Þjóðviljinn - 01.12.1984, Qupperneq 6
IÞROTTIR
Körfubolti-úrvalsdeild
Þeir voru á því i Noregi í gær-
kvöldi að viðureign íslands og
Austur-Þýskalands í gærkvöldi
hefði verið albesti handknatt-
leiksleikur sem sést hefur þar í
landi. ísland var yfir lengi vel en
mátti sætta sig við naumt tap,
23:22, gegn hinu geysisterka liði
Austur-Þjóðverja, einu albesta
handknattleikslandsliði I heimi.
Þetta var annar leikur íslands af
Qórum á Polar Cup, liðið vann
Itali 25:15 í fyrrakvöld.
Rétt eins og í síðustu leikjum,
gegn Dönum og ítölum, var ís-
lenska liðið seint í gang. Austur-
Þjóðverjar skoruðu þrjú fyrstu
mörkin og komust í 4:1. Skömmu
síðar stóð 6:4 fyrir A-Þjóðverja
en þá kom frábær kafli hjá ís-
lenska liðinu - fimm mörk í röð
og staðan orðin 9:6, íslandi í vil.
Liðið hélt síðan forystunni út
fyrir hálfleik, 13:11 í hléi.
Fyrri hluta síðari hálfleiks var
ísland yfir en Austur-Þjóðverj-
um tókst loks að jafna um hann
miðjan. Næstu mínútumar var
ýmist jafnt eða ísland yfir en
Austur-Þjóðverjar náðu foryst-
unni þegar sjö mínútur voru til
leiksloka, 21:20. Þeir skoruðu
síðan tvö næstu mörk og tryggðu
sér sigurinn, staðan 23:20, og tvö
mörk íslands í lokin ógnuðu því
ekki verulega.
Allt íslenska liðið lék mjög vel,
átti sannkallaðan toppleik. Engir
léku þó betur en Einar Þorvarð-
arson markvörður og Bjarni
Guðmundsson. Einar varði frá-
bærlega og Bjami hefur senni-
lega aldrei farið jafnmiklum
hamfömm í þeim 152 lands-
leikjum sem hann hefur leikið -
hann skoraði hvorki meira né
minna en 11 mörk - af homi, af
línu, úr hraðaupphlaupum, nán-
ast af öllum gerðum. Allir aðrir
stóðu sig mjög vel. Markaskorar-
ar auk Bjarna vora Sigurður
Gunnarsson sem skoraði 4 mörk,
Atli Hilmarsson með 3, Kristján
Arason 2 og Páll Ólafsson 2.
Línumaðurinn snjalli Þorgils Ótt-
ar Mathiesen var hvíldur í þess-
um leik og munar um minna.
í dag kl. 13.30 að íslenskum
tíma mætir íslenska liðið Norð-
mönnum. Gífurlegur áhugi er í
Körfur á
færibandi
Njarðvík vann Val 114-98
Öruggur sigur hjá meisturunum sem
hafa yfirburðaforystu í úrvalsdeildinni
Bjami Guðmundsson skoraði 11 mörk í gærkvöldi - slíkt er sennilega einsdæmi gegn jafnsterku liði og því austur-þýska.
Ísland-A -Þýskaland
Ekki sést betra
íNoregi!
Austur-Þjóðverjar sigruðu 23:22 í frábœrum leik
Bjarni Guðmundsson skoraði 11 mörk
Noregi fyrir þeirri viðureign
vegna þeirrar athygli sem ís-
lenska liðið hefur vakið undan-
farið og verður leiknum sjón-
varpað beint þar í landi. Síðasti
leikur íslands verður við ísraels-
menn á sunnudag en törnin held-
ur áfram um næstu helgi þegar
leiknir verða þrír leikir við Svía
hér á landi.
Virkilega góður árangur í gær-
kvöldi, gegn liði sem löngum hef-
ur leikið landslið okkar grátt.
- VS
Körfurnar voru skoraðar á
færibandi í íþróttahúsinu í Njarð-
vík í gærkvöldi. Sjaldan hefur
meiri flugeldasýning sést hjá
tveimur liðum þar í úrvals-
deildinni en hjá Njarðvík og Val
og þegar upp var staðið höfðu
verið skoruð á þriðja hundrað
stig - Njarðvík vann öruggan
sigur í þessum fjöruga leik, 114-
98.
Njarðvíkingar voru yfir frá
upphafi og höfðu sigurinn alltaf í
hendi sér. Leikurinn var jafn
framan af, staðan 20:15 um miðj-
an fyrri hálfleik, síðan 34:26 þeg-
ar þrjár mínútur voru til loka fyrri
hálfieiks og í lokin þar var grimmt
skorað, staðan 50:40 í hálfleik.
Njarðvík jók fljótlega forskotið í
síðari hálfleik og var komið í
94:77 þegar enn var nokkuð til
leiksloka. Mestur varð munurinn
22 stig, 102:80, en lokaniðurstað-
an varð 16 stiga sigur eins og áður
sagði, 114:98.
Njarðvík er með besta lið
deildarinnar um þessar mundir, á
því leikur enginn vafi. Liðið var
Handbolti
KR vann
á Akranesi
KR vann öruggan sigur á ÍA,
18-12, í l.deild kvenna á Akranesi
í gærkvöldi. Úrslitin réðust í raun
á fyrsta hluta leiksins, KR
skoraði fimm fyrstu mörkin og
hélt því forskoti til leiksloka.
