Þjóðviljinn - 15.02.1985, Side 10

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Side 10
FRÉTTIR Kaaber Rannsókn að Ijúka Verðlagsstofnun skilar niðurstöðu sinni um innkaupsverð Kaabers á kaffibaunum eftir helgina. Rannsókn Verðlagsstofnunar á kaffibaunakaupum Kaffi- brennslu O. Johnsons og Kaaber er nú á lokastigi. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að niðurstöður athugunar- innar hefðu verið ræddar á fundi Verðlagsráðs í vikunni og yrðu líklega teknar til frekari umræðu á fundi ráðsins í dag. Sagðist hann reikna með að stofnunin sendi frá sér tilkynningu um mál- ið í byrjun næstu viku. Það var skattrannsóknarstjóri sem óskaði eftir því á sínum tíma að Verðlagsstofnun kannaði innflutning og innkaupsverð Ka- abers fyrir kaffibaunir en verð- lagning á kaffi síðustu árin hefur alfarið verið farið eftir innkaupsskýrslum Kaabers. For- stjóri fyrirtækisins hefur upplýst í samtali við Þjóðviljann að Kaa- ber hafi notið svipaðra afsláttar- kjara og SÍS, en verðlagsstjóri vildi ekki tjá sig um niðurstöður rannsóknarinnar fyrr en hún verður kynnt eftir helgina. -*g- A Iþýðuflokkurinn Ámundi stýn'r Flytur ótrauður áfram inn nektardanspíur. Amundi ogJón Baldvin nota sömu tœkni og fatafellurnar áfundum. Vill verasendillfyrir Jón Baldvin Amundi Amundason umboðs- maður hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins í stað Kristínar Guð- mundsdóttur sem hrökklaðist úr starfinu fyrir atbeina formanns- ins Jóns Baldvins Hannibals- sonar. I viðtali vð Heigarpóstinn í gær segist Amundi munu halda áfram ótrauður að flytja inn nektardanspíur. Amundi er ann- ar maður í röðum stuðnings- manna Jóns Baldvins sem fær stöðu, áður féll Jóna Ósk Guðj- ónsdóttir í atkvæðagreiðslu um þinglóðs fyrir Birgi Dýrfjörð iðn- rekanda sem er einnig stuðnings- maður Jóns Baldvins. Hinn nýráðni framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins segir m.a. í viðtalinu við Helgarpóstinn: „Það er í sjálfu sér enginn mis- munur á því hvort þú skapir vin- sældir Hljóma, Dúmbó og Steina eða Jóns Baldvins“. Amundi segir að þeir Jón Baldvin noji sömu tækni á fundum og fatafell- urnar. -óg. Dag er sífellt að lengja. Sólin þó enn lágt á lofti og leikur skugganna skemmtilegur. Krakkarnir voru hrifnir af skuggum sínum I gær og mældu lengd sína í gangstéttarhellum. mynd-E.ÓI. Spennandi skák ruglar skákskýrendur! Flestra augu beindust að skák Margeirs Péturssonar og Karls Þorsteins í 3. umferð afmælis- móts Skáksambands íslands í gærkvöldi. Margeir, sem hafði hvítt, tefldi mjög hvasst afbrigði í byrjuninni og varð skákin strax mjög spennandi og tvísýn. Hún var svo flókin að skákskýrendur sögðust ekki vita hvernig tafl- borðið sneri! Sóknarmöguleikar hvíts voru miklir og vörnin erfið hjá svörtum. í 27. leik lék Karl herfilega af sér og varð að gefast upp eftir að hrókatap var fyrirsjá- anlegt. Skák Dananna tveggja, Hans- ens og Larsens var einnig mjög spennandi. Hansen hafði hvítt, fékk góða stöðu og náði sókn á hendur kóngi Larsens. Sá síðar- nefndi varðist hins vegar vel og í tímahrakinu vann hann riddara af Hansen. Þegar Larsen hafði síðan komið í veg fyrir allt mót- spil Hansens með nokkrum hnit- miðuðum leikjum, gafst hinn ungi skákmaður upp. Geysilega seigur í vörn, hann Larsen! Skák þeirra Helga og Jóhanns lauk eftir aðeins 15 leiki. Byrjun- in var kóngsindvesk vörn og skiptist upp á drottningum strax í upphafi skákarinnar. Eftir það var ekki eftir neinu að slægjast. Helgi og