Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 5
Fjölsótt þorrablót Alþýðubandalagsins síðastliðið laugardagskvöld Leynigestur, happdrætti, fjöldasöngurog rússneskt þjóðlag útundirvegg Þorrinn blótaður og skeggprúður. Hann fór með gamanmál af miklu fjöri og sagði innansveitarkróníkur af Fells- ströndinni í ljóðum og gerðu menn góðan róm að. Dalamaður- inn var Svavar formaður Gests- son. Rússneskt þjóðlag Auðvitað var sungið af miklum krafti og loksins kom að því að Silja veislustjóri fékk mikinn hóp kvenna til að tölta upp á sviðið og syngja fyrir hrútspúngana sem eftir sátu í salnum. Þegar leið á kvöldið voru sumir orðnir þjóð- legir og kenndir og þá var haldið áfram að syngja í smærri hópum útundir veggjum millum þess sem trog voru hroðin. Bía af Skaganum, Bjarnfríður Leósdóttir, var mætt á staðinn. Fyrr um helgina hafði hún orðið formaður verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins í sögulegri kosningu. En hún var enn á vinn- ingsleiðinni, því í happdrætti kvöldsins gerði hún sér lítið fyrir og vann ekki bara einn vinning, heldur tvo. Það endaði auðvitað með því að Baldur Óskarsson, formannsefnið sem féll fyrir Bjarnfríði, kyssti hana sósíalísk- an rembingskoss við mikinn fögnuð. Svo dönsuðu menn af krafti frameftir allri nóttu. Fyrir mig var hápúnktur skemmtunarinnar síðla nætur þegar Erlingur Vigg- ósson söng rússneskt þjóðlag út undir vegg fyrir mig og félaga mína og við fengum næstum öll tár í augun því Erlingur söng af svo mikilli innlifun. -ÖS Guðmundur Hallvarðsson er að verða meiriháttar gítarsnillingur og á þorrablót- inu lét hann sig ekki muna um að spila klassísk lög heldur líka pólitíska slagara sem ollu mikilli kátínu. Ljós. eik. Tvær vestfirskar baráttukonur, þær Margrét Óskarsdóttir (t.v.) og Elisabet Þorgeirsdóttir í miðjum klíðum. Ljósm. eik. Á hjalla Alþýðubandalagsins í Reykjavík var með afbrigðum glatt síðastliðið laugardagskvöld, þegar góður hópur félaga kom saman í flokksmiðstöðinni til að blóta þorra. Súrhveli, hrútspúng- ar, hákarl og sultur sviða og svína lágu í ilmandi hlöðum meðfram veggjum, og þó að nokkur skortur á gömlu brennivíni gerði vart við sig snemma kvölds þá vantaði sem betur fer ekki birgðir af jökulköldu kláravíni til að skola veisluföngunum niður. Leynigestur Blótendur þorra voru á öllum aldri, allt frá Dísu Þórhalls í Æskulýðsfylkingunni sem varð sextán fyrir jólin upp í Tryggva Helgason sem var einu sinni helsti oddviti sjómanna á Akur- eyri og er núna 83 ára og ný- genginn í Alþýðubandalagið. Þar í millum voru svo unglingar á óræðum aldri einsog Erlingur Viggósson skipasmiður. Veislustjóri var Silja Aðal- steinsdóttir og stjórnaði hófinu af festu og röggsemi, en þó mildi- lega. Jón Hnefill Aðalsteinsson var ræðumaður kvöldsins og hélt mikla tölu þar sem var fjallað vel og af þekkingu um miði görótta. Margrét Pála Ólafsdóttir fór með kersknivísur sem hún orti sjálf og fjallaði meðal annars um nýaf- staðna atburði helgarinnar sem vöktu ekki síður athygli Alþýðu- bandalagsins en innan, þ.e.a.s. aðalfund verkalýðsmálaráðs. Leynigestur kvöldsins var há- vaxinn Dalamaður, dökkur á hár Viiborg Harðardóttir og Elísabet Gunnarsdóttir ræða málin eftir að hafa snætt lyst sína á gómsætum þorramat. Ljósm. eik i UMSJÓN: JÓNA PÁLSDÓTTIR Fimmtudagur 7. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.