Staðan í hálfleik var 8-3, KR í
hag.
Mörk KR gerðu Sigurbjörg
Sigþórsdóttir 3, Nellý Pálsdóttir
3, Snjólaug Benjamínsdóttir 3,
Jóhanna Ásmundsdóttir 3, Karo-
lína Jónsdóttir 3, Elsa Ævars-
dóttir 2 og Valgerður Skúladóttir
1. Fyrir ÍA skoraði Karitas Jóns-
dóttir 6, Sigurlín Jónsdóttir 4 og
Laufey Sigurðardóttir tvö mörk.
Með sigrinum komst KR í fjórða
sætið í l.deild og úr mestu fali-
hættunni.
-VS
jafnt og sterkt en uppúr stóð þó
Valur Ingimundarson sem var
maður leiksins. Árni Lárusson
átti einnig mjög góðan leik þó
hann hafi oft hitt betur. Jónas Jó-
hannesson var kominn með fjór-
ar villur í fyrri hálfleik og fékk þá
fimmtu fljótlega eftir að hann var
settur inná í þeim seinni en það
kom ekki að minnstu sök.
Torfi Magnússon og Jón
Steingrímsson stóðu uppúr hjá
Val. Torfi lenti þó í villuvand-
ræðum eins og oft áður og hvarf
af leikvelli nokkru fyrir leikslok.
Valsarar vora ekki alltaf alveg
með á nótunum, um miðjan
seinni hálfleik hirti t.d. einn
þeirra frákast undir eigin körfu
en raglaðist svo illilega að hann
skaut strax - á eigin körfu! Hann
hitti ekki en Helgi Ragnsson
fylgdi vel og skoraði öragglega!
Sjaldan hefur verið hlegið hærra í
Njarðvík.....
Stig UMFN: Valur 37, Gunnar Þorvarðar-
son 16, Helgi 13, IsakTómasson 11, Árni
10, Jónas 10, Hafþór Óskarsson 6, Ellerl
Magnússon 6 og Teitur örlygsson 5.
Stlg Val8: Torfi 19, Jón 15, Leifur Gústafs-
son 14, Tómas Holton 12, Einar Ólafsson
11, Kristján Ágústsson 11, Björn Zöega 8,
Jóhannes Magnússon 3 og Páll Arnar 2.
Jón Otti og Sigurður Valur
dæmdu leikinn vel.
Staðan í úrvalsdeildinni:
Njarðvík..........9 8 1 840:673 16
Haukar............6 4 2 530:470 8
Valur.............7 4 3 612:591 8
KR................6 3 3 481:446 6
ÍS................7 1 6 464:667 2
(R................7 1 6 504:584 2
- SÓM/Suðurnesjum
Þorvaldur
tilKA
Ormarr í Fram
Þorvaldur Þorvaldsson,
fyrram fyrirliði Þróttara, mun
leika með 2. deildarliði KA í
knattspyrnu næsta sumar. KA
hefur hins vegar misst hinn
trausta bakvörð, Ormarr Örlygs-
son, sem mun leika með Fram
næsta sumar. - VS
Brasilía
Santana endunáðinn?
Allar líkur eru á að Tele Sant-
ana gerist aftur landsliðsþjálfari
Brasilíumanna i knattspyrnu.
Hann hefur þjálfað í Saudi-
Arabíu síðan 1982 en er nú snúinn
til heimalandsins á ný.
6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1984
Handbolti
Fylkir og Grótta unnu
Fylkir vann góðan sigur á
Þór, 22-19, á Akureyri í 2.deild
karla í gærkvöldi. Fylkir komst í
6-2 í byrjun og hafði forystuna
eftir það, staðan 11-9 í hálfleik.
Gunnar Baldursson skoraði 7
mörk fyrir Fylki, Einar Einars-
son 5, Sigurður Símonarson 3
og Kristinn Sigurðsson 3. Guðj-
ón Magnússon skoraði 6 mörk
fyrir Þór og Oddur Sigurðsson
og Rúnar Steingrímsson 4 hvor.
Grótta vann Ármann í bar-
áttuleik á Seltjamamesi, 28-26.
Ármann hafði 14-13 yfir í hálf-
leik. Gunnar Páll Þórisson
skoraði 10 mörk fyrir Gróttu og
Jóhannes Benjamínsson 5 en
Einar Njálsson 6 og Bragi Sig-
urðsson 5 skoraðu mest fyrir
Ármann.
-KH/VS
Santana var gagnrýndur harka-
lega eftir að ftalir höfðu slegið
Brassana útúr heimsmeistara-
keppninni á Spáni 1982 og hann
sagði af sér í kjölfar þess. Honum
var gefið að sök að hafa vanrækt
vamarleikinn og það hefði kost-
að Brasilíu heimsmeistaratitil-
inn. ítalir unnu 3:2 og vora öll
mörk þeirra frekar ódýr, eitt
hreinasta gjöf. Forseti knatt-
spymusambands Brasilíu hefur
lýst því yfir að hann vilji mjög
gjama fá Santana til starfa á ný.
Brasilíumenn era í riðli með Par-
aguay og Bólivíu í undankeppni
HM og eitt liðanna kemst í loka-
keppnina í Mexíkó. Keppni í riðl-
inum hefst ekki fyrr en næsta
sumar.
- VS