Jóhann eiga báðir möguleika á síðasta áfanga að stórmeistaratitli og með því að semja jafntefli eyðileggja þeir ekki þann möguleika hvor fyrir öðrum. Jón L. hafði hvítt gegn Jusup- ov. Þeir tefldu opna afbrigðið í spænska leiknu. Skákin var í jafnvægi allan tímann og skiptu þeir með sér vinningnum eftir 25 leiki. Skák þeirra Guðmundar og Spassky lauk einnig snemma. Spassky beitti slavneskri vörn og Guðmundur tefldi rólegt af- brigði. Stórmeistararnir sömdu síðan um jafntefli eftir aðeins 12 leiki. Þar með er Guðmundur kominn á blað. Eftir uppskipti á öllum léttu mönnunum í skák Horts og Van der Wiel bauð staðan ekki upp á annað en að stórmeistararnir slíðruðu sverðin og semdu um jafntefli. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: Karl Þorsteins. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 dxc4 Karl teflir móttekið drottningar- bragð. Það sést ekki oft á skákmótum um þessar mundir, einfaldlega vegna þess að það er ekki í tísku. 4. Rc3 Þessi leikur gefur svörtum tækifæri til að valda peðið á c4. Staðan verður nú mjög hvöss. Algengari og jafnframt rólegri leið er 4. e3. 4. - a6 5. e4 b5 6. e5 Rd5 7. a4 Rb4 Eftir 7. - b4 8. Re4 c3 9. bxc3 10. Bc4 er hvítur á undan í liðsskipan. 8. Be2 Ekki 8. axb5? vegna 8. - Bf5. 8. - Bf5 9. 0-0 Rc2 10. Ha2 Rb4 11. Ha3 Rc2 12. Ha2 Rb4 13. Ha3 Rc2 14. Rh4 Margeir, sem þarf nauðsynlega að vinna þessa skák til að vera með í toppbaráttunni, hellir sér nú út í mikl- ar flækjur. Hann gat að sjálfsögðu tekið jafntefli með 14. Ha2 14. - Bd3 15. Bxd3 cxd3 16. e6! Hvítur veröur aö tefla af mikilli hörku ef hann á ekki að veröa undir í barátt- unni. 16. - fxe6 17. Dh5+ g6!? Ef 17. - Kd7 18. axb5 Rxa3 19. bxa3 og hvítur hefur góða sóknarmögu- leika. 18. Rxg6 hxg6 19. Dxh8 b4 20. Bh6! Kd7 Eini leikurinn. Ekki 20. - Kd7? 21. Re4! og vinnur. 21. Bxl8 bxa3?! Hér töldu margir að 21. - Rc6 væri sterkari leikur. Þá hótar svartur bi- skupnum á f8 og gaffallinn á b4 stend- ur enn. Hvítur getur þó leikið 22. d5! og hvíta sóknin heldur áfram. 22. d5! Kc8 Ef 22. - exd5 23. Dh3+ ke8 23. Bg7! með áframhaldandi sókn. 23. Dg7 exd5 24. Bxe7 De8 25. bxa3 Hvítur stendur nú mun betur vegna slæmrar kóngsstöðu svarts. 25. - d4 26. Rd5 Rd7 27. Bg5 De6? Þessi afleikur veldur því að skákin tapast strax en erfitt er að benda á viðunandi framhald fvrir svartan. abcdefgh 28. Dh8+ Kb7 29. Dxa8+! Eftir 29. - Kxa8 30. Rxc7 + ásamt 31. Rxe6 er hvítur heilum hróki yfir. Karl gafst því upp. Biðskák þeirra Helga og Larsens úr 1. umferð fór aftur í bið í gær- dag. í gærkvöldi bauð Helgi hins vegar Larsen jafntefli sem og hinn síðarnefndi þáði að sjálf- sögðu. Eins og undirritaður benti á í blaðinu í gær kom upp teóret- ísk jafnteflisstaða, þ.e Helgi hafði hrók, biskup og kóng á móti hróki og kóngi Larsens. Helgi virtist hafa treyst Larsen til að halda taflinu. Biðskák þeirra Larsens og Margeirs úr 2. umferð varð að bíða sökum biðskákar Larsens og Helga. Verður hún tefld í dag. Jusupov og Guðmundur tefldu einnig biðskák sína í gærdag. Hún fór sömuleiðis í bið aftur. Guðmundur hefur svart, stendur höllum fæti en vera má að hann hafi einhverja jafnteflismögu- leika. 1 dag verða einungis biðskákir tefldar og einnig skák þeirra Jóns L. og Horts sem frestað var úr 1. umferð. Úrslit í 3. umferð Helgi-Jóhann: V2-V2 Jón L.-Jusupov: V2-V2 Guðmundur-Spassky: V2-V2 Margeir-Karl: 1-0 Hort-Van der Wiel: V2-V2 Hansen-Larsen: 0-1 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.