Þjóðviljinn - 23.12.1984, Side 18

Þjóðviljinn - 23.12.1984, Side 18
FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er þaö kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð, sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. [ flestum nýrri húsum eru sjálfvör,.útsláttar- rofar" en í eldri húsum eru vartappar ,,öryggi“. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper Ijós 20-25 amper eldavél 35 amper aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina ( aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofa í töflu leyst úr er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja lekastraumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir ísíma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum yður beztu óskir um gleðileg jól og farsæld ákomandi ári, með þökkfyrirsamstarfið á hinu liðna. RAFMAG NSVEITA REYKJAVÍKUR (Geymið auglýsinguna) Gleðileg jól! Á Vestdalseyri Tómlegt varð ó Eyrinni þegar fjölskyldurnar hver af annarri fluttu burt sumar yfir fjörðinn aðrar til Reykjavíkur húsin stóðu eftir. Gluggarnir fylltust myrkri hliðin brotnuðu arfinn lagði undir sig kartöflugarðana. Tómlegt varð d Eyrinni. Stundum mótti ó haustkvöldi greina gamalkunn hróp sem bar handan yfir í kyrrðinni krakkarnir voru þar í boltaleik. Við sótum d tröppunum og töldum Ijósin hinum megin. Eitt og eítt kviknuðu þau og svo skyndilega öll götuljósin eins og glitrandi perluband eins og stjörnur ó eilífðarströnd. Dvergliljur 1968 „Ég held ég hafi aldreitrúað því að annar heimur væri til bak við fjöllin", sagði Vilborg Dagbjartsdóttir þegar blaða- maður Þjóðviljans ræddi við hana um æskustöðvar henn- ar og uppvaxtar. Við sátum á notalegu heimili hennar í hjarta miðbæjar Reykjavíkur og ræddum um löngu liðinn heim. Vilborg er fædd og upp- alin á Vestdalseyri, þorpi fyrir austan sem er ekki lengur til. Þar sjást nú engin ummerki þess iðandi mannlífs sem Vil- borg Dagbjartsdóttir rithöf- undur lýsir í Ijóðum og sögum. „Ég er fædd í hákreppunni", segir Vilborg og dregur tóninn, hún hefur einstaka rödd. „Þá bjuggu um 50-60 manns á Vest- dalseyri, þar af var mikill barna- fjöldi í hverju húsi. Þarna bjó ég til 12 ára aldurs er ég fór í skóla og vist til Norðfjarðar. Fólkinu var farið að fækka áður en ég flutti. Um 1940 fóru fjölskyldur að flytja burtu, alveg til 1960“. Vestdalseyri var hluti af Seyðis- fjarðarkaupstað, sem samanstóð einnig af Oldunni og Búðareyri. Seyðisfjörður var á þessum árum höfuðstaður Austurlands. Pað var nokkur spölur frá Vestdals- eyri inn á Öldu og tepptist oft á vetrum. Vilborg var spurð um skólahald og þjónustu á staðnum. „Skólinn var inni í bæ. Yfirleitt lærðu krakkarnir heima en fóru svo þegar fært var í skólann. Allir fóru síðan og tóku próf. Kirkjan fór árið 1929 en þá voru flutning- ar hafnir. Gránufélagsverslun var á Eyrinni til 1935 en eftir það urðu allir að fara inn í bæ til að versla. Það var nefnilega þannig að á síldarárunum var byggt upp kringum Búðareyri. Þar var lagt rafmagn en þótti ekki svara kostnaði að Ieggja það hjá okkur. Á Vestdalseyri voru gamlir búskaparhættir og við sóttum vatn í brunna. Pabbi var útvegs- bóndi, og þarna bjuggu verka- menn og sjómenn. Svo áttu flestir kú, nokkrar kindur, hænsni, endur og gæsir. Mamma ræktaði gæsir. Garðrækt var einnig tals- verð“. í nýjustubók Vilborgar, Boggu á Hjalla, kemur fram að hún, þá um 6 ára gömul, hefur ýmsum störfum að sinna. Var nóg vinna fyrir öll þessi börn? „Já, það var margt sem krakk- ar unnu. Allir höfðu nóg að gera og mörg störf féllu í hlut krakk- anna“. Hvað gerði fólk svo utan vinn- unnar? „Það var borin mikil virðing fyrir helgidögum. Fólk klæddi sig uppá og fór í heimsóknir. Ég held bara að enginn sérstakur barna- heimur hafi verið hjá okkur því fullorönir léku sér með okkur í ýmsum leikjum á helgidögunum. Sums staðar var útvarp. Það var mikili viðbúnaður þegar barnatími var. Þá klæddum við krakkarnir okkur upp á og fórum í hús þar sem útvarp var. Sátum þá og hlustuðum, enda var þetta meiri háttar skemmtun. Full- orðna fólki fór og hlustaði saman þegar leikrit voru“. 7 Ijóði sem þú hefur ort segirðu að tómlegt hafi orðið á Eyrinni og í Boggu á Hjalla ertu mikið ein, áttirðu ekki vinkonur? „Ég er níunda í röðinni af tólf systkinum. Þegar maður er alinn DJOÐVIUINN „Mér hefur alltaf fundist ég vera ein af krökkunum", segir Vilborg. Hérna er hún með fyrsta fullnaðarprófsbekkinn sinn fyrir aldarfjórðungi síðan. 18 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.