Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 12
HREYSTI & FEGURÐ HREYSTI & FEGURÐ Hárið og þjóðin Hárskurðarlistin krefst persónulegs innsæis og skilnings á mannlegri fegurð segir Fausto Bianchi hárskurðarmeistari frá Rimini á Ítalíu Hárskurðurog hárgreiðslaer ekki síður list en handverk, segir Fausto Bianchi, 23 ára hárgreiðslumeistari frá Rimini á Ítalíu, sem hér hefur starfað í meira en ár og hefur þrátt fyrir ungan aldur tólf ára reynslu í faginu. „Mér leiddist í skóla sem barn og góðhjartaður maður tók mig upp af götunni þar sem ég var aðgerðarlaus eftir að hafa dottið úr skóla og setti migívinnu.Égvarll áraog fór að þvo fólki um hárið og lærði svo smám saman listina að klippa hár og greiða svo velfæri. Mín skoðun er sú að til þess að ná árangri í faginu þurfi menn að hafa nánast meðfædda hæfileika. Að öðrum kosti þurfa menn að sýna mikla þolinmæði, örlæti og fórnalund, vilji þeir ná árangri í Hvernig var fyrsta reynslan? Eitt af því sem ég þurfti að ganga í gegnum eftir að ég kom' var að taka sveinspróf. Hér eru prófin mikilvæg, en ekki á Ítalíu. Þar er bara mikilvægt að kunna fagið. Þegar ég kom hingað sá ég strax hvað fólkið og hárafar þess var ólíkt. Norrænt hár er erfiðara í meðferð vegna þess að það er fíngerðara en ítalskt hár og lætur ekki mótast með sama hætti. Og norrænar konur virðast mér hugsa öðruvísi um hárið á sér en þær ítölsku: þær ganga ekki eins mikið út frá eigin persónuleika, heldur leita þær að fyrirmynd fyrir hárgreiðslunni í einhverju blaði eða hjá einhverri vinkonu sinni og segja: svona á það að vera og ekki öðruvísi! Þetta gerir mér oft erfitt fyrir að gera það sem ég vil, því ég vil gefa faglega fegrunarmeðferð en ekki líkja bara eftir einhverju sem er á mynd í blaði og er kannski ekki í samræmi við persónugerð og það fíngerða hár sem viðskiptavinur- inn hefur. Fíngert hár er ekki hægt að móta með hárblásara eða þurrku á sama hátt og gróft hár. Klipp- ingin verður því meira ákvarð- andi um form hársins en ella. ís- lenskar konur hafa oft skarpa andlitsdrætti og þá finnst mér að nota eigi klippinguna til að mýkja þá upp. hárgreiðslunni er ekki nóg að hafa fima fingur, þar er skilning- urinn mikilvægari, persónulegt innsæi og skilningur á fegurð". Hinar frjálsu konur norðursins Hvað kom til að þú komst til ís- lands? Ég vildi víkka sjóndeildar- hringinn og öðlast skilning á nýrri og framandi menningu. Eg kom meðal annars hingað til þess að reyna að skilja þessar frjálsu kon- ur norðursins, sem ég hafði séð og kynnst á hárgreiðslustofunni á Rimini. Ég vildi sjá hvernig þær væru heima hjá sér, þegar þær eru ekki í fríi. Ég held að ísland sé hjarta Norðurlandanna. Hér er hinn hreina norræna anda að finna. Hér eru ekki eins mikil bandarísk eða frönsk áhrif eins og á hinum Norðurlöndunum. FaustoBianchiaðstörfumáRakarastofunniaðKlapparstíg.Norrænaháriðer erfiðara í meðförum vegna þess að það er fíngerðara en ítalskt hár segir meistarinn. Smáatriðin í fari fóiks Hvað gerir þú fyrst þegar þú mœtir nýjum viðskiptavini? Ég virði hann fyrir mér og fæ hann til þess að sýna einhver við- brögð sem varpað geta ljósi á skapgerðina og persónuleikann. Mér hefur lærst að skilja fólk af smáatriðunum í fari þess. Til dæmis hvort það hefur mjúka eða hvassa skapgerð. Klippingin fer eftir skapgerðinni. Én það er ekki mín skapgerð eða persóna sem verður mótandi fyrir verkið, heldur skapgerð viðskiptavinar- ins. Mín