Þjóðviljinn - 14.02.1985, Page 5
Alþingi
Spurtum..
...beitusmokk
Skúli Alexandersson hefur lagt
fram fyrirspurn til sjávarútvegs-
ráðherra um veiði, nýtingu og
kaup á smokkfiski. Skúli spyr
m.a. hvaða ráðstafanir hafi verið
gerðar á vegum ráðuneytisins til
að auðvelda og tryggja að aflað
yrði smokkfisks til beitufrysting-
ar úr smokkfiskgöngunni sem var
við Vestfirði og Vesturland í
haust.
Þá spyr Skúli hversu mikið hafi
verið fryst til beitu, hvort gerðar
hafi verið tilraunir til að vinna
smokkfiskinn til manneldis og
hvort markaðir séu fyrir slíka
vöru. Einnig spyr hann hversu
mikið hafi verið flutt inn af
beitusmokki 1983, hversu mikið
sé áætlað að flytja inn á yfirstand-
andi vertíð og hvert áætlað sölu-
verð þeirrar beitu sé.
...skatta
milliliðanna
Svavar Gestsson hefur lagt
fram fyrirspurn til fjármálaráð-
herra um skatta verslunar, banka
og skipafélaga árið 1983. Hann
spyr hver hagnaður smásölu- og
heildsöluverslunarinnar hafi ver-
ið samkvæmt skattframtölum
1983 og hversu margar smásölu-
verslanir og heildverslanir hafi
talið fram á því ári. Einnig spyr
Svavar hver hagnaður skipafélag-
anna hafi verið á sama ári svo og
hver hagnaður bankanna hafi
verið.
...beinar greidslur
til bænda
Eyjólfur Konráð Jónsson hefur
lagt fram tvær fyrirspurnir til
landbúnaðarráðherra og við-
skiptaráðherra um beinar
greiðslur til bænda.
Eyjólfur spyr landbúnaðarráð-
herra hvernig bændur hafi tekið
því nýmæli að fá nú rekstrar- og
afurðalán sín beint í hendur, en
viðskiptaráðherra gerði kröfu
þar um 22. maí s.l. þegar fimm ár
voru liðin frá því Alþingi sam-
þykkti tillögu sama efnis.
Eyjólfur spyr hvort brögð hafi
verið að því að afurðasölufélög
reyndu að sniðganga þessi fyrir-
mæli eða hvort einstaka bankar
hafi hliðrað sér hjá því að þesum
fyrirmælum væri hlýtt. Einnig
hvort sláturhús hafi stuðlað að
því að bændur fengju greitt fullt
grundvallarverðás.l. hausti og ef
ekki, hvernig uppgjöri sé þá hátt-
að.
í fyrirspurninni til viðskipta-
ráðherra er spurt hvaða reglur
bankarnir hafi sett til að tryggja
að samþykkt alþingis frá 1979 og
bréf viðskiptaráðherra 1984 nái
fram að ganga, hvort bankar eða
útibú hafi reynt að sniðganga
fyrirmælin og ef svo sé, hvaða
viðurlögum ráðherra hyggist
beita. Einnig spyr Eyjólfur hvaða
veð bankar hafi fyrir rekstrar- og
afurðalánum annars vegar og lán-
um til afurðasölufyrirtækja hins
vegar.
Noregur
Ríkiðborgar 60%
aföllu fiskverði
1
Styrkir til sjávarútvegs
hœrri en
útflutningsverðmœti
SH
„Er okkurengin vörn í EFTA
og komur norrænt samstarf ís-
lendingum að engu gagni?
Hvað hyggst ríkisstjórnin
gera?“ spurði Karl Steinar
Guðnason á alþingi á þriðju-
dag, þegar hann upplýsti að
ríkisstyrkir Norðmanna nema
jafnvirði 6,2ja miljarða ís-
lenskra króna og jafngilda því
að norska ríkið greiði 60% af
öllu fiskverði í landinu. Til
samanburðar má geta þess að
útflutningsverðmæti SH í
Bandaríkjunum á síðasta ári
var um 5 miljarðar íslenskra
króna.
Viðskiptaráðherra og sjávarút-
vegsráðherra tóku undir gagn-
rýni Karls Steinars á styrkjakerfi
Norðmanna, sem þeir töldu allir
jafngilda verndartollum, sem
EFTA-samkomulagið bannar.
Halldór Ásgrímsson kvað svo
sterkt að orði að hér væri um lífss-
pursmál fyrir íslendinga að ræða:
ríkisstyrkir Norðmanna væru það
sem héldi niðri lífskjörum á þessu
landi. Þrátt fyrir stór orð um
þetta varð ráðherrum svarafátt
um það hvað gera skyldi, nema
þá það sem gert hefur verið með
engum árangri árum saman: að
bera fram mótmæli á toppfund-
um í norrænu samstarfi og innan
EFTA. Slíkt yrði að sjálfsögðu
gert á Norðurlandaráðsþinginu í
lok febrúar.
