Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI VIÐHORF Framfarir Sniff-frvtt lím komið á maikað Á síðastliðnu vori gerði Máln- ingarverksmiðja Slippfélagsins einkaleyfissamning við breska fyrirtækið Unibond um fram- leiðslu á sniff-fríu lími og hófst sú framleiðsla í febrúarbyrjun. Þetta nýja lím er framleitt úr vatnsþynnanlegum efnum, það er auðvelt í notkun og íkveikju- hætta er engin. Límframleiðsla Slippfélagsins verður tii þess að auka markaðshlutdeild innlends líms en hún er nú um 24%. Jafn- framt framleiðslunni á sniff-fría líminu hefur Slippfélagið látið út- búa veggspjald og upplýsinga- bækling, þar sem varað er við geigvænlegum afleiðingum sniffsins. Verður hvorutveggja, spjaldi og bæklingi dreift í sam- ráði við Æskulýðsráð og Fél- agsmálastofnun. Upplýsingum verður einnig dreift til söluaðila líms, til heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa og til þeirra iðnaðar- manna sem þurfa að sniffa starfs- ins vegna. Slippfélagið hefur sett sniff-frítt lím hér á markað en fyrirtækið hefur einnig látið gera upplýsingabækling þar sem varað er við geigvænlegum afleiðingum sniffsins. Matur Viltu borða eins og Reagan? Sölusamtökin h/f hafa nýlega sett á markað skyndibita sem nefnist Hádegisverður forsetans eða President’s Lunch. Band- ríkjamenn nefna þetta hádegi- sverð forsetans þar sem Bandaríkjaforseti mun borða mikið af slíku og eru myndir af honum í dagblöðum ytra þar sem hann auglýsir þennan litla skynd- ibita. Skyndibitinn samanstendur meðal annars af hnetusmjöri, hunangi, sólblómafræjum, rúsín- um og hinum frábæru Noel Jo- hnson’s blómafræflum. Presi- dent’s Lunch er 153 kalóríur og inniheldur hvorki salt né sykur. Sykursjúkum er því óhætt að borða forsetafæðuna. Auk þess er mælt með President’s Lunch fyrir fólk sem er í megrun þar sem það gefur góða magafylli. í hverju stykki eru næg vítamín og steinefni. Heimilisaðstoð Okkur bráðvantar konu til að koma heim og gæta 2V2 árs stelpu + eitt húsverk eftir hádegi. Erum staðsett í Nýja miðbænum. Upplýsingar í síma 81699 á daginn, 78757 á kvöldin. 'i’ UTBOÐ Tilboð óskast í lögn hitaveituæðar í Selási fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. Verk þetta nefnist „Selás - stofn- lögn III. áfangi". Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 22. febrúar n.k. kl.11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Styrkir til náms á Spáni Spær-'k stjórnvöld bjóða fram eftirtalda styrki handa íslend- ingum til náms á Spáni á námsárinu 1985-86: 1. Einn styrk til háskólanáms í 9 mánuði. Ætlast er til að styrkþegi sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi og hafi gott vald á spænskri tungu. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 30 ára. 2. Tvo styrki til að sækja spænskunámskeið í „Escuela de Verano espanola" í Madrid í júlí sumarið 1985. Umsækj- endur skulu hafa lokið a.m.k. 3 ára námi í spænskri tungu í íslenskum framhaldsskóla. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 25. febrúar n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 13. febrúar 1985 Allaballar, herinn og Nató i™ w --- í Þjóðviljanum þriðjudaginn 29. janúar á Guðmundur Ólafs- son grein og andmælir þar rit- smíðum Birnu Þórðardóttur og Guðmundar Hallvarðssonar um utanríkismál og fleira sem birtust í blaðinu fyrir skömmu. Birna og Guðmundur Hallvarðsson voru einkum að gagnrýna raddir (eða hvísl) Alþýðubandalagsfólks sem heyrst hafa um enn frekari und- anslátt í herstöðvamálinu en orð- ið er og komið hafði fram á síðum Þjóðviljans í grein eftir Margréti Björnsdóttur nokkru áður. Að venju landans fer Guð- mundur Ólafsson þá leið að drepa meginatriðinu - afstöðu Alþýðubandálagsmanna til hers- ins og Nato - á dreif en taka upp annan tiltölulega smávægilegan þátt þessa máls, þótt ekki