Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Fimmtudagur 7. febrúar 1985 31. tðlublað 50. árgangur DJðÐVIUINN Togarasjómenn Verkfall fyrir 18. febníar Það hlýtur eitthvað að gerast fyrir þann 18. þessa mánaðar, en þá rennur heimild samninga- nefndarinnar til verkfallsboðun- ar út, sögðu hásetarnir á Ottó N. Þorlákssyni, en togarinn hélt út í gaer í sinn þriðja túr frá ára- mótum. Þetta er hreinn skrípaleikur, samningar hafa verið lausir frá áramótum, og þeir virðast engu nær eftir 6 fundi. Sitja bara í sitt hvoru herberginu og bíða. Kann- ski útgerðarmennirnir séu eina ferðina enn að bíða eftir því að ríkisstjórnin komi þeim til hjálp- ar. Hverjar eru ykkar kröfur? Við viljum hlut af óskiptum afla. Við viljum að þeim 27% afla sem tekin voru af okkur upp í kostnað samkvæmt lögum, verði skilað aftur. Þá viljum við losna við olíugjaldið eins og fyrri ríkis- stjórn hafði lofað en það er 10%. Þá viljum við fá leiðréttingu á líf- eyrissjóðsmálunum, en eins og er borgum við sem erum á minni skipunum aðeins af tekjutrygg- ingunni í lífeyrissjóð. Þá gerum við einnig kröfu um hækkun á tekjutryggingunni, en hún skiptir fyrsí og fremst máli fyrir bátasjó- menn og þá em eru á stóru skip- unum, sem eru yfir 500 tonn. Þetta sögðu þeir Guðjón Eng- ilbertsson, Sigmundur Sigmunds- son, Hilmar Júlíusson og Gunnar Helgason hásetar á Ottó N. Þor- lákssyni áður en þeir héldu úr höfn í gær. Hjá Sjómannasambandi ís- lands fengum við þær upplýsingar í gær að verkfall yrði trúlega boð- að fyrir þann 18. hafi ekki samist, en samninganefndir fiskimanna og farmanna munu hittast á föstudaginn kemur til þess að leggja á ráðin um framhald kjara- baráttunnar. Verði boðað til verkfalls fiskimanna er það með 7 daga fyrirvara. ólg. Stöðumœlar 100% hækkun! Borgarráð hefur tekiií ákvörðun um að hækka stöðu- mælagjöld úr 5 krónum í 10 krón- ur og mega Reykvíkingar nú borga 100% hærra gjald. Sömu sögu er að segja ef menn ekki borga og fá grænan sektar- miða. Það kostar orðið 200 krón- ur í stað 100. Gjald fyrir bflastæði í Kola- porti hafa líka hækkað um 100%. Fyrst voru stæðin ókeypis, með- an verið var að kynna borgarbú- um þennan möguleika, en gjald- taka hófst í mars á síðasta ári. Síðan þá hefur hálfur dagur kost- að 20 krónur og heill 40 en nú verður breyting a gjaldtökunni þannig að hver klukkustund kost- ar 10 krónur. Gjald fyrir heilan dag verður því 80 krónur í stað 40. Aðsókn hefur farið vaxandi nú yfir vetrarmánuðina og eink- um hefur föstum viðskiptavinum fjölgað. Þeir greiða fast mánað- argjald, 1000 krónur í stað 500 áður en eiga vís stæði. Ef bflinn lokast inni í Kolaporti kostar út- kall stæðisvarðar 800 krónur í stað 500 áður. Gjald fyrir stæði á Geirsbrú við Tollstöðina kostar nú 50 krónur á dag. - AI Samningafundirnir hafa verið hreinn skrípaleikur Guðjón Engilbertsson, SigmundurSigmundsson, Hilmar Júlíusson, og Gunnar Helgason hásetar um borð í Ottó N. Þorlákssyni áður en haldið var til veiða í gaer. „Krafan er hlutur af óskiptum afla". Uppmœlingakennsla Bónus verði greiddur fyrir stóra bekki Bessi Jóhannsdóttir leggur til að launakjörin verði bœtt með bónusgreiðslu fyrir fjölmenna bekki. Valgeir Gestsson: „Fráleitt og allra síst nemendum til góðs(í. Eg held að þessi hugmynd yrði allra síst nemendum til góðs og myndi ekki leysa nokkurn vanda kennara. Ég tel hana alveg fráleita, sagði Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands ís- lands um tillögu Bessíar Jóhanns- dóttur varaformanns Fræðslu- ráðs varðandi launauppbót til kennara sem hún kynnti í Morg- unblaðinu á dögunum. Bessí segir í grein sinni að til þess að fá gott starfsfólk þurfi að greiða góð laun, og þá sé um leið hægt að gera ákveðnar kröfur um afköst viðkomandi starfsmanna. „Spurningin er hvort ekki eigi að borga sérstaka uppbót til kenn- ara, sem treysta sér til að kenna fjölmennustu bekkjardeildum í grunnskólanum, t.d. ef nem- endafjöldi fer yfir 24 í bekk“, segir varaformaður Fræðsluráðs m.a. í grein sinni. „Ef við erum í alvöru að tala um að reka góðan grunnskóla þá bætum við hann ekki með því að setja einskonar uppmælingar- greiðslu á nemendafjöldann. Ég óttast einnig að slíkt fyrirkomu- lag myndi valda því að síður yrði reynt að hamla gegn fjölmennum bekkjum en er í dag“, sagði Val- geir Gestsson um tillögu Bessíar. Hann sagði slíka tillögu hafa komið upp áður, en ekki hlotið hljómgrunn hjá kennurum. -Ig- Skák Maigeir beið ósigur Nú verður hann að vinna báðar skákirnar sem eftir eru til að vinna einvígið Margeir Pétursson tapaði ann- arri einvígisskákinni gegn Norð- manninum Simen Agdestein í gærkvOldi í 37 leikjum. Skákin var æsispennandi en undir lokin hallaði mjög á Margeir og eftir 37 leiki blasti við honum annað hvort mát eða drottningarmissir og gafst hann þá upp. Agdestein hefur nú 1,5 vinn- inga en Margeir aðeins hálfan vinning. Norðmanninum dugar jafntefli 2:2 til að vinna eingvígið, en Margeir þarf 2,5 vinninga þannig að nú verður hann að vinna báðar skákirnar sem eftir eru ef hann á að bera sigurorð af Agdestein. - Þriðja einvígisskákin verður tefld á morgun. - S.dór Bcb8Í JóhaniMdóUir „Til þess að fá gott starfsfólk þarf að greiða góð laun, og þá er um leið hægt að gera ákveðnar kröfur um af- köst viðkomandi starfs- manna. Spurning er hvort ekki eigi að borga sérstaka uppbót til kennara, sem treysta sér til að kenna fjöÞ mennum bekkjardeild- juraMjjrunnskólanum^^ Áburðarverksmiðjan Níu vilja verða forstjórar Níu hafa sótt um stöðu fram- kvæmdastjóra Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi, en umsóknarfrestur er runninn út. Þrír óskuðu nafnleyndar en hinir sex eru: Karl Friðriksson, Hákon Björnsson, Garðar Ingvarsson, Þorstein V. Þórðarson, Þorsteinn Gústafsson og Jón Atli Kristjáns- son. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.