Þjóðviljinn - 01.12.1984, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 01.12.1984, Qupperneq 14
UM HELGINA Hjartans þakkir sendi ég til allra þeirra sem sendu mér skeyti og sýndu mér aðra virðingu á áttræðisafmæli mínu hinn 23. nóvember s.l. Páll Helgason Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritun í öldungadeild veröur 3.-5. desemb- er frá kl. 16-18. Rektor Frá menntamála- ráðuneytinu Vélfræðikennara vantar að Iðnskóla ísafjarðar til að kenna vélskólanemum 1. og 2. stigs frá áramótum. Nánari uþþlýsingar gefur skólastjóri í síma 94-4215 milli 10-12 og í síma 94-3502 á kvöldin. Menntamálaráðuneytið Viðgerðarstarf Laghentur, vanur maður óskast til starfa á verkstæði Rafbúðar Sambandsins, að Ármúla 3. Starfið er fólgið í viðgerðum saumavélaog smærri heimilistækja. Nám í skrifvélavirkjun eða rafeindavirkjum æskilegt, en ekki skilyrði. Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra, er veitir frekari uþplýsingar. Umsóknarfrestur er til 10. des. n.k. SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉLAG A STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Frá Borgarbókasafni Sögustundir í hverri viku í Borgarbókasafni. Aðalsafni Þingholtsstræti 29a þriðjudaga kl. 10-11. Bústaðasafni Bústaðakirkju miðvikudaga kl. 10-11. Sólheimasafni Sólheimum 27 miðvikudaga kl. 11-12. Ykkur er óhætt að líta inn því margt getur skemmtilegt skeð í sögustund. Fóstrur og dagmömmur athugið að ef þið komið með hópa, látið okkur þá vita í tíma. Borgarbókasafn. 81333 Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? Leggjum ekki af staö i feröalag í lélegum bíl eöa illa útbúnum. Nýsmuröur bíll meöhreinnioliuog yfirfarinn t.d. á smurstöö er lík- legur til þess að komast heill á leiöarenda. mÍIMFERCAR Whád . Kjarvalsstaðir: Fimm á Kjarvals- stöðum í dag klukkan 14 hefst samsýn- ing 5 ungra myndlistarmanna í austursal Kjarvalsstaða. Þeir hafa allir sýnt áður á einkasýning- um og samsýningum. Þetta eru þeir Steingrímur Þorvaldsson, Magnús V. Guðlaugsson, Stefán Axel, Ómar Skúlason og Pétur Stefánsson. Steingrímur og Magnús sýna málverk, unnin á árunum 1983- Fjórir af listamönnunum en sá fimmti, Stefán Axel, var ókominn frá Hollandi. F.v.: Ómar Skúlason, Pétur Stefánsson, Steingrímur Þorvaldsson og Magnús V. Guðlaugsson. Ljósm.:EO 1984, en Stefán og Ómar með þessu ári. Sýningin stendur til splunkunýjar myndir. Pétur jóla og verður opin alla daga frá verður með teikningar unnar á 14-22. -GFr Kjarvalsstaðir: Ljósmyndasýning Harðar Vilhjálmssonar í dag hefst ljósmyndasýning Harðar Vilhjálmssonar á Kjar- valsstöðum og sýnir hann þar 35 ljósmyndir í lit, landslagsmyndir og haustliti. Þetta er fyrsta einka- sýning hans. Hörður lauk námi hjá Óla Páli Kristjánssyni, ljósmyndara, 1971 og stundaði framhaldsnám við Harrow College og Technology and Art veturinn 1975-1976. Hann hefur starfað sem Ijós- myndari við Landsbókasafn ís- lands og Dagblaðið, rak ljós- myndastofu um skeið en hefur starfað hjá Sjónvarpinu síðan Hörður með myndir sínar. Ljósm.: EÓ 1981. Gerðuberg Þoipið Nemendur sem stunda nám á öðru ári í Leiklistarskóla íslands, munu flytja „þorpið" eftir Jón úr Vör undir stjórn Helgu Bach- mann í Gerðubergi á sunnudag kl. 15.30. Er þetta fyrsta dagskráin af flutt í Gerðubergi nokkrum sem stendur til að flytja í Gerðubergi á aðventunni. Næstu sunnudaga munu rithöf- undar lesa úr verkum sínum, þar sem gestir geta setið yfir kaffi- bolla og heimabakkelsi og notið lífsins. Fólk má gjarnan taka þetta sem hvatningu um að eyða ekki öllum sunnudeginum í jól- aundirbúning og yfirvinnu, held- ur drekka eftirmiðdagskaffið sitt í Gerðubergi og fá þessa skemmtun um leið. Musica Sunnudaginn 2. desember n.k. verða haldnir fyrstu tónleikar MUSICA ANTIOUA á þessum vetri. Þau Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Örn Snorrason flytja tón- list frá endurreisnar og barokk- tímanum, verk eftir van Eyck, John Dowland, Francesco Manc- ini, Pierre Philidor, Arcangelo Corelli o.fl. Þau Camilla, Ólöf Sesselja og Snorri Örn léku þessa efnisskrá á Antiqua Skálholtstónleikum 14. og 15. júlí í sumar en síðan var ferðinni heitið til Svíþjóðar og Austurrík- is þar sem þau héldu fjölda tón- leika við mjög góðar undirtektir. Hljóðfærin sem þau leika á eru blokkflautur, viola da gamba og lúta, allt eftirlíkingar af gömlum hljóðfærum sem smíðuð voru á endurreisnar og barokktíman- um. Tónleikarnir verða í Krists- kirkju og hefjast kl. 16:00 Gallerí íslensk list Einar G. Baldvinsson sýnir á Vesturgötu í dag 1. desember opnar einn af þekktustu listmálurum þjóðar- innar Einar G. Baldvinsson sýn- ingu á verkum sínum í galleríinu íslensk List, að Vesturgötu 17. Einar sýnir þar 22 olíumálverk, sem flest eru máluð á síð- astliðnum tveimur árum. Nú eru liðin fimm ár síðan þessi þekkti málari hélt síðast einkasýningu, þó hann hafi síðan tekið þátt í mörgum samsýningtím. bæði er- iendis og hér á landi. En þessi sýning er áttunda einkasýning Einars. Á málverkasýningu Einars í Galleríinu á Vesturgötu 17, eru mörg málverk frá sjávarsíðunni á íslandi, bátar þorp, og fólk að störfum, auk landslagsmynda. Allt verk sem eru dæmigerð fyrir hinn sérstæða og sterka stfl Ein- ars G. Baldvinssonar. Sýningin er opin daglega kl. 9- 17 á virkum dögum og kl. 14-18 um helear. Musica Antiqua sklpa Camilla Söderberg, Snorri Órn Snorra- son og Ólöf Sesselja Óskars- dóttir Ossa Afmæli hjá Ossu í tilefni af því að listmuna- og gjafavöruverslunin Ossa átti fyrir skemmstu tveggja ára afmæli verður opið hús í versluninni í Glæsibæ í dag. Opið verður frá klukkan tíu til fjögur. Afmælisafsláttur 10-20%. Meðal muna eru handunnin teppi frá Mexíkó, og antikteppi frá ýmsum öðrum löndum. Einn- ig norskur sérhannaður kristall frá Hadeland, finnskir listmunir, handgerðir kínverskir dúkar og ýmiss konar fallegar keramík- og j textflvörur. Eigandi verslunarinnar er i Oddný Ihitimársdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.