sé hann ómerkur í sjálfu sér, og er þar átt við hugmyndir vinstri manna um Sovétríkin og „sögulegt uppgjör við þau“. Gagnrýni hans á Birnu og Guðmund Hallvarðsson er klædd all íburðarmiklu líkinga- máli sem á markvissan hátt er ætl- að að gera sem minst úr málflutn- ingi þeirra. Meginatriði í málflutningi Margrétar snerist um það að fé- lagshyggjufólk ætti að ræða sam- an um hagsmunamál sín og láta utanríkismál, þ.e. afstöðuna til hersins og Nato, ekki spilla fyrir slíkum viðræðum. Öðru vísi var ekki unnt að skilja grein hennar. Þetta þýðir einfaldlega að Al- þýðubandalagið eigi að ná samkomulagi um einhvern lág- marks málefnagrundvöll, þar sem ekkert er minnst á herstöðv- arnar, við aðra flokka en Sjálf- stæðisflokkinn (það er ekki ljóst hvort Framsóknarmenn eru inni í myndinni) - nema þá viðræður félagshyggjufólks eigi bara að vera notalegt rabb yfir kaffibolla. Þessum undanslætti í hermálinu voru Birna og Guðmundur m.a. að mótmæla. Það er nú það með þessa hunda. Góðir hundar geltu að ferðamönnum ef þeir þekktu þá ekki og þótti húsráðendum það ekki verra svona yfirleitt. Svo var til dæmis um Gunnar á Hlíðar- enda einn góðan heyskapardag til forna svo eitt dæmi sé tekið. Ég held nú einmitt að það sé fyllsta ástæða til að rísa upp á afturíapp- irnar og gjamma að hernum og Nato. Þótt við hér á landi séum blessunarlega laus við verstu afurðir heimsvaldastefnunnar þá er hún ægilegur veruleiki í sumum pörtum heimsins og birt- ist í hernaðarofbeldi, hungri og skorti, fáfræði og fantaskap. Það er varla hægt að sjá af grein Guðmundar Ólafssonar að hon- um sé kunnugt um veru banda- rísku dátanna hér á landi, hvað þá að hann eyði að því orði hvað þeir eru að gera hér. Samt eru þetta liðsmenn í sama her og réð- ist inn í Grenada í hitteðfyrra og þeir bera á herðum sér minning- una um hernaðarbrjálæðið í Viet- nam forðum tíð. Hermennirnir hér eru vopnabræður piltanna sem komu fyrir tundurduflum úti fyrir ströndum Nicaragua fyrir ekki margt löngu og þeirra dáða- drengja sem nú kenna her- mönnum yfirstéttarinnar í El Sal- vador að varpa sprengjum á varn- arlausa fjallabændur þar í Iandi. En þessir hermenn, umsvif þeirra, eru meira. Þeir eru tákn þess valds sem býr að baki banda- rísku hernaðarófreskjunni. Þess valds auðs og ríkidæmis, sem af- bakar frelsishugsjón mann- kynsins í óheft peningavald og stefnir leynt og ljóst að því að þeir ríku verði ríkari en hinir bjargi sér sjálfir. Hugsjónir þessa valds eftir Jón Torfason „ Okkar friðarbar- áttu verður að miða aðþvíað koma hernum úr landinu, losa okkur úr Nató og taka upp samvinnu við hlutlaus ríki“ ganga einmitt þvert á þær hug- myndir, sem væntanlega verður byggt á í fyrirhuguðum viðræðum félagshyggjufólks - hugsjónum um jöfnuð og samhjálp. Það hangir svo líka á spýtunni að viðskiptin við þennan sama her - hermangið - á allstóran þátt í að efla þá stórasannleiksmenn sem Guðmundur Ólafsson vill fylkja félagshyggjufólki gegn. Það er ekki líklegt að slfk sam- fylking fái miklu áorkað ef neitað er að horfa á þann bakhjarl sem andstæðingarnir styðja sig við, bæði hugmyndalega og efnalega, og látið sem hann sé ekki til. Samvinna um hvað? Guðmundur Ólafsson vonast til að því fólki fari að fækka sem ekki getur talað við aðra en þá sem eru forkláraðir pólitískt og eiga Guðmundur Hallvarðsson og Birna væntanlega að teljast til þess hóps. „Við hin“, segir Guðmundur, „...verðum að standa þétt saman og varpa fyrir borð gömlum trú- arrollum, sem hafa sundrað okk- ur. í dag er ekki spurt um það hvað stefnan heitir né hvort stjórnmálamaðurinn sé ofan eða neðan við miðju. Krafan er árangur og ekkert annað." Það ágæta fólk sem Guðmund- ur ætlar að samfylkja „þétt“ með horfir ekki í spegil og biður ekki bænir en umfram allt er það ekki róttækt - eða sýnir