Þjóðviljinn - 10.11.1984, Síða 9
var ég í Reykjavík og gerðist af-
greiðslumaður Verkalýðsblaðs-
ins, vikublaðs sem Brynjólfur
Bjarnason ritstýrði."
„Hverjir voru helstu samstarfs-
menn þínir í Sambandi ungra
kommúnista?“
„Þeir voru allmargir, t.d.
Haukur Bjömsson og Áki Jak-
obsson, sem vom um skeið for-
menn Sambands ungra kommún-
ista, Eðvarð Sigurðsson, Stefán
Ögmundsson, Hallgrímur Hall-
grímsson, Björgúlfur Sigurðsson,
Eggert Þorbjarnarson og svo síð-
ar Snorri Jónsson o.fl.“
Árangur
baráttunnar
„Þegar þú lítur til baka, hverju
finnst þér kommúnistaflokkurínn
hafa áorkað?“
„Mér finnst hann hafa áorkað
furðu miklu og raunar stórum
meira en stærð hans eða kosn-
ingafylgi gáfu tilefni til. Ég tel td.
að barátta Kommúnistaflokksins
gegn atvinnuleysinu á þessum
ámm hafi verið verkalýðshreyf-
ingunni mjög mikils virði.“
„Með hverjum hætti?“
„Viðbrögð borgaraflokkanna
gegn kreppunni voru þau að
draga saman seglin í atvinnumál-
um og reyna að lækka kaupið.
Við þessu reyndum við að
sporna, kröfðumst aukinnar at-
vinnu, m.a. atvinnubótavinnu,
og stóðum fast gegn kauplækkun.
Það tókst jafnvel að hækka smá-
vegis tímakaup verkafólks víða
um land á þessu tímabili, og veitti
ekki af, þar sem vinnustundirnar
vom helst til fáar. Ég held að
þessi barátta okkar hafi ekki ein-
göngu komið verkafólki til góða
heldur þjóðfélaginu í heild og
m.a. orðið til þess að ráðamenn
hættu að kljást við vanda krepp-
unnar með því einu að ráðast að
launum verkafólks. Hitt var þó
kannski enn meira virði að fólki
skildist nú enn betur en áður
hvers virði samstaðan er - og að
hún getur skilað árangri, jafnvel
við erfiðustu aðstæður. Það jók
því bjartsýni og kjark.“
„Nefnir þú nokkuð fleira?“
„Jú, ýmislegt fleira mætti tína
til, t.d. fræðslumálin. Þegar Al-
þýðuflokkurinn var stofnaður
1916 var mesti móðurinn mnninn
af sósíaldemókrötum á Norður-
löndum, og átti það líka við um
fræðslu- og útbreiðslumálin. Al-
þýðuflokkurinn sinnti þessum
málum heldur ekki sem skyldi.
Úr þessu reyndum við að bæta
með ýmiskonar útgáfustarfsemi.
Það var ekki fyrr en 1938 eftir að
við höfðum hafist handa, að Al-
þýðuflokkurinn setti á fót
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu, sem leysti gott starf af
hendi. Kommúnistaflokkurinn
lagði sig þó alltaf miklu meira
fram um að fræða flokksmenn
sína og stuðningsmenn og út-
breiða sósíalískar hugmyndir.“
„Fleira?"
„Kommúnistaflokkurinn var
mjög virkur. Hann lagði meira
upp úr því en nokkur annar
flokkur að félagar hans og fylgis-
menn létu mál til sín taka. Og af
þessum framantöldu ástæðum
kom það m.a. í hans hlut öðrum
fremur að ala upp þann kjarna
sem verkalýðshreyfingin bjó að
lengi síðan.“
Vankantar
„Telur þú þá enga vankanta
hafa verið á starfsemi kommún-
istaflokksins?“
„Að sjálfsögðu hefur hann
misstigið sig líkt og aðrir flokkar
og sjónarmið hans stundum verið
of þröng. Ég nefni t.d. hinar
hörðu deilur innan Kommúnista
flokksins sem hófust um og upp
úr 1933. Þar var m.a. deilt um
afstöðuna til sósíaldemókrata,
hvort þeir væru höfuðstoð
auðvaldsskipulagsins og hvort
eingöngu skyldi stefnt að sam-
fylkingu neðan frá (þ.e. við
óbreytta liðsmenn) eða hvort
samfýlking ofan frá (þ.e við for-
ingja og fylgismenn) kæmi líka til
greina, deilt var um hentistefnu
ofl. Þessar deilur voru að sjálf-
sögðu að verulegu leyti enduróm-
ur af átökum sem áttu sér stað í
Alþjóðasamtökum kommúnista
um þessar mundir. Þar hafði því
verið haldið fram að kreppan
leiddi til þess að hlutlægari að-
stæður til þjóðfélagsbyltingar
gætu skapast, en áhrif sósíaldem-
ókrata kæmu í veg fyrir að alþýð-
an notfærði sér þessar aðstæður.
