Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 2
________________FRETTIR Fjölbraut Breiðholti Boöhlaup með undirskriftir 2000 nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti bíða óþreyjufullir eftir íþróttahúsinu sem Davíð borgarstjóri lofaðifyrir kosningar. „Ekki í ár Nemendur Fjölbrautaskólans í Brciðholti hlupu í boðhlaupi frá skólanum í gærmorgun að borgarskrifstofunum í Austur- stræti þar sem Davíð Oddssyni borgarstjóra var afhentur undir- skriftarlisti þar sem nemendur kreijast þess að þegar verði hafist handa við byggingu íþróttahúss við skólann. Um 2000 nemendur stunda nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og hafa alla tíð orðið að búa við mjög bágborna leikfimiaðstöðu. Mikil ólga er meðal nemenda vegna þessa og ekki síst þegar rifjuð eru upp kosningaloforð Davíðs Odds- sonar um að næsta íþróttahús borgarinnar ætti að rísa við FB. „Hann lýsti því yfir að það yrði ekki byrjað á neinum fram- kvæmdum í ár og líklega ekki fyrr en 1987. Að sjálfsögðu erum við ekki ánægð með það svar borg- arstjórans því við búum við væg- ast sagt hrikaiega aðstöðu í þess- um efnum,“ sagði Logi Sigur- finnsson formaður Nemendafé- lags FB sem ásamt félögum sín- um afhenti Davíð Oddssyni undirskriftaskjal nemenda í gær. ->g- og í fyrsta lagi 1987“ segir Davíð Forystumenn Fjölbrautaskólans í Breiðholti og félagsmálafulltrúi skólans afhenda borgarstjóra undirskriftirnar þar sem rekið er á eftir loforðum um íþróttahús. Mynd - eik. Ætli þorskurinn verði ekki bráðum fluttur út í stykkjatali eins og trjónukrabbinn? Kaffibaunir Kaaber- rannsókn að Ijúka Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra er rannsóknin á kaffi-innflutningi O. Johnson og Kaaber nú á lokastigi. Sagðist hann vonast til að niðurstaða lægi fyrir um helgina, en fyrr en hún Iægi fyrir vildi hann ekki tjá sig frekar um málið. -S.dór Pistilfirðingar Móbnæla radarstöð á Langanesi Steingrímur Hermannsson: Hæpið að reisa stöðina ef meirihluti er á móti Útflutningur Einn trjónukrabbi til Belgíu! Einn lifandi trjónukrabbi var fluttur í sérstökum umbúðum til Belgíu með Arnarflugi í síðustu viku. Þetta var upphaf tilrauna- sendinga á lifandi trjónukrabba til Evrópu, þar sem fæst fyrir hann gott verð og hann þykir ein- stakt lostæti. Að sögn Arnarflugs gekk ferðalagið vel, og ekki fóru neinar sögur af því að krabbinn hefði orðið flugveikur. —OS/lg Fulltrúar Þistilfirðinga, Jó- hannes Sigfússon Gunnars- stöðum og Ágúst Guðröðarson Sauðanesi afhentu Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra í gær bænaskrá íbúa við Þistil- fjörð. í henni segir m.a. orðrétt: „Samviska okkar, sem ritum nöfn okkar á þessa bænaskrá neyðir okkur til að mótmæla framkomnum hugmyndum um byggingu ratsjárstöðvar á Lang- anesi vegna þess m.a. að viö erum þeirrar skoðunar að þær auki á þá vígvæðingu þjóðanna sem stefnir jarðarbyggð í geigvænlega hættu. Við getum ekki varið fyrir sam- visku okkar að frekara fjármagni verði varið til vígbúnaðar meðan sultur og vannæringarsjúkdómar hrjá hálft mannkynið. Jafnframt óttumst við að bygg- ing þessarar umræddu stöðvar geri heimabyggð okkar að skot- marki í hugsanlegum hernaðará- tökum. En hvað viðvíkur öryggi ís- lenzkra loft- og sæfarenda, sem að heíur verið vikið í þessu sam- bandi, þá teljum við að okkur beri að tryggja það sjálf. Við berum því fram þá bæn við ríkisstjórn íslands, að hún leyfi ekki uppsetningu umræddrar rat- sjárstöðvar á Langanesi, eða annars staðar á landinu." Ágúst og Jóhannes sögðu í samtali við Þjóðviljann að undir bænaskrána hefðu ritað 107 hús- ráðendur og þeir sem stæðu fyrir búum. Þá höfðu þeir eftir Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra að hann teldi hæpið að reisa ratsjárstöðina ef meirihluti heimamanna væri henni andvíg- ur. hágé. Fiskvinnslufólk Bíður kveðju þingmanna GuðmundurJ. Guðmundsson: Skortur áfiski lagður að jöfnu við skiptapa og bruna. Verðmœtin eru í höndumfiskvinnslufólksins Guðmundur J.: Fiskvinnslu- fólk mun fylgjast grannt með viðbrögðum alþingismanna. Ljósm. -eik. Guðmundur J. Guðmundsson hefur, ásamt þrem öðrum þingmönnum, flutt frumvarp til laga um breytingar á lögum um uppsagnarfrest verkafólks. Breytingin varðar fyrst og fremst verkafólk í fiskvinnslu, sem hing- að til hefur mátt sæta því, að vera sent heim með litlum eða jafnvel engum fyrirvara, ef hráefni hefur skort. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá er fallinn dómur í Hæstarétti, sem felur í sér að atvinnurekend- ur hafi engum skyldum að gegna við starfsfólk sitt, þegar fisk til vinnslu skortir, þó að fiskleysið sé til komið vegna aðgerða þeirra sjálfra. Þjóðviljinn spurði Guð- mund J. Guðmundsson hverju samþykkt frumvarpsins myndi breyta. Ef það verður samþykkt má ekki taka fólk af launaskrá, nema algerlega óviðráðanleg atvik eins og aflabrestur, skiptapi eða bruni valdi framleiðslustöðvun. Þar að auki er í tillögu okkar sett há- mark á þann tíma, sem stöðvunin getur varað, mest 80 stundir sam- fleytt og 160 stundir á tólf mán- aða tímabili". Eru líkur á að þingið samþykki frumvarpið? „Ég skal ekki segja, en hitt er víst, að ábyrgð þeirra manna, sem vilja óbreytt réttindi handa fólki í undirstöðuatvinnugrein- inni er mikil. Margir vilja telja, að verkakonur í fiskvinnslu séu einhvers konar aukavinnuafl, reitingsvinnuafl, sem kalla megi til hvenær sem hentar. Þetta er alger misskilningur. Konur, sem eru 75% allra er í fiskvinnslunni vinna, þurfa að sjá fyrir sér og sínum rétt eins og aðrir. Vinna allan ársins hring, nætur- og helg- idagavinnu til að bjarga verð- mætum. íslenskt atvinnulíf hefur mikla sérstöðu, ekki síst vegna mikillar þátttöku kvenna. Milli sjötíu og áttatíu prósent kvenna vinna hér utan heimilis. Þjóðin hefur ekki efni á að verkafólk í undirstöðuatvinnu- greininni sé réttindasnauðast af öllum. Þetta segir til sín í gæðum. Verðmætin eru í höndum þessa fólks, sem flýr starfsgreinina, fer í annað, sem hægt er, ef ekki verð- ur breyting á. Ætla þingmenn að senda þessu fólki þá kveðju að það skuli ekki fá almenn réttindi? Fiskverkunarfólk mun fylgjast vel með afgreiðslu þingsins“. ___________________ -hágé. Sjá bls. 8 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 7. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.