persónulegu vandamál skil ég eftir fyrir utan hár- greiðslustofuna. Þegar ég hef fengið óljósa hugmynd um skap- gerð viðskiptavinarins fer ég að tala og láta í ljós mínar hugmynd- ir, einnig til þess að draga úr ó- raunsæjum hugmyndum við- skiptavinarins. Síðan spyr ég um hans álit og kemst svo að endan- legri niðurstöðu. Þá tek ég til hendinni, en áður en ég byrja veit ég nákvæmlega hvernig hin enda- nlega niðurstaða mun iíta út. Þrenns konar viðskiptavinir Hvað er það sem viðskiptavin- irnir biðja um? Við getum skipt viðskiptavin- unum hér í þrjá flokka. I fyrsta flokknum er fólk sem kemur og fær klippingu eða permanent ein- faldlega þegar það hefur þörf fyrir. Kannski einu sinni í mán- uði. Aðrir koma til þess að betrum- bæta útlit sitt af sérstöku tilefni, vegna dansleiks, diskóferðar eða því um líks. Þriðji flokkurinn er þeir sem biðja um afbakaða eða ögrandi klippingu. Pönk eða eitthvað þvíumlíkt, sem er í hrópandi mót- sögn við fagurfræðilegt mat. Slík- ar klippingar eru mér mjög erfið- ar, því ég skil ekki þörf þessara oft ungu og fallegu stúlkna til að afskræma sig. Mér finnst hún oft brjálæðisleg. Hvernig er menntun íslenskra hárgreiðslumanna að þínu mati? Eg verð að segja eins og er að ég hef oft séð meistara láta skærin í hendur nema sem ekki eru færir um að fara með þau. Það er þeim mun verra hér, þar sem sjálf klippingin er allsráðadi um áferð á fínu hári. Ég held að kannski sé þarna um ranga kennsluaðferð að ræða. Erfið spurning Þú sagðist hafa komið hingað til að skilja hinar norrœnu konur. Hefurðu komist að niðurstöðu? Að hvaða leyti eru þœr frá- brugðnar ítölskum konum? Ah, þarna komstu að veikum bletti, segir Fausto og strýkur hárið. Þetta er erfið spurning. En kannski óhjákvæmileg. Munur- inn er vissulega mikill. En honum verður kannski ekki lýst með of einhæfum alhæfingum. Það má segja að íslenska konan sé kald- ari, einnig líkamlega, en hún er hreinskiptin og hreinskilin. Hún er ákveðnari í því sem hún vill. Hún kemur beint að málinu án þess að fara í kringum það og lætur ekki beygja sig svo auðveld- lega. Það gerir samskiptin auðveldari á vissan hátt. Hins vegar má segja að ítalska konan sé inhverfari, horfi meira á sjálfa sig og sína persónu á meðan ís- lenska konan gengur frekar út frá einhverri annarri fyrirmynd. Þetta hljómar kannski sem þver- sögn, en lífið er jú einu sinni þversaganarkennt, og þversagnir er ekki síst að finna í íslensku þjóðarsálinni. Við getum kannski orðað það þannig að íslenska konan sé frjáls og viti hvað hún vill, og þótt það sé kannski ekki alltaf vel hugsað eða það besta, þá vill hún engu að síður ráða frekar en að láta aðra ráða fyrir sig. Það er erfitt að fá íslenskar konur til að skipta um skoðun, því hef ég kynnst í starfi mínu. En það er rétt að taka það fram að ég er hingað kominn til þess að kynnast og læra af skap- ferli og hugsunarhætti íslend- inga, en ekki til að boða minn ítalska hugsunarhátt! Hvernig hefur þér svo gengið að aðlagast þessum nýju ogfram- andi aðstœðum sem hér eru? Allir vita að hér á íslandi er meiri ró eri á Ítalíu þar sem glund- roðinn ríkir. Það er einmitt það sem ég þarfnast og það finnst mér ég hafa fundið hér. Ég get alla vega sagt þér að ég er ekki á för- um. Mörg vorkvöldin og síðsum- arkvöldin hefur mér fundist að hér hafi ég fundið hið sanna líf og starf undir heiðum kvöldhimni, en við skulum ekki tala um ís- lenska veturinn. Þorskalýsi