Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 9
 3 Álfheiður Steinþórsdóttir: Það að gera eitthvað fyrir útlit sitt er eðlileg aðferð til þess að láta sér líða betur, en það er bagalegt þegar dekrið við útlitið verður að áráttu til að leysa andlega vanlíðan með líkamlegum aðferðum. Ljósm. E.ÓI. Rættvið Álfheidi Steinþórsdóttur sálfræðing um þörfokkartilað hressauppáút- litiðmeð heilsu- ræktogsnyrt- ingu, hárlagn- inguogmegrun- arkúrum og öðru þvísemfegrun- ariðnaðurinn hefuruppáað bjóða Frá blautu barnsbeini erum við markvisst mötuð á ákveðnum skilaboðum um út- lit okkar, og sú þörf virðist rót- gróin í manninum að dekra svolítið við útlit sitt. Þessi þörf hefur getið af sér stórar atvinnugreinar í framleiðslu og þjónustu, sem í sumum löndum skipa háan sess í atvinnulífi viðkomandi landa. Fatatíska, snyrtivörur og ilm- efni. Hártíska, heilsuræktirog Ijósaböð. Hollustufæði og megrunarkúrar. Allt eru þetta angar sprottnir af sama meiði: þörf mannsins til þess að hugsa um útlit sitt og það, hvernig hann kemuröðrum fyrirsjónir. Við heimsóttum Alfheiði Steinþórsdóttursál- fræðing á Sálfræðistöðinaog báðum hana um að segja okkur eitthvað um fegrunar- þörf mannsins út frá sjónar- hólisálfræðings. Maðurinn hefur alltaf látið út- litið skipta máli. Það er sama til hvað þjóðfélags eða tíma við lítum, alltaf eru til fastmótaðar reglur um það hvernig menn skuli vera í útliti og hátt og hvað þyki æskilegt í þeim efnum. Þetta er spurningin um hvaða hlið maður- inn sýnir á sér út á við og hvernig hann kemur öðrum fyrir sjónir. Þessi vitund um útlitið er okkur innprentuð strax í bernsku og hún er orðin fullmótuð innra með okkur á fullorðinsárum. Maður- inn er sér ekki bara meðvitaður Fegrunarþörfin er okkur í blóð borin um það hvernig hann lítur út, hann hefur líka meira eða minna ljósa hugmynd um það hvernig hann vildi líta út, hvert sé hið æskilega útlit. Bætt líðan Afhverju erþessiþörf sprottin? Þörfin til að bæta útlitið er tengd vellíðan fólks. Ég gerði einu sinni smákönnun á því hvað fólk tæki sér fyrir hendur ef því liði illa. Flest svörin voru á þá leið að fólk gerði eitthvað fyrir sjálft sig. Keypti sér föt, gerði eitthvað fyrir útlitið eða ræktaði heilsuna með útivist og líkamsrækt. Það skal tekið fram að könnun þessi náði aðeins til kvenna. En það að gera eitthvað fyrir útlit sitt er í rauninni eðlileg aðferð til þess að láta sér líða betur. Áttu við að fegrunarþörfin sé að einhverju ieyti sprottin af van- líðan? Mannlegt samfélag hefur á öllum tímum gert ákveðnar kröfur um útlit og fegurð, og slíkar hugmyndir eru innprentaðar í okkur frá blautu barnsbeini, segir Álfheiður Steinþórsdóttir. Nú á tfmum er algengt að fólk lifi undir miklu álagi. Það vinnur mikið og jafnvægi verður oft ekki eðlilegt á milli vinnu og hvíldar. Slíkt jafnvægisleysi veldur streitu og vanlíðan, og það er eðlilegt að fólk geri eitthvað til að bæta úr henni. Þá getur það verið mjög nærtækt að huga að útliti sínu og líkamlegri líðan. Að fara í heilsu- rækt eða sólbaðsstofu er auðveld leið til að ná árangri. Fólk getur farið í þetta þegar því hentar og án þess að binda sig fast í ákveð- inn tíma. Það passar vel inn í lífsmynstur fólks í dag. Fólk sem vinnur í miklum erli og er innan um annað fólk allan daginn hefur líka þörf til þess að vera eitt með sjálfu sér. Með því að fara í heilsurækt, sólbað eða sund eftir vinnu getur maður unnið úr atburðum dagsins og hlaðið sig upp áður en tekist er á við heimilisstörfin. Ég held að þörfin til að vera einn með sjálf- um sér sé okkur líka mikilvæg. Engin patentlausn Getur þessi þörf mannsins til þess að hugsa um útlit sitt ekki gengið út í öfgar? Jú, það liggur líka í augum uppi að fólk getur orðið yfirdrifið upp- tekið af þessu. Þá á ég sérstaklega við fullorðið fólk. Fólk sem þjáist af kvíða, litlu sjálfstrausti eða annarri andlegri vanlíðan getur ekki leyst vandamálin með lík- amsrækt eða snyrtingu. Lík- amsræktin getur aldrei orðið pat- entlausn á slíkri vanlíðan. Þegar fólk verður óeðlilega upptekið af útliti sínu og talar stöðugt um það, þá getur það verið merki um óöryggi. Fyrir þessu fólki verður dekrið við útlitið tilraun til að leysa vandamál sem eru af öðrum rótum og þurfa annarra lausna við. Það er að mínu áliti bagalegt þegar það verður að áráttu að leysa andlega vanlíðan með líkamlegum aðferðum. Þegar þetta gengur út í öfgar getur þetta einnig birtst þannig að fólk leggur á sig sérstakar þrautir og beitir eigin líkama þvingunum til þess að ná ákveðnu markmiði í útliti. Aðrir fara í heilsurækt til þess að geta keyrt sig enn stífar áfram í vinn- unni. Þá er heilsuræktin orðin að viðbótarstreituþætti, sem getur haft allt annað en tilætluð áhrif. Hefur líkamsrœkt verið notuð setn aðferð til að bæta úr and- legum kvillum? Tilraunir hafa verið gerðar til þess að nota líkamsrækt og sund á markvissan hátt sem meðferðar- aðferð fyrir geðsjúka. Slík með- ferð getur hjálpað fólki til þess að finna sjálft sig líkamlega og virkja einstaklinginn á nýjan leik. Slík líkamsþjálfun er til dæmis sums staðar notuð markvisst f með- höndlun á þunglyndi. Ég tel því að það að huga að útliti sínu sé góð leið til aukinnar vellíðunar fyrir fólk sem er í göðu formi and- lega. Fyrir hina getur þetta verið hjálp, en hún ein leysir aldrei þau vandamál sem eru undirrót and-' legrar vanlíðunar. \ -ólg. Flmmtudagur 7. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.