Hjörleifur Guttormsson sagð-
ist sakna tillagna frá ráðherrum
Norskur sjávarútvegur nýtur gífurlegra styrkja og má nefna sem dæmi að þeir eru hærri en útflutningsverðmæti
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna!
um að aflétta þessu ástandi. Við-
skiptaráðuneytið væri ótrúlega
deigt að verja hagsmuni íslands
innan EFTA. Hann minnti á að
embættismenn í ráðuneytinu
töldu það óvinnandi veg og nán-
ast móðgun að láta sér detta í hug
að fara fram á undanþágu til að
setja aðlögunargjald á vegna inn-
lendrar iðnaðarframleðslu á sín-
um tíma. Þá var gengið fram með
pólitískum hætti og sendir menn
til allra EFTA-landanna og málið
hefði verið til lykta leitt með sam-
þykki þjóðanna allra. Þá þurfti
pólitíska dirfsku og þyrfti aftur
nú, sagði hann. Síendurteknar yf-
irlýsingar bæru keim sýndar-
mennsku, lágmarkskrafa væri að
gera áætlun um að ná fram
breytingu í þessu efni.
Þá minnti Hjörleifur á að sam-
keppnisstaða sjávarútvegsins
ræðst ekki aðeins af undirboðum
Norðmanna og annarra: sjávar-
útvegurinn greiddi nú þriðjungi
hærra olíuverð en keppinautur
okkar. í því efni heyrðist líka
harla lítið frá stjórnvöldum.
Umræður urðu mjög fjörugar
vegna fyrirspurnar Karls Steinars
og stakk Jón Baldvin m.a. uppá
að fiskverkunarfólk fjölmennti
við fundarstað Norðurlandaráðs
síðar í mánuðinum eða færi í mót-
mælastöðu við norska sendi-
ráðið. Kjartan Jóhannsson benti
á að lítið gagn hefði verið að því
að vinna landhelgisstríðið ef nú
ætti með óheiðarlegum vinnu-
brögðum að leggja okkur í við-
skiptastríði. Hjá einum þing-
manna kvað við nokku annan
tón: Stefán Benediktsson sagði
makalaust að þingmenn reyndu
nú að finna þjóðarbölinu stað í
byggðastefnu Norðmanna! Hér
væru menn að hengja bakara
fyrir smið og nær væri að taka til
heima hjá sér en að leita uppi
óvini í öðrum löndum! -ÁI
Stjórnkœnska
Verðbólga komin í 50%
Svavar Gestsson: Ríkisstjórnin ráðlaus og hefur ekki vit til að stökkva
inn á tillögur stjórnarandstöðunnar
Á fundi með fulltrúum
stjórnarandstöðunnar s.l.
föstudag upplýsti Steingrímur
Hermannsson, forsætisráð-
herra, að verðbólgan væri nú
komin í u.þ.b. 50%
Svavar Gestsson vakti athygli á
þessu á alþingi á mánudag og
sagði ljóst að ríkisstjórninni hefði
mistekist það meginmarkmið sitt
að lækka verðbólguna, enda
hefði hún ekki kunnað til þess
nema eitt ráð: að lækka kaupið.
Það hefði verið reynt áður og
dygði ekki. Nauðsynlegt væri að
taka á öllum þáttum efnahags-
mála, ekki aðeins einum eins og
stjórnin hefði gert. Og nú legði
hún fram „tilkynningu um efna-
hagsatriði“ í stað raunhæfra til-
lagna, og hefði ekki einu sinni vit
til að stökkva inn á tillögur
stjórnarandstöðunnar í hinum
ýmsu þáttum efnahagsmála.
A mánudag var framhaldið í
neðri deild fyrstu umræðu um
frumvarp Alþýðubandalagsins
um verndun kaupmáttar. Svavar
Gestsson vakti athygli á að þetta
er í fyrsta skipti sem flokkur í
stjórnarandstöðu leggur fram
frumvarp þar sem tekið er á
öllum helstu þáttum efnahags-
mála. Slíkt væri algert nýmæli.
Hann benti á að í frumvarpinu er
kafli um verðlagsmál, tillaga um
algera breytingu á langlánanefnd
og ákvæði um að banna útgáfu
skuldabréfa nema á nafn. Þá
minnti hann á tillögur til lausnar á
vanda útgerðarinnar, sem ríkis-
stjórnin væri ráðlaus í og minntist
ekki einu orði á í fréttatilkynn-
ingunni frægu. Hann vakti einnig
athygli á að formaður og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins hefðu
lýst stuðningi við 7. gr. frum-
varpsins um að banna verðtrygg-
ingu á lánum sem eru til skemmri
tíma en 10 ára, en sagði jafnframt
að reyndar réðu þeir litlu á
stjórnarheimilinu. Hann spurði
hvort ríkisstjórnin myndi beita
sér fyrir afnámi vísitölutrygging-
ar á skemmri tíma lán og benti á
að til þess þarf ekki lagasetningu.
Að lokum ítrekaði Svavar til-
lögur Alþýðubandalagsins um af-
nám sjúklingaskattsins, - það
væri fyrsta skref í skattalækkun-
artillögum flokksins!
-Á1
Fimmtudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Alþingi
Spurtum...
...G-lánin
Helgi Seljan hefur lagt fram
fyrirspurn til félagsmálaráðherra
um afgreiðslu lána frá Húsnæðis-
stofnun ríkisins. Hann spyr hve-
nær vænta megi afgreiðslu G-lána
til þeirra sem keyptu eldri íbúðir í
apríl-júní á síðasta ári. Þá spyr
Helgi hvenær þriðji hluti nýbygg-
ingarlána verði afgreiddur til
þeirra sem fengu fyrsta hlutann í
desember 1983.
...tannsmíðanám
Árni Johnsen hefur lagt fram
fyrirspurn til menntamálaráð-
herra um hvað líði vinnu við
skipulagningu tannsmíðanáms.