Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 8
ÞJÓÐMÁL Verkafólk í fiskiðnaði Mestu afköstin minnstu réttindin Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Árið 1958 fékk þáverandi vinstri stjórn lög samþykkt á Alþingi um mánaðar ,upp- sagnarfrest fyrir verkafólk, sem unnið hafði eitt ár eða lengur hjá sama atvinnureka- nda, og allt að eins mánaðar greiðslur í veikindum ef við- komandi hafði starfað í eitt ár. Þessi lög stefndu vissulega í mikla framfaraátt á sínum tíma, en þegarfram liðu stund- ir kom þó fram á þeim einn megingalli. Hann var sá að undanþegið þessum ákvæð- um var fiskvinnslufóik ef hrá- efni var ekki fyrir hendi, og hafnarverkamenn ef skip var ekki í höfn. Aðrar undanþágur voru einnig í lögum þessum, s. s. vegna náttúruhamfara o.fl. þ.h. Verkamannafélaginu Dagsbrún tókst árið 1965 að ná um það samningum að hafnarverkamenn væru fast- ráðnir, og þar með náðu lögin ekki lengur til þeirra. Hið sama hefur síðan gerst á Akureyri, í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og sjalfsagt víðar. Fisk- vinnslufólkið sat eitt eftir. Að vísu var vinna í frystihúsum ekki orðin jafnmikil og stöðug á þesum árum og síðar varð. Á árinu 1974 gerði Verka- mannasamband íslands svokall- aðan „kauptryggingarsamning", en í honum fólst að segja yrði fiskverkunarfólki upp með viku fyrirvara ef um hráefnisskort væri að ræða. Áður hafði það tíðkast, að segja við fólk að kveldi, að það þyrfti ekki að koma til vinnu að morgni, og annað hvort yrði aug- lýst í útvarpi eða það látið vita á annan hátt þegar á starfskröftum þess þyrfti næst að halda. Kauptryggingarsamningurinn frá árinu 1974 var spor í rétta átt, þannig að hann tryggði viku upp- sagnarfrest, og að ekki væri hægt að senda fólk heim tvo og þrjá daga í viku hverri. En eftir sem áður var fiskverkunarfólkið rétt- indasnauðast af almennu verka- fólki hvað atvinnuöryggi snerti. Þessar breytingar gerðu það að verkum að vinna varð mun stöð- ugri en áður hafði verið í fiskiðn- aði. Þannig hefur til dæmis Krist- ján Ragnarsson, formaður LÍÚ, oft lýst því yfir, að kauptrygging- arsamningarnir 1974 hafi orsakað mun samfelldari vinnu í frystihús- um. Árið 1979 voru enn sett lög á Alþingi, þar sem uppsagnarfrest- ur var lengdur eftir starfsaldri, t. d. í þrjá mánuði eftir fimm ára starf. Sama gilti um greiðslur í veikindaforföllum. En ekki náð- ist samkomulag í ríkisstjórninni um fiskvinnslufólk og það var skilið eftir. Skipum lagt og fólkið sent heim Við höfum haft fyrir augunum ótal dæmi um það, hvernig þess- um laga- og samningsákvæðum er beitt af fullkomnu miskunnar- leysi af hluta fiskvinnslunnar í landinu. Við vitum öll um stór útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem lögðu skipum sínum um miðjan desember og sendu fisk- vinnslufólkið heim í launalaust leyfi vegna hráefnisskorts. Létu síðan skipin liggja og ekki fara á veiðar á nýjan leik fyrr en langt var liðið á janúarmánuð. Einnig eru dæmi þess að fólk hafi verið atvinnulaust í 2-3 mánuði, m.a. t vegna þess að skip hafa siglt með aflann eða þeim hefur verið lagt. Vegna þessa uppgvænlega á- stands í réttindamálum fisk- vinnslufólks höfum við nokkrir þingmenn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum frá 1979. (Sjá frumvarp og greinargerð annars staðar hér á síðunni.) 75% eru konur Nú skulum við líta aðeins á samsetningu og kynskiptingu fiskvinnslufólks. Um það bil 75% alls fólks í fiskvinnslu eru konur og meginhluti þeirra þarf einnig að vinna heimilisstörf. Réttinda- og öryggisleysið bitnar því harð- ast á konum. Og við skulum gera okkur fulla grein fyrir því að ef þessara kvenna nyti ekki við og ef þátttaka þeirra væri ekki slík sem hún er í öðrum íslenskum iðnaði, þá myndi atvinnulífið hér á landi hrynja saman. Það er athyglisvert að hvergi í Evrópu, þar sem tölur fást um, er þátttaka kvenna í atvinnulífínu jafnmikil og á íslandi. Og þetta gífurlega vinnuframlag kvenna gjörbreytir öllum þjóðartekjum íslendinga. Ég vil einnig benda á að 70% kvenna á aldrinum 20-60 ára vinnur utan heimilis, að vísu ekki allar fullan vinnudag. Mest virð- ist atvinnuþátttakan vera hjá konum á aldrinum 45-50 ára, en 79% kvenna á þeim aldri vinnur utan heimilis. Þetta eru mun hærri tölur en t.d. á hinum Norðurlöndunum. Af konum á aldrinum 15-75 ára vinna 67% utan heimilis, og allmargar konur yfir sjötugt virðast vinna utan heimilisins. Tölur frá Danmörku sýna að 65% kvenna vinna utan heimilis, en í Noregi er