Þjóðviljinn - 10.11.1984, Side 11

Þjóðviljinn - 10.11.1984, Side 11
MANNLIF um málum síðan viðtalið fór fram. Þungt fyrir fœti Horfurnar eru því miður engan veginn góðar, sagði Ásbjörn. Strax í upphafi gerðum við okkur grein fyrir því, að fyrr en síðar þyrftum við á fjárhagslegri fyrir- greiðslu að halda og þar sem við vissum að slík fyrirgreiðsla getur verið torsótt, þá lögðum við fram umsókn um lán úr Byggðasjóði. Fyrri umsóknina munum við hafa sent í árslok 1983. Henni var hafnað á þeim forsendum, að hún væri alltof há. Seinna komumst við að því, að þessi umsókn hafði aldrei verið lesin upp í stjórn Byggðasjóðs, heldur hafnað af tveimur forstjórum stofnunar- innar. Við sóttum þá aftur en lækkuðum upphæðina um helm- ing. Sú umsókn er búin að veltast í kerfinu í rúma 6 mánuði. Við erum því ekki ýkja bjartsýnir á framhald málsins með stuðningi Byggðasjóðs. Því er eðlilegt að menn spyrji hvernig horfi um samstarfið við Norðmenn. Jú þeir óska eðlilega ýmissa upplýsinga áður en þeir ákveða aðild sína að fyrirtækinu. Sumar þeirra er ekki unnt að veita nema að undangengnum rannsóknum, sem við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til að gera. Nokkru af því fé, sem við sóttum um úr Byggðasjóði, átti að verja til þessara rannsókna til þess að styrkja samningsaðstöðu okkar gagnvart Norðmönnum. Þess- vegna er það ákaflega áríðandi fyrir okkur að fá jákvæða af- greiðslu hjá Byggðasjóði sem allra fyrst. -mhg undir og allan fiskúrgang. Með því að gjörnýta þannig allan úr- gang losum við okkur við varg- fuglinn. Hann missir ætið og hverfur. Ef fólk festir byggð þarna á ný þarf að vera vel á verði gegn hverskonar mengun frá úrgangi og sorpi. Hið fjölskrúðuga líf á þessum slóðum byggist öðrum þræði á því, að þarna hefur, um alllangan aldur, ekkert mannlíf verið. fslendingar hafa lengi lifað í þeirri trú, að þar sem þeir byggju á eyju væri að skaðlausu hægt að henda ölium úrgangi og sorpi í sjóinn, sbr. máltækið, Lengi tekur sjórinn við. Nú vita menn orðið að þetta er villutrú auk þess sem allri loftmengun verður ekki svo auðveldlega varpað í sjóinn. En þetta vanda- mál verður auðvitað ekkert meira hjá okkur en annarsstaðar. „Afl þeirra hluta...“ - Hvernig horfir með fjár- magnsútvegun? - Auðvitað vantar okkur nokk- urt fjármagn til þess að geta hrint þessum hugmyndum í fram- kvæmd. Við erum í sambandi við norskt fyrirtæki en þetta svæðí þarna er að ýmsu leyti líkt norsku fjörðunum. Norðmenn hafa sí- fellt verið að teygja sig norðar með sína fiskirækt, jarðhita- lausir. Því skyldum við ekki geta farið eins að og þeir? Við erum að reyna að sannfæra menn hér heima um ágæti þessa staðar. Ennþá hef ég þó ekki hitt neinn sérfræðing, sem er bjart- sýnn á fyrirtækið. Það gerir víst skorturinn á heita vatninu. En Ásbjörn Þorgilsson, Hálfdán Guðröðarson og Steinþór Ásbjömsson standa á þaki verksmiðjunnar. Sér út Reykjarfjörðinn. því ekki að reyna að losa sig úr þessum heitavatnsvítahring? Því er það ekki hægt hér eins og ann- arsstaðar? Sjá menn ekki hvaða möguleika til fiskiræktar það opnar víðsvegar um land ef á dag- inn kemur að við þurfum ekki að vera háðir heita vatninu? Ég held að þetta sé bara spurning um vilja til framkvæmda. Fólkið þarna fyrir vestan stendur allt með okk- ur en það getur því miður ekki lagt mikið af mörkum annað en góðar óskir um velfarnað þessa fyrirtækis. Við gerum okkur grein fyrir því að hagnaður af þessu fyrir- tæki skilar sér ekki strax. En svo er nú um ýmislegt fleira, sem menn ráðast þó í að gera. Hvað um skógræktina? Ekki ber hún arð um leið og plantan er gróður- sett. Hér eru allir önnum kafnir við að græða nógu mikið og nógu fljótt. Síðan er gróðinn gjaman fluttur burtu. Gömlu hráefnisþrærnar. Átta slíkar eru í verksmiðjunnl. Þar er hugmynd- in að verði síðasti víðkomustaður f isksins áður en hann fer í flotgirðingu. Það er eins og enginn eigi að eiga heima í þessu landi í framtíð- inni. Allt skal miðast við augna- blikið. Mér er meira í hug hvers virði þetta er fyrir fólkið þarna vestra og þetta landssvæði heldur en hvað það kann að færa okkur, sem að þessu stöndum, í aðra hönd. Heldurðu að það komi enginn inn í Torfuhúsin, sem var andvígur endurbyggingu þeirra á sínum tíma? Það gerist stundum eftirá að „allir vildu Lilju kveðið hafa“. Byggðastefna - Heldurðu að þessar fyrirhug- uðu framkvœmdir ykkar á Djúpuvík myndu styrkja byggðina þarna norður frá? - Alveg tvímælalaust. Stórt svæði sunnan Djúpuvíkur er nú komið í eyði. Byggðin þarna norður frá helst ennþá aðeins vegna þess að þar er svo gott undir bú. En einangrunin sverfur að. Þegar syðri endinn raknar upp þá er byggðinni norðar hætt. Því ekki að styrkja þessa byggð með starfsemi á Djúpuvík fremur en neyða það fólk, sem þarna stendur ennþá vörð, til þess að flosna upp? Ég trúi því, að kom- umst við þarna af stað, komi fólk- ið aftur. Mér sýnist því að ýmsar stoðir renni undir þessi áform okkar. Þetta viðtal var tekið skömmu fyrir verkfall og náði ekki að birt- ast áður en blöðin hættu að koma út. Blaðið hafði því samband við Ásbjöm Þorgilsson og spurði hvort eitthvað hefði gerst í þess- Sunnudagur 11. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.