Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 8
Ég nenm nefnilega ekkert að baka RABBAÐ VIÐ JÚLÍÖNU BJARNADÓTTUR, SEM UNNIÐ HEFUR í 40 ÁR Á VÍFILSSTÖÐUM Júlíana Bjarnadóttir: Þarna var sama fólkið á staðnum árum saman, bæði sjúklingar og starfs- fólk, og þetta varð allt eins og eitt stórt heimili. Hér áður fyrr var það al- gengttil sveita, aðfólkvann áratugum saman hjá sömu húsbændunum. Jafnvel þótt því byðust annarsstaðar betri efnahagsleg kjör, vildi það ekki hafavistaskipti. Það var samgróið heimilinu og jafnvel því landi, sem það gekk um við dagleg störf. Þetta fólk finnst nú vart lengur, a.m.k. ekki í neinni líkingu við það, sem áður var. Því valda öðru fremur breyttir atvinnuhættir. Og þó er það ennþá til, meira að segja hér í þéttbýlinu á suðvestur- horninu. Eins og t.d. hún Júlíana Bjarnadóttir, sem býr uppi á átt- undu hæð í Fannborg 1 í Kópa- vogi. Þar hefur hún frábærlega fagurt útsýni til allra átta. Það er mikil guðsgjöf í borg, þar sem fæstir sjá annað en þungbúna steinkassa renni þeir augum í átt að glugga: Júlíana Bjarnadóttir hefur unnið á Vífilsstöðum s.l. 40 ár. Og af því tilefni efndu nokkrir vinir henar og vandamenn til fagnaðar með henni í Sóknar- salnum nú fyrir nokkru. Svo gerðist það eitt kvöldið íverkfaM- inu, að undirritaður var staddur hjá Júlíönu þarna uppi á áttunda himni. Sú heimsókn leiddi af sér rabb, sem að nokkru leyti var fest á blað, og fer hér á eftir. Vestur-Húnvetningur - Ert þú Reykvíkingur, Júlí- ana? - Nei, það er ég nú reyndar ekki þótt ég hafi drjúgan hluta ævinnar átt heima í nánd við Reykjavík. Ég er Vestur- Húnvetningur. Fædd á Hvamms- tanga en uppalin frammi í Mið- firði. Foreldrar mínir fluttu til Keflavíkur þegar ég var barn að aldri. Ég varð eftir fyrir norðan og ólst upp hjá Guðmundi Jón- assyni, þáverandi bónda á Svarð- bæli í Miðfirði. Við Bjöm Berg- mann, sem síðar bjó á Svarðbæli, vorum uppeldissystkini. Nyrðra dvaldist ég fram um tvítugt og síðar reyndar eitthvað á hverju sumri fyrst eftir að ég fluttist hingað suður. - Hvert lá svo leiðin úr Mið- firðinum? - Ég fluttist til Reykjavíkur um 1940 og var þá komin með mann og tvö böm. Eiginmaður minn hét Jóhann Jónsson. Þegar til Reykjavíkur kom réðist Jóhann í bretavinnu en bretinn var þá um- svifamesti vinnuveitandinn hér. Svo vann hann einnig nokkuð hjá hitaveitunni. Annars var Jóhann bakari að iðn en stundaði það starf ekki neitt. í Vifilsstaði Svo buðust okkur báðum störf á Vífilsstöðum og tókum þeim. Fluttum þangað 15. september 1944. Bróðir Jóhanns var þásjúk- lingur á Vífilsstöðum og hefur það líklega átt sinn þátt í því, að við brugðum á þetta ráð. Auk þess vorum við húsnæðislaus hér í borginni um þessar mundir en það stóð okkur til boða á Vífils- stöðum. Jóhann vann þarna að ýmsu, sem gera þurfti bæði utan húss og innan en ég gekk vaktir innan hælisins. Eitt stórt heimili - Þegar ég byrjaði að vinna á Vífilsstöðum var vinnuaðstaðan ákaflega slæm miðað við það, sem hún er orðin nú. Það vom t.d. engar lyftur í húsinu. Maður varð að bera sjúklinga, sem ekki vom rólfærir, upp og niður stig- ana, ef flytja þurfti