Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Hátt til lofts og vítt til veggja í nýju mjólkurstöðinni á Bitruhálsi. Þetta er þó aðeins einn af mörgum sölum í því húsi, en þarna bendir Pétur Sigurðsson
tækniforstjóri MS fréttamönnum á aðal-framleiðslusalinn. - Ljósm.-eik-
Mjólkurstöðin
Eitt stærsta hús á íslandi
Mjólkursamsalan fimmtug. Er að byggja 13.800fermetra hús. Kostar
215 miljónir. Engin lán verið tekin.
Forráðamenn Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík kölluðu
fréttamcnn á sinn fund í gær af
tilefni þess að á þriðjudaginn
kemur verður fyrirtækið 50 ára.
Var farið með fréttamenn í
gegnum húsnæði samsölunnar
við Laugaveg og oft bent á hversu
óhentugt það húsnæði sé orðið en
síðan var haldið inná Bitruháls,
þar sem samsalan er að byggja
eitt stærsta hús á íslandi, samtals
13.800 fermetra. Verður það
húsnæði tekið í notkun á næsta
ári að hluta til. Eins og það stend-
ur í dag kostar það 215 miljónir
króna og hefur Mjólkursamsalan
ekki enn þurft að taka neitt lán
vegna þessara framkvæmda.
Forstjóri samsölunnar, Guð-
laugur Björgvinsson, sagði að nú
væri komið að þeim punkti að
taka þyrfti lán. Benti hann á að
það eigið fé samsölunnar sem til
byggingarinnar hefði verið varið
gæti ekki talist óeðlilega mikið,
þegar þess er gætt að það er ekki
nema um 20 daga brúttóvelta hjá
fyrirtækinu.
Mjólkursamsalan rekur mikla
brauðgerð, sem framleiðir 1800
brauð á klukkustund. Pá er rekin
ísgerð sem framleiðir hinn kunna
MS ís og svo margskonar auka
afurðir sem kallað er, jógúrt,
skyr og fleira. f allt starfa 250
manns hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík en því verður fækkað
þegar nýja stöðin verður tekin í
notkun. -S.dór
Náttúruvernd
Aðeins 5 ára starfsleyf i
Kísiliðjan sótti um 20 ára starfsleyfi. Náttúruverndarráð telur
rannsóknum við Mývatn stórlega ábótavant.
Stjórn Náttúruverndarstöðvar-
innar við Mývatn kom saman
til fundar í Reykjavík þann 10.
þ.m. Fundarefnið var einkum að
fjalla um svar Náttúruverndar-
ráðs til iðnaðarráðuneytisins,
dags. 18/12 1984, varðandi náma-
Eftir að bandaríski herinn fór
að fá vistir sínar hingað með
bandarískum flutningaskipum
hefur verið betur fylgst með því
en áður hvaða vörur eru fluttar
sjóleiðina til hersins. M.a. hefur
komið í Ijós að innan um aðrar
vörur eru oft á tíðum fullir gámar
af ísmolum út í viskýið á Vellin-
um.
lcyfi til handa Kísiliðjunni við
Mývatn, en hún hefur sótt um
leyfi til næstu 20 ára, frá þeim
degi að telja á næsta ári þegar hið
upprunalega námaleyfi rennur
út. Iðnaðarráðuneytinu ber,
lögum samkvæmt, að leita um-
Þeir sem til þekkja telja aö
bandarísk hernaðaryfirvöld séu
hrædd um að nota ísmola úr ís-
lensku vatni vegna þess að hugs-
anlega gæti einhver óvinurinn
sett eitur í vatnið. Hitt er einnig
nefnt, að vatnið á Vellinum sé
algerlega ódrekkandi vegna ein-
hverra hreinsiefna sem herinn
setur út í það mönnum til mikillar
sagnar Náttúruverndarráðs um
þetta mál áður en það veitir slíkt
leyfi.
