
Heilsuverndarstöð v/Barónsst.
geðdeild í Arnarholti Kjalarnesi
öldrunardeild B-5 og B-6.
Lausar stöður sjúkraliða á ýmsum deildum Borgar-
spítalans. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrun-
arforstjóra í síma 81200 kl. 11-12.
Læknafulltrúi og læknaritari óskast til starfa á Lyf-
lækningadeild Borgarspítalans sem allra fyrst. Um er
að ræða heilsdagsstörf. Starfsreynslaæskileg og góð
vélritunarkunnátta áskilin. Umsækjendur um starfið
hafi samband við núverandi læknafulltrúa á lyflækn-
ingadeild, sími 81200-250, kl. 8-16 virka daga, sem
veita mun upplýsingar um störf þessi.
Reykjavík, 28. okt. 1984.
Borgarspítallnn.
BORGARSTJÓRINN |fl
í REYKJAVÍK ”r
LAUS STAÐA
Fyrirtœkja-
keppni í bridge
Bridgesamband íslands í sam-
vinnu við Bridgefélag Reykjavík-
ur gangast fyrir fyrirtækjakeppni/
stofnanakeppni í nóvember.
Áætlað er að sú keppni hefjist
fimmtudaginn 1. nóvember (gæti
dregist fram að miðvikudeginum
7. nóvember) og standi yfir í 3
kvöld.
Staða aðstoðarframkvæmdastjóra Borgarspítala er
laus til umsóknar. Um er að ræða áhugavert og lifandi
starf. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun auk
starfsreynslu. Reynsla í stjórnunarstörfum æskileg.
Laun skv. kjarasamningum borgarstarfsmanna.
Upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Borg-
arspítalans. Umsóknir skulu sendar undirrituðum fyrir
15. nóv. nk.
Reykjavík 28. okt. 1984.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN