Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Námsmann fylgt ef óskað er. Upplýsingar á kvöld- vantar herbergi til leigu sem fyrst. Upplýsingar í síma 45532. Volvo 242L árgerð ’75 Skiptivél ekin 275 km. Vel með farinn, nýsprautaður, nýtt pústkerfi, útvarp, vetrar- og sumardekk. Verð 170 þús. Skipti á ódýrari kemurtil greina. Upp- lýsingar í síma 29672, eftir kl. 18.00. Til sölu S/h stækkari, Operws Standard sem má breyta í litmyndastækkanir, 6x6 og 24x36 linsur, klukka og ýmislegt fylgir. Verðið 7000 krónur (6500 við staðgreiðslu). Upplýsingar í síma 26482 eftir kl. 18.00. Guðrún. Hjón í námi með eitt barn óska eftir íbúð á sann- gjörnu verði. Sjmi 23523. Rafha eldavél fæst gefins fyrir þann sem vill sækja hana. Upplýsingar í síma 17571. Til sölu Furusófasett - þriggja og tveggja sæta sófi, stóll og sófaborð. Fæst ódýrt. Sími 616941, eftir kl. 18.00. Aukavinna Óska eftir aukavinnu í 2-3 tíma á dag. Vinnutími æskilegur eftir kl. 18. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 35263. Dagmamma Get bætt við mig einu barni allan dag- inn. Hef leyfi, er á Bugðulæk. Upplýs- ingar í síma 35263. Eldavél Vantar notaða vel með farna eldavél, ekki mjög stóra. Upplýsingar í síma 81333 frá kl. 9-13 eða 31197 eftir hádegi. Kanínur Angórakanínur til sölu á 200 kr. stk. Fjögurra búra samstæða og fylgihlut- ir á 2 þús. kr. Upplýsingar í síma 44407. Til sölu lítið notaðir Nordica skíðaskór nr. 8V2 Verð kr. 1000.- Sími 83677. Ýmis húsgögn til sölu Sem dæmi má nefna rúm á 4000.- kr. borðstofuborð á 3500.- kr, dívanar á 200 kr. og ýmislegt fleira. Sjón er sögu ríkari, komið á Langholtsveg 112A eftir kl. 6 í dag eða næstu daga, annars er símanúmerið 30672. Nýlegur stuðari til sölu. Grænn Galant getur in i sima 29000. Geðdeild. Vantar Hillusamstæðu í barnaherbergi. Einnig væri gott að fá notaða eldavél á góðu verði. Upplýsingar í síma 17087. Atvinna óskast 19árastúlkaóskareftirvinnu. Ervön verslunarstörfum. Upplýsingar í síma 52614 og á morgun frá 9-2 í síma 34324 og e. kl. 20 í síma 52614. Gömul saumavél Lada - fótstigin á borði fæst gefins. Upplýsingar í síma 618238. Batik-tauþrykk Dag- og kvöldnámskeið hefjast 14/2. Færanlegir tímar fyrir vaktavinnufólk. Fáir í hópi. Skráning þátttöku og aðr- ar upplýsingar í síma 44124. Vesturbær - Hagar Óska eftir góðri manneskju til að gæta hálfs árs gamals drengs, hluta úr degi uppúr 1. mars. Er í Vesturbæ. Sími 29545. Rafmagnsritvél vel með farin til sölu. Upplýsingar í síma 37697, e.kl. 19.00. Dagmamma í Laugarneshverfi getur bætt við sig tveimur börnum fyrir hádegi. Hefur leyfi. Sími 39475. Tuskumottur Tek að mér að vefa tuskumottur. Breidd allt að 75 cm. Lengd eftir pöntun. Gott verð, margir litir. Upp- lýsingar gefur Berglind í síma 39536. Til sölu fallegt rautt kvenmannsreiðhjól, fimm gíra Schöauff. Selstódýrt. Upplýsing- ar í síma 52941. Til sölu v/brottflutnings Zanussi þvottavél, notuð í 1 ár, Gram kæliskápur, 72 cm á hæð. Einnig tvö gömul afsýrð fururúm og barnakerra vel með farin. Upplýsingar í síma 29672 um helgina. Til sölu en nýr, ónotaður „style" leðurjakki á herra, ryðbrúnn og glæsilegur jakki sem passar á ca. 180 cm háan karl- mann. Upplýsingar í síma 13894. Til sölu Antik sófasett, hvítt hjónarúm með náttborðum, rimlarúm, Britax barna- bílstóll og tveir kerrupokar. Einnig Fiat 127 árg. '74 - óskráður, en tilbú- inn til skoðunar. Gott verð. Upplýs- ingar í síma 77783. Opinber stofnun óskar aö taka á leigu 300-350 m2 iðnaðarhúsnæöi með innkeyrslu, í Reykjavík eða Kópavogi. Tilboð merkt 150285 sendist Þjóðviljanum fyrir 15. febrúar nk.. 1X2 1X2 1X2 23. leikvika - leikir 2. feb. 1985 VINNINGSRÖÐ: 11X-X12-2XX-222 1. VINNINGUR: 12 réttir, kr. 159.655.