Þjóðviljinn - 10.11.1984, Side 4
LEIÐARI
Falsanir Steingríms
Þegar formenn stjórnarflokkanna birtust í
Þingsjá sjónvarpsins fyrr í vikunni sáu áhorf-
endur aö þar voru komnir bugaðir menn. Þá
skorti alla sannfæringu. Þeir stóðu á gati þegar
knúið var á um svör við spurningum um framtíð-
arstefnu ríkisstjórnarinnar. Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra fann að hann sat
uppi með slæman málstað. Vörnin fólst í því að
grípa til falsana.
Forsætisráðherrann dró upp línurit um þróun
kaupmáttar og benti á strik sem sýna átti að
nánast allt hrun kaupmáttarins hefðigerst þeg-
ar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var við völd.
Samkvæmt striki Steingríms hefði aðeins orðið
pínulítil breyting á kaupmættinum þégar hin
nýja ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins svipti kjarasamningunúm burtu
með gerræðislögunum frægu.
Það er nánast einsdæmi að ráðherra leyfi sér
slíkar blekkingar og eru íslendingar þó ýmsu
vanir úr orðaskaki stjórnmálanna. Það sýnir
best hve Steingrímurtelur málstað sinn vondan
að hann skuli grípa til þeirra ómerkilegu vinnu-
bragða sem felast í línuritafölsunum af þessu
tagi. Hann þorir ekki lengur að kannast við
kjarnann í verkum eigin stjórnar og reynir með
plati að klína óþverranum upp á Gunnar Thor-
oddsen og Alþýðubandalagið.
Fölsun Steingríms Hermannssonar er í raun
ótrúlega ómerkileg. Hann flytur fyrsta verk sinn-
ar eigin ríkisstjórnar, afnám verðbóta á laun um
22%, algerlega yfir á ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsen. Aðferðin er að draga strikið við dag-
setningu á stjórnarskiptunum og sleppa því al-
gerlega úr myndinni að ef engin stjórnarskipti
hefðu þá farið fram þá hefði kaupið hækkað um
22%. Þegar fyrsta verk ríkisstjórnar Framsókn-
arflokksins og Sjálfstæðisflokksins var að stela
þessum verðbótum með bráðabirgðalögum þá
þarf sérkennilega ósvífni til að bókfæra þann
hornstein nýju stjórnarinnar hjá fyrri valdhöfum.
Það vekur óneitanlega spurningar um hvers
vegna Steingrímur Hermannsson þorir ekki
lengur að kannast við það sem sameinaði allt
Tiið nýja ráðherralið. Hvers vegna reynir forsæt-
\ isráðherra að falsa bókhaldið?
Ástæðurnar fyrir þessum blekkingaleik eru
sjálfsagt margvíslegar. Steingrímur finnur ill-
þyrmilega fyrir fylgistapinu og hinu mikla van-
trausti sem ríkir í garð ríkisstjórnarinnar. Hann
hefur ekki manndóm til að horfast í augu við
mistök stjórnarinnar. Hann viðurkennir ekki ó-
sigurinn líktog Hermann Jónasson hafði kjarktil
að gera 1958. Þess í stað hleypur forsætisráð-
herrann eins og hræddur pottormur bak við hús-
horn og fer að benda á aðra. Líkt og óþægir
krakkar sem vita upp á sig skömmina en
hræðast refsinguna fer Steingrímur að Ijúga sök
upp á aðra. Hann kemur með falsað línurit til að
plata þjóðina. Þetta er allt Svavari að kenna.
Ekki mér. Ekki mér.
Fyrir nokkrum mánuðum var boðskapur for-
sætisráðherrans að 22% kjaraskerðingin í upp-
hafi stjórnarsamvinnunnar hafi verið nauðsyn-
leg til að ná verðbólgunni niður. Fórnin hefði að
vísu verið mikil en bent var á minnkun verðbólg-
unnar til að réttlæta kjaraskerðinguna. Þegar
öllum er Ijóst að þessi spilaborg er hrunin er
Steingrímur Hermannsson svo lítill karl að fara
að kenna Svavari Gestssyni og Alþýðubanda-
laginu um stóru kjaraskerðinguna í júní í fyrra.
Eru engin takmörk fyrir því hve djúpt forsætis-
ráðherra landsins getur sokkið?
Þjóðviljinn ráðleggur Steingrími Hermanns-
syni að halda um helgina upp til fjalla og rifja upp
karlmennsku og manndóm Hermanns Jónas-
sonar. Ættlera viljum við ekki hafa.
þiúdviuinn
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufélag'Þjóðviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphóöinsson.
Rttstiómarfulltrúl: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víöir Sigurðsson (íþróttir).
Ljóamyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson.
Otlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Auglýalngastjóri: Ragnheiður óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgroiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Sfmavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Krístjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf HúnQörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Útkeyrsla, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn:
Síöumúla 6, Reykjavfk, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verö f lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverö: 25 kr.
Áskriftarverð á mónuöi: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1984