Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 1
MANNLÍF ÞJÓÐMÁL HREYSTI & FEGURÐ HEIMURINN Fatlaðir Stórfellt atvinnuleysi Atvinnuástandfatlaðra mun verra úti á lands byggðinni en íReykjavík. Vonir bundnar við að fatlaðir geti íauknum mœli unnið við hvers konar tölvuvinnslu I' gær hófst tvö hundruð manna ráðstefna um atvinnumál fatl- aðra á vegum samráðsnefndar um málefni fatlaðra og félags- málaráðuneytisins. Tilgangur þessarar ráðstefnu, sem stendur í tvo daga er að fá sem gleggst yfirl- it yfir stöðu atvinnumála hjá fötluðum og nýta þá vitneskju sem fram kemur á ráðstefnunni til mótunar ákveðinnar stefnu í þessu máli. Þjóðviljinn ræddi í gær við Eggert Jóhannesson frá Selfossi sem er einn ráðstefnugesta. Sagði hann að ljóst væri af þeim ræðum manna víðsvegar að af landinu að ástandið í atvinnumálum fatlaðra væri slæmt og færi versnandi. Atvinnuleysi meðal þeirra hefði aukist. Atvinnuástandið er mun verra fyrir fatlaða út á landsbyggðinni en í Reykjavík. Þá er einnig ljóst að atvinnumál fatlaðra kvenna eru í verri stöðu en atvinnumál karla. Eitt af stærri vandamálun- um á þessu sviði er endurhæfing til vinnu hjá þeim sem fatlast og verða að skipta um störf. Einnig það vandamál hve margir vinnu- staðir eru þannig að það er ekki gert ráð fyrir að fatlað fólk vinni þar. Gunnar Rafn hjá félagsmála- ráðuneytinu sagði að komið hefði (fram í máli manna á ráðstefnunni að þeir bera ugg í brjósti um að atvinnuleysi fatlaðs fólks ykist. Þó bera margir þá von í brjósti að fatlað fólk geti í auknum mæli starfað við töivuvinnslu og er haf- in starfsþjálfun á vegum Rauða krossins og Öryrkjabandalagsins fyrir fatlað fólk við tölvuvinnslu. Loks má benda á að Geir Gunnarsson alþingismaður hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að auðvelda fötluðu fólki að læra á og vinna við tölvur. - S.dór Ráðstefna um atvinnumál fatlaðra er haldin að Borgartúni 6, sem er eign ríkisins. Þar er aögengi fatlaðra ekki betra en svo að þessi ráðstefnugest- ur gat ekki komist í eða úr húsinu án hjálpar. Glöggt dæmi um þá örðug- leika sem fatlað fólk á við að etja í þjóðfélaginu. Ljósm. E.ÓI. ■ ■___l! Hreysti og fegurð Borgarstjórn Nætur- maraþon? Fjárhagsáœtlun á dagskrá í dag klukkan fimm hefst seinni umræða um fjárhagsáætlun í borgarstjórn. Minnihlutaflokk- arnir hafa lagt fram fjölmargar breytingartillögur og má búast við löngum fundi. í viðtali Þjóðviljans við Sigur- jón Pétursson borgarfulltrúa kemur fram að Alþýðubanda- lagsmenn hafa lagt til að borgar- stjórn skori á þingmenn Reykja- víkur að beita sér fyrir laga- breytingum til að þurfa ekki að Ieggja sömu útsvarsprósentu á alla íbúa óháð efnum og ástæð- unL_______________-_m Sjá bls. 7 Bensín 80 miljón kr. skattahækkun Bensínlíterinn hœkk- ar um 80 aura Bcnsínlíterinn kostar nú 26.70 kr. eftir 80 aura hækkun ríkis- stjórnarinnar á bensíngjaldi og söluskatti. Þessi bensínhækkun sem Verð- lagsráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti mun færa ríkissjóði um 80 miljónir í auknar tekjur á árinu. Samkvæmt lögum ber að nýta allt það fé sem Kemur inn fyrir bens- íngjald til vegamála en ólíklegt er að svo verði í ár. Fyrir verðlagsráði liggur enn beiðni olíufélaganna um 6% hækkun á útsöluverði bensíns og mun hærri hækkun á öðrum olíu- vörum. Afgreiðslu á þeirri beiðni hefur verið frestað í ráðinu. ->g- Alþýðubandalagið Húsnæðislán fari í 75% Lagt til að tekna verði aflað með skatti á verslun, banka og skipafélög heitir blaðauki Þjóðviljans á þessum fimmtudegi. Hann spannar 9 síður í blaðinu og er fullur fróðleiks um flest það sem fólk þarf að kunna skil á ef það vill fegra og styrkja lík- ama sinn. Sjá bls. 9-17 Alþýðubandalagið hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að veitt verði húsnæðislán sem dugi fyrir 75% byggingarkostnaðar og að tekna til lánanna verði aflað með tíma- bundnum veltuskatti á verslun, skipafélög og banka. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins og Steingrím- ur J. Sigfússon alþingismaður boðuðu til í gær. Aðalatriði frumvarps Alþýðu- bandalagsins um ráðstafanir í húsnæðismálum eru þessi: Veitt verði lán sem dugir fyrir 75% byggingarkostnaðar 1000 íbúða á ári í fimm ár. matm Veitt verði lán til þeirra sem hafa byggt eða keypt síðustu árin og eru að tapa íbúðum sínum vegna kjaraskerðingarinnar og okurkjara á bankalánum. Gert er ráðfyrir 800 lánum á ári - eða alls 4000 lánum á tímabilinu. Húsnæðissamvinnufélög fái fulla aðild að húsnæðislánakerf- inu með nýju fjármagni að upp- hæð um 300 milj. kr. á ári. Byggingarsjóður verkamanna fái sérstakt fjármagn, 100 milj. kr. á ári, sem gangi til byggingar leiguhúsnæðis. I frumvarpinu er miðað við að afla 1400 milj. kr. í þessu skyni til Byggingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.