Ráðið telur sig með engu móti
geta veitt nema stutt bráða-
birgðaleyfi, þar sem enn er mikið
verk óunnið við víðtækar, náttúr-
furðu. Hinu má ekki heldur
gleyma að í Bandaríkjunum er
ótölulegur fjöldi fyrirtækja sem
lifir á því að mata bandaríska her-
menn út um allan heim. Að öllum
líkindum er eitt eða fleiri ísmola-
fyrirtæki þar á meðal sem hefur
sérhæft sig í að kæla svaladrykki
dátanna hvort sem er í Víetnam
eða á Miðnesheiði.
ufræðilegar rannsóknir, en leyfi
af hendi Náttúruverndarráðs
verður að byggjast á niðurstöð-
um slíkrar rannsóknar. Ríkið
hefur hinsvegar, allt til þessa,
svikist um þá lagaskyldu sína, að
veita fé til slíkra rannsókna. Svar
ráðsins hljóðaði því upp á 5 ára
starfsleyfi, sem háð er þeim skil-
yrðum, að ríkið leggi fram nægi-
legt fé til nauðsynlegra
rannsókna á lífríki vatnsins og
áhrifum kísilgúrtökunnar á botn
þess. Hefjist þær rannsóknir ekki
síðar en að vori. Vonast ráðið til
að eftir 3 ár liggi fyrir niðurstöður
rannsóknanna og þá geti það
endurskoðað afstöðu sína til á-
framhaldandi töku kísilgúrs úr
vatninu.
Eftir langar og ýtarlegar um-
ræður samþykkti fundurinn að
„lýsa yfir fullum stuðningi við
bréf Náttúruverndarráðs til iðn-
aðarráðuneytisins varðandi
námaleyfi til handa Kísiliðjunni
við Mývatn. -mhg
lnnflutningur
ísmolar fyrir Kanann
Laugardagur 12. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Ríkisútvarpið
SjÖ SÓttU um
starf fram-
kvæmda-
stjórans
Sjö sóttu um starf fram-
kvæmdastjóra Ríkisútvarpsins,
en Guðmundur Jónsson söngvari
lætur senn af störfum. Þeir eru:
Elfa Björk Gunnarsdóttir borg-
arbókavörður, Guðbjörg R.
Jónsdóttir starfsmannastjóri,
Helgi Pétursson fréttamaður,
Olafur Þorsteinsson deildar-
stjóri, Sumarliði Steinar Bene-
diktsson rithöfundur, Ævar
Kjartansson varadagskrárstjóri
og einn óskaði nafnleyndar.
Heyrst hefur að Markús Örn Ant-
onsson muni beita áhrifum sínum
til að ráða Elfu Björk í stöðuna.
Skíði
Allir í
Skalafell
Skíðasvæði KR í Skálafelli
verður opnað í dag, laugardag og
geta menn brugðið sér í lyftur á
svæðinu frá kl. 10-18. Verður
opið á þeim tíma í vetur.
Lyftur KR í Skálafelli eru 8
talsins, þar af ein stólalyfta.
Spjaldalyftur eru þrjár og tvær
barnalyftur að auki. Þá eru tvær
æfingalyftur á KR svæðinu. Skíð-
akennsla er þar í boði um helgar
og verður hún auglýst sérstak-
lega. Langferðabílar Úlafs Jak-
obsen sjá um að aka fólki uppeft-
ir og fást allar upplýsingar hjá
BSÍ og KR.
Verkalýðsmálaráð
Aðalfundur
1. -2. febrúar
Aðalfundur Verkalýðsmála-
ráðs Alþýðubandalagsins verður
haldinn dagana 1. og 2. febrúar
nk. að Hverfisgötu 105 í Reykja-
vík.
Að sögn Einars Karls Haralds-
sonar framkvæmdastjóra flokks-
ins hefst fundurinn föstudags-
kvöldið 1. febrúar með panelum-
ræðum þar sem rætt verður um
reynsluna á árinu 1984 og barátt-
una á árinu 1985. Á fundinum
verður einnig rætt um starfsemi
verkalýðsmálaráðs o.fl. Fundin-
um lýkur síðdegis laugardaginn
2. febrúar.
Einar Karl sagði að á 3ja
hundrað manns væru í verkalýðs-
málaráði en fundurinn væri opinn
öllu Alþýðubandalagsfólki og
öðrum áhugamönnum um verka-
lýðsmál. —v.
Afmœli
Iðja 50 ára
Kaffisamsœti á sunnudag
Um þessar mundir er Iðja, fé-
lag verksmiðjufólks í Reykjavík,
50 ára. Þjóðviljinn mun í næstu
viku minnast rækilega þessara
merku tímamóta í sögu félagsins
en hér með er minnt á kaffisam-
sæti sem haldið verður á Hótel
Sögu á morgun, sunnudag. Býður
Iðja öllum félögum sínum og vel-
unnurum í Súlnasalinn á milli kl.
15-18. -v.