er hjartastyrkjandi Ég er sannfærður um að ástæðan fyrir því að Norðmenn, Japanir og íslending- ar eru langlífari en aðrar þjóðir er sú að þeir borða meira fisk og lýsi, segir Baldur Hjaltason efnafræðingur hjá Lýsi hf. sem heldur hér á sýnishorni af fitusýrunni verðmætu, sem unnin er úr þorskalýsi og verndar menn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. í baksýn er Steinar Berg Björnsson framkvæmda- stjóri Lýsis hf. Úr því má einnig vinna fitusýrur sem taldar eru vinna gegn kransæðastíflu og öðrum hjartasjúkdómum Ef þig vantar eitthvað hjarta- styrkjandi, þá mun fátt koma að betri notum en lýsi. Nema ef vera kynni að þú kæmist yfirfitusýruna EPA.sem hægt er aðvinnaúrlýsi. Það hefur nú verið vísindalega sannað að EPAog DHAfitusýrur, sem finnanlegar eru í fi- skalýsi, draga úr kólesterol- magni í blóði og blóðflögu- myndun, auk þess sem DHA- sýran er talin draga úr hættu á hjartatitringi, sem myndast þegar menn fá hjartaslag. Lýsi hf. er nú að vinna að rann- sóknum og tilraunum sem miðast að því að koma á vinnslu á þess- um fitusýrum úr íslensku þorska- lýsi. Hyggst fyrirtækið verja 6-10 miljónum króna til rannsókn- anna og hefur í þessu skyni meðal annars gert þriggja ára rannsóknasamning við Sigmund Guðbjarnason prófessor við Raunvísindastofnun Háskóla ís- lands. Baldur Hjaltason efnafræðing- ur hjá Lýsi hf. sagði í samtali við Þjóðviljann að þeir væru þegar komnir í tilraunaframleiðslu með EPA-fitusýru og sagði hann að hægt yrði væntanlega að bjóða upp á sambærilega framleiðslu og keppinautarnir þegar í sumar. Hins vegar sagði Baldur að þeir stefndu að því að geta unnið og framleitt fitusýruna hreina eftir 2 ár, en hún er ekki fáanleg í því formi á almennum markaði enn- þá. EPA-fitusýra er nú unnin úr fiskalýsi bæði í Bretlandi og Jap- an. Baldur sagði að ástæðan fyrir því að menn vildu einangra fitu- sýrur þessar frá lýsinu væri sú, að ella þyrftu menn að taka óeðli- lega stóran skammt af lýsi til þess að ná fram æskilegum áhrifum á blóðrás og hjarta, en of stórir skammtar A- og D-vítamína eru taldir skaðlegir fyrir líkamann. Það var danskur læknir sem uppgötvaði áhrif nefndra fitusýra á blóðrásina þegar hann var að kanna mögulegar ástæður fyrir því að hjartasjúkdómar voru nær óþekktir meðal inúíta á Græn- landi, en þeirra varð síðan vart í sama mæli og meðal annarra Dana ef þeir fluttu til Danmerkur og tóku upp danska lifnaðar- hætti. Komst læknirinn að því að það var hin mikla neysla Grænl- endinga á lýsi sem þarna réði úrs- litum, og við nánari rannsóknir rakti hann ástæðurnar til þeirra áhrifa sem umræddar fitusýrur hafa á blóðrás og hjarta. Rannsóknir þær sem Sigmund- ur Guðbjarnason vinnur nú í samstarfi við Lýsis hf. beinast einmitt að því að kanna betur áhrif sýranna á hjarta og blóðrás. Baldur Hjaltason sagði að framleiðsla á EPA-fitusýru sem hollustuvörn væri stærsta verk- efnið sem Lýsi hf. ynni að um þessar mundir og væru bundnar miklar vonir við að koma lyfinu á markað erlendis sem dæmigerðu hollefni. -ólg Yfir 80 tegundir af hárkollum fyrir kvenfólk og mjög gott úrval af toppum og hárkollum fyrir karlmenn. Fyrsta flokks vara á góðu verði UMBOÐSMENN: Jón Hjartarson, hárskeri, sími 2675, Akranesi. Rakarastofa Sigvalda, Kaupangi, Akureyri. Sími 21898. ð UPPLYSINGASIMI 17144 Dóróthea Magnúsdóttir Torfi Geirmundsson Laugavegi 24 - 2. hæð 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.