þá milli hæða. Þá vom eingöngu berklasjúk- lingar á Vífilsstöðum, en berkl- arnir voru þá í algleymingi. Það komu jafnvel heilu fjölskyldurn- ar á hælið. Sumir læknuðust, aðr- ir ekki, eins og gengur. Svo komu berklalyfin og þau ollu hreinni byltingu. Við, sem heilbrigð vor- um fögnuðum þeim mikið, hvað þá sjúklingarnir, sem nú öðluðust nýja von. - Hver var yfirlæknir á Vífils- stöðum þegar þú byrjaðir að vinna þar? - Það var nú Helgi Ingvarsson, sá mikli indælis maður og yfir- hjúkrunarkona var frú Anna Ól- afsdóttir Johnsen. Nú er Hrafnkell Helgason yfirlæknir, ágætis maður. Já, maður finnur það núna eftirá, hvað þetta var stundum erfitt. En aðstæður voru nú einu sinni svona og maður tók þeim bara sem sjálfsögðum hlut, starf- ið útheimti þetta. Þarna var sama fólkið á staðnum ámm saman, bæði sjúklingar og starfsfólk, og þetta varð allt eins og eitt stórt heimili. Þrjór deildir - Nú em Vífilsstaðir ekki lengur berklahæli? - Nei, þegar berklarnir fóru að fjara út tóku að koma sjúklingar af Landsspítalanum. Þá breyttist reksturinn og Vífilsstaðir urðu meira almennt sjúkrahús. Þetta er allt orðið meira sérgreint. Nú eru reknar þarna þrjár deildir. Það em ellideild, lungnasjúk- dómadeild og húðsjúkdóma- deild. - Og við hvaða deild vinnur þú? -Ég vinn við ellideildina. Þar er nú meðalaldur vistmanna ansi hár. Ætli hann sé ekki svona 94- 95 ár. Elst er Jenný Guðmunds- dóttir, sú, sem Ómar tyllti sér á rúmstokkinn hjá í vetur. Hún er nú bara 105 ára. íslendingar em alltaf að ná hærri og hærri aldri. Meiri hlutinn af þessu fólki er nátúrlega út úr heiminum þótt sumt af því hafi ferlisvist. „Margt var sér til gamans gert“ - Þetta var eins og eitt stórt heimili, sagðirðu. Hvað gerði fólk sér helst til dægrastyttingar á þessu stóra heimili, þar sem dauðinn lá þó í leyni fyrir svo mörgum? - Jú, eins og ég sagði áðan, þá vom ýmsir þarna árum saman. Sumir, sem upphaflega komu sem sjúklingar, flentust þarna og fóru að vinna við hælið þegar þeir fnskuðust. Og það var vissulega margt sér til gamans gert, eins og þar stendur. Félagslíf var mjög mikið og fjölbreytt og ákaflega skemmtilegt, þrátt fyrir alla skuggana, sem á bár. Það var spilað og teflt og sjúklingarnir héldu leiksýningar. Vífilsstaðir vom, á fyrri ámm mínum þar, langt uppi í sveit en ýmsir skemmtikraftar komu úr bænum og skemmtu sjúklingum og starfsfólki án þess að taka eyri fyrir, þótt nú sé orðið minna um það. Sjúklingarnir reyndu að njóta stundarinnar. Þeir lifðu fyrir daginn í dag og nutu þess að vera til á meðan stundaglasið leyfði. Þetta er sjálfsagt eitthvað líkt því, sem gerist með hermenn, sem em að leggja til orrustu og vita ekki hvort þeir muni lifa af næsta dag. Þeir reyna að njóta lífsins í sem ríkustum mæli áður en haldið er á hólmgönguvöllinn. En félags- og skemmtanalífið hefur minnkað síðan reksturinn varsérgreindurog, sem beturfer, er líka færra um ungt fólk meðal sjúklinganna en áður var. Góður vinnustaður - Svo við víkjum nú að öðm, hvernig húsnæði fenguð þið á Vífilsstöðum? - Bara gott. Það var a.m.k. mikill munur eða vera á götunni í Reykjavík. Fyrstu 15 árin