Þjóðviljinn - 07.02.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Side 4
LEIÐARI Lifandi hreyfing Andstæðingablöö Alþýðubandalagsins eru nú haldin mikilli Þórðargleði yfir því að hafa allt í einu uppgötvað að innan Alþýðubandalagsins leyfa menn sér þá ósvinnu að vera ekki sam- mála um alla skapaða hluti. Einsog í öðrum flokkum þá er auðvitað ágreiningur milli manna í Alþýðubandalaginu um einstök mál og starfs- hætti. Það er einfaldlega staðreynd - hvort sem gömlu flokkunum líkar betur eða verr að alls staðar þar sem lífsmark er að finna í hreyfing- um, þar finna menn líka skiptar skoðanir. Alþýðubandalagið er þar engin undantekn- ing. Þar eru nýjar kynslóðir með nýjar hugmynd- ir að hasla sér völl. Innan flokksins á sér stað ákveðin hugmyndaleg gerjun, sem fáir íslenskir stjórnmálaflokkar af eldri kynslóðinni geta stát- að af. Þó sú gerjun kunni að leiða til þess að einstökum hópum innan flokksins kunni að slá saman er hins vegar ekki nokkur ástæða til þess að ætla að undirstaðan hafi haggast. En hvers vegna gleðjast andstæðingarnir yfir því að þeir þykjast eygja átök innan Alþýðu- bandalagsins? Svarið er ósköp einfalt. Alþýðu- bandalagið er - þegar upp er staðið - hið eina stjórnmálaafl sem getur veitt íhaldinu við- spyrnu. Þegar spurt er um innrás erlendrar stór- iðju er spurt um styrk Alþýðubandalagsins. Þegar spurt er um pólitískan styrk verkalýðs- hreyfingarinnar að kosningum loknum þá er ekki spurt um Kvennalistann eða Alþýðuflokk- inn og þaðanafsíður um Bandalag jafnaðar- manna. Þá er spurt um styrk Alþýðubandalags- ins, því það er hann sem er mælikvarðinn á hinn pólitíska styrk verkalýðshreyfingarinnar, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Veikt Alþýðubandalag myndi að sjálfsögðu auka möguleikana á framrás hægri aflanna í þjóðfélaginu. Framsóknarforystan gerir sér þannig vonir um veikt Alþýðubandalag til að geta haldið áfram að framkvæma leiftursóknar- stefnu Verslunarráðsins í samvinnu við Sjálfs- tæðisflokkinn. Formaður Alþýðuflokksins gerir sér vonir um veikt Alþýðubandalag til að geta myndað viðreisnarstjórn upp á nýtt. Hernáms- öflin, hvar í flokki sem þau standa, gera sér auðvitað vonir um að það kvarnist utanaf Al- þýðubandalaginu til að þau geti í samráði við bandaríska herliðið byggt fleiri ratsjárstöðvar og 'dregiið okkur enn lengra í hernaðarnet stórveld- anna. Þessir aðilar munu hins vegar verða fyrir von- brigðum. Flokkurinn hefur á að skipa sterkri liðssveit sem fyrr, bæði utan verkalýðshreyfing- arinnar og innan. Innan verkalýðshreyfingar- innar eru óbreyttir liðsmenn sem krefjast nýrrar, róttækrar baráttustefnu gegn ríkisstjórninni. Auðvitað munu forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar ganga fram fyrir skjöldu í þeirri bar- áttu og láta sitt ekki eftir liggja fremur en endra- nær. Gegn því beinist að sjálfsögðu ótti fé- sýsluaflanna í þjóðfélaginu. Ef það er eitthvað sem þau óttast í dag, þá er það fyrst og fremst vígreift og baráttufúst Alþýðubandalag. Slíku Alþýðubandalagi munu þau líka fá að kynnast á næstu mánuðum. Menn skulu ekki gleyma því, að einarðleg barátta innan flokka leysir oft úr læðingi þá orku sem beisluð flytur fjöll. Eldvirkni í iðrum hreyf- inga kveikir líka oft þann frumkraft sem um síðir verður drifafl þeirra til nýrrar framtíðar. Þar sem er hreyfing - þar er líf. Þar sem er lognmolla og kyrrstaða - þar bíður feigðin. -ÖS KUPPT # OGSKORID Afstöðuleysi? Ragnar Stefánsson víkur enn að Afganistanmálum í viðhorfs- grein hér í blaðinu í gær, og er höfuðinntak þess máls, að saka klippara um að mæla með af- stöðuleysi í utanríkismálum. Þetta er mesta firra. Það er alveg rétt hjá Ragnari, að þegar borgarastríð með er- lendri íhlutun eru háð, þá spyrja menn um málstað stríðandi afla. Það liggur reyndar í augum uppi. Ragnari finnst til dæmis sem ysta- vinstrimanni, að staðan sé ekki nægilega skýr í Afganistan, hver sé þar framsækinn og hver ekki. Og það er vafalaust rétt hjá hon- um, að hægriliðinu finnst það ekki heldur: þeir gaurar sjá eins- konar íranskt ajatollaríki rísa upp úr uppreisninni, íslamska bylt- ingu, sem er þeim ekki mikið meira að skapi en sovésk útflutn- ingsvara. Vangaveltur af þessu tagi eru víst óumflýjanlegar, segjum