- 52791(4/11) 85867(6/11) 96119(6/11) + 2. VINNINGUR: 11 réttir, kr. 1.739,- 7 37937+ 50963 59871+ 87052 91734 96123+ 635 38452 50983 60183+ 87151 + 91736 96147+ 737 38908 50988 61551 + 87161 + 91737 96152+ 1645+ 39412 51342 61895 87573 91814 96448+ 4442 41946+ 51474+ 62477+ 87862 91820 4952(2/11) 4444 43231 54636 62717 87887+ 92008+ 48780(2/11) 9117 43848 54637 63564 87890+ 92010 57223(2/11) + 35487 43969 56020 64604 88422+ 92596+ 57229(2/11) + 35565 44936 56469 64611 88446+ 92871 57739(2/11) + 35927 46884+ 56470 64612 88459+ 94204 Úr 22. viku: 37527 47870+ 57226+ 64613 89194+ 95126 37777 49293+ 57227+ 85079 89316 96110+ 51676(2/11) + 37783 49841 57228+ 86889 90907 96117+ 54315 37784 50959 59047 87010 91731 96122+ 56136+ Kærufrestur er til 25. febrúar 1985 kl. 12,00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykja- vík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhaf- ar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR íþróttamiðstöðinni REYKJAVÍK FRÁ LESENPUM Bréf til Lám Kcera Lára. Ég þakka bréfið til mín á les- endasíðu Þjóðviljans. Það er ánægjulegt að fá gagnrýni, sem skrifuð er af skynsemi og þekk- ingu. Ég sé að þú veist vel um hvað þú ert að fjalla. Þá ætla ég fyrst að svara spurningu þinni um hverjum þyki Pidginmál ómerki- leg. Þau skipta tugum og eru alls ekki einvörðungu bundin ensku. Ég vil nefna þrjá menn, sem finnst sá hrærigrautur tungu- mála, sem er einkenni Pidgin- mála, auðvitað auk mín, vera ómerkilegt fyrirbæri. Fyrir löngu síðan lærði ég svo- lítið í þýsku hjá afburða kennara, dr. Brúnó Kress, sem kenndi þýsku við MR. Hann talaði betri íslensku en margir íslendingar og kunni auk þess mörg önnur tungu- mál. Hann var eitt sinn í tíma spurður hvaða tungumái hann talaði. Ég man ekki hversu mörg hann taldi upp, en ég spurði hann þá hvort hann hefði aldrei lært dönsku og hann svaraði: „Nei, það mundi ég aldrei gera. Þá tæki ég fremur esperanto“. Ég fann að þar þótti honum langt til jafnað. Ég spurði hann hvers vegna hann segði þetta um dönskuna. Hann sagði að dönsku væri varla hægt að kalla tungumál, hún væri hrærigrautur úr fornu norrænu máli, þýsku, ensku og jafnvel frönsku. Ég gat auðvitað engu svarað meistaranum. í byrjun nítjándu aldar kom hingað danskur málvísindamað- ur, Rasmus Kristján Rask. Hann kynntist fljótt því máli sem þá var talað í Reykjavík, hroðalegri blöndu af dönsku og íslensku. Rask fyrirleit þetta mál, sem vel mætti kalla Pidgin dönsku. Þetta mál varð til eins og þú segir rétti- lega að Pidgin English hafi orðið til í austurlöndum, danskir kaup- menn og innfæddir á íslandi mynduðu hrognamál til að auðvelda samskipti. Rask ferð- aðist víða um landið og þóttist vera íslendingur og svo vel talaði hann íslensku eftir eins vetrar nám að engan grunaði að hann væri það ekki þar til hann sagðist hafa séð skjóttar kýr. Hann vissi