Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Blaðsíða 20
Ómar á Litla Hrauni Félag frjálshyggjumanna hef- ur kært starfsmenn ríkisút- varpsins fyrir að fella niður út- sendingar og krafist allt að þriggja ára fangelsisdómi yfir þeim. Einn af þeim ákærðu er Ómar Ragnarsson. Nái kraf- an fram að ganga segja ábyrgðarlausir menn að Litla- Hraun verði vinsælasti skemmtistaður landsins. ■ Gunnlaugur rekinn Flogið hefur fyrir að stjórn Grænmetisverslunar ríkisins hafi farið fram á það við Gunn- laug Björnsson forstjóra stofnunarinnar að hann segði vinsamlegast upp. Þannig mun eiga að gera hann að blóraböggli fyrir alla óánægj- una með skemmdar kartöflur í ár. ■ Boð og bönn Nokkru fyrir verkfall dreifðu BSRB-félagar plakati á vinnu- staði með myndum af starfs- mönnum úr ýmsum starfs- greinum og upplýsingum um laun þeirra. Kennarar í Hóla- brekkuskóla festu það upp á kennarastofunni. Þar er skólastjórinn eins og kunnugt er Sigurjón Fjeldsted, borg- arfulltrúi íhaldsins. Hann reif það niður og bannaði kennur- um „að hengja áróður frá BSRB á kennarastofunni". í ræðum sínum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafði Sigurjón það hins vegar mjög á orði að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins vildu boð og bönn á sem flestum svið- um. ■ Brennivín i þjóðbraut í vikunni brutust þyrstir Skagamenn inn í áfengis- verslunina á Akranesi og stálu þaðan slatta af brenni- víni og munu þeir ekki hafa fundist enn þrátt fyrir leit lög- reglunnar. Gatan sem áfeng- isútsalan á Skaga stendur við heitir Þjóðbraut og ætti þetta að kenna ráðamönnum að hafa vín eða aðrar freistingar ekki í þjóðbraut. ■ Hótanir og ógnanir Ragnhildur Helgadóttir skirr- ist ekki við að beita hótunum til að ná sínu framgengt. Til dæmis hafði Bandalag Kennarafélaga samþykkt mótmælaályktun gegn tiltekn- um ummælum Ragnhildar Helgadóttur sem mátti skilja þannig að hún teldi að kenn- urum bæru ekki kjarabætur nema þá aðeins að menntun þeirra yrði bætt! Þessi ályktun var send ráðherranum en líka ríkisútvarpinu. Ekki hafði ráð- herra fyrr fengið bréfið í hend- urnar en hún sá að hér var kominn möguleiki á að kenn- arar veittu henni álíka útreið og Albert Guðmundssyni áður. Hún hafði því engin um- svif, heldur hringdi rakleiðis í forystumann í stjórn BK og samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hótaði hún samtökun- um að yrði ályktunin lesin í útvarpinu, þá myndi hún hætta við að leggja fram f rum- varp um löggildingu á starfs- heitinu „kennari". En það er kennurum mikið kappsmál. Hótanir og ógnanir eru því bersýnilega á færi fleiri ráð- herra en aumingja Berta skerta... ■ Steingrímur Þríhross í gær birtu BSRB-tíðindi tvær tilvitnanir í ramma hlið við hlið á forsíðu blaðsins. Önnur var tilvitnun í Steingrím Her- mannsson í viðtali við Morg- unblaðið 23. okt. en hin var tilvitnun í Pétur Pálsson Þrí- hross í Húsi skáldsins eftir Halldór Laxness. Sú fyrri er svona: „Þeir sem vilja gera svona samninga hljóta annað hvort að vilja verðbólgu eða telja sig ekki þurfa að hugsa um undir- stöðuatvinnuveginn." Hin síðari er svona: „Ef þú heldur að nútíminn, það sé að hafa í sig og á, þá skjátlast þér. Nútíminn, það er þegnskapur, það er að eiga ættjörð til að svelta fyrir og drukna fyrir ef atvinnuvegirnir krefjast." ■ BETRIKOSTUR Reglulegur samanburður er gerður á kjörum Hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum. Og er það stefna Samvinnubankans að Hávaxtakjör verði alltaf betri kostur en verðtryggð kjör hjá bankanum. Hækkandí vextir Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 17% í fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. Ársávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem réeðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextí r frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. Nýstárlegt fyrírkomulag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Því er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. » Obundínn • Hvert skírteini er laust til útborgunar ( fyrirvaralaust. x Auglysmgastota Emst Backman

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.