Þjóðviljinn - 10.11.1984, Page 15

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Page 15
MENNING Bækur Ekkert mál Ný bók eftir feðgana Njörð P. Njarðvík og Frey Njarðarson Út er komin hjá Setbergi bókin „ Ekkert mál“ eftir þá feöga Njörö P. Njarðvík og Frey Njaröarson sem byggirá beiskri reynslu af heimi eiturlyfja. „Ekkert mál“ er saga um ver- öld og líferni sem flestum finnst víst fjarri sér, en er í raun ískyggi- lega nálæg. Þetta er saga um ís- lensk ungmenni sem lifa á valdi heróíns, nánast á heljarþröm mitt í velferðinni og hinu félagslega öryggi. Bókin gerist í Reykjavík þar sem fyrstu sporin inn í heim eitursins og hugarfar eiturneyt- andans eru stigin. Síðan tekur Kaupmannahöfn við þar sem dýpst er sokkið og svo aftur Reykjavík þar sem aðstandendur sögupersónanna koma til og reyna með hjálp lækna að bjarga því sem bjargað verður. Faðir og sonur hafa skrifað bók sem í senn er átakanleg og spenn- andi. I heimi heróínistans getur allt gerst. Morgundagurinn er í órafjarlægð og framtíðin er næsta fix. Næstum hver mínúta er þjak- andi ótti við hryllileg fráhvarfs- einkenni og snýst eiginlega að- eins um eitt: Hvernig næ ég í pen- inga fyrir næstu sprautu? „Ekkert mál“ er um íslenska fjölskyldu sem kynntist heimi heróínfólksins - og tókst á við þann draug. Saga þeirra Njarðar og Freys er líka alvarleg aðvörun til okkar hinna sem kannski ugg- um ekki að okkur. Djass Saxófón- snillingur Bandaríski saxófónsnillingur- inn Anthony Braxton leikur á tónleikum í Félagsstofnun stúd- enta á sunnudag kl. 21 en hann er í fremstu röð nútímadjassleikara. Píanóleikarinn Marilyn Crispell leikur með Braxton á tónleikun- um. Grammið stendur að þessum hljómleikum. Braxton varð fyrst verulega stórt nafn í djassheiminum árið 1970 þegar hann stofnaði hljóm- sveitina Circle með píanóleikar- anum heimsfræga Chick Corea. Síðan hefur hann starfrækt hljómsveitir undir eigin nafni og samið verk fyrir stærri hljóm- sveitir. Hann leikur á mörg hljóð- færi, bæði á allar gerðir saxófóna og klarinetta og hefur margsinnis verið kjörinn besti klarinett- leikari ársins í gagnrýnendakosn- ingum Down Beat. -GFr Theódór Júlíusson og Sunna Borg í hlutverkum sínum. Leikfélag Akureyrar: Ævintýralegt einkalrf Nýlega frumsýndi Leikfélag Akureyrar gamanleikinn Einka- líf eftir Noéls Coward. Leikurinn heitir á frummálinu „Private Li- ves“ og er eitt vinsælasta leikrit leikritahöfundarins, leikarans, lagasmiðsins, leikstjórans og rit- höfundarins Noel Coward, sem Bretadrottning sló reyndar til riddara fyrir leikhússtörf árið 1970. Leikurinn fjallar um fráskilin hjón sem hittast af tilviljun á nýj- an leik, þar sem bæði eru í brúð- kaupsferð með nýjum mökum á frönsku sumarhóteli árið 1930. Það kviknar í gömlum glæðum og eftirleikurinn verður ævintýra- legur. Leikurinn var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 1953 í þýðingu Sigurðar Grímssonar en nú hafa þau Signý Pálsdóttir og leikstjór- inn Jill Brooke Árnason þýtt hann, á nýjan leik. Leikmynd og búningar eru eftir Unu Collins og Alfreð Alfreðsson lýsir. f aðal- hlutverkum eru þau Sunna Borg, Gestur E. Jónasson, Guðlaug María Bjarnadóttir og Theódór Júlíusson. Leiknum hefur verið vel tekið. Næsta sýning er í kvöld, laugardag. BETRIKOSTUR Reglulegur samanburður er gerður á kjörum Hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum. Og er það stefna Samvinnubankans að Hávaxtakjör verði alltaf betri kostur en verðtryggð kjör hjá bankanum. Betrí björ bjóðast varla. Hækkandí vextír Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 17% í fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. m Arsávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextir frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. Nýstárlegt fyrírkomulag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Því er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. Óbundinn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Laugardagur 10. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Auglysmgastofa Ernst Backman

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.