Afleiðingarnar af hatrömmum
átökum kommúnista og sósíal-
demókrata upp úr fyrri
heimsstyrjöldinni, einkum í Mið-
Evrópu, sem og hörð andstaða
flestra sósíaldemókrata við
rússnesku byltinguna áttu og vís-
ast einhvern þátt í þessum við-
horfum, sem ekki verða rakin
frekar hér.“
„Tókst þú einhvem þátt í þess-
um deilum?“
„Það get ég varla sagt. Vetur-
inn 1932-33 var ég heima á Þing-
eyri og 1933-34 var ég á Siglu-
firði. Deilurnar voru einkum
bundnar við Reykjavík þótt ang-
ar þeirra næðu víðar, ma. tilSiglu-
fjarðar og Vestmannaeyja. Eg
hef oft hugsað um það seinna, að
eiginlega sé það furðulegt hversu
heill flokkurinn kom út úr þessari
deilu og hversu fljótur hann var
að ná sér. Strax árið 1935 var
næstum því sem ekkert hefði
gerst, og í Alþingiskosningunum
1934 hafði flokkurinn staðið sig
sæmilega. Flokkurinn var ungur
og röskur og trúði á möguleika
sína.“
Heimspeki
og framboð
„Hvað segir þú mér af högum
þínum á þessum árum?“
„Um haustið 1932 hélt ég heim
til Þingeyrar. Ég veiktist þá
skömmu seinna allhastarlega og
lá í 3-4 vikur, lengst af á spítala.
Þegar ég rétti við tók ég að fást
við tímakennslu í erlendum mál-
um, íslensku og reikningi.“
„Og hvað aðhafðistu fleira?“
„Ég las allmikið þennan vetur,
og raunar á það við um báða vet-
urna, sem ég var heima um þetta
leyti, þ.e. veturna 1932-33 og
1934-35. Og ég var stundum að
reyna að semja eitthvað, t.d. var
ég að bjástra við að berja saman
grein um heimspekilegt efni þ.e:
um efnishugtakið og breytingar
þess. Hún var hugsuð sem svar
við skrifum ýmissa hér heima á
þessum árum um hvarf efnisins
og fallvaltleik orsakalögmálsins.
En víðkunnir erlendir vísinda-
menn, eins og t.d. ensku stjam-
fræðingamir A.S. Eddington og
J.H. Jeans, aðhylltust þá slíkar
hugmyndir. Ekki man ég lengur
hvort það var heldur fyrri eða
síðari veturinn sem ég var heima,
að ég var að fást við þetta. En
þessi ritgerð mín var einar 20-30
blaðsíður, og efni hennar var að
sjálfsögðu ekki spunnið úr eigin
visku, heldur stuðst við ýmislegt
sem ég hafði lesið.“
„Og hvað var það helst?“
„T.d. Materialismus und Em-
pirikritizismus eftir Lenin, sem
ég hafði lesið allrækilega, bók
eftir Norðmanninn Erling Se-
hreiner: Naturvidenskap og Re-
ligion og svo ýmsar greinar í tíma-
ritinu Unter dem Banner des
Marxismus, sem ég keypti nokk-
uð reglulega. Þ.ám. vom greinar
eftir Ladilaus Rudas sem mér
þótti jafnan skemmtilegur greina
höfundur allt frá því að ég las
ritdóm hans um bók G. Lukacs:
Geschichte und Klassenbewusst-
sein í Arbeiterliteratur 1924.“
„Sumarið 1934 muntu hafa
verið í framboði til Alþingiskosn-
inga.“
„Já, ég bauð mig þá fram fyrir
Kommúnistaflokkinn í Norður-
-Þingeyjarsýslu. Gísli Guð-
mundsson, sem átti kjördæmið
að kalla, var í framboði fyrir
Framsókn, Sveinn Benedikts-
son fyrirSjálfstæðisflokk, Jón Sig-
fússon frá Ærlæk fyrir Bænda-
flokkinn og Benjamín Sigvalda-
son fyrir Alþýðuflokkinn. Ég
fékk 32 atkvæði, einu atkvæði
fleira en Benjamín, að mig
minnir, svo að uppskeran var
ekki mikil. En ég hafði gaman af
þessu framboði og mér fannst
Norður-Þingeyingar opnari fyrir
ýmsum hlutum en fólk sem ég
hafði kynnst sumstaðar annars
staðar. Alþýðuflokkurinn vann
mikinn sigur í þessum kosning-
um, fékk 10 þingmenn kjörna.
