Þjóðviljinn - 10.11.1984, Síða 6
SUNNUDAGSPISTILL
Bferða
MIÐSTOÐIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Stykkis-
hólmsveg, Vogsbotn - Stykkishólmur.
Helstu magntölur:
Lengd...........................3,2 km
Fylling og burðarlag.........28000 m3
Verkinu skal lokið 10. maí 1985.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borg-
artúni 7, Reykjavík og Borgarbraut 66, Borgarnesi frá
og með 13. nóv. 1984. Skila skal tilboði fyrir kl. 14:00
hinn 26. nóv. 1984.
Vegamálastjóri
Á mölinni mætumst'
með brosávör —
ef bensíngjöfin
er tempruð.
J
Rafmagnsveitur
ríkisins
auglýsa laust til umsóknar starf deildarstjóra bíla- og
véladeildar. Bílvirkjamenntun eða skyld menntun
áskilin.
Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf send-
ist fyrir 26. nóvember 1984, merkt starfsmannahaldi.
Upplýsingar veitir deildarstjóri starfsmannahalds.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118,
105 Reykjavík
Sósíalismínn,
ojóðremban
og Örn Ólafsson
c-
ÁRNI
BERGMANN
hætta menn að skrifa raunsæisleg
verk frá sósíalísku sjónarmiði
(„Það ár birtast síðustu sósíalísku
skáldverkin, þ.e. þjóðfélagsá-
deila frá sósfalísku sjónarmiði og/
eða baráttubókmenntir“). Þetta
er áreiðanlega rangt, en látum
svo vera. Það er hinsvegar rétt,
að áherslur verði aðrar í bók-
Formyrkvun
Um síðustu helgi birtist hér íl
blaðinu viðtal við Örn Ólafsson
nýbakaðan bókmenntadoktor frá
Lyon, en hann hefur skrifað um
bókmenntir og vinstrimennsku á
árunum milli stríða.
Ég verð að segja eins og er - ég,
hrökk heldur betur við strax og
ég sá upphaf viðtalsins en þar
segir Örn svo um niðurstöður
sínar í ritgerðinni:
„Niðurstaða mín er eiginlega sú
að stalínisminn með sinni hráu
þjóðrembu hafi formyrkvað upp-
lýstustu anda sinnar tíðar á Is-
. landi".
Hvað skyldi maðurinn eiga við
með þessu?
Að því er best verður séð er
hugsanagangur hans á þessa leið:
Fyrst vildu sósíalistar efna í sósí-
alrealískan baráttuboðskap, þeir
telja að borgaraleg menning sé
dauðanum merkt, stofna Félag
byltingarsinnaðra rithöfunda
(Kristinn E. Andrésson, Halldór
Laxness o.fl.) - til að búa í haginn
fyrir nýja alþýðumenningu meðal
annars. Svo kemur fasisminn,
austur í Moskvu er ákveðið að
samfylkja með borgurunum gegn
þeim og leggja sérstök félög bylt-
ingarsinnaðra höfunda niður.
Kristinn E. og hans menn hlýða
þessu, hverfa í greiningu og
sköpun frá stéttvísi og þjóð-
félagsádeilu og á stríðsárunum og
upp úr þeim er þjóðerniskenndin
orðin svo yfirþyrmandi í Kristni
E. Andréssyni og fleiri góðum
mönnum, að Örn Ólafsson má
vart mæla.
Þetta er allt mjög skrýtið. Til
dæmis gæti maður haldið, að sósí-
alrealisminn, baráttubókmenntir
kreppuáranna, væru eitthvað
sem Örn teldi æskilegt. En hann
vill um leið taka það fram, að það
sjónarmið róttæklinga þeirra
tíma að borgaraleg menning væri
dauðadæmd og von á gjörólíkri
menningu öreigastéttarinnar hafi
verið „dólgamarxismi“. Það er
alveg rétt, að það var mikið um
„dólgamarxisma" í vangaveltum
kreppuáranna um nýja öreiga-
menningu, sem átti að vera álíka
framför og bíll frá hrossi. En and-
vörp yfir deyjandi borgaralegri
menningu voru þá löngu orðin
landlæg í Evrópu - eða hvað ætla
menn um jafn „ókommúnískt" rit
og Töfrafjallið eftir Thomas
Mann?
