Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTHR England Chelsea áfram Chelsea er komið í undanúrslit enska mjólkurbikarsins eftir 300 mínútna baráttu við Sheff. Wed. Liðin mættust í 3ja sinn á Stam- ford Bridge í London í gærkveldi og Chelsea sigraði 2:1, frammi fyrir 36 þúsund áhorfendum. Sheff. Wed. varð fyrri til að skora, Irme Varadi var þar að verki snemma í fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé jafnaði svo David Speedie með skalla, 1:1. Það var svo gamla kempan Micky Thomas sem tryggði Chelsea sig- urinn í síðari hálfleik. Chelsea mætir Sunderland í undanúrslitum mjólkurbikarsins og er leikið heima og heiman. { hinum undanúrslitaleiknum mætast Ipswich og Norwich. - VS Badminton Sextán lið með Sextán lið munu taka þátt í deildakeppninni í badminton sem fer fram í Laugardalshöllinni um helgina. Sjö þeirra eru frá TBR, fjögur þeirra leika í 1. deild og þrjú í 2. deild. Sex lið leika í 1. deild. TBR-a, TBR-b TBR-c, TRB-d, ÍA-a og KR-a. í 2. deild leika tíu lið og er þeim skipt í tvo riðla. í A-riðli leika TBR-e, Víkingur, ÍA-b, BH (Hafnarfirði) og TBV (Vestm.eyjum). í B-riðli leika TBR-f, TBR-g, TBA (Akur- eyri), Skallagrímur og KR-b. Keppni hefst kl. 10 á laugardag og lýkur á sunnudag. Liðið sem sigrar í 1. deild vinnur sér rétt til þátttöku í Evrópukeppni félaga- Íiða en neðsta liðið fellur í 2. deild. Sigurvegararnir í riðlum 2. deiidar leika síðan um lausa sætið í l.deild. England Oxford tapaði Oxford United, efsta lið 2. deildarinnar í ensku knattspyrn- unni, beið óvænt ósigur gegn Crystal Palace, 1:0, í London í fyrrakvöld. Palace var í 19. sæti fyrir leikinn en lyfti sér með sigr- inum uppfyrir Middlesboro, sem tapaði 1:2 heima fyrir Oldham. Loks vann Brighton stórsigur á Carlisle, 4:1. - VS Handbolti ÞHr í kvöld Þrír leikir úr 11. umferð 1. deildar karla í handknattleik fara fram í kvöld - hafa verið færðir fram frá föstudagskvöldinu. { Digranesi mætast Víkingur og Stjarnan og hefst sú viðureign kl. 20.10. I Laugardalshöllinni verða tveir leikir - Valur og Breiðablik leika kl. 20 og síðan KR og Þróttur kl. 21.15. Fjórði leikur umferðarinnar fer fram í Vestmannaeyjum annað kvöld en þar mætast Þór Ve. og FH. Bjarni Guðmundsson og Sigurður Gunnarsson - klárir í alla leikina gegn Júgóslövum í næstu viku. Landsleikirnir Sigurður og Bjami í alla Atli spilar fyrsta leikinn Miðleikurinn í Eyjum Bjarni Guðmundsson og Sig- urður Gunnarsson eru tilbúnir til að leika alla þrjá landsleiki Is- lands gegn Olympíumeisturum Jugóslava í handknattleik sem fram fara hér á landi í næstu viku. Atli Hilmarsson getur aðeins leikið með í fyrsta leiknum, á þriðjudagskvöldið, en þarf að fara beint til V.Þýskalands dag- inn eftir. Alfreð Gíslason fékk ekki leyfi frá Essen til að leika. Sigurður Sveinsson kemur ekki heldur, enda hafa HSÍ-menn ekkert heyrt frá honum síðan fyrir Frakklandsferðina. Ákveðið hefur verið að leikur númer tvö, á miðvikudagskvöld- ið, fari fram í Vestmannaeyjum. Verði ekki fært til Eyja verður leikurinn færður til Kópavogs eða Keflavíkur. - VS Sigurður „Kemst í höfn fljótlega“ „Enska knattspyrnusamband- ið tryggir að Sheffíeld Wednes- day muni halda þau ákvæði í samningi Sigurðar Jónssonar sem kveða á um að hann verði laus í landsleiki þannig að ég á ekki von á öðru en að allir samningar Sig- urðar verði komnir í höfn mjög fljótlega. Þessi mál taka alltaf tíma, þetta eru skeytasendingar fram og til baka,“ Sigurður byrjar væntanlega að Landsleikir „Fólk á inni skemmtilegan vetur“ Líkur á mörgum landsleikjum hér heima nœsta vetur „lólk á inni hjá okkur skemmtilegan vetur og við von- umst eftir að næsta vetur verði talsvert af landsleikjum hér heima. Þar er bjart framundan í öllum landsliðssamskiptum - við fengum mjög jákvæðar undir- tektir í þcim efnum á þinginu í ísrael á dögunum og margar þjóðir hafa áhuga á að koma hingað til lands. Það verður þó ekkert byrjað að semja um leiki fyrr en eftir 14. mars - þá verður dregið í A-keppnina og þá sést hvaða lið koma til með að leika saman þar“, sagði Jón Erlends- son framk væmdastjóri HSI í sam- tali við Þjóðviljann í gær. íslenska landsliðið mun taka þátt í tveimur mótum erlendis næsta vetur, fyrir A-keppnina í Sviss í febrúar. Það fyrra verður haldið í Sviss í októberlok og síð- an tekur liðið þátt í Baltic-Cup sem hefst 13. janúar. Jón sagði miklar líkur á að allir aðrir lands- leikir vetrarins færu fram hér heima. _ VS Sigurður Jónsson. leika með varaliði og unglingaliði Sheff. Wed. um leið og allt er frágengið en hann hefur dvalið við æfingar hjá félaginu í tæpan mánuð. Það verður ekki létt verk fyrir hann að tryggja sér sæti í aðalliðinu - Sheff. Wed. hefur ekki tapað leiks síðan 17. nóvem- ber og er í 6. sæti 1. deildar. - VS Knattspyrna Fækkar um eitt Fimm hœtta en fjögur bœtast við Þátttökuliðum í deildakeppni karla á íslandsmótinu í knattspyrnu fækkar um eitt frá því í fyrra - verða 75 í ár í stað 76 í fyrra. Fimm félög sem sendu lið í 4. deildarkeppnina í fyrra verða ekki með í ár en fjögur ný koma í staðinn. Drangur frá Vík, Drengur úr Kjós, Vorborðinn Eyjafirði, Stefnir frá Suðureyri og hinir skrautlegu Hildi- brandar úr Vestmannaeyjum senda ekki lið í 4. deild í ár. í staðinn koma Höfðstrendingar úr Skagafirði sem tók þátt í íslandsmótinu 1977-1979, Mýrdælingur sem kemur í stað Drangs, Bjarmi úr S. Þingeyjarsýslu og þá kemur í fyrsta skipti félag úr N. Þingeyjarsýslu, UNÞ-b, sem mun vera staðsett á Kópaskeri og ná- grenni. Liðin í 4. deild verða 38 talsins í stað 40 í fyrra, en í 3. deild verða að þessu sinni 17 lið í stað 16 vegna kær- umálsins sem upp kom í N A-riðlinum í fyrra og endaði með því að ekkert lið féll úr honui i. _ ys V. Pýskaland Stuttgart úr leik! Tap í Saarbrucken Stuttgart var slegið útúr vestur-þýska bikarnum í knatt- spyrnu í fyrrakvöld, tapaði eftir framlengingu og vítaspyrnu- keppni gegn 2. deildarliði Saar- brúcken. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2. Thomas Kempe og Júrgen Klinsmann komu Stuttgart í 0:1 og 1:2 en undir lok leiksins var Klinsmann rekinn af leikvelli og Stuttgart því manni færri í framlengingunni. Það var hins vegar ekkert skorað og því gripið til vítaspyrnukeppni. Þremur leikmönnum Stuttgart, Karl Allgöwer, Karl-Heinz Förs- ter og Peter Reichert, mistókst að skora á meðan leikmenn Saar- brúcken sendu boltann í netið af öryggi og Saarbrúcken stóð því • uppi sem sigurvegari, 5:2. Saar- brúcken mætir öðru 2. deildar- liði, Hannover 96, í 8-liða úrslit- um keppninnar. - VS Knattspyrna Francis fer með vorinu Sampdoria vill Rush í staðinn Trevor Francis, á leið frá Sampdoria og nokkuð örugglega tii Englands á ný. Enski landsliðsmaðurinn Tre- vor Francis mun ekki leika áfram með ítalska félaginu Sampdoria þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Honurn hefur gengið illa í vetur, hefur aðeins skorað tvö mörk í 13 leikjum þrátt fyrir að Knattspyrna Odýr mörk ttala Heimsmeistarar ítala í knatt- spyrnu lögðu íra að velli í vináttu- landsleik í Dublin í fyrrakvöld, 2:1. ítalir komust snemma í 2:0 og voru bæði mörkin ódýr. Á 5. mínútu var dæmd vítaspyrna á Mark Lawrenson og úr henni skoraði Paolo Rossi og skömmu seinna missti Chris Hughton bolt- ann á klaufalegan hátt - Sandro Altobelli nýtti sér það og skoraði, 0:2. írar sóttu mjög í síðari hálf- leik og Gary Waddock skoraði ágætt mark en ítalir héldu út með sterkum varnarleik. Lawrenson meiddist í leiknum og varð að yf- irgefa völlinn. Hann fór úr axlar- lið og leikur varla með Liverpool næstu dagana. - VS hafa sloppið óvenju vel við meiðsli. Sampdoria leggur nú alla áherslu á að ná í Ian Rush frá Liverpool í staðinn fyrir Francis. Graeme Souness, fyrrum fyrirliði Liverpool, er í aðalhlutverki í miðjunni hjá Sampdoria og ítal- irnir gera ráð fyrir að samvinna hans og Rush verði ekki síðri hjá þeim en hjá Liverpool. Að vísu er ítölskum félögum bannað að kaupa erlenda leikmenn fyrr en eftir HM 1986 en mikil andstaða er hjá félögunum gagnvart bann- inu og því allt eins líklegt að því verði aflétt í vor. Rush er þó ekkert spenntur fyrir því sjálfur að yfirgefa Li- verpool. Hann er samningsbund- inn félaginu til ársins 1988 og vill helst vera um kyrrt, ekki síst vegna sterkra tengsla við foreldra sína og systkini. - VS Fimmtudagur 7. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.