Þjóðviljinn - 01.12.1984, Page 2
FRETTIR
Námsmenn
Sendiráðin umsetin
Sendíráð Islands í Ósló, Stokk-
hólmi og Kaupmannahöfn og
ræðismannsskrifstofan í Óðins-
véum voru umsetin náms-
mönnum í gær og kröfðust þeir
svara menntamálaráðherra um
stefnu stjórnvalda í málefnum
Lánasjóðs námsmanna. Skeyti
sama efnis bárust einnig til
menntamálaráðherra frá náms-
mönnum í París, Gautaborg, New
York, Amsterdam, Berlín og
London. Eins og Þjóðviljinn hef-
ur greint frá vantar Lánasjóðinn
um 41 miljón króna til að standa
við skuldbindingar sínar í des-
ember og að mati sjóðstjórnar-
innar er fjárhæð sú sem ætluð er
til sjóðsins í fjárlagafrumvarpi
næsta árs um 300 milj of lág.
Ragnhildur Helgadóttir varpar
allri ábyrgð af málefnum sjóðsins
á Alþingi og neitar að gefa upp
stefnu ríkisstjórnarinnar í mál-
inu. í svari sínu til námsmanna í
Kaupmannahöfn og Ósló segir
hún að það sé ekki í hennar valdi
að ákveða framlög til sjóðsins,
endanleg ákvörðun um það verði
tekin við afgreiðslu fjárlaga fyrir
1985 á Alþingi. Hins vegar lýsti
hún því yfir að hlutfallstala af
framfærslukostnaði yrði ekki
minnaen 95%. Hún lýsti þvíjafn-
framt yfir að haustlán 1. árs nema
frá þessu hausti sem eru í formi
bankavíxla yrðu tekin yfir af Lán-
asjóðnum eftir áramótin, en ekki
er gert ráð fyrir því í fjárlaga-
frumvarpinu. Þá sagði Ragnhild-
ur í svari sínu að verið væri að
vinna að lausn á desembervanda
sjóðsins, og taldi hún að óskert
útborgun myndi koma í mánuð-
inum. Þeirri kröfu námsmanna
að á ný yrði tekin upp skylduaðild
að Síne, samtökum námsmanna
erlendis, hafnaði ráðherrann.
Þjóðviljinn hafði samband við
Árna Þór Sigurðsson í sendi-
ráðinu í Ósló og Kristján Ara
Arason í sendiráðinu í Kaup-
mannahöfn.
Ámi sagði að um 30 náms-
menn hefðu komi í sendiráðið í
Ósló í gærmorgun. Sagði hann að
þeir væru að ræða svar ráðherr-
ans, sem hann taldi allsendis ó-
fullnægjandi þar sem svo virtist
sem ríkisstjómin vildi ekki taka
ábyrga afstöðu í málefnum sjóðs-
ins.
Kristján Ari sagði að náms-
menn í sendiráðinu í Kaup-
mannahöfn hefðu verið um 50.
Kristján sagði að sú ráðstöfun að
vísa 1. árs nemum á víxillán í
bönkum væri að mati náms-
manna brot á lögum sjóðsins, og
vitað væri að bankarnir hefðu
synjað mörgum námsmönnum
um slík lán. Ráðherra sagði í
svari sínu til námsmanna í Kaup-
mannahöfn að 1. árs nemum
næsta árs yrði vísað á bankalán ef
nægileg fjárveiting fengist ekki til
sjóðsins.
-ólg.
Lánasjóður ísl. námsmanna
Námsmenn í fýluferð
Ráðherra ekki til viðtals við námsmenn. Albert ræður í málefnum sjóðsins, segir
Námsmenn fóru fýluferð í
menntamálaráðuneytið í gær.
Það voru Stúdentaráð, nemendur
Tækniskólans og fulltrúar Síne
sem íjölmenntu í ráðuneytið til
þess að krefja ráðherrann svara
um stefnu hennar í málefnum
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Ráðherra var ekki viðlátinn
formaður Stúdentaráðs.
þannig að námsmenn gátu ekki
sett fram kröfur sínar og ályktan-
ir.
Stefán Kalmansson formaður
Stúdentaráðs sagði í samtali við
Þjóðviljann að námsmenn hefðu
verið búnir að boða komu sína
óformlega. Hann sagði að um 50-
60 námsmenn hefur verið mættir,
og væru þeir vonsviknir yfir fram-
komu ráðherrans. Stefán sagði
að svo virtist sem ekki væri sam-
komulag í ríkisstjóminni í mál-
efnum Lánasjóðsins og ráðherra
reyndi þannig að varpa ábyrgð
sinni á Alþingi. Ég held að það sé
Albert sem ráði í þessu máli,
sagði Stefán að lokum. ólg.
„Skrftin blanda"
Ólympíuskákmótið:
Þrjú jafntefli
gegn Sovétmönnum
Helgi Ólafsson líklega með tapaða biðskák gegn
Beljavskí
...sagði Brigid
Er ólokið var biðskákum á Ol-
ympíuskákmótinu í gær var Is-
land í fjórða sæti eftir að hafa
fengið IVz vinning gegn hinu
sterka liði Sovétmanna. Helgi á
líklega tapaða biðskák gegn Belj-
avskí á 1. borði en á öðrum borð-
um var jafntefli. Margeir gerði
jafntefli við TúkmakofT, Jóhann
við Jússúpoff og JónL.við Sólók-
off. Kvennasveitin tapaði á öllum
borðum í viðureign sinni við
Frakka.
Biðskákir karlasveitarinnar
gegn Kínverjum í 10. umferð
enduðu allar með jafntefli og
unnu því ísiendingar Kínverja
með 2Vz vinningi gegn íVi.
Sovétmenn eru enn efstir á
mótinu með 30Vi vinning og eina
biðskák. í öðru sæti eru Banda-
ríkjamenn með 28Vi, í þriðja sæti
Ungverjar með 26'/2 vinning, í
fjórða sæti íslendingar með 26
vinninga og eina biðskák og í
fimmta sæti Svíar með 26 vinn-
inga. Einhverjar þjóðir geta
komist þarna upp á milii að lokn-
um biðskákum sem tefldar voru í
gærkvöldi.
Þess skal getið að viðureign So-
vétmanna og íslendinga var sýnd
á sérstökum heiðurspalli á mót-
inu í gær. -GFr
1. desember
Ogmundur og sr. Baldur
hjá stúdentum
Stúdentar minnast fullveldis í
dag í Félagsstofnun við Hring-
braut, og verður dagskránni út-
varpað frá klukkan tvö. Meðal
dagskráratriða eru kaflar úr Sól-
eyjarkvæði í flutningi Háskóla-
kórs og Stúdentaleikhúss, en að-
alræðumenn dagsins eru Ög-
mundur Jónasson fréttamaður og
séra Baldur Kristjánsson.
Vinstrimenn í Háskólanum sjá
um daginn og hafa valið til kjör-
orðin: Frelsi, jöfnuður, réttlæti.
Hallfríður Þórarinsdóttir
mannfræðinemi flytur ávarp
stúdents á dagskránni, strengja-
kvartett úr Tónlistarskóla leikur
og Egg-leikhús Viðars Eggerts-
sonar kemur við sögu. f Skálka-
skjóli, kaffi- og léttvínshúsi stúd-
enta, verður djassað af kappi, og
um kvöldíð heidur l.des.-
nefndin ball í Sigtúni. -m
5 Jólin koma!