Þjóðviljinn - 01.12.1984, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 01.12.1984, Qupperneq 11
Every man has a woman. Umboð: Fólkinn h/f. Loksins, loksins! hrópaði ég yfir mig þegar ég frétti af útkomu safnplötu (af öllum plötum!!) og fann fögnuðinn víbra í eymarsneplunum, spékoppnum og hjartanu öllu. Trú mín á mannkynið kviknaði að nýju; eitthvert dásamlegt fólk hefur tekið sig saman og sungið nokk- ur lög og texta Yoko Ono inn á plötu, gömul og ný, ólíkir lista- menn sem finna sig knúna að tjá virðingu sína þessari merku konu og túlka pöplinum mikilvægi hennar. Mikilvægi hennar og framlag í sögu rokktónlistar, Ijóðagerðar og mannlegrar hugsunar verur ekki orðum ofaukið; fleiri og fleiri skammast sín orðið fyrir þröng- sýna afstöðu sína gagnvart Yoko Ono og þá hugsun að hér færi einhver meirihátar ga-ga per- sónuieiki með enga hæfileika nema til að hneyksla almenning. Á meðan óvandað fólk úr öllum áttum gerði aðsúg að henni og grimmilegar árásir, var Yoko á sinn sérstæða hátt að segja mannkyninu frá góðsemi þess og ónotuðum hæfileikum til sjálfs- þekkingar; reyna að útrýma ver- sta óvini hverrar manneskju, sem er þröngsýni hennar. Platan hefst á lagi sem Yoko söng fyrst inn á Double Fantasy, Every man has a woman who lov- es him, hér sungið af John Lenn- on sjálfum, og spilaði hann einnig á gítarinn, en gítarleikur Johns varð einn sá sérstæðasti sem heyrst hefur í rokktónlist og ber spil hans í þessu lagi því glöggt vitni. Góðvinur þeirra hjóna, og fé- j lagi Lennon fram til dauðadags 1 hins síðamefnda, Harry Nilsson, syngur þrjú lög Yoko, Silver Horse, Dream Love og Loneli- ness, tvö fyrrnefndu rólegar mel- ódíur sem Nilsson gerir afbragðs- góð skil, hið síðastnefnda þykir mér þó bera af í túlkun hans sem er mjög rokkuð útfærsla á þessu bráðum tíu ára gamla lagi Ono. Lögregluþjónninn Eddic Mon- ey (áður Mahoney), sem lagði lögguhúfu sinni og tók upp söng, syngur I’m moving on, sem finnst einnig á Double Fantasy, geysi- vel og kröftuglega, röddin eilítið rám, sjarmerandi. Rosanne Cash, dóttir kántrý- söngvarans ameríska Johnny | Cash, flytur ljúfri röddu lag frá; ’81, Nobody sees me like you do, j sem finnst á plötunni Seasons of Glass. ' Hljómsveit, sem kallar sig Alt- ernating Boxes og undirrituð hef- ur ekki heyrt getið fyrr, flytur eitt frumlegasta lag þessarar plötu, Dogtown (Seasons of Glass), þannig, að líklega verður ekki betur um bætt í framtíðinni. Roberta Flack, konan sem lærði klassískan píanóleik og spil- aði undir hjá óperusöngvurum, syngur af mannbætandi ljúfleika reggei-útsett lag af Gler árstíðun- um, Goodbye Sadness, og lýkur þar með hlið eitt. Hlið tvö hefst svo á lagi sem er í ‘ hvað mestu uppáhaldi hjá mér af lögum Yoko Ono, það kom út á smáskífu í janúar ’81 og var það fyrsta sem Yoko sendi frá sér eftir dauða eiginmanns síns: Walking on Thin Ice. Það kom í hlut Elvis Costello og hljómsveitar hans The Attractions að flytja þetta lag. Þótt ég gerði mér grein fyrir snilli Costello og sérkennum hans sem tónlistarmanns og söngvara, átti ég tæpast von á jafn frábærri útsetningu og þvílíkum söng sem hér hefur orðið raunin á. Grallaramir þýsku í Trio, sem ófáir þekkja, minnugir lagsins með einum allra mergjaðasta texta samtímans, Dadada, syngja og leika Wake Up, lag á It’s Al- right ’82. Njóta þeir aðstoðar þýska bassaleikarans Klaus Vo- orman, sem víða hefur komið við, lék m.a. með Plastic Ono bandinu víðfræga, með Lou _____QÆGURMÁL Ó YOKO Reed á Transformer og hefur leikið inná plötur allra hinna Bítl- anna auk þess að eiga teikningar þær sem prýða Revolver piötu þeirra fjórmenninga. Andlegi kórinn, eða Spirit Choir, sem samanstóð af John og Yoko, Elephant’s Memory og Plastic Ono bandinu, flytja af andaktugheitum ljúfa bæn til mannkynsins, Now or never, og segja okkur að hefja strax handa við upprætingu fólskuverka, við megum engan tíma missa, það er nú eða aldrei. Lag þetta var sam- ið fyrir tólf árum og hefur texti þess eflaust sjaldan verið meira við hæfi en nú á tímum. Sá sem lýkur plötunni er 10 ára sonur Yoko og Johns, Sean Ono Lennon, og þykir mér það vel við hæfi. Hann flytur okkur áríðandi skilaboð um að missa aldrei trúna á eitthvað betra þó að erfitt kunni stundum vera að líta framan í heiminn, og segir þannig muni betur fara: It’s Alright. Hvar sem á er litið, þykir mér þessi safnplata með lögum Yoko Ono hin mesta gersemi, og er þetta í einu af örfáum tilvikum sem okkur Andreu finnst við hæfi að hvetja fólk til að eignast plötu. Allir þeir listamenn sem á þessari plötu koma við sögu gera lögum Yoko svo góð skil að oft er um hreinustu snilld að ræða. Og þeir sem aldrei hafa umborið sér- kennilega rödd Yoko en skynjað mikilúðleik manneskjunnar ættu óhikað að komast í tæri við um- rædda plötu, hún veitir góða inn- sýn í verk þessarar yndislegu konu. o Frökkunum HUO A . Launaþrællinn L Svartur gítar A Leyndarmál frægðarinnar % Giftu þig 19 m 10.000 kr. frétt HLIÐ B Lili Marlene Blindsker Snertu mig Fallen angels Bönnum verkföll FALKINN Þessi plata er framleidd með svokallaðri DMM Teldec tækni (Direct Metal Mastering) sem hefur i för með sér mun betri hljómgæði en á*ur hefur tíðkast. Hljómurinn er í senn tærari og i öflugri og hvorki bergmál né suð spilla fyrir ánægjunni af tónlistinni. ÞETTA ER PLATAN! GÚÐA HELGI! gramm ffÚl) er komin! Lili Marlene,jómfrúarplata/ DAS KAPITAL er komin út! k BUBBI MORTHENS, gitarleikari. söngvari. munnhörpuleikan og lagasmiður, Aður i hljóm- sveitunum Utangarðsmönnum og Egó. MIKE POLLOCK. gitarleikari. 4« söngvari og lagasmiður. Áður i Utanyarðsmönnum. GUÐMUNDUR GUNNARSS0N. Bodies. Baðvörðunum og trommuleikari. Aður i Tappa Tikarrassi JAKOB MAGNÚSSON. hassa leikari og lagasmiður. Aður í Tappa Tíkarrassi Laugardagur 1. deaamber 1984 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 11 Almenna auglýsingastofan hf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.