hlutfalls- talan 58%. Undirstaða grunn- framleiðslunnar Áætlað er að um 9-10.000 árs- verk séu unnin í fiskvinnslu, en við þessa atvinnugrein vinna senilega 12-14.000 manns á ári. Hér er átt við skólafólk, farand- verkafólk sem vinnur yfir vertíð- ar o.s.frv.. En meginuppistaðan af þessu vinnuafli er fólk sem hef- ur þetta að aðalstarfi. Það er al- gjör misskilningur að halda að hér sé um eitthvert aukavinnuafl að ræða, og rétt er að taka það enn fram að meginhluti kvenna sem þarfnast starfa þarf einnig að vinna heimilisstörf; eru giftar, i sambúð eða einstæðar mæður. Þetta er uppistaðan í vinuafli í íslenskum fiskiðnaði. Þetta er undirstaðan, ásamt sjómönnum, undir grunnframleiðslu þjóðar- innar, og því í ósköpunum á þetta fólk að vera réttindasnauðasta fólkið í landinu? Þessu fólki er sagt upp störfum með viku fyrirvara, hvort sem það hefur unnið þrjá mánuði í starfsgreininni eða í þrjátíu ár. Þegar mikill afli berst að, er lagt að þessu fólki að vinna 10,12 til 14 tíma og víða lengur á sólar- hring, auk þess sem iðulega þarf að vinna um helgar. Þetta fólk beinlínis telur það skyldu sína að verða við slíkum beiðnum, til að bjarga verðmætum. En þessu sama fólki hika atvinnurekendur ekki við að segja upp með viku fyrirvara, þegar um hráefnisskort er að ræða, - jafnvel þótt í sumum tilfellum sé hráefnis- skorturinn beinlínis búinn til af viðkomandi fyrirtæki með stjórn- unaraðgerðum. Það þarf því engan að undra, að um 70% af skráðu atvinnu- leysi á íslandi 1984 var hjá fisk- verkunarfólki eða fólki sem tengdist þeim störfum að ein- hverju leyti. Á Suðurnesjum voru um 600 manns atvinnulausir í janúar- mánuði, mest fiskvinnslufólk. Á Akranesi var talan um 300 og höfðu sumir verið atvinnulausir í rúma tvo mánuði. í Hafnarfirði voru um 300 atvinnulausir í janú- ar og þar höfðu sumir verið atvinnulausir í allt að þrjá mán- uði. Svona mætti lengi telja. Mestu afköstin Afköst í íslenskum fiskiðnaði eru ein þau mestu sem þekkjast í nokkurri atvinnugrein. Mælt hef- ur verið að afköstin séu helmingi meiri í fiskiðnaði heldur en í mörgum lögvernduðum iðn- greinum hér á landi. Er nú eðlilegt að þetta fólk sé það réttindasnauðasta hér á landi? Vextir af lánum útgerðar og fiskvinnsluhúsa hér á landi eru í mjög mörgum tilfellum hærri en vinnulaun. Hvernig geta slíkir hlutir viðgengist í grunnatvinnu- grein þjóðarinnar? Sú þróun er nú mjög ör í ís- lensku þjóðfélagi að fólk flýr fisk- vinnsluna, sé þess nokkur kostur. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu leitar fólk í sívaxandi mæli í aðra vinnu, sé hana að fá. Vaxandi flótti er úr sjávarplássum úti á landsbyggðinni, byggðarlögum þar sem óhemju gjaldeyrisfram- leiðsla er á hvern íbúa. Þetta ger- ist meðal annars vegna lélegra kjara, langs vinnudags og örygg- isleysis í vinnu. Höfum við efni á þessu? Það er oft talað um að skilyrði til þess að við fáum gott verð fyrir fiskafurðir á erlendum mörkuð- um, séu gæði framleiðslunnar; undir því sé velmegun þjóðarinn- ar komin. Skyldi það vera til að auka gæðin að þjálfað og gott starfsfólk er að hrekjast úr þess- ari atvinnugrein? Miklar kröfur eru gerðar til fiskvinnslufólks og það hefur flestum fremur gæði íslenskrar framleiðslu í hendi sér. Er nú eðlilegt að þetta sé réttindalaus- asta fólk.á íslenskum vinnumark- aði? Hefur þjóðin efni á því að halda svona á þesum málum? Menn verða að muna, að hér á lifandi fólk hlut að máli. Það er þung ábyrgð þeirra alþingis- manna sem vilja fella þetta frum- varp. £n jafnframt því sem ég skora á þingmenn að samþykkja frumvarpið, þá vil ég skora á verkaiýðshreyfinguna að láta Al- þingi heyra frá sér, bæði verka- lýðsfélög og fólk á vinnustöðum, til að tryggja að fiskvinnslufólk búi ekki áfram við skert mannréttindi. Samkvœmt núgildandi lögum og samningum er atvinnurekendum heimilt að senda starfsfólk ífiskiðnaði í ótímabundið launalaust leyfi eins oft ogþeim sýnist, efhráefnisskortur er yfirvofandi að þeirra mati. Þetta erheimiltán tillits tilþess afhvaða völdum hráefnisskorturinn er. Þannig má senda fólkið heim í launalaust leyfi efskip eru látin sigla með aflann á erlendan markað, fiskur erfluttur utan ígámum, eða ef skipum sem afla eiga hráefnisins er hreinlega lagt. Samkvœmtfrumvarpinu eru skorður settar íþessum efnum. Launa- laust starfsleyfi má aldrei standa lengur en 160 stundir á 12 mánaða tímabili, miðað viðfullt starf, og að hámarki 80 klukkustundir samfellt. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.