Þjóðviljinn - 15.02.1985, Side 8
GLÆTAN
Það má strika þetta skólaár út
Viðbrögð nokkurra nemenda við uppsögnum kennara
Það hefur varla farið framhjá
neinum framhaldsskólanemanda
að kennarar hafa sagt upp störf-
um frá og með 1. mars vegna
lágra launa. Hafa forráðamenn
lengt frest til að leysa þetta mál
en ekkert gert nema það að
menntamálaráðherra hefur
skipað kennurum að starfa áfram
til 1. júní og talað um að lögsækja
þá ella. Glætan hættir sér ekki út í
neinar lögfræðilegar pælingar um
það mál en hvað segja nemendur
um möguleikann á því að öll
kennsla leggist niður 1. mars? Á
kannski að kæra menntamála-
ráðuneytið fyrir að útvega ekki
forfallakennslu eins og einn að-
spurður nemandi lagði til?
-aró
Kristveig Halldórs-
dóttir, nemandi:
Þetta er ljóta helv... Það veit
enginn hvað gerist, sérstaklega
með þá krakka sem útskrifast í
vor og ætla í framhaldsnám. Það
verður allt í veseni fyrir þá ef þeir
geta ekki klárað og auðvitað er
þetta slæmt fyrir alla aðra nem-
endur. Það má strika þetta
skólaár út, það er allt í klessu síð-
an í verkfallinu í haust.
Þorgerður
Guðmundsdóttir
og
Þorkell Egilsson,
nemendur:
Við vitum ekkert hvað gerist,
kennarar hafa ekki viljað ræða
þetta mál og segja að þetta skýrist
eftir 22. febrúar. Þetta kemur sér
mjög illa. Það voru margir sem
komu illa út úr haustönninni. Ef
kennararnir hætta verður maður
að byrja að læra heima en hingað
til hafa uppsagnirnar ekki haft
nein áhrif á skólastarfið.
Linda Björg
Halldórsdóttir
nemandi í
öldungadeild:
Við verðum laglega illa stödd
ef til uppsagna kemur. Þetta
kemur sér mjög illa og bætir ekki
ástandið sem er nógu slæmt fyrir
síðan í verkfallinu í október. Ég
veit um fólk sem hætti þá í námi
og alveg eins víst að það gerist
núna ef þetta varir lengi. Tíminn
leiðir í ljós hvað gerist og ég veit
ekki til að það séu neinar aðgerð-
ir í gangi af hálfu nemenda hér í
skólanum.
Nanna Sigurdórs-
dóttir, nemandi:
Sú hugmynd hefur komið fram
hvort ekki væri hægt að kæra
menntamálaráðuneytið því það
er skylda þeirra að sjá okkur fyrir
forfallakennslu ef kennarar eru
veikir og af hverju ekki alveg eins
núna. Það hefur ekkert verið gert
nema nemendur framhaldsskóla
sendu skjal til blaðanna um það
að við krefjumst kennslu. Við
getum ekkert gert fyrr en við vit-
um hvernig þetta fer og bíðum
eftir úrskurði Kjaradóms.
Einar Friðriksson,
nemandi:
Ég hef ekki hugmynd um hvað
ég geri, kannski reyni ég að fá
mér vinnu en sennilega er það
ómögulegt. Ef kennararnir
hætta, lengir þetta auðvitað tíma
manns í skóla en ég ætla samt
ekki að hætta. Eftir því sem ég
best veit hefur ekkert verið gert
nema tala um málið á fundum
sem málfundafélagið hefur hald-
ið.
Vinsældalistar Þjóðviljans
Fellahellir (2) 1. Forever Young- Alphaville (3) 2. Búkalú- Stuðmenn (1) 3. Sex Crime- Eurythmics (9) 4. Fresh - Cool and the Gang (6) 5. Power of Love - Frankie goes to Hollywood (4) 6. Everything she wants - Wham (8) 7. Love is Love- Culture Club (-) 8. Loverboy- Billi Ocean (10) 9. The Chauffeur- Duran Duran (-) 10. Save a Prayer- Duran Duran Rás 2 (5) 1. Moments of Truth - Survivor (1) 2.1 Want To know what love is- Foreigner (-) 3. Save a Prayer- Duran Duran (2) 4. Everything she wants - Wham (10) 5. Forever young - Alphaville (3) 6. Búkalú- Stuðmenn (8) 7. We belong- Philip Bailey/Phil Collins (6) 8. Easy lover- Pat Benatar (-) 9. Shout- Tears for Fears (4) 10. Sex Crime - Eurythmics Grammið (-) 1. Hateful of Hollow- Smiths (—) 2. Treasure- Cocteau Twins (3) 3. The Walking Hours - Dali’s Car (-) 4. Pop- Tones On Tail (-) 5. High Land, Hard Rain - Aztec Camera (4) 6. Stop Making Sense- Talking Heads (-) 7. Zoolook- Jean-Michel Jarre (-) 8. The Wonderfull and Frightening World (1) 9. Gold Diggers- Lindsay Cooper (2) 10. Lili Marlené- Das Kapital