Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 15
TÓNLIST Söluturnar 0 verslanir 0 mötuneyti Viljum minna á okkar vinsælu hamborgara og samlokur. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Píanótónleikar Kaldar samlokur; með roast beef/remolaði með hangikjöti/salati með rækjusalati Hamborgarar: með osti og ananas með lauk með osti Heitar samlokur: með skinku/osti/ananas með skinku/osti Hvorttveggja í kryddsósu Eddu Tónlistarfclagið: Edda Erlendsdóttir: Píanótónleikar laugardaginn 5. janúar 1985. Efnisskrá: Felix Mendelsohn: 6 Lieder ohne Worte op. 19 Robert Schumann: Sónata í g moll op. 22 Þorkell Sigurbjörnsson: Hans variationer Karólína Eiriksdóttir: Eins konar rondo Claude Debussy: L’Isle Joyeuse Frédéric Chopin: Polonaise-Fantasie op. 61 Edda Erlendsdóttir hélt píanó- tónleika í Austurbæjarbíói 5. jan. sl. Edda hefur á undanförnum árum haldið fjölda tónleika bæði hér heima og erlendis, ávallt við bestu viðtökur áheyrenda. Það sem hefur einkennt leik hennar öðru fremur er mikil vandvirkni, samfara heilbrigðum tónlist- arsmekk. Hún fer ekki ailtaf troðnar slóðir í verkefnavali og hefur hún sýnt mikla hugvitsemi í samningu efnisskrár. Margt er manni minnisstætt sem hún hefur leikið og vil ég sérstaklega nefna 2. konsert Beethovens sem hún lék með Sinfóníuhljómsveit ís- lands fyrir nokkrum árum og gerði þaðeftirminnilegavel. En á þeim tónleikum sem hér eru gerðir að umtalsefni virtist Edda ekki alltaf vera upp á sitt besta. erfitt í flutningi vegna þess hve innhverft það er, þ.e.a.s. það hefir engan yfirborðs glæsileik, en því meiri dýpt. Edda náði ekki að halda þessu magnaða verki nógu vel saman; sérstaklega fór hinn skáldlegi kafli í H dúr fyrir ofait garð ogneðan. Eneftirþann kafla náði Edda miklu betri tökum á framvindu verksins og spilaði hún prýðilega til enda. Sent aukalag lék Edda Mazurku eftir Chopin mjög fallega. Eins og fyrr segir hefir Edda Erlends- dóttir sýnt það svo að ekki verður unt villst að hún er ágætur píanó- leikari og þó að þessir sérstöku tónleikar hafi ekki að öllu leyti heppnast hjá henni er það ekkert tiltöku mál. Hún hefir nógan tíma fyrir sér. RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSO Leikurinn var ekki alltaf hreinn og krafturinn brást á stundum. Efnisskráin hófst á sex Lieder ohne Worte (Ljóð án orða) op. 19 eftir F. Mendelsohn. Edda byrjaði vel, lék fyrsta stykkið mjög fallega með syngjandi tón og smekklegum styrkleika- breytingum. Aftur á móti var nr. 2 of dauft leikið, þar hefði Edda mátt beita tóninum betur, og nr. 3 var ekki nógu hreint spilað og heldurekki nógu kraftmikið. Nr. 4 var fallega leikið en nr. 5 var heldur ekki nógu hreint í byrjun en lagaðist þegar á leið. Nr. 6 var gott í heild. Næst lék Edda sónötu í g nroll op. ^2 eftir Schumann. Þessi són- ata finnst mér oft vera of hratt leikin (fyrsti og síðasti kaflinn), en tempóin hjá Eddu voru alveg eftir mínu höfði og gerði hún margt vel í þessari sónötu, þ.e.a.s, annar og þriðji kaflinn og þó sérstaklega fjórði þátturinn sem Edda lék ágætlega. En fyrsta þáttinn var ég ekki eins ánægður með. Þar hefði mátt vera meiri kraftúr og nákvæmni. Eftír hlé voru tvö verk eftir ís- lensk tónskáld, Hans variationir eftir Þorkel Sigurbjörnsson, til- éinkað sænskum píanóleikara Hans Palsson, samið árið 1979. Verkið er áheyrilegt, samið í hefðbundnum stíl og komst vel til skila í ágætri túlkun Eddu. Síðara íslenska verkið er eftir Karólínu Eiríksdóttur sem hún kallar „Einskonar rondo". Það má vera kallað hvað sem er fyrir mér, ekki fann ég púðrið í þessu. Næst síð- asta verkið var L’Isle Joyeuse (Sælueyjan) eftir Debussy. Þetta glæsilega verk lék Edda mjög vel og var það best spilaða verkið á efnisskránni. Að síðustu var Polnaise- Fantasie op. 61 eftir Chopin. Þetta verk er alveg einstakt með- al verka Chopins. Það er mjög

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.