Þjóðviljinn - 10.11.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Qupperneq 7
góða mynd af fjölskyldu sem á erfitt með að koma sér saman en þrasar mest um smámálin. Fólkið talar og talar án þess að skilja hvert annað og gerir mikið mál úr smæstu hlutum. Það er í stöðug- um lífsháska, en ástin er allt um kring. - Erfjölskyldan kannski dœmi- gerð fyrir þjóðina í heild? - Ef til vill er hún dæmigerð fyrir sjálfa þjóðarfjölskylduna. Þegar mest gekk á í þjóðfélaginu út af kjaramálum um daginn voru þingmenn að ræða saman um bjórinn eða frjálst útvarp. Það vantaði ekkert nema hundamálið í umræðuna. - Er þetta kanrtski frekar þungt verk? - Nei, síður en svo. Þetta er ákaflega glæsilegt verk hjá Ólafi og góður texti. Hann hittir nagl- ann á höfuðið og maður finnur vel að áhorfendur skemmta sér hið besta. Það er dúndur- stemmning á sýningum og fólk kannast við þetta lið. Það er verið að lýsa fólki af holdi og blóði og leikararnir eru ekkert hræddir við að láta tilfinningamar svella fram. - Var verkið alltaf hugsað sem þríleikur? - Já, Ólafur fékk upphaflega starfslaun til að semja leikritið og leikhúsið fékk síðan fyrsta hlut- ann í hendur, en dálítill dráttur varð á að hann væri tekinn til sýn- ingar. Á meðan skrifaði Ólafur annan þáttinn og okkur þótti þá upplagt að sýna þá báða saman enda bættu þeir hvor annan upp. Síðan er þriðji þátturinn kominn til sögu og jafnframt því að hann var felldur inn í verkið í haust var dálítið tekið út sem áður var. Leikritið í heild kemur út hjá Máli og menningu á næstunni. - Og þetta er epísk saga? - Það er ekki ríkjandi þessi lognmoila sem stundum er ríkj- andi í íslenskum leikritum þar sem aðalatriðið er kannski hvort verið sé að drekka einn einfaldan eða tvöfaldan í stofu eina dag- stund. Hér er verið að segja sögu sjómannsfjölskyldu og hvað kemur fyrir einstaklinga innan hennar. Höfundur lýsir þessu vel í viðtali við Steinunni Jóhannes- dóttur í Þjóðviljanum sl. vor. Hann segir: „Ég er að segja sögu, sem kemur mér við. Ekki sögu, sem svæfir eða þóknast, heldur sögu, sem smýgur milli skinns og hörunds. Sögu, sem er í eðli sínu óþægileg. “ Og ég finn á sýningum að fólk veit stundum ekki hvort það á að hlæja eða gráta. - Svo að við víkjum ögn að sjálfum þér. Hefurðu snúið þér eingöngu að leikstjórn? - Ég hef sveiflast meira í þá átt að undanförnu. Ég leikstýrði Ömmu þó! eftir Olgu Guðrúnu á síðasta leikári og síðan tók við þessi vinna og nú er ég kominn í aðstoðarleikstjórn hjá breska leikstjóranum John Burgess sem setur upp Ríkharð III eftir Shak- espeare en það leikrit verður jólaleikrit Þjóðleikhússins. - Ertu kannski búinn að gefa sjálfan leikinn á hilluna? - Nei, ég verð eitthvað með seinni partinn í vetur og ég held að hver einasti karlpeningur í leikhúsinu verði með í Ríkharði III. Þetta er svo mannmörg sýn- ing. - Hvað veldur þessari þróun hjá þér? - Ég hef nú verið að leikstýra í Þjóðleikhúsinu með hléum allt frá árinu 1972. En síðan ég leyti. Þetta voru hörðustu stétta- átök sem orðið hafa í iangan tíma og það er rétt hjá þér að starfsfólk Þjóðleikhússins var mjög virkt í þessu verkfalli og setti sig vel inn í málin. Menn voru að berjast fyrir sjálfsvirðingu sinni og sjálf- sögðum mannréttindum. Þetta og samstaðan, sem varð, hlýtur að sitja eftir í fólki þannig að margir hverjir skilji betur íslensk- an veruleika en áður. Leikarinn er alltaf í hörðum átökum í leik sínum og þarf stöðugt að vera að setja sig inn í aðstæður hér og hvar í umheiminum þar sem átökin eru þó oftast margfalt harðari. Leikarar og aðrir sýndu líka visst frumkvæði með því að brydda upp á ýmsu svo sem skemmtunum meðan á verkfalli stóð. Styrkur þessa verkfalls var hvað fólk gat starfað sjálfstætt en þó alltaf í góðum tengslum við forystumennina. -GFr Þórhallur Sigurðsson segir frá leikstjórn sinni á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar Milli skinns og hörunds, kvikmyndum og verkfalli UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Laugardagur 10. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA Nú er hafin þriðja lota sýninga á verkinu Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonarson sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Fyrstvoru tvær forsýningar á verkinu á Listahátíð sl. vor, síðan var það frumsýnt í lok september en í verkfallinu varð svo langt hlé á sýningum. í gær, föstu- dag, hófust að nýju sýningará þessu athyglisverða leikriti sem tekið hefur verið forkunn- ar vel af áhorfendum. Við náðum tali af Þórhalli Sigurðs- syni leikstjóra þess til að spyrja hann nánar um leikritið og reyndarfleira. Hann var fyrst spurður að því hvort ekki þyrfti að æfa upp á nýtt eftir hið langa verkfall. - Það liðu 6 vikur frá þriðju sýningu til þeirrar fjórðu og við höfum þurft nokkrar æfingar eftir verkfallið. Hitt er annað mál að það gerist oft með ný verk að þau græða á svona bið. Persónurnar setjast betur í leikarana, þeir ná betra valdi á þeim. Sýningin ætti því stöðugt að verða betri og betri. - Leikritið hefur verið aukiðfrá því í vor. - Já, nú í haust var bætt við þriðja þættinum en verkið er í eðli sínu þríleikur. Hver hinna þriggja þátta hefur sitt nafn og þeir mynda síðan eina heild. - Hvað heita þessir þœttir? - Fyrsti þátturinn ber sama nafnið og leikritið í heild og þar kynnumst við sjómannsfjöl- skyldu í Reykjavík, tveimur kyn- slóðum hennar og nánustu vand- amönnum. Annar hluti verksins ber heitið Skakki turninn í Písa og þar fáum við að sjá hvernig yngra syninum á heimilinu reiðir af. Síðasti hlutinn heitir Brim- lending og lýsir hann örlögum eldri sonarins. Leikritið gefur Þórhallur: Sýningin á Milli skinns og hörunds verður betri og betri. Ljósm.:Atli. Fólk veit ekki hvort eða stjórnaði „Sölumaður deyr“, eftir Arthur Miller fyrir 3 árum hef ég legið í ýmsum stúdíum og pælingum í tengslum við leik- stjórn. Ég hef reynt að einbeita mér að henni til að láta reyna á mig þar eins og mögulegt er. - Ertu kannski farinn að semja leikrit? - Nei. - En hvað um kvikmyndagerð? Þú hefur verið í töluverðum tengslum við hana. - Já, gerð Atómstöðvarinnar tók allan minn frítíma og meira til sl. 2-3 ár. Við gáfum okkur góðan tíma í undirbúning og vinnslan var mjög tímafrek. - Hvernig gekk fjárhagsdæmið upp? - Það hefur gengið mjög hægt að koma Atómstöðinni á alþjóð- legan markað. Við fengum 60 þúsund áhorfendur hér heima en það borgar ekki nema hluta af kostnaðinum. Dæmið er því enn opið og óuppgert. - Hefur myndin verið tekin til sýninga nýlega einhvers staðar er- lendis? - Hún hefur verið sýnd á ýms- um kvikmyndahátíðum í sumar og haust og í janúar n.k. verður hún tekin til sýninga í bíóum í Danmörku. Þá fer hún sennilega í sjónvarpsstöðvar víða en slík samningsgerð tekur langan tíma og ekki er séð fyrir endann á henni enn. - Er kannski ný kvikmynd á prjónunum hjá ykkur? - Nei, við verðum að borga skuldir okkar af Atómstöðinni áður en við byrjum á ný. - Að lokum Þórhallur. Nú tók starfsfólk Þjóðleikhússins og þú sjálfur mjög virkan þátt í verkfalli opinberra starfsmanna. Held- urðu að sú barátta hafi einhverja þýðingu fyrir leikhúsfólkið í starfi? - Ég reikna með að verkfallið hafi breytt fólkinu að einhverju það g ráta á að hlœja

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.