Þjóðviljinn - 15.02.1985, Side 19

Þjóðviljinn - 15.02.1985, Side 19
ÍÞRÓTTIR Kristján Arason rífur sig upp og skorar eitt marka íslands í gærkvöldi, þrátt fyrir aö Júgóslavar beiti öllum brögöum til aö stöðva hann. Mynd: E.ÓI. VÍGIN FALLA! Kórónan á frábœrum vetri - sjö marka sigur á Ólympíumeisturunum. Fyrsti sigur íslands gegn Júgóslavíu. Notuðum sama meðal ogþeir íEyjum, sagði Þorbjörn. Júgóslavarþoldu ekki mótlœtið. Páll óstöðvandi íseinni hálfleik Vígin falla eitt af öðru á þessum stórkostlega handboltavetri. Sví- ar sigraðir í fyrsta skipti í 20 ár, Júgóslavar og Ungverjar slegnir útúr Evrópukeppni félagsliða, Ungverjar lagðir að velli í Frakk- landi - og í gærkvöldi kom feiti punkturinn yfir stóra i-ið: Sjö marka sigur á sjálfum Ólympí- umeisturunum frá Júgóslavíu í Laugardalshöllinni, 20-13! Þeir sem lögðu leið sína í Höll- ina vonuðust að sjálfsögðu eftir fslenskum sigri en voru viðbúnir öllu. Nema sjö marka sigri ís- lands! Og alls ekki átti Bogdan landsliðsþjálfari von á þessu. , J>að gengur ekkert lið í heimi sig- urvisst til leiks gegn Júgóslavíu, hvað þá að reiknað sé með svona stórsigri. Við lékum vel en þeir illa, leikurinn þróaðist okkur í hag og þrátt fyrir úrslitin verður að viðurkennast að Júgóslavar Guðríður Guðjónsdóttir er nú lang markahæst í 1. deild kvenna í handknattleik og er óhætt að segja að enginn komi tánum þar sem hún hefur hælana. Hún hefur skorað 113 mörk í 12 leikjum en missir þó úr næsta leik, þar sem hún hlaut rauða spjaldið fyrir kjaftagang á varamannabekkn- um í fyrrakvöld er hún sat af sér tveggja mínútna brottvikningu. Harður dómur það. Þessar tíu stúlkur hafa skorað flest mörk í 1. deildinni í vetur: eru svona 3-4 mörkum betri en við“, sagði Bogdan við undirrit- aðan eftir leikinn. Byrjunin var frábær - fyrstu 12 mínúturnar ótrúlegar. Islenska sóknin gekk vel upp, vörnin og Einar Þorvarðarson afgreiddu til- raunir Júgóslavanna og á 12. mín- útu stóð 6-1 fyrir ísland. Ljúfur kafli - en það var fljótt að breytast. Þegar fjórar mínútur voru til leikhlés höfðu Júkkar gert sex gegn einu og jafnað leikinn, 7-7. Það var í fyrsta skipti og reyndist líka vera í það síðasta. Þegar leiktíminn var úti fékk ís- land aukakast. Mrkonja kastaði sér á Kristján Arason áður en hann skaut og var umsvifalaust rekinn útaf. Kristján miðaði aftur - og þrumaði framhjá varnar- veggnum í bláhornið! Stórglæsi- legt mark, staðan 8-7 í hálfleik. Á fyrstu 7 mínútum seinni hálf- Guöriður Guöjónsdóttir, Fram...........113 Erla Rafnsdóttir, Fram................. 86 Margrét Theodórsdóttir, FFI............ 59 KristjanaAradóttir, FFI................ 50 Erna Lúðviksdóttir, Val................ 50 Eyrún Sigjrórsdóttir, IBV.............. 43 Kristín Arnþórsdóttir, Val............. 41 Kristín Pétursdóttir, FH............... 41 SiryHanneHagen.FFI..................... 40 Sigrún Blomsterberg, Fram.............. 36 í kvöld kl. 21.15 fer fram í Seljaskóla einn úrslitaleikjanna í 1. deild kvenna. Valur og FH mætast þar en þessi lið berjast við Fram um meistaratitilinn. FH verður að vinna til að eiga mögu- leiksins keyrði íslenska liðið and- stæðinga sína í kaf með þremur hraðaupphlaupum og marki til viðbótar. Staðan 12-8 en, menn minntust svipaðrar stöðu í Eyja- leiknum. Skyldi nú allt fara sömu leið? „Þarna flaug í gegnum huga minn: Verður þetta eins og í gær- kvöldi? En við héldum haus þegar á reyndi, við töluðum um það fyrir leikinn að ef við næðum svona forystu skyldum við ekki brenna okkur á því aftur að flýta okkur í sókninni. Nú lengdum við sóknirnar og svekktum þá með því og það tókst mjög vel,“ sagði Þorbjörn Jensson fyrirliði eftir leikinn. Og forskotið hélst 3-4 mörk og um miðjan seinni hálfleik réðust úrslitin. Fjögur íslensk mörk í röð - Páll Ólafsson í aðalhlutverki og óstöðvandi: 18-11. Lokamínút- urnar ekki einu sinni spennandi, leika á sigri í deildinni og nánast það sama gildir um Valsstúlkurn- ar. Á Akranesi er fallbaráttu- leikuríkvöld. ÍA og ÍBVleikakl. 