Þjóðviljinn - 15.02.1985, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Qupperneq 1
LANDK) GLÆTAN VjÐHORF LANDIÐ Húsbyggingar ^ Byggung ao rulla Dráttur á húsnœðisstjórnarlánum höfuðorsökin. Félagið vantar 44 miljónir. 150 manns missir atvinnunaþegarfélagið stoppar ínœstu viku. Alþingismenn kallaðir til hjálpar í dag. Fréttamannafundur um málið á mánudaginn B'yggingarfélag ungra Sjálf- stæðismanna, Byggung, er að rúlla og búist er við að starfsemi félagsins stöðvist í næstu viku. Höfuðástæðan er sá mikli dráttur sem orðið hefur á lánum frá Húsnæðisstofnun ríkisins og vantar Byggung nú 44 miljónir króna til að geta haldið starfse- minni áfram að því er heimildir Þjóðviljans herma. Þorvaldur Mawby fram- kvæmdastjóri Byggung var spurður hvort starfsemin væri að stöðvast og vildi hann hvorki játa því né neita, en sagði að Byggung myndi halda fréttamannafund um málið á mánudag. Þá yrði fréttamönnum sýnd starfsemi fyrirtækisins og ýmsar nýjungar sem það hefur tekið upp varðandi húsbyggingar. í dag kl. 10 f.h. munu alþingis- menn mæta til fundar við for- ráðamenn Byggung vestur á Rekagranda í Reykjavík, en þar á að sýna þeim það sem Byggung er með undir um þessar mundir og biðja þá um aðstoð í vand- ræðum fyrirtækisins. Leggist starfsemi Byggung nið- ur, sem allt bendir nú til, þá munu 150 manns missa atvinn- una. Þá er einnig ljóst að leggist starfsemi Byggung niður munu margir þeir sem Byggung er að byggja fyrir nú fara illa útúr mál- inu, nema fyrirtækið fái opinbera aðstoð til að ljúka þeim verkefn- um sem það er nú með. Það eru því fleiri en einstaklingar sem komnir eru á hnén vegna ráð- leysis í húsnæðislánakerfinu. -S.dór Húsnœðismál Ránskjaravísitala Hœkkun á áfengi og tóbaki rœndi aflántakendum síðasta árs sem svarar til andvirðis tólfíbúða á síðasta ári Nýlega skýrði fjármálaráð- herrann frá því í sjónvarpi að heildarútlán Húsnæðisstofnunar á sl. ári hefðu verið um tveir milj- arðar króna. Hann gat þess hins vegar ekki að áfengi og tóbak hækkaði á síðustu ellefu mánuð- um um 50%, enda myndu flestir skynsamir menn telja ástæðu- laust að velta fyrir sér nokkru samhengi þarna á milli. Því miður er hins vegar beint samband á milli skulda húsbyggj- enda og hækkunar á brennivíni og tóbaki, því hækkun á þessum vörum hækkar framfærsluvísi- tölu, sem aftur hækkar lánskjara- vísitölu. Þessi hækkun á áfengi og tóbaki hækkar lánskjaravísitölu um 1,2%, sem aftur hækkar skuldirnar sem húsbyggjendur stofnuðu til við Húsnæðisstofnun í fyrra um litlar 24 miljónir. Með fyrrnefndri brennivíns- hækkun síðustu 11 mánuði hafa því skuldir þessara lántakenda verið hækkaðar sem svarar til andvirðis fimmtán íbúða blokk- ar, svipaðri þeirri sem er sýnd á myndinni hér til hliðar. Vísitala af þessu tagi getu tæp- ast kallast annað en ránskjara- vísitala. hágé. Sjá bls. 2 Með brennivínshækkuninni einni gn voru skuldir lántakenda árið 1984 hjá §§} Byggingarsjóði ríkisins og Bygging- arsjóði verkamanna hækkaðar um iliSomiliffiimii- iii. andvirði húss af þessu tagi Fóru á kostum! íslenska landsliðið í hand- knattleik fór á kostum í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi er það sigraði Ólympíumeistara Júgósl- ava með yfirburðum, 20-13. Þetta var sögulegur leikur, mót- lætið fór mjög í skapið á Júgó- slövum en íslenska liðið hélt haus og vann glæsilegan sigur - sinn fyrsta gegn Júgóslavíu frá upp- hafi. -VS _________ Sjá bls. 19 Kaffimál SÍS Sent til ríkissaksóknara Eg hef ákveðið að senda alla rannsóknarþætti málsins til ríkissaksóknara og verður það gert í dag. Rannsóknarþáttur skattrannsóknarstjóra er um bókhalds- og skattþáttinn, rannsóknarþáttur Verðlagsstofn- unar verðlagningarmálin og svo var að berast skýrsla gjaldeyris- deildar Seðlabankans. Allar skýrslurnar verða sendar til ríkis- saksóknara. Þetta sagði Garðar Valdimarsson skattrannsóknar- stjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. Garðar sagði að með skýrslu gjaldeyrisdeildar Seðlabankans hefði fylgt bréf til ríkissaksókn- ara. Aðspurður hvort þetta þýddi að SIS væri grunað um misferli á öllum þessum sviðum varðandi kaffiinnflutninginn svaraði Garð- ar: „Ég hef ákveðið að senda málið til ríkissaksóknara. Síðan verða menn þá bara að lesa á milli línanna eins og nú tíðkast". Þjóðviljinn hefur það eftir ár- eiðanlegum heimildum að gjald- eyrisdeild Seðlabankans hafi ekki getað komið öllum endum saman í sinni rannsókn. Til þess að hægt sé að rannsaka málið í botn þyrfti að senda menn utan, m.a. til Brasilíu. Þess vegna sé rannsóknin ófullkomin, en eigi að síður telji Seðlabankinn að málið sé þess eðlis að senda beri það til ríkissaksóknara. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.