það. En þær þýða vitaskuld ekki að mælt sé með afstöðuleysi, hvorki í hinu afganska dæmi né öðrum. í skrifum hér í blaðinu hefur marg- oft verið á það bent, að þótt sumir hverjir telji sig eiga erfitt með að finna sér trausta sam- herja í stríði sem því afganska, þá ættu málavextir að vera mönnum meira en nógu skýrir til að krefja þá um svör. Hér er átt við það, að þjóð berst við erlent ofurefli, sem ætlar að þröngva upp á hana stjórn sem ekki nýtur almenns stuðnings. Hér er átt við samúð með miljónum flóttamanna. Hér er. átt við þá nauðsyn bæði smá- þjóðamönnum og sósíalistum, að viðurkenna ekki „rétt“ stórveldis til að ráðskast með innri mál granna sinna. Svo einfalt er nú það. Undarlegur heilaspuni Það er margt annað í meira lagi athugavert við skrif Ragnars. Þetta hér er þó verst: „Ég get ómögulega skilið skrif Arna öðru vísi en sem nöldur út í þá vinstri menn sem hafa beitt sér fyrir El Salvador og Nicaragua- starfi". Þetta er satt best að segja fyrir neðan allar hellu. Mið-ameríku- ríkin tvö voru hreint ekki á dag- skrá í þeim skrifum sem Ragnar fjallar um. Nöldrið sem hann tal- ar um er ekki til. Þessi orð eru álíka merkileg hugsmíð og að segja til dæmis, að þeir sem kjósa sér málstað vinstrifylkingar í E1 Salvador láti sig apartheid í Suður-Afríku litlu varða. Og svo koll af kolli, allt eftir því sem andinn inn gefur. Það spaugilegasta er svo, að Ragnar segir af alvöruþunga: „En þetta nöldur hefur engin áhrif á okkur“. Aumingja blessaður maðurinn. Við skulum vona, að hugprýði hans lendi ein- hverntíma í meiri raun en þeirri, að standast ímyndað „nöldur" í einum blaðasnápi. Að læra af Færeyingum Það var um daginn að Jón Baldvin kom frá Færeyjum og var bara hress. Við getum lœrt mikið af Færeyingum, sagði hann. Og það er ekki nema gleðiefni: því ekki að læra eitthvað merkilegt í pólitík og stjórnsýslu og efna- hagsmálum af geðslegum grönnum eins og Færeyingum? í Færeyjum er vinstristjórn ný- lega tekin við. Helstu flokkar í henni eru Sósíaldemókratar og Þjóðveldisflokkurinn, sá flokkur sem lengst gengur í sjálfstæðis- málum Færeyinga. Þetta er gleði- Iegt. Hitt er svo verra, að stjórnin tekur við næsta ömurlegum arfi. í Information greinir á dögun- um frá niðurstöðum ráðgjafar- nefndar, sem hefur verið að skoða fjármál Færeyja eftir við- skilnað borgaralegrar stjórnar. Þar kemur fram, að í fyrra hafi greiðsluhalli Færeyinga numið 800 miljónum króna og orðið helmingi meiri en í hitteðfyrra. Og er þó búið að taka með fram- lög frá danska ríkinu upp á 650 miljónir. Ráðgjafarnefndin hefur reiknað það saman, að skuldir Færeyinga við útlönd nemi nú um þrem miljörðum danskra króna eða nær ellefu miljörðum ís- lenskra. Þetta eru 62% af vergri þjóðarframleiðslu. Samsvarandi tala fyrir Danmörku er 38% en íslendingar skulda eitthvað svip- að og Færeyingar. Og það sem verra er: á því ári sem nú er hafið, búast Færeyingar við enn meiri halla á viðskiptum og fari skuldir þeirra þá upp í 72% þjóðarfram- leiðslunnar. Síðan segir í frásögn Informati- on: „Hallinn er nátengdur gífur- legum opinberum stuðningi við fiskveiðar, stuðningi sem er svo mikill, að það hefur enn borgað sig að fjárfesta í nýjum fiski- skipum enda þótt afli sé á niður- leið og sé nú þegar langt umfram það sem fiskifrœðingar telja að sé leyfilegt að veiða“. Því þarf nýja vinstristjórnin nú að grípa til harkalegra efnahags- aðgerða. Sem verður ekki auðvelt, því bæði krötum og þjóðveldismönnum er það mjög á móti skapi að gera nokkuð það sem skerði rauntekjur launa- fólks. Ekki svo að skilja: það getur verið að við getum lært eitthvað af Færeyingum eins og Jón Bald- vin segir. En það væri þá helst það, að það er mikill misskilning- ur að borgaralegri stjórn, eins og sú sem síðast sat í Færeyjum, sé öðrum fremur treystandi til að koma í veg fyrir sukk í fjárfesting- um og stjórnsýslu. En við þurfum reyndar ekki að fara út fyrir landsteinana til að vita það. -ÁB. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglysingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreíðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkoyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 7. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.