Þjóðviljinn - 10.11.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Page 7
Kenningar Marx og kenningar Númarímna Viðtal við Ásgeir Blöndal Magnússon Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. ágætur fræðimaður í málvísindum og marxisma og traustur liðsmaður sósíalískrar hreyfingar varð 75 ára um síðustu helgi. Hér fer á eftir viðtal við Ásgeir um uppvaxtarár hans og störf hans að stjórnmálum, eink- um kreppuárunum eða á fjórða áratugnum. Viðtalið tók Harald- ur Jóhannsson. Ætt og uppruni „Hvar og hvenær ertu fæddur, Ásgeir?“ „Ég er fæddur 2. nóvember 1909 að Tungu í Kúluþorpi í Auðkúluhreppi í Arnarfirði í Vestur-ísafjarðarsýslu. Foreldr- ar mínir voru Halldóra Friðriks- dóttir ljósmóðir og Magnús Sig- urðsson verkamaður og sjómað- ur. Ég mun hafa verið á öðru eða þriðja ári, þegar þau fluttust frá Tungu að grasbýli rétt hjá Álfta- mýri, sem nefnt var Brekka eða Fagrabrekka." „Hvað segir þú mér um ættir foreldra þinna?“ „Móðir mín var upprunnin í Grímsey, en afi hennar, Jónatan Daníelsson hafði flust þangað upp úr miðri 19. öld, en hann og kona hans voru úr Norður- Þingeyjarsýslu, en móðuramma mín var víst af Víkingslækjarætt. Faðir minn var fæddur í grennd við Ólafsvík og var af breiðfirsk- um og sunnlenskum ættum. Þeir voru tveir bræðurnir og misstu foreldra sína á ungaaldri og ólust upp hjá vandalausum.“ „Varst þú einbirni?“ „Það má segja það, foreldrar mínir höfðu að vísu eignast stúlku áður, en hún var andvana fædd.“ „Bjuggu foreldrar þínir lengi á Fögrubrekku?“ „Þegar ég var níu ára fluttust þau þaðan, og vorum við í vinnu eða húsmennsku í Otradal um eins árs skeið. Var ég þar smali og mjólkurpóstur ásamt tveim öðr- um strákum, en mjólk var seld þaðan til Bfldudals. Næsta vor fórum við frá Otradal. Móðir mín dvaldist á Bfldudal um hríð, og pabbi réð sig á fiskiskútu þaðan, en ég gerðist mjólkurpóstur á Hóli, bæ skammt þar frá kauptúninu.“ „Og hvert lá svo leiðin?“ „Móðir mín hafði fengið ljós- móðurstöðu í Dýrafirði, í Sanda- hreppi, og við héldum til Þing- eyrar um mitt sumar. Pabbi sem var til sjós kom svo þangað um haustið. Það mun hafa verið 1920, því að ég varð 11 ára þá í vetrarbyrjun. Um haustið settist ég svo í barnaskólann á Þingeyri, en börn gengu þá í skóla frá 10 til 14 ára aldurs, en voru almennt orðin læs og kunnu eitthvað smá- vegis í reikningi og að draga til starfs, er þau komu í skólann.“ „Hvað tók svo við þegar bam- askólanum sleppti?“ „Ég hélt náminu áfram. Á Þingeyri bjó gamall Flensborgar- maður, Sigurður Fr. Einarsson, sem kunni vel ensku og dönsku. Hann sagði mér til í þeim málum og lfka í íslensku og reikningi. Og þýsku tók ég að læra hjá Gesti O. Gestssyni, einnig hélt ég áfram reikningsnámi hjá honum, en hann var ágætur stærðfræðingur. Við þennan lærdóm fékkst ég annað veifið fyrstu tvo-þrjá vet- uma eftir fermingu. Óg að kennslu beggja þessara ágætis- manna bjó ég lengi síðan. Á sumrin vann ég nú við fiskvinnslu á Þingeyri, hjá Proppébræðrum, bæði í vöskuhúsi og á reitum - og hugðist safna mér fjármunum til frekara náms - og hafði þá helst í huga Gagnfræðaskólann á Akur- eyri.“ „Og hvernig hafði svo undir- búningsnámið gengið?“ „Sæmilega að ég held. Ég komst t.d. nokkuð niður í ensku og þýsku og reyndi að ávaxta þá kunnáttu eftir megni. Til Þing- eyrar komu margir erlendir tog- arar, bæði enskir og þýskir, eink- um þó enskir. Ég fór oft um borð í þessa togara og reyndi að spjalla við skipverja, bæði mér til gam- ans og til að liðka mig í málinu. Þá kom það oft fyrir að veikir eða slasaðir sjómenn voru lagðir inn á spítalann á Þingeyri, og heimsótti ég þá stundum og rabbaði við þá, eftir því sem getan leyfði.“ Englandsferð „Og kom þessi viðleitni þín þér eitthvað til góða?“ „Víst má segja það, ég liðkað- ist í málinu, eins og ég nefndi, og svo leiddi þetta til Englandsferð- ar. Ég hafði kynnst nokkrum skipverjum á enskum línu- veiðara, sem hafði verið þarna til viðgerðar, og skipstjórinn bauð mér svo síðar að koma til Grímsby. Það boð þáði ég, þótt sumum sýndist það fremur óráð- legt. Og foreldrar mínir leyfðu mér að fara. Á leiðinni var ég talsvert sjóveikur, enda komið langt fram í september og fremur þungur sjór. í Grímsby vorum við í rúma viku meðan skipið var í smávegis „klössun". Ég var á heimili því, sem skipstjórinnn dvaldist á þegar hann var í landi, en hann var ókvæntur. Á heimil- inu var strákur á mínum aldri sem varð leiðsögumaður minn um borgina. Á heimleiðinni stönsu- ðum við í Orkneyjum í Kirkwall í hátt á annan sólarhring vegna veðurs og fórum þá m.a. í heim- sókn á bóndabæ þar í grennd. Mig minnir að þá sæi enn á siglu- toppa þýsku herskipanna sem sökkt var á Scapa Flow í lok fyrra stríðs. Ég hafði annars mjög gam- an af þessari ferð og kom heim heilu og höldnu á tilskildum tíma. Ég skrifaðist svo á við skipstjór- ann. En hann lenti í miklum háska og hrakningum í Halaveðr- inu illræmda (1925); bilaðist hann þá eitthvað og hætti skip- stjórn, og heyrði ég ekkert frá honum eftir það.“ Stjórnmdl „Sóttu stjómmál á þig á ung- lingsárunum?“ Sunnudagur 11. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.