Þjóðviljinn - 14.02.1985, Page 3
FRETTIR
Sleppibúnaður
Búið að lagfæra
hjá flestum
Páll Guðmundsson Siglingamálastofnun: Astandið orðiðgott. Ný
úttektgerð bráðlega. Geysilegar endurbœturfrá ífyrstu
B
úið er að skipta um víra í flest- gálgunum sem stóðu á sér þegar
um sjálfvirku Sigmundar- Siglingamálastofnun gerði úttekt
Húsnœði
Viðbótarlánin
í gang
Þeirsem hafa lent í vanskilum geta sótt ráðgjöf
og aukalán til Húsnœðisstofnunar.
Hámarksfjárhœð 150 þúsund
Undanfarin ár hafa sífelld
móðuharðindi dunið á húsn-
æðisböslurum þrátt fyrir fögur
orð ráðamanna. Þeir sem verst
eru settir við kaup eða byggingu
geta nú tekið hluta gleði sinnar:
félagsmálaráðherra hefur ákveð-
ið að Húsnæðisstofnun veiti ný
lán þeim sem eiga á hættu að
draumurinn breytist í martröð
vegna vanskila. 19. þessa mánað-
ar hefst hjá Húsnæðisstofnun sér-
stök ráðgjafarþjónusta og mega
þeir sem komast gegnum nálar-
augað eiga von á viðbótarláni allt
að 150 þúsundum króna.
Umsóknareyöublöð um slíkt
lán veröa tilbúin hinn 19., og er
umsóknarfrestur til 1. júní.
Helstu reglur um lánin: fyrri lán
úr Byggingarsjóöi árin 1980-84,
íbúð byggð/keypt í fyrsta skipti,
greiðsluerfiðleikar svo miklir að
menn eiga á hættu að missa íbúð-
ina, aðrir lánamöguleikar
fullkannaðir og nýttir, gjald-
fallnar vanskilaskuldir a.m.k.
150 þúsund fyrir síðustu áramót.
Lánstími viðbótarlánanna er
fimm til tíu ár, fjárhæð 50-150
þúsund. Húsnæðisstofnun tekur
jafnframt að sér milligöngu við
lánastofnanir um að lengja erfið
skammtímalán.
Umsóknareyðublöð fást hjá
Húsnæðisstofnun í þarnæstu
viku, líka hjá lánastofnunum og
skrifstofum sveitarstjórna. _ m
Ragnhildur
Blóðtaka
fyrir menirtakerfið
Ályktun frá Æskulýðsfylkingunni
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
lýsir yfir fullum stuðningi
við launakröfur kennarastéttar-
innar og krefst þess að ríkisstjórn
íslands gangi þegar í stað til
samninga við hana.
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
bendir á að ef til uppsagna kemur
þann 1. mars, mun ein megin
undirstaða velferðarþjóðfélags-
ins, menntakerfið, verða fyrir
gífurlegri blóðtöku sem erfitt
Lýðháskólar
Nám á Norðurlöndum
Kynning á lýðháskólanámi í Norrœna húsinu
Lýðháskólahreyfingin á Norð-
urlöndum er öflug fræðslu- og
félagsmálahreyfing, sem stendur
á gömlum merg. Lýðháskólarnir
bjóða upp á fjölbreytt nám á
ölium sviðum og eru iíka með sér-
hæfða skóla fyrir s.s. hreyfihaml-
aða og heyrnarskerta.
Lýðháskólar eru ætlaðir öllu
fólki 18 ára og eldri og engar sér-
stakar kröfur eru gerðar til undir-
búningsmenntunar.
Nú næstkomandi laugardag
efnir Reykjavíkurdeild Norræna
félagsins til kynningar á lýðhá-
skólanámi á Norðurlöndum í
samvinnu við skrifstofu Norræna
félagsins. Kynningin hefst, eins
og áður segir, nk. laugardag 16.
febrúar kl. 15.00.
Eftir dagskrá verður fyrir-
spurnum svarað. Upplýsinga-
bæklingar um lýðháskóla á Norð-
urlöndum liggja frammi. g.O.