að minnsta kosti þá kurteisi að hafa ekki hátt um róttækni sína. Nei, nú þarf ný vinnubrögð, ekkert daður við fornar hugsjónir, sem nú heita „gamlar trúarrollur“; ekki er vert að vera að amast við Nato, því þá er maður að verja Sovétríkin án þess að vita það (þeir menn voru nefndir „nytsamir sakleysingjar" hér í eina tíð). Nei, nú er ekki spurt hvað stefnan heitir (er þá spurt hver hún er?) né hver fram- kvæmir hana (Svavar, Jón Bald- vin, Steingrímur - mætir menn allt og hvorki ofan eða neðan við miðju eða kannski engum megin við miðjuna). Nei, nú höfum við ekki neina ákveðna stefnu, við viljum bara árangur. Vitanlega er sj álfsagt að félags- hyggjufólk ræðist við en ekki í svona þoku. Alþýðubandalagið getur sett fram nokkur ákveðin markmið - það á sér raunar stefnuskrá - og boðið öðrum flokkum og félagshyggjufólki upp á samvinnu um að þoka þeim áleiðis innan þings eða utan. En það þarf að vera öllum ljóst að Alþýðubandalagið tekur ekki sæti í ríkisstjórn nema samið sé um að herinn hverfi úr landi með allt sitt hafurtask. ísland úr Nato - herinn burt Það er ekki það að Alþýðu- bandalagið hafi ekki reynt að vinna með „félagashyggjuflokk- um“ því bandalagið hefur verið nær samfellt í ríkisstjórn frá því árið 1978 og fram til 1983. Eitt og annað náðist fram á þessum tíma og í stöku málum var unni vel og lífskjör fólks hafa trúlega batnað eitthvað. Hins vegar stóðu þeir ávinningar ekki fastari fótum en svo að ríkisstjórn Vinnuveitenda- sambandsins var hægur vandi að kippa því öllu til baka og gott bet- ur með nokkrum pennasrikum á vordögum 1983. Þá stundina hrökk samstaða félagshyggju- fólks skammt. Og tilkostnaðurinn. Hann var ekki síst sá að hermálinu var „fórnað". Það var ekki einu sinni „stefnt að því að herinn færi á kjörtímabilinu" heldur sæst á óbreytt ástand og tæplega það. Uppskeran er líka eftir þessu. Hermangsöflin hafa öll færst í aukana enda vel styrkt af móð- urríkinu í vestri en herstöðva- andstæðingar hafa nánast verið felldir í dróma. Umræðan um hermálið hefur snúist í óljósar og lítt skilgreindar vangaveltur um einhvern alsherjar frið. (Alþýðu- bandalagið á ekki sök á þeirri þróun en það gat samt beitt sér miklu skarpar á sínum tíma). Enginn er á móti friði, þó ekki væri. Og það er góðra gjalda vert að fara í þöglar skrúðgöngur með íhaldinu í skammdeginu og halda á kertum. í mesta lagi að syngja „Öxar við ána“, sem virðist á góðri leið með að verða „baráttu- söngur“ íslenskra launamanna. Það geta allir tekið þátt í slíkum serimoníum, jafnt Natosinnar og herstöðvaandstæðingar, ekki styggir það neinn. Menn geta líka skrifað nafnið sitt í stóra bók á eftir Vigdísi og Steingrími og sent þjóðarleiðtogum. Enginn verður móðgaður af því. Svon lagað fitl er gott og blessað og spillir svo sem engu í sjálfu sér en það særir heldur engan og gerir ekki mikið gagn. Hins vegar er eins og hafi gleymst í öllu þessu friðarstússi sá þáttur vígbúnaðar- og hernaðar- brjálæðisins sem að okkur íslend- ingum snýr. Þótt við getum stutt almenna friðarviðleitni í heimin- um með sálmasöng, blysum og bænaskrám þá hljótum við að heyja okkar friðarbaráttu hér á landi einfaldlega vegna þess að þetta er landið okkar, við erum fædd hér og eigum hér heima. Stríðsófreskjan birtist okkur í bandaríska hernum hér og öllum hans umsvifum. Okkar friðarbar- átta verður að miðast að því að koma hernum út úr landinu, losa okkur úr Nato og taka upp sam- vinnu við hlutlaus ríki. Það er sú eina leið sem okkur er fær önnur en sú að beygja kné fyrir drottn- urunum í vestri og fylkja okkur undir hin dollurum prýddu her- merki þeirra. Það er löngu kom- inn tími til að hefja upp gamla vígorðið „ísland úr Nato - herinn burt“ því það hljómar aldrei falskt. -I 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.