þá ekki að það voru bara hestar sem voru skjóttir. Rask varð afar hrifinn af hinu hreina, óblandaða íslenska máli sem talað var í sveitunum og lýsti óspart van- þóknun sinni á hrognamálinu í Reykjavík. Þriðja vitnið er Mario Pei, pró- fessor í málvísindum við Colomb- ía háskólann í Bandaríkjunum. Hann kallar Pidgin-málin „jarg- on“, sem í orðabókum útleggst „hrognamál“. Ég leyfi mér að kalla það ómerkilegt fyrirbæri. Þú hefur rétt fyrir þér að ég tel enskusletturnar hættulegar ís- lenskri tungu, geti jafnvel útrýmt henni. Pidgin Engiish var út- breidd á Nýja Sjálandi og í Ástra- líu á nítjándu öld og fram á þá tuttugustu. Nú er það mál ger- samlega horfið, mál innfæddra sigraði ekki þar, heldur er enskan orðin allsráðandi. Að vísu talar einhver hluti Maoría á Nýja Sjá- landi sitt forna mál, en þeir kunna allir ensku og nota hana í öllum samskiptum við hvíta menn. Málið þeirra er að deyja út. Ég hef áhyggjur af því að hér verði bráðum töluð Pidgin Eng- lish og svo hverfi ísienskan og enskan taki við. Það mun mega segja það með réttu að ég sé fullur hleypidóma í garð dægurtónlistarfólks, en aft- ur er það alrangt að ég fordæmi sérstaklega kvenkynið. Það var algjör tilviljun að Ragnhildur varð fyrir „hleypidómum" mín- um og ég vissi ekki fyrr en ég las bréfið þitt að blaðamaðurinn er kona. Ég hef örgustu skömm á því sem ég hef heyrt af dægurlaga- textum (með örfáum undan- tekningum), ekki eingöngu fyrir misþyrmingu á íslensku máli, þó hún sé ærin, heldur öllu fremur vegna þess hvað sá kveðskapur er yfirþyrmandi heimskulegur, hugsunin sljó og þótt sumir reyni að yrkja með hefðbundnum hætti og nota stuðla og höfuðstafi, þá eru þeir oftast settir á vitlausa staði. Þá er betra að yrkja órím- að. Ég hef heyrt texta þar sem ein setning er endurtekin tíu til tutt- ugu sinnum. Þvílík andagift. Annars gengur mér illa að heyra textana því margir söngvarar hafa óskýran framburð. Það væri fengur að fá safn af dægurlaga- textum útgefnum á bók, þá gæti maður athugað „listina". Að lokum: „Hvað er að því að stytta hið alíslenska orð segul- band í band?“ Þarna hef ég kannski ekki skilið rétt er Ragnhildur syngur með „bandi“ og er mér það nokk- ur vorkunn. Orðið „band“ er oft notað í merkingunni hljómsveit og ég lagði þá merkingu í orðið. En hvort hún var að syngja með hljómsveit eða segulbandi veit ég ekki enn. Bestur kveðjur, Ragnar úr Seli. Látið Þjóð- viljann vinna fyrir ykkur Liggur ykkur ekki eitthvað á hjarta? Þurfíð þið að komast í samband við einhverja í kerfinu? Hafíð þið heyrt um eitthvað sem aflaga fer og ykkur fínnst ráð að bæta úr? Lesendasíða Þjóðviljans er kjörinn vettvangur ykkar! Þið getið annað tveggja sent okkur línu eða hringt og við vinnum úr málinu. Einnig eru allar ábend- ingar og spurningar vel þegnar og ekki skal standa á Lesendasíð- unni að afla svara. Hringið í síma 91-81333 eða skrifíð til Þjóðvilj- ans Síðumúla 6, 108 Reykjavík. En ekki Húsavík... Tryggvi Emilsson hringdi í okkur og vildi stríða Árna Bergmann á því að í spurningaþætti hafi hann ekki kannast við merkilegt pláss á Norðurlandi. Og lét fylgja þessa vísu hér: Asíulönd og önnur slík Árni þekkir í grænni flík, Evrópu og þar meö Amerík, en ekki þekkir hann Húsavík. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.