á björgunarbúnaðinum í lok sl.
árs. Ekki hefur verið gerð nein
skyndiskoðun ennþá á búnaðin-
um eftir þessa breytingu og sagði
Páll Guðmundsson hjá Siglinga-
málastofnun í gær að beðið væri
eftir meiri frostum til að kanna
búnaðinn á ný.
„Það er ekkert annað en
reynslan sem getur skorið úr um
hæfni búnaðarins. Við verðum-
því að láta þetta vera um borð
einhvern tíma áður en við
skoðum þetta skipulega."
Páll sagði að ástandið nú væri
orðið nokkuð gott. Þessi sjálf-
virki búnaður á að vera kominn
um borð í öll skip og hann hefur
tekið miklum framförum og verið
endurbættur frá því hann kom
fyrst fram. „Ég segi það rétt að í
dag myndi enginn vilja taka þann
búnað urn borð sem fyrst kom
fram þó hann hafi þótt mikil
framför frá því sem áður þekkt-
ist. Slíkar hafa endurbæturnar
orðið eftir þessa reynslu", sagði
Páll.
- lg
verður að bæta fyrir í náinni
framtíð. Ef þessi kjaradeila
leysist ekki strax, mun það koma
illilega niður á þúsundum náms-
manna, bæði hvað varðar
menntun og fjárhag.
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
lýsir ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar eina ábyrga fyrir af-
leiðingum deilunnar og krefst
þess að hægriflokkarnir láti af
stöðugum ofsóknum sínum á
menntakerfið og launafólk."
Fiskiskip
Island er
í 19. sæti
Sovétmenn eiga
fiskiskipastól uppá 3,7
miljónir brúttólesta
ísland er í 19. sæti hvað varðar
stærð fiskiskipastóla í heiminum,
með 330 skip samtals 99,926
brúttólestir að stærð. Sovétríkin
eiga lang stærsta fiskiskipastól í
heimi, samtals 3.501 skip 3,7
miljónir brúttólestir að stærð.
Næstir koma Japanir með 2.875
skip samtals 893,520 brúttólestir
að stærð og í þriðja sæti eru
Bandaríkjamenn með 3.141 skip
620,992 brúttólestir að stærð.
Það vekur athygli í þessu sam-
bandi að Sovétmenn eiga 938
skip sem eru 2 þúsund brúttólest-
ir að stærð eða meira, Japanir 39
skip og Bandaríkjamenn aðeins
4.
- S.dór
SERSTOK LAM
VEGISIA
GREIÐSLUERFIDLEIKA
Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að settur
verði á stofn nýr lánaflokkur með það markmið,
að veita húsbyggjendum og íbúðarkaupendum lán
vegna greiðsluerfiðleika.
I framhaldi af þvi er Húsnæðisstofnun ríkisins
að iáta útbúa sérstök umsóknareyðublöð, sem verða tii
afhendingar frá og með 19. febrúar 1985
í stofnuninni og verða þá jafnframt póstlögð til
lánastofnana og sveitarstjórnarskrifstofa
til afhendingar þar.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir l.júní 1985.
Þeir einir eru lánshæfir sem fengið hafa lán
úr Byggingarsjóði ríkisins á tímabilinu
frá l.janúar 1980 til 31. desember 1984 til að byggja
eða kaupa fbúð í fyrsta sinn. Tímamörkskulu miðuð
við lánveitingu en ekki hvenær lán er hafið.
RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA
Jafnhliða stofnun þessa lánaflokks hefur verið
ákveðið, að setja á fót ráðgjafaþjónustu við þá
húsbyggjendur og fbúðarkaupendur, sem eiga f
greiðsluerfiðleikum, og mun hún hefja störf
19. febrúar næstkomandi. ~
Sfmaþjónusta þessarar ráðgjafaþjónustu verður
í síma 28500 á milli kl. 8.00 og 10.00 f.h. alla virka daga.
Að öðru leyti vfsast til fréttatilkynningar Húsnæðis-
stofnunarinnar, sem send hefur verið fjölmiðlum.
Húsnæðisstoínun ríkisins