20. Loks mætast KR og ÍBV í Seljaskólanum kl. 14 á morgun, laugardag. Staðan í 1. deild kvenna er þessi: Fram........... 12 11 0 1 368-182 22 Valur.......... 11 10 0 1 248-176 20 FH............. 11 9 0 2 325-152 18 Víkingur....... 10 4 0 6 157-209 8 KR............. 9 2 1 6 158-189 5 Þór A.......... 9 1 1 7 140-247 3 (A............. 8 1 0 7 106-299 2 IBV........... 10 0 2 8 144-252 2 en fjörugar samt! Mótlætið fór illa í Júgóslavana, þeir beittu alls kyns fantabrögðum, skömmuðu allt og alla og urðu sér til hábor- innar skammar með framkomu sinni. Léleg landkynning! Há- markið var þegar skyttan örv- henta númer 10, Cvetkovic, barði Þorbjörn og aldrei þessu vant tóku dönsku dómararnir eftir því sem gerðist og sýndu honum rauða spjaldið. Ekki allt búið enn. Júgóslavía fékk víta- kast þegar 1,30 mín. voru eftir. Brynjar Kvaran kom í markið í fyrsta sinn, og varði frá Isakovic. Hálfri mínútu seinna hirti hann líka hraðaupphlaup! „Heppnin var með mér en þetta var hrika- lega ánægjulegt. Maður verður að standa fyrir sínu þegar tæki- færið kemur“, sagði Brynjar við undirritaðan eftir leikinn. Enn var þó eftir að núa einu saltkorni í júgóslavnesku sárin: 15 sek. fyrir leikslok galopnaði Sigurður Gunnarsson vörnina og gaf línu- sendingu á Þorbjörn fyrirliða sem fullkomnaði niðurlægingu Ólym- píumeistaranna með 20. mark- inu. 20-13 - hvenær skyldu Júg- óslavar hafa fengið aðra eins út- reið síðast? Hvernig stóð á þessum um- skiptum frá fimm marka tapinu í Eyjum kvöldið áður? „Það var baráttan - við notuðum sama meðal á þá og.þeir notuðu á okkur i Eyjum. Við vorum barðir í gær, þeir voru barðir í kvöld og þeir þoldu mótlætið verr en við. Við ætluðum okkur að vinna en mað- ur bjóst alls ekki við svona miklu. Þetta var góður handbolti, harð- ur leikur, en samt góður hand- bolti“, sagði Þorbjörn. Að fá á sig aðeins 13 mörk gegn þessu stórgóða júgóslavneska liði segir mest alla söguna. Frábær varnarleikur islenska liðsins, þar sem allir hlekkir voru jafn traustir, lagði grunninn að sigrin- um. Einar hrökk heldur betur í gang í markinu, hann varði 10 skot í fyrri hálfleik og 7 í þeim seinni og Brynjar kórónaði mark- vörsluna í lokin. Páll Ólafs var ekki notaður að marki í sóknar- leiknum fyrr en í seinni hálf- leiknum og hann reyndist vera trompið sem Bogdan hafði á hendi. Júgóslavar þekktu minnst til hans af íslensku útileikmönn- unum, enda réðu þeir ekkert við hann. Að öðru leyti var það liðs- heildin sem skipti öllu máli - allir fórnuðu sér fyrir heildina, í vörn og sókn, og útkoman var eftir því. Fyrsti sigur íslands á Júgósla- víu í 15 landsleikjum þjóðanna er staðreynd. Mörk Islands: Páll Ólafsson 7, Kristján Arason 6 (3v), Þorbergur Aðalsteinsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Sigurður Gunn- arsson 1, Þorbjörn Jensson 1 og Bjarni Guðmundsson 1. Einnig léku með Guð- mundur Guðmundsson, Jakob Sigurðs- son, Geir Sveinsson og Hans Guðmunds- son, sem reyndar kom ekkert inná. Tólf menn notaðir. Mörk Júgóslavíu: Isakovic 4, Mrkonja 2, Vujovic 2, Holpert 2, Vukocvic 1, Cvetko- vic 1 og Kuzmanovski 1. Júgóslvar notuðu 13 leikmenn og höfðu skipt öllum inná eftir 18 minútna leik! Palle Thomasen og Leif Eliason frá Danmörku hafa kannski verið frambærilegir dómarar fyrir 10 árum, en þeir eru það ekki í dag. Þeir dæmdu leikinn hroðalega, höfðu engin tök á honum og virðast ekki hafa fylgst með þróun í dómgæslu síð- ustu árin. Vonandi er þetta síð- asta ferðin þeirra hingað, til að dæma allavega. Bogdan og landsliðsmenn ís- lands: Þökk fyrir stórkostlegan leik. -VS. Handbolti Guðríður er lang markahæst 113 í 12 leikjum. Stórleikur í kvöld Föstudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.