Dagskipanir
Stalíns
Hitt er svo aftur ljóst, að Örn
er enn gramur við þá Kristin E.
Andrésson og hans menn, fyrir
að þeir hafi eins og svikið hugsjón
stéttvísra baráttubókmennta og
tekið upp óstéttbundið menning-
artal og pólitíska samfylkingu.
Að maður tali ekki um aðra eins
ósvinnu og þjóðernishyggju.
Og hann vill endilega rekja þá
þróun til dagskipana Stalíns.
Það er rétt, að í Moskvu söðla
menn skyndilega um 1935 - boð-
skapurinn var ekki lengur við
kommúnistar gegn öllum
auðvaldsheiminum, heldur sam-
fylking með sæmilegum öflum
gegn barbaríinu, gegn nasisman-
um. En þótt fláttskapur pólitísk-
ur væri með í þeirri kúvendingu,
og þótt margt skrýtið gerðist þeg-
ar kommúnistar sjálfir voru að
uppgötva upp á nýtt ágæti þjóð-
ernis og krata jafnvel, þá er mikill
misskilningur að ætla kenningu
og kommúnískri skipulagshörku
jafn mikið afl og vald og Örn ger-
ir.
Það er í viðtalinu engu líkara
hjá honum en að fyrst renni pólit-
ísk agaboð yfir vinstrifylkingarn-
ar, og síðan komi ljóð, sögur og
leikrit í fyrirskipuðum anda.
Svo einfalt hefur ástandið
aldrei verið, þótt það nálgaðist
þetta í Sovétríkjunum sjálfum á
tímanum 1930-1956 eða svo.
Er ekki vænlegra miklu til
skilnings á félagslegum tengslum
bókmennta að byrja á þjóðfélags-
veruleikanum sjálfum?
Stéttabaráttuskáldsagan var
löngu af stað farin, löngu fyrir
daga rússnesku byltingarinnar og
Komintern. Þýskir kratar unnu
að því að koma sér upp verka-
lýðsbókmenntum á öldinni sem
leið. Pelli sigursæli eftir Martin
Andersen Nexp er komin út allur
árið 1910. Salka Valka og aðrar
sögur sem tengjast upphafi
verkalýðshreyfingar eru ekki af-
leiðing af bókmenntastefnu Sam-
bands sovéskra rithöfunda (sem
er stofnað 1934 reyndar) - þær
eru tengdar fróðlegum söguefn-
um úr plássum íslands, tíðindum
sem eru að gerast og hafa nýlega
gerst.
Þjóðernis-
hyggja
1943, segir Örn Ólafsson,
menntum en á kreppuárunum.
Halldór Laxness skrifar ekki nýj-
ar sögur þar sem meðal margs
annars er komið inn á verkalýðs-
baráttu í plássum Hann skrifar ís-
landsklukkuna. Skyldi hann hafa
haft bakvið eyrað einhvern
straum frá „stalínskri þjóð-
rembu“? Spumingin er fáránleg,
en það er freistandi að ætla Erni
að halda að svo hafi verið.
Var nokkuð óeðlilegt við það,
að þegar menn stóðu andspænis
þjóðrembu allrar þjóðrembu,
nasismanum, að þeir leituðu að
rökum síns eigin þjóðernis, eins
og svo margir róttækir höfundar
gerðu á þeirn ámm? Og hvað var
áleitnara í landi sem var hertekið
af „vinsamlegum tröllum“ en að
spyrja: hvers virði er þessi sér -
kennilega saga íslenskrarþjóðar,
hvað merkir sjálf sérviska tilveru
hennar?
Það er rétt að skáld skrifuðu
ekki mikið um verkföll og aðra
„hefðbundna“ státtabaráttu á
árum eftir stríð. Sjálfsagt hefur
viss löghelgun verkaiýðssamtaka
og svo velmegun fækkað sögu-
efnum af þeim vettvangi. Hitt er
svo furðugróf einföldun að ætla,
að þar með sé öll „þjóðfélagsleg
ádeila frá sósíalísku sjónarmiði“
horfin. Og sá sem harmar að
„baráttubókmenntir“ þær, sem
til hafa orðið á eftirstríðstíman-
um, eru ekki síst tengdar tilvem-
rökum íslenskrar þjóðar, hann er
kominn svo langt út í kreddu, að
það er varla hægt að koma auga á
hann.
Á.B.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. nóvember 1984