Um sumarið myndaði hann ríkis-
stjórn með Framsóknarflokkn-
um, stjóm hinna vinnandi stétta
er svo var nefnd. Og raunar má
segja að næstu þrjú árin hafi verið
eitt róttækasta og happadrýgsta
skeiðið í sögu hans.“
„Hvað tókstu þér svo fyrir
hendur?"
„Að kosningafundunum lokn-
um skrapp ég heim til Þingeyrar,
en var á Siglufirði um sumarið.
Um haustið andaðist móðir mín
og fór ég þá heim til að vera við
jarðarförina, var svo á Þingeyri
um veturinn og fékkst m.a. við
málakennslu.
Næstu tvö-þrjú árin var ég svo
ýmist á Siglufirði eða í Reykja-
vík, á Siglufirði á sumrin við síld-
arvinnslu oftast lausráðinn, og í
Reykjavík á veturna þar sem ég
reyndi að hafa ofan af fyrir mér
með tímakennslu.“
„Bók þín Marxisminn mun
hafa komið út 1937.“
„Það er víst rétt. Ég var þá
sjálfur erlendis og gat ekki fyigst
með útgáfunni eða lesið prófark-
ir. En þetta er, eins og þú sjálf-
sagt veist, lítil bók, samin upp úr
fyrirlestri, sem ég hafði haldið,
og undirtitillinn „fáein frum-
drög“.“
„Eg mun hafa lesið bókina
1943 eða ’44 og mig langar til að
bæta því við, að við endurlestur
fannst mér hún jafnvel enn betri
enáður.Og næst á eftir Komm-
únistaávarpinu ætla ég að þessi
bók þín hafi verið einna mest not-
uð í sósíaliskum leshringjum og
námskeiðum næstu 12-15 árin
eftir útkomu hennar. Stendur
ekki til að gefa hana út aftur?“
„Ekki er mér kunnugt um
það.“
í Sovét
„Þú varst um tíma í Sovétríkj-
unum eða var ekki svo?“
„Jú, ég fór þangað í ágúst 1937
og dvaldist þar fram á næsta vor.
Ég stundaði þarna nám við
Lenínskólann sem rekinn var á
vegum Alþjóðasambands komm-
únista og átti að þjóna hinum
ýmsu flokkum innan þess. Þarna
fór fram kennsla í þjóðfélags-
fræðum fyrir róttækt fólk víðs
vegar úr heiminum. Kennt var á
þýsku og ensku, frönsku og
spænsku, ítölsku og kínversku,
rússnesku og fleiri málum. Ég
hlýddi mest á kennslu á þýsku og
smávegis á ensku. Auk þess lagði
ég stund á rússnesku, en varð
aldrei almennilega stautfær og
hef nú týnt niður því litla sem ég
kunni.“
„Hvaða greinar voru kenndar
þarna?“
„Að sjálfsögðu var fjallað
þarna um marxismann og kenn-
ingar hans á ýmsum sviðum;
kennd var í ágripi hagsaga og
stjórnmálasaga síðustu tveggja
alda eða svo, sem og yfirlit um
sögu verkalýðshreyfingarinnar
og pólitískra flokka hennar - og
þá einkum miðað við þau lönd
sem nemendur voru frá.“
„Og hvernig sóttist þér svo
námið?“
„Sæmilega að ég held. Annars
hafði ég gluggað talsvert í þessi
fræði áður, og bætti því ekki
miklu við mig, enda námstíminn
ekki langur, 6 eða 7 mánuðir.
Þetta var líka á síðasta snúningi.
Ófriðarblikur voru á lofti og fas-
isminn í sókn víða í Evrópu. Og
að því var unnið að leggja skól-
ann niður í þáverandi mynd og
flytja kennsluna til heimalanda
viðkomandi flokka eftir því sem
kostur væri. Fasistalöndin voru
þar að sjálfsögðu undanskilin."