bjugg- um við uppi á háaloft á spítalan- um. Okkur leið þar vel þó að þröngt væri en maður var nú ekki að hugsa um neinar glæsihallir í þá daga. Sumir sögðu að drauga- gangur væri þarna á loftinu, en aldrei angruðu þeir okkur a.m.k. - Nú ert þú búin að starfa á Vífilsstöðum í 40 ár. Hefur aldrei hvarflað að þér að skipta um starf og vinnustað? - Jú, ekki get ég nú þvertekið fyrir það. Ég hef meira að segja stundum sagt að ég sé búin að vera þarna 30 ámm of lengi. Það hefði auðvitað verið meiri til- breyting í því að ganga í fleiri verk, kynnast fleira en þessum störfum. En ég bjó nú þarna með nokkuð stórri fjölskyldu og fyrir vikið var erfiðara að flytja en ef ég hefði verið ein. En þetta er mjög góður vinnustaður og starfsandi hefur alltaf verið góð- ur. Það er ekki lítils virði, annars væri ég líka farin. Ég hef eignast þarna mikinn fjölda ágætis kunn- ingja og vina, sem nú eru dreifðir um allt land. Oft er ég að rekast á fólk, sem þekkir mig þótt ég komi því ekki fyrir mig í svipinn. Þetta eru þá gamlir „félagar" frá Vífils- stöðum. - Og nú ert þú búin að vinna á Vífilsstöðum í 40 ár. Ætlarðu kannski að halda því eitthvað áfram? - Já, ég hef hugsað mér að vinna þar næstu 32 mánuði, ef heilsan leyfir. Þá verð ég orðin 67 ára og er maður þá ekki orðinn löggilt gamalmenni? Ég tala hér um mánuði af því að mér finnst það skemmtilegra en að nefna ár. Annars vinn ég nú ekki orðið lengur en þrjá fjórðu úr vinnu- degi. Kannski verður maður líka látinn hætta. Albert er víst að spara. Dauðinn fylgir lífinu - Segðu mér eitt, Júlíana. Hef- ur þér aldrei fundist erfitt að búa svona í einskonar sambýli við dauðann? - Jú, ekki get ég nú neitað því. Það hefur oft verið sárt að sjá á eftir fólki í blóma lífsins og þar voru berklarnir aðsópsmiklir. En stundum hefur maður líka verið feginn, þegar vonlausri baráttu lauk. Og það er nú einu sinni svo, að dauðinn fylgir lífinu og ein- hvern veginn venst maður þessu. Flutt í Fannborg - Og nú ert þú flutt frá Vífils- stöðum þótt þú vinnir þar enn. Hvað er langt síðan það gerðist? -Það em 5 ár. Þá fluttum við hér í Fannborgina. Maðurinn minn dó einu ári seinna og síðan hef ég búið hér ein. Þetta er ynd- islegur staður, eða sýnist þér það ekki þegar þú lítur hér út um gluggana? Hér hefur maður fyrir augunum allan ramma borgar- innar, ef svo má að orði komast. Og ég er ekki að lasta þéttbýlið hér þótt ég segi að mér finnst ramminn mikið fallegri en mynd- in, sem hann umlykur. Margt starfsfólk á Vífilsstöð- um býr nú hér í þéttbýlinu, önd- vert því, sem áður var. Það em aðallega hjúkrunarfræðingar, sem búa uppfrá, ungt fólk, sem er að brjótast í að byggja og fær þama ódýrt húsnæði á meðan á því stríði stendur. - Og svo minntustu 40 ára starfsaftnælisins í Sóknarsalnum á dögunum. - Eg hafði nú hvorki veg né vanda af því. Það voru börnin mín, sem stóðu fyrir því. Og ég vil að þú þakkir þeim fyrir þá hugul- semi. Þama vom um 50 manns og hófið í alla staði mjög ánægju- legt. Ég hefði aldrei tekið mig fram um þetta sjálf. Ég nenni nefnilega ekkert að baka. -mhg 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.