„Hvenær komstu svo heim aft-
ur?“
„Það var um vorið 1938.“
„Þú hefur þá náð að sitja stofn-
þing Sameiningarflokks alþýðu,
Sósíalistaflokksins. “
„Ekki man ég hvort ég var einn
af hinum 150 kosnu fulltrúum á
þinginu; ég held ekki, en ég
fylgdist að sjálfsögðu með því og
gekk í nýja flokkinn. Um haustið
1938, fór ég í útbreiðsluferð á
vegum Æskulýðsfylkingarinnar
um Austfirði og Norðurland og
um veturinn (1938-39) fékkst ég
m.a. við kennslu í nýjum flokks-
skóla í Reykjavík ásamt Arnóri
Sigurjónssyni og fleirum."
Aflur við nám
„Hvað lá svo fýrir?“
„Vorið 1939 hélt ég til Siglu-
fjarðar. Sósíalistar og Alþýðu-
flokksmenn höfðu þá meirihluta í
bæjarstjórn þar, og Áki Jakobs-
son hafði verið kosinn bæjar-
stjóri. Ég vann þama m.a. á veg-
um Sósíalistafélagsins á staðnum,
og um haustið var ég ráðinn
starfsmaður þess.“
„Var það um þetta leyti sem þú
giftist?“
„Já, ég kvæntist í desember
1939 Sigríði Sigurhjartardóttur,
hálfsystur Þórodds Guðmunds-
sonar; og starfsmaður flokksfé-
lagsins á staðnum var ég til árs-
loka 1941.“
„Að hverju snérir þú þér þá?“
„Ég tók mig til og fór að lesa
undir stúdentspróf. Ég sótti um
leyfi til að taka það utanskóla á
Akureyri, og var það fúslega
veitt.“
„Hvernig tók svo Sigurður
skólameistari þér?“
„Hann tók mér mjög vel og
vildi allt fyrir mig gera. Um vorið
tók ég svo prófið.“
„Og um haustið fórstu svo í
framboð fyrir Sósíalistaflokk-
inn?“
„Jú, þetta var á Seyðisfirði, ég
féllst á að hlaupa þarna í skarðið
rir einhvern, mig minnir helst
rna heitinn Ágústsson. Ég tók
þetta að mér, með því að ekki var
líklegt að ég næði þarna kosn-
ingu, en það hefði komið sér
fremur ilia fyrir mig, því að ég
hafði ákveðið að setjast í Há-
skólann um haustið. Þarna voru í
framboði auk mín: Karl Finn-
bogason kennari fyrir Framsókn,
Lárus Jóhannesson fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og Jóhann Guð-
mundsson, forstjóri Síldarverk-
smiðjunnar á staðnum, á vegum
Alþýðuflokksins. Lárus hlaut
kosningu. Mig minnir að ég hafi
fengið um 70 atkvæði."
„Þú innritaðir þig svo í Há-
skólann um haustið?“
„Já, í heimspekideild í íslensk
fræði þ.e. íslenska málfræði, bók-
menntir og sögu, með málfræði
sem kjörsvið. En í málfræði hafði
ég reynt að fylgjast nokkuð með á
undanförnum árum og létti það
mér námið.“
„Hvaða ritgerðarefni valdirðu
þér svo í málfræði?“
„Mér var það nú ekki alveg í
sjálfsvald sett. Náminu var þá
skipt í fyrri og síðari hluta. Rit-
gerð mín til fyrrihlutaprófs fjall-
aði um kenningar í Númarímum,
en lokaprófsritgerðin var um
forskeyti í íslensku.“
„Og hvenær tókstu svo loka-
prófið?“
„Það var um vorið 1945. Þá um
haustið fluttist ég svo suður og
settist að í Kópavogi. Fyrst eftir
prófið fékkst ég talsvert við þýð-
ingar, en í maí 1947 hóf ég störf
við Orðabók Háskólans og hef
unnið þar síðan.“
„Mér er kunnugt um að þú haf-
ir komið við sögu eftir 1945, bæði
í Kópavogi og Reykjavík og
víðar. En hér nemum við staðar
og ég þakka þér fyrir viðtalið.“
Haraldur Jóhannsson.
Málfrœ&lngurlnn hugar a& se&lum f or&abók